Morgunblaðið - 08.08.1965, Page 18
r
18
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. ágúst 1985
Nýjasti brjóstahaldarinn
Tegund 1220
Þessi fallegi vatteraði næion-brjóstahaldari er
nýkominn á mark'aðinn. Hann sameinar alla þá
kosti, sem brjóstahaldari þarf að hafa: 1. fl. efni,
vandaður frágangur, þægilegur og fallegur.
Biðjið um Tegund 1220 og þér íáið það bezta.
Söluumboð:
Davíð S. Jónsson & Co.
Heildverziun, Keykjavík.
Tíglaplötor
— fyrirliggjandi—
Lakkhúðaðar þilplötur
stærð 120 x 120 cm.
margir litir
G A B O O N — plötur
16 — 19 — 22 m/m.
Gaboon
á
LUDVIG
STORR
simi 1-33-33
Akranes
Húseignin Melteigur 4 ásamt eignarlóð er til sölu.
Upplýsingar í sima 1978.
|
Vinsælar utanlandsferðir með ísl. fararstjórum
Margra ára reynsla og ótví-
ræðar vinsældir tryggir far-
þegum okkar skemmtilegt og
snurðulaust ferðalag undir
leiðsögn reyndra fararstjóra,
sem mörg ár í röð hafa farið
sömu ferðii-nar viðurkenndar
og vinsælar af þeim mörgu,
sem reynt hafa.
Við auglýsum sjaldan því hinir fjölmörgu ánægðu viðskiptavinir komnir heim úr
SUNNUFEKÐUM eru okkar bezta auglýsing. NÚ ÞEGAR ER UPPSELT í MAKGAK
OKKAR FERÐIK OG AÐEINS FÁ SÆTI LAUS í HINUM.
London — Amsterdam — Kaupmannahöfn
15. ágúst og 17. sept. — 12 dagar, kr. 11.800,-
Stutt og ódýr ferð, sem gefur tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum
Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Ferð sem búið er að fara tvisvar í sumar við
miklar vinsældir. Milljónaborgin London tilkomumikl og sögufræg höfuðborg heims-
veldis með sínar frægu skemmtanir og tízkuhús. Amsterdam heillandi og fögur með
fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í skapi. Og „Borgin við Sundið“, Kaup-
mannahfn, þar sem íslendngar una sér betur en víðast, á erlendri grund. Borg í sumar-
búningi með Tívolí og fleiri skemmtistaði. Hægt að framlengja dvölina í Kaupmanna-
höfn. — Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson. (Fullbókað 17. september. 4 sæti laus í auka-
ferðinni 15. ágúst).
Edinborgarhátíðin — 23. ágúst — 7 dagar, kr. 7.210,-
Flogið til Glasgow og dvalið í viku í hinni undurfögru höfuðborg Skotlands. Edin-
borg á frægustu listahátíð álfunnar, sem þar er árlega haldin um þetta leyti. Farið verð-
ur í skemmtiferðir um skozku hálöndin, þar sem landslagsfegurð er víðfræg. Hægt að
framlengja dvölina og fara til London. — Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson leikari. (Full-
bókað í þessa ferð).
París — Rínarlönd — Sviss — 27. ágúst — 21 dagur, kr. 18.640,-
Þessi vinsæla ferð hefir eins og flestar hinar verið fullskipuð ár eftir ár. Fólki gefst
kostur á að kynnast nokkrum fegurstu stöðum Evrópu í rólegri ferð. Flogið til Parísar.
Dvalið þar í borg fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Flogið til Rínarlanda og ekið um
hinar fögru og sögufrægu Rínarbyggðir. Verið á vínhátíðinni, þar sem drottningin er
krýnd. Að lokum er dvalið í hinu undurfagra Alpafjallalandi Sviss í Luzern, þar sem
tindar Alpafjalla speglast í vötnum. Farið í ökuferðir og siglt. Skroppið í skemmtiferð
yfir til Ítalíu. Hægt að verða eftir á heimleið í London eða Kaupmannahöfn. —
Fararstjóri: Jón Helgason. (7 sæti laus).
