Morgunblaðið - 30.07.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 30.07.1965, Síða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ I Föstudagur 30. júlí 1965 Fimmburafæðingar Á MANUDAG fæddust fimm- burar í Auckiand á Nýja Sjá- landi, og eru það fyrstu fimm burarnir, sem fædast þar í landL f dag fæddust fimmbur- ar í Falun í Svíþjód. Fyrri systkinunum heilsast vel, og var allt eðlilegt við fæðingu þeirra, en fjórir sænsku fimm buranna eru nú látnir. Það hefur vakið mikla at- hygli við fæðingar þessar, að báðar konurnar hafa um nokk urt skeið verið undir umsjá sænsks prófessors, C.A. Gem- zell í Uppsölum. Önnur þeirra hefur aldrei getað eignazt barn, hin ekki um langt skeið. Prófessor Gemzell hefur gefið þeim sérstök lyf, sem hjálpa eiga konum í slíkum tilfellum, og greinilegt er, að lyf hans gefa árangur, sennilega meiri en margir telja æskilegt. Nýsjálenzka konan er 26 ára, frú Shirley Ann Lawson, og er það hún, sem hingað til hefur ekki getað alið barn. Fimmburarnir, sem hún ól, eru allir við beztu heilsu, og eru myndir af þeim hér til hliðar, fjórum stúlkum og ein um dreng. Nafn sænsku konunnar hef- ur ekki verið birt, en vitað er, að hún ól börn sín 11 vikum fyrir timann, þrjár stúlkur og tvo drengi. Þrátt fyrir alla hugsanlega umönnun, létust fjórir á fyrsta degi, enda langt frá því að vera fullþroska, er þeir fæddust. Prófessor Gemzell hefur um Iangt skeið verið þekktur fyr- ir rannsóknir sínar, en atbygli manna á starfi hans hefur ekki minnkaði við þessar tvær sögulegu fæðingar kvenna, sem þannig hefur staðið á fyrir. Laufáskirkfa aldargömul Akureyri, 29. júlí: — LAUFÁSKIRKJA verður aldar- gömul 31. júlí og verður afmæl- isins minnzt með hátíðaguðsþjón ustu sunnudaginn 1. ágúst. Þar predikar biskupinn, herra Sigur björn Einarsson, og þjónar fyrir aitari ásamt sóknarprestinum sr. Jóni Bjarman. Söngmálastjóri, dr. Robert A. Ottósson, mun stýra söng kirkjukórs Laufássóknar og organleikari verður Gígja Kjart ansdóttir. Séra Björn Halldórsson í Lauf ási lét reisa kirkjuna á sínum tíma og yfirsmiður var Tryggvi Gunnarsson. Undanfarin 2 ár hef ur farið fram gagnger viðgerð á kirkjunni. Henni hafa borizt margar veglegar gjafir í tilefni afmælisins. — Sv. P. Mikilvæg reynsla f eng- in af starfsemi lcecraft Fyrirtækið ræður nýjan forstjóra Blaðinu barst í gær eftir farandi Fréttatilkynning frá Icelandic arts & Crafts inc. (Icecraft): EINS og getið hefur verið um í blöðum, stofnuðu nokkrir iðn- rekendur og áhugamenn um ís- lenzkt atvinnulíf til samtaka á síðastliðnu ári, í þeim tilgangi að kanna möguieika á sölu íslenzkra iðnaðarvara á Bandaríkjamark- a'ði. Var í upphafi ákveðið að opna smásöluverzlun í þessu skyni, einkum til sjálfstæðrar markaðs- könnunar, en snúa sér síðan að því sem aðalverkefni að byggja upp heildsölumarkað fyriir þær vörur, sem reynslan kynni að sýna að hagkvæmast væri að selja á þennan hátt. Samfð var um húsnæði fyrir starfsemina í nýju húsi á álitleg um stað, en félagið varð fyrir því óhappi strax í byrjun að hús- næðið var ekki tilbúið af hálfu húseiganda fyrr en tveim og hálfum mánuði seinna en því hafði verið lofað.' Varð þvi ekki unnt að opna verzlunina fyrr en undir mfðjan desember sl. Þetta var mjög óhagstætt, þar eð mest ur hluti söluvaranna eru haust og vetrarvörur. Af starfseminni hefur þó feng- izt verðmæt reynsla. All ýtax- leg markiaðskönnun hefur verið framkvæmd að því er snertir ýmsar vörutegundir og hafa mjög athyglisverð atriði kom- ið í ljós í því sambandi. Sumar vörutegundir virðast hafa mikla sölumöguleika. Aðrar vörutegundir virðast litla eða enga möguleika hafa, a.m.k. við núverandi áðstæður. Kristján Friðriksson, forstjóri í Últíma, tók að sér fyrir hönd félagsstjórnarinnar að stofnsetja verzlunina og sjá um rekstur hennar í byrjun. Telur Kristján að þegar hafi fengizt reynsla fyr ir því að nauðsynlegt sé að leggja nú þegar sem mesta há'herzlu á heildsöluþáttinn í starfseminni. Hefur því Kristján í sarrnráði við stjórn félagsins lagt áherzlu á að ráða mann sem eftirmann sinn, sem hafði sérstaka reynslu og hæfileika til að sinna þeim þætti. Þessi maöur hefur nú ver- ið ráðinn og telur Kristján Frið- riksson, sem nú hefur starfað með þessum manni um 3ja mán. skeið að ráðning þessi hafi tekizt mjög vel. Er nú mikið undir því komið að verzlunin hljóti þá samvinnu ag aðstoð hé'ðan að heiman, sem nau'ðsynleg er til