Morgunblaðið - 29.08.1965, Page 1
32 slður
8 daga geimferð
lýkur í dag
Coopei og Conrad fara 121 umferð
eins og til stóð í upphafi
Houston, Texas, 28. ágúst, AP.
'Á HÁDEGI í dag var geimförun-
um Gordon Cooper og Charles
Conrad tiikynnt að þeir skyidu
Ijúka 121 umferð umhverfis
$éröu eins og áformað var í
fyrstu og lenda norðvestan San
Salvador um hálf-tvö leytið á
sunnudag.
Nákvæmlega var fylgst með
Stlum tækjum í nótt og aðgætl
fevort nóg eldsneyti væri fyrir
feendi o.þ.h. Er allt reyndist í
bezta lagi var Cooper og Conrad
•agt að þeir þyrftu ekki að koma
niður fyrr en á sunnudag. Létu
J»eir hið bezta yfir þessum frétt-
tim og sendu þakkarávarp til
baka, svohljóðandi: „Over the
ocean, over the blue, From
Gemini V, here’s thanks to you.
Ekki var það eini skáldskap-
urinn sem fór milli geimgesta
og jarðarbúa því er eiginkonur
geimfaranna litu út í dögun og
sáu Gemini V. á hringsóli sínu,
orti Jane, kona Conrads ljóð eitt
og sendi manni sínum, þar sem
hún kvaðst vona að fá hann heil-
an á húfi aftur heim utan úr
geimnum.
Geimfararnir segja allt gott af
sínum ferðum og eru byrjaðir að
undirbúa heimferðina. Háir það
þeim helzt, að sögn, hver kynstur
og býsn hafa safnast fyrir af
rusli hjá þeim í Gemini V.
Francois Billoux, einn úr miðstjórn franska koVnmúnistaflokksins fagnar Le Duc Tho, aðalritara
kotmmúnistaflokks N-Vietnam við koniuna til Parísar.
Sfyrjöldin í Viet-Nam
Sendinefnd frá
Alltaf reioubunir til vioræðna
segir Rusk utanríkisráðherra
Wasihington, 28. ágúst, AP, NTB.
DEAN Rusk, utanríkisráð-
lierra Bandaríkjanna, sagði á
fundi með fréttamönnum í gær
að Bamdaríkin myndu geta
eætzt á að haldnir yrðu undir-
húningsfundir um Vietnam áð-
nr en fram færu formlegar samn
ingaviðræður, ef þess væri ósk-
að, og bætti því við, að haldið
hefði verið uppi fyrirspurnum
um hverjar myndu undirtektir
N-Vietnamstjórnar ef Banda-
rikin drægju úr loftárásum sín-
um á N-Vietnam.
Sagði Rusk að umleitanir
Bandaríkjamanna hefðu til
þessa borið litinn árangur og
ekki væri að sjá að kommún-
istar hefðu mikinn hug á að
koma á friði í N-Vietnam. Banda
ríkin vildu aftur á máti einskis
láta ófreistað tii þess að binda
enda á Vietnam-málið og hefðu
jýmsir aðilar gerzt milligöngu-
menn þeirra. Ekki vildi Rusk
þó segja, hverjir þessir aðilar
væru, en ítrekaði að Bandaríkin
væru reiðubúin til viðræðna og
myndu taka til gaumgæfilegrar
yfirvegunar hverjar þær tillög-
ur sem andstæðingarnir hefðu
fram að færa. Utanríkisráðherr-
Biui lagði áherzlu á að Banda-
ríkin hefðu engan hug á að
koma sér upp fastri hernaðar-
bækistöð í SA-Asíu.
Járnbrautarslys
París, 28. ágúst, NT3-
A.m.k. þrettán manns fórust í
dag er tvær hraðlestir rákust á
ekammt frá borginni Cihampagn-
©le í Austur Frakklandi. Lest-
irnar sem á rákust voru hrað-
lestin milli Mílano og Farísar og
Lombardi-ihraðlestin og var hin
fyrrnefnda á heimleið til París-
ar með ferðamenn er verið
hiöfðu í sumarleyfi á Ítalíu.
Bandaríska stórblaðið „The
New York Times“ sagði í gær
að Bandaríkin hefðu boðið
N-Vietnamstjórn að draga úr
hernaðaraðgerðum sínum í Viet
nam, ef norðanmenn kölluðu
aftur heim eitthvað af herliði
sínu sem suður var sent. Segir
blaðið að tilboð þetta hafi verið
lagt fram fyrir milligöngu þriðja
aðila og hafi stjórnin í Hanoi
sýnt á því áhuga en ekki hafi
enn borizt neitt formlegt svar frá
henni.
Talsmaður Hvíta hússins, Bill
Moyers, ræddi nokkuð frétt New
York Times síðar um daginn og
ítrekaði að Bandaríkjamenn
myndu hætta hernaðaraðgerðum
í Vietnam þegar er linnti árásum
norðanmanna. Sagði Moyers að
fréttin fæli ekki í sér neitt annað
Harmdauði í
hænsna-
garðinum
Beirút, 28. ágúst, AP.
BÓNDI einn hér utan við
borgina, Badr E1 Mohammad,
'liofur komið að máli við lög-
regluna og segir þrjár af tíu
hænum sem hann á hafa gef-
ið upp öndina af sorg og sút
síðan nágrauni bóndans stal
eina hananum á bænum.
