Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. júlí 19W Mqo^UNBLAÐIB Undirbúningi að veitinga gistihúsi í Hveragerði miðar vel - Framkvæmdir hefjast um áramót A BLAÐAMANNAFUNDI, sem efnt var til í gær, skýrði Konráð Guðmundsson, veit- ingamaður, stjórnarformaður Hlaðs hf., fréttamönnum blaða og útvarps frá undir- búningi að byggingu veitinga- og gistihúss (mótels) í Hvera- gerði. Unnið hefur verið að teikn- Ingum bygginganna í allan vetur og vor og hefur grund- vallarskipulag þeirra verið á- kveðið endanlega. Arkitekt er Manfreð Vilhjálmsson. Konráð Guðmundsson •kýrði svo frá, að stefnt væri anna, fyrirkomulagi veitingahúss og gistiherbergja og útlitsteikn- ingar. Hótelið er að mestu staðsett á hrauntungu þeirri sem rís ca. 7— 10 metra yfir sléttu Hveragerðis. Er þaðan útsýni fagurt til aust- urs og' suðurs, yfir Hveragerði, Ölfus og á sjó út. Hótelið mun sjást langt að, frá þjóðvegi, af Kömbum ofan og framan frá Kotströnd. Uppi á hrauntungunni er gerð- ur stallur, sem fylgir hraunbrún- inni. Ofan og neðan við stall þennan verður reynt að halda núverandi mosa- og lynggróðri. Stallurinn sjálfur verður að mestu klæddur grasi. Þarna eru staðsett veitingahús (hús A) og Aðalinngangur er í veitinga- hús a'ð vestanverðu. Þar er mót- taka gesta og yfirumsjón hótels- ins (reception), að anddyri liggja auk þessa veitingasalir, snyrtiherbergi, fatageymsla og setustofur. Veitingasalir eru þrír og vita að þjóðvegi, sléttunni og sjónum. Tveir þeirra rúma ca. 80 manns hvor og sá þriðji ca. 30 manns eða alls 190 manns. Sali þessa má skilja að með renni- hurðum. Vegna þessara hugsan- lega deilinga á veitingasölum er annar inngangur í húsið að norðan. Veitingahúsið fylgir halla lands ins og er miðsalurinn á þrem gólfhæðum, þannig að útsýni er frá öllum borðum. Framan við o.o.o — O'OO . Grunnmynid af fyrirhuguðu veitingahúsi í Hveragerði. Veitingahúsið er um 700 ferm. að stærð og taka veitingasalir 190 manns í sæti. að því að hefja byggingar- gistihús (hús B og C). Utan stalls, framkvæmdir síðari liluta þessa árs eða í byrjun hins næsta og væri ætlunin að hefja rekstur á árinu 1967. Hlutafé Hlaðs hf. er sjö millj- ónir króna, en heimild er í sam- þykktum félagsins til að auka það í 10 millj. króna. Félagið er ekki almenningshlutafélag í eig- inlegum skilningi, en byggt upp sem slíkt og heimild til að opna það með hlutabréfasölu til al- mennings. Fram að þessu hafa hlutabréf einungis verið seld sér- stökum áhugamönnum og er þeim sem kynnu að hafa áhuga á að eignast hlut í félaginu bent á að hafa samband við einhverja stjórnarmenn Hlaðs hf. eða fram- kvæmdastjóra þess, Þórarinn Flygenring. Á blaðamannafundinum í gær voru lagðar fram teikningar af grundvallarskipulagi bygging- en í sömu hæð og veitingahús og gistihús rís á súlum klúbbhús (hús D). (Sjá mynd á baksíðu). í hraunbrekkunni neðan veit- ingahúss er fyrirhugaður blóma- skáli og brekkan þar ræktuð og gerðir blómastallar. Næst þjóðvegi og neðan hraun- tungunnar er staðsett sú þjón- usta, sem einkum er ætluð þeirri umferð er fer hjá garði án þess að eiga erindi í sjálft hótelið, þ.e. benzín- og nestissala (Cafeteria), auk þessa er þar fyrirhugaður leikskáli (hús E). Undir brekku Hamarsins er staðsett sundlaug og baðdeild (byggingar H), milli sundlaugar og gistihúsa, eru leikvellir fyrir börn og fullorðna. Neðar í slakk- anum milli hrausn og hlíðar er hugsuð tjörn til augnayndis og skautaiðkana að vetri til. Húsum A, B, C, og D skal lýst hér lítið eitt. sal er aðstaða til útiveitinga. Eldhús og tilheyrandi geymsl- ur eru í norð-vestur hluta húss- ins. Sérstakur lokaður garður fyr ir vörumóttöku er að eldhúsi. Veitingahúsið er að stærð ca. 700 m2. í hverri húslengju (hús B) eru sjö gistiherbergi og tengir gangur þau saman. f hverri hús- lengju eru geymslur og fleira ætlað herbergisþernu. Hvert her- bergi er ca. 29 m2 að stærð með baði. Herbergið er að nokkru skiþt í svefnhluta og stofuhluta, þar sem eitt rúm er upp búið og þá hugsað sem eins-manns her- bergi eða það getur hýst t.d. hjón með 1—2 börn. Framan við hvert herbergi er skjólgarður. Þessi gerð herbergja eru 35 að tölu. í húsi C er önnur gerð herbergja, þar er hvert herbergi aðskilið eins og íbúð í raðhúsi. Gengið er beint úr bíl í forstofu og þaðan í herbergi með svipaða skiptingu og áður getur. Sér garður sem snýr suö-vestur^, fylgir hverju herbergi. Þessi her- bergi eru ca. 28 m2 að stærð, en þau eru 12 að tölu. Hús D er hér kallað klúbbhús. Það er einkum ætlað dvalargest- um til kvöldsetu, þar sem þeir geta spjallað saman eða hlustað á snark í arni, spilað á spil og fleira. Stór þakgluggi er yfir miðjum skála og þar undir stað- settur arin. Hægt er að deila skálanum með rennihurðum í fleiri minni vistarverur, stærð ca. 13 m2. í leikskála (húsi E) verður komið fyrir ýmis konar tækjum, svo sem „bowling" og öðru slíku. Við fyrirhugaða sundlaugarbygg- ingu verða gufuböð, nudd o. fl. Áherzla verður lögð á að nýta náttúruauðlindir • Hveragerðis- svæðisins til hressingar dvalar- gestum. Hluthafar í Hlaði eru samtals 80 einstaklingar og félög, en af fé lögum eru þessir aðilar að Hlaði: Eimskipafélag íslands hf., Flug- félag íslands hf., Loftleiðir hf. og Naust hf. í stjóm Hlaðs hf. eru Konráð Guðmundsson, formaður, Hall- dór Gröndal, veitingamaður, Bragi Einarsson, garðyrkjumað- ur, Steingrímur Hermannsson, veirkfræðingur, og Styrmir Gunn arsson, lögfræiðngur. Varamaður í stjórn er Hörður Éinarsson, stud. jur. Framkvæmdastjóri Hlaðs hf. er sem fyrr segir, Þór- arinn Flygenring. William Th. Möller jarðsun»inn Vík í Mýrdal, 24. júlí. WILLIAM Thomas Möller kenn- ari við Skógaskóla lézt snögg- lega þann 19. þ.m., 51 árs að aldri. Útför hans var gerð í dag í mildu veðri að viðstöddu miklu fjölmenni víðs vegar að komnu. Húskveðja ‘ var í Skóga- skóla og talaði þar séra Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólstað. Síðan var haldið austur að Sól- heimakapellu í Mýrdal og jarð- sett þar. Séra Sváfnir talaði í kapellunni, en séra Páll Pálsson í Vík jarðsöng. William Möller var kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur frá Sól- heimakoti og lifir hún mann sinn ásamt börnum þeirra. William Möller hafði verið kennari við Skógaskó'la svo til allan þann tíma, sem sá skóli