þess að þessi viðleitni til eflingar íslenzku Undanfarið hefur verið unn I I ið að breytingum á útliti húss i ins, sem New York Times r átti á mótum Broadway og 42.1 strætis í New York. Húsið hefl I ur staðið á þrihyrningslaga j grunni frá 1904. Nú hefur j gamli byggingastíllinn orðið' að víkja fyrir hinum nýja og | útveggir hússins eru nú gerð-1 ir úr marmara. Húsið er nú) : eign fyrirtækisins Allied' ' Chemical Corporation. atvinnuilífi geti borið ára.ngur. íslenzkur iðnaður á nú mjög I vök að verjast á heimsmarkaði vegna erlends innflutnings. Væri því mikilsvert ef einhverjar greinar hans gætu náð fótfestu á erlendum mörkuðum. Má í þvi sambandi benda á skýrslu Arna Haar, ráðunauts ríkisstjórnarinn ar um i'ðnaðarmál, þar sem hann benti á helstu möguleika okkar til þess að flytja út ullarvörur og húsgögn. Mikið er nú selt af svipuðum iðnaðarvörum og við höfum, frá Noregi og Danmörku í Banda.ríkj unum. Flestar þes*s.ar verzlanir hafa átt í erfiðleikum í byrjun, en þær sem hafa komizt yfir byrjunarörðugleikana standa nú með miklum blóm.a og afla þjóð- um sínum gjaldeyris, svo um munar. Leitað hefur verið eftir nokk urri fjárhaigsað'sto'ð frá ríkisstjórn inni til stuðnings þessari m.ark- aðsleit og hafa fengizt góðar und irtektir, enda í samræmi við fyr- irmyndir frá hinum norðurlönd- unum um samstarf ríkis og ein- staklinga um slíka starfsemi. ■ I Leysir miðaldasíki Ber- línarmúrinn af hólmi ? - flóttamenn segja Ulbricht ætla oð grata 500m. breitt siki umhverfis alla A-Berlin Berlín, 29. júlí — AP A-ÞÝZKIR ráðamenn eru sagðir hafa gert áætlun um nýja tegund Berlínar- „múrs“, sem taka eigi við af þeim eldri. Er hér nán- ast um að ræða afturhvarf til síkisgerðar, sem tíðkað- ist fyrr á öldum. Þegar eru hafnar fram- kvæmdir við Zehlendorf. Talsmaður lögreglunnar í V- Berlín skýrði frá áætluninni, er erlendir fréttamenn voru þar á ferð í gær, miðvikudag. „Við höfum ekki fengið neina staðfestingu frá A- Berlín á þessum fyrirhuguðu framkvæmdum", sagði tals- maðurinn, „en skv. því sem a-þýzkir hermenn, er gerzt hafa liðhlaupar, segja, þá mun það hugmynd stjórnar Ulbrichts að umlykja Austur- Berlín gífurlegum, djúpum skurði, og mun framkvæmd- um eiga að vera lokið um 1970“. Talsmaðurinn skýrði nánar, hvernig gerð nýja „múrsins“ myndi að öllum líkindum hag- að. Hugmyndin mun vera að rífa allar gaddavírsgirðingar og sjálfan múrinn, sem nú stendur, en grafa í þess stað gífurlegan skurð, um 500 m breiðán, allt umhverfis austur hiuta Berlínar. Á þeim bakka skurðsins, er frá austurhlutan- um snýr, yerður a.m.k. 3 m hár, nær lóðréttur steinvegg- ur. — „Ekkert farartæki, ekki einu sinni skriðdrekar, geta kom- izt upp slíka hindrun“, sagði talsmaðurinn, „og enginn kemst hjálparlaust upp þess háttar vegg“. Reynist upplýsingar austur- þýzku flóttamannanna réttar, þá er Ijóst, að a-þýzka stjórn- in hefur gert sér nokkra grein fyrir þeirri alheimsandúð, sem fangelsismúrinn hefur vakið, og óskar eftir „múr“, sem síð- ur sést úr fjarlægð. Énginn getur með vissu sagt, hver kostnaðurinn myndi verða við þetta miðaldafyrir- tæki, en víst er, að lífskjör almennings í A-Þýzkalandi munu ekki batna við slíkt til- tæki — né möguleikar þess til að leita vesturyfir til frelsis. — Grikkland Framhald af bls. 1 Novas hefði í huga að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sömuleiðis herma óstaðfestar fréttir í dag, að Konstantín leiti 'nú eftir manni, sem leyst geti Novas af hólmif ef svo fari, að stjórn hans fái ekki tilskilinn at- kvæðafjölda, er gengið verður til atkvæða um traustsyfirlýs- ingu á þinginu í næstu viku. Það er almennt álit stjórn- málafréttaritara í Grikklasdi, að ástandið í landinu sé enn mjög ótryggt, þótt hálfur mánuður sé nú liðinn frá stjórnarskiptum. Einkum gætir klofnings í stærsta stj órnmálaflokki landsins, ein- ingarflokksins, en Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherrá, og Novas, sem nú fer með stjómar- taumana, eru báðir flokksmeð- limir. Franska fréttastofan APF skýrði frá því síðdegis í dag, að enginn fótur væri fyrir því, að Pétur prins, hefði í gaer gefið út yfiriýsingu, þar sem ráðizt væri heiftarlega á Frederiku, drottningú, móður Konstantíns. Yfirlýsingin, sem birt var sam- tímis í Aþenu og New York, hafi verið fötsuð, og tilgangurinn einn að grafa undan vinsældum kon- ungs og fjölskyldu hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.