Ekki lauk þó þar harmatöl-
um bónda, því hænurnar sjö
sem eftir eru neita með öllu
að verpa og segir Badr E1
Mohammad það énga furðu,
slíkar sálarkvalir sem þær
hljóti að líða. Málið er í rann-
sókn.
en það sem forsetinn hefði sagt
alla tíð og reynt að koma banda-
rísku þjóðinni og andstæðingum
sínum í skilning um, sem sé það,
að hernaðaraðgerðir Bandaríkja-
manna í Vietnam stæðu í beinu
sambandi við tilraunir þeirra til
að koma á friði í landinu.
★
Ekkert virðist hafa orðið úr
hinni miklu regntímaherferð
skæruliða Viet Cong og segja
fangar sem teknir hafa verið að
hinar miklu loftárásir Banda-
ríkjamanna dragi mjög kjark úr
skæruliðum.
í gærkvöldi fóru bandarískar
orustuvélar af gerðinni B-52
aftur yfir D-hersvæðið norð-
austan Saigon annan daginn í
röð. Er það í tólfta sinn sem
þessum vélum hefur verið beitt
í styrjöldinni.
Skæruliðar skutu niður tvær
flugvélar sunnanmanna og eina
þyrlu í Phnog Dinh-héraðinu um
160 km. sunnan höfuðborgarinn-
ar. Sex Bandaríkjamenn féllu
og einn sunnanmanna. Könnun-
arvél var skotin niður yfir
Quang Tri-héraðinu langt norð-
ur í landi i gærkvöldi og týndu
báðir lífi, flugmaðurinn sem var
bandarískur og aðstoðarmaður
hans S-Vietnambúi. Annar
bandarískur flugmaður og fjórir
hermenn einnig bandarískir,
fórust í flugtaki hjá Camu 1
um 230 km. suðvestan Saigon og
er talið að slys þetta hafi verið
um að kenna hermdarverkum
Viet Cong.
Richard Nixon, fyrrum vara-
forseti Bandaríkjanna, sem nú er
á ferðalagi um Asíu sagði í
Tókíó í gær, að hinar síendur-
teknu sáttaumleitanir Banda-
ríkjamanna veiktu málstað
þeirra í Vietnammálinu og
drægju styrjöldina á langinn.
Hanoi í París
Engcy: obinberar viðræður
BANDARÍSKA stórblaðið New
York Times segir frá því að á
fimmtudag hafi komið til Parísar
fjölmenn scndiniefnd frá komm-
únistaflokki N-Vietnam til við-
ræðna við franska kommúnista
og til að skoöa ýmsar verksmiðj-
ur í borginni. Talsmaður franska
utanríkisráðuneytisins sagði að
engar opinherar viðræður mynidu
fram fara þær tvær vikur sem
sendinefndin dveldist í París.
„Þetta er allt innan flokksins“
sagði hann.
Formaður sendinefndarinnar,
sem telur tylft manna, er Le Duc
Tho, aðalritari miðstjórnar flokks
ins sem vakti máls á því, að
þetta væri í fyrsta sinn sem leið
togar N-Vietnam sæktu Parísar-
borg heim. Beindi Duc Tho máli
sínu til hinna 10.000 landsmanna
sinna, sem búsettir eru í París,
og bað þá styðja „hinn helga
málstað“ og berjast gegn „árás-
um og ofbeldi Bandaríkjanna“.
Franskir kommúnistar hafa í
tilefni heimsóknarinnar ítrekað
fyrri kröfur um að komið verði
á fót eðlilegu stjórnmálasam-
bandi Frakklands og Norður-
Vietnam, en síðan styrjöldínni
í Indó-Kína lauk 1054 hafa Frakk
ar haft í Hanoi sérlega „delega-
tion generale“ sem er ekki alls
kostar á við sendiráð, en þó
meira en ræðismannsskrifstofa,
eins og haft er eftir einum sér-
fræðing utanríkisráðuneytisins. I
París hefur N-Vietnam-stjórn
„verzlunarsendinefnd“ og er for-
maður hennar skráður „sendi-
herra“ hjá stjórn sinni. Suður-
Vietnamstjórn sleit svo sem kunn
ugt er stjórnmálasambandi við
Frakkland í júní s.l.
Ólíklegt
að stjérnin
haldi velli
4TKVÆÐAGREIDSLA á að
fara fram í gríska þinginu
í dag, laugardag, um traust til
lianda stjórn Tsirimokos, en
fregnir af úrslitum hennar
munu ekki berast fyrr en í
kvöld. Óliklegt er þó talið að
stjórnin muni halda velli.
-V.
Aðild Kína aftur
á dagskrá
S.Þ., 28. ágúst, AP, NTB.
TÍU RÍKI fóru þess formlega
á leit í gær, að aðild Kína að
samtökum S.Þ. yrði sett á dag-
skrá Allsherjarþingsins, sem
hefst 21. sept. n.k. og er hið tutt
ugasta í röðinni.
Lönd þau sem að tillögunni
standa emi: Albanía, Alsír, Bur-
undi, Kaiiibodsja, Kongó (Brazz
aville), Kúba, Ghana, Guinea,
Mali og Rúmenía.
Til þessa hafa allar tilraunir
til þesy að fá því framgengt að
Peking-stjórnin taki sæti Kína á
þingi S.Þ. reynzt árangurslausar
og er ekki ráð fyrir því gert að
þjóðernissinnastjórninni á For-
mósu verði bolað burtu þessu
sinni að heldur, þó munurinn
verði vafalaust minni nú, ef til
atkvæða kemur en áður. Alls
hefur mál þetta verið á dag-
skrá 15 allgherjarþinga og síð-
ast var það rætt árið 1963. Þá
greiddu 41 ríki atkvæði með að-
ild Kína að samtökunum, 57
voru á móti og 12 sátu hjá.