Ítalía í septembersól — 6. september — 21 dagur, kr. 21.300,-
Flogið til Mílanó, og ekið þaðan um fegurstu byggðir Ítalíu, með 3—4 daga viðdvöl í
Feneyjum, hinni „fljótandi ævintýraborg“ og listborginni Florenz. Fimm dagar í Róm og
gengið á fund Páfans. Fjórir dagar í Sorrento við hinn undurfagra Napoliflóa. Farið til
Capri og annarra frægra og fagurra staða. Siglt með Michelangelo, splunkunýju,
stærsta og glæsilegasta hafskipi ítala (43.000 smál. frá Napoli til Cannes á Frakklands-
strönd. Þar er dvalið í 3 daga í baðstrandarbænum Nizza, áður en flogið er heim með
viðkomu að vild, í Kaupmannahöfn eða London.
Farárstjóri: Thor Vilhjálmsson. (Fullbókað nema sæti losni vegna forfalla).
Ítalía og Spánn — 28. september — 21 dagur, kr. 24.860,-
Þessi óvenjulega ferð gefur fólki kost á því að kynnast fegurstu stöðum Italíu og Spán-
ar og hefir slík ferð ekki áður verið á boðstólum hérlendis. Flogið til Feneyja og dvalið
þar í hinni undurfögru „fljótandi“ ævintýraborg, sem stundum er kölluð „drottning
Adriahafsins“. Flogið þaðan til Rómar og dvalið í nokkra daga í „borginni eilífu", þar
sem margt er að skoða. Ekið suður til Napoli og dvalið á Capri, áður en siglt er með hinu
nýja og glæsilega hafskipi ítala, Michelangelo (43 þús. smál.) lúxusskip. búið öllum lífs-
ins þægindum. Komið til Gíbraltar á þriðja degi og ekið um hina undurfögru Sólströnd
Andalúsíu til baðstrandarbæjarins Torremo lino, þar Sem dvalið er í fjóra daga. Ekið
síðan eina fegurstu leið Spánar til Madrid með viðkomu í Granada hinni fögru höfuð-
borg Máranna á Spáni, þar sem hallir þeirra og skrauthýsi standa enn. Að lokinni dvöl
í Madrid er flogið til London, þar sem hægt er að framlengja ferðina.
Fararstjóri: Jón Helgason. (9 sæti laus þegar þetta er prentað).
Ævintýraferðin til Austurlanda — 8. október — 20 dagar, kr. 19.850,-
Þessi ótrúlega ódýra Austurlandaferð var farin fullskipuð með 35 farþegum í fyrra og
komust miklu færri en vildu. Verðið er svona lágt vegna samvinnu við enska ferðaskrif-
stofu, sem hefir á leigu lúxushótel í Egyptalandi, sem starfrækt eru í fyrrverandi höll-
um Faruks konungs. Flogið til Amsterdam. Dvalið þar í sólarhring. áður en flogið er
til Cairo. Þar er dvalið í viku og farið í skoðunarferðir um Nílardal. Síðan getur fólk val-
ið um vikudvöl á baðströndinni í Alexandríu, eða ferðalags til „Landsins helga", Jer-
úsalem, Betlehem o. fl. sögustaða Biblíunnar, auk Damaskus og Líbanon. Dvalið í tvo
daga í London á heimieið og hægt að framlengja dvölina þar.
Fararstjóri: Guðni Þórðarson. (11 sæti laus vegna þess að hægt var að fjölga í ferðinni).
í SUNNUFERÐUM eru eingöngu notuð góð hótel. Engar langar, þreytandi bílferðir, flogið og
siglt lengstu leiðírnar og ekið aðeins þar sem landslágsfegurð er mest. í öllum tilfellum er
hægt að framlengja dvölina erlendis. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir
okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu, sem reynt hafa
SUNNUFERÐIR. Margir velja þær aftur ár eftir ár. — Kynnið ykkur verð og gæði annarra
ferða — og vandið valið — Biðjið um nákvæma ferðaáætlun og pantið snemma.
Auk hópferðanna hefir SUNNA fullkomna ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og selur farseðla
með flugvélum og skipum úm allan heim, járnbrautar- og bílafargjöld í mörgum löndum. —
Pantar hótelin og anriast alla fyrirgreiðslu og undirbúning. Farseðlarnir eru á sama verði
og hjá flutningafyrirtækjum og ferðaþjónustan því ókeypis í kaupbæti fyrir viðskiptavininn.
Ferðaskrifstofan
SUNNA
Bankastræti 7.
Sími 16-400.
Vika á baðströnd og vika í Kaup-
mannahöfn. Broitför alla sunnu-
daga, verð kr. 10.200,00.