hefur starfað. Möller var hlédrægur maður og ljúfur í viðmóti. En hann var einnig merkur skólamaður, sem bar hvarvetna með sér góðvild og heiðarleika. Hann var mikils- metinn kennari og mjög vinsæll eins og glöggt mátti sjá af hinu mikla fjölmenni og einlægu hlut tekningu við útför hans í dag. Fréttaritari Akranesi, 29. júlí: — 728 TUNNUR af síld lönduðu 5 bátar hér í dag, 380 tunnur fóru til hraðfrystingar en hitt fór í bræðslu. Skarðsvík SH var hæst með 350 tunnur. Síldin af henni var heldur léleg. — Oddur. STAKSTIIIUAR Vestræn efnahagsstefna N Ú berast daglega fregnir frá kommúnistaríkjunum í Austur- Evrópu um aðgerðir til þess að breyta efnahagskerfi þessara landa til samræmis við það, sem * tíðkast á Vesturlöndum. Hér í blaðinu hefur þegar ver-1 ið skýrt frá aðgerðum Júgóslava í þessum efnum og óróa meðal sovézkra hagfræðinga vegna vax- andi atvinnuleysis og erfiðleika í efnahagsmálum Sovétríkjanna. Nú hafa Pólverjar ákveðið að breyta um stefnu, og hafa stjórn- arvöldin þar í landi lýst yfir því, að í framtíðinni verði vestræn efnahagslögmál mikils ráðandi í Póllandi. Ágóðasjónarmið, fram- boð og eftirspurn og ýmislegt fleira, mun nú ráða miklu í pólsku efnahagslífi. Þetta eru vissulega mjög at- hyglisverðar fréttir og mikil- vægi þeirra er tvíþætt. Dauðadómur yfh kommúnísku efnahagskerfi Með breytingum á efnahags- stefnu kommúnistaríkjanna, sem tilkynntar eru í hverju landinu á fætur öðru, er kveðinn upp dauðadómur yfir kommúnískum hagfræðikenningum. Fullyrðing- um fyrri ára, um að kommúnískt efnahagskerfi tryggi meiri hag- vöxt en í vestrænum ríkjum, er varpað fyrir borð og kommúnist- ar játa að skýrslur þeirra og tölur um þessi atriði hafi verið falsaðar og eigi sér ekki stoð i veruleikanum. Staðreyndir lífsins og eigin- hagsmunir hafa knúið kommún- istaforingjana til þess að snúa við og leita ráða á Vesturlöndum um aðgerðir til að finna lausn á efna- hagsvanda þeirra. Með einu pennastriki hefur áróðri komm- únista hér á landi og annars stað- ’ ar verið hnekkt og það af komm- únistum sjálfum.. Leppríkin leita samvinnu Breytingin á efnahagsmála- stefnunni mun einnig verða til þess að leppríki Rússa í Austur- Evrópu munu í vaxandi mæli reyna að losna undan klafa Rússa og ná auknum verzlunar- legum og pólitískum tengslum við V-Evrópulöndin. Júgóslavar gerðu þetta 1948, Rúmenar hafa tekið upp sífellt nánari samvinnu við vestrænar þjóðir um leið og samband þeirra við Sovétríkin hefur minnkað og vafalaust munu önnur leppríki í A-Evrópu koma á eftir. Það sem hér er að gerast er einfaldlega það, að hið kommún- íska heimsveldi, sem byggzt hef- ur á yfirráðum og forréttindaað- stöðu Sovétríkjanna er að liðast í sundur og það á tveimur víg- stöðvum. Annars vegar hafa Kín- verjar klofið sig og aðrar Asín- þjóðir, sem kommúnistar stjóraa, frá Sovétblokkinni og heyja harða baráttu fyrir auknum A- hrifum í hverjum einasta komm- únistaflokki veraldar, hins 'fcgmr er Evrópuveldi Rússa að undir lok og leppríkin losa undan nýlenduoku þeirra. Útlitsteikning at veiUngahúsinu, eins og það mun Uta út frá Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.