Morgunblaðið - 29.08.1965, Page 8
9
MORGUNBLADID
\
Sunnuclagur 29. Sgúst 1965
Siðbuin uppskera
ÁRIÐ 1958 kom út hjá AI-
menna bókafélaginu í
Reykjavík ljóðabókin „Spá
maðurinn“ eftir líbanska
skáldið Khalil Gibran, í
þýðingu Gunnars Dal. Bók
þessi er af mörgum talin
ein vinsælasta ljóðabók ald
arinnar og hefur verið gef-
in út í tuttugu tungumál-
um síðan hún kom fyrst út
á prenti árið 1923.
Höfundur hennar, Khalil
Gibran, er talinn með
mestu ritsnillingum okkar
daga á arabiska tungu en
„Spámanninn" skrifaði
hann á ensku og segist sjálf
ur hafa legið yfir handrit-
inu árum saman til þess að
1 vera viss um að „hvert orð
___ væri það hezta sem ég
i hafði upp á að bjóða“ eins
og segir í umsögn Gunnars
Dal um bókina.
Hvergi hefur bókin þó
selzt betur en í Bandaríkj-
unum og af því tilefni birt-
ist fyrir skömmu í „Time“
grein um „Spámanninn“,
sem hér fer á eftir í laus-
legri þýðingu Mbl.
ÁRHD 1919 varð einn vina
bandaríska bókaútgefandans
Alfred A. Knopf til þess að
kynna hann fyrir líbönskum
listamanni og skáldi á kaffi-
húsi einu í listamannahverfi
New York-borgar, Greenwich
Yillage. Knopf var þá aðeins
, 23 ára gamall og nýtekinn til
við útgáfustarfsemi. Hann
hafði aldrei heyrt á Khalil
Gibran minnst, en fyrirtæki
hans var nýtt af nálinni og
stóð höllum fseti í samkeppn-
inni við eldri og reyndari út-
gefendur og tók því fegin-
samlega flestum þeim höf-
undum, sem á fjöiur þess
rak. Á næstu fjórum árum
gaf Knopf út þrjár bækux
eftir Gibran sem allar seld-
ust einstaklega illa. Fjórða
bókin var „Spámaðurinn“
sem út kom árið 1923, og um
hana fór mjög á annan veg.
Knopf lét fyrst prenta af
henni 2000 eintök og þótti
töluvert þar sem um frumút-
gáfu verks eftir nær óþekkt-
an höfund var að ræða. Þó
selduist af bókinni 1.159 ein-
tök fyrsta árið og hélt Knopf
þá að tæplega myndu fleiri
kaupa „Spámanninn* í bráð
né lengd.
Honum til mikillar undr-
unar jókst eftirspurn efitir
bókinni um allan helming ár-
ið eftir og næsta ár fór enn
á sömu leið. Síðan hefur sala
á „Spámanninum“ verið í
stöðugum vexti og svo öar-
um, að furðulegt má heita.
Árið 1935 seldust af bókinni
12.000 eintök, árið 1961 voru
þau orðin 111 þúsund og í
fyrra nam salan 240,000 ein-
tökum. Nú eru til á prenti
meira en 2 milljónir éintaka
af „Spámanninum", en samt
seljast af þókinni 5 þúsund
eintötk á viku íhverri.
Þessi furðulega sala bókar
innar er öllum hreinasta ráð
gáta, því ekkert hefur verið
til þess gert að hafa áhrif á
hana á einn eða annan máta.
Fyrir allmörgum árum hóf
Knopf reyndar að auglýsa
„Spámanninn", en þá brá sv©
við að sala á bókinni dróst
saman og hefur fyrirtækið
ekki borið við að auglýsa
hana síðan. Þrjár útgáfur eru
fáanlegar af „Spámanninum“
hjá forlagi Knopfs og eru
tvær þeirra myndskreyttar
af Gibran sjálfum.
Knopí segist sjálfur ekíki
Khalil Gibran
£á skilið hverjir kaupi „Spá-
manninn“. „Þetta hlýtur að
vera einhver sértrúarflokk-
ur“ segir hann, „að minnsta
kosti er þetta einhver átrún
aður eða dýrkun, en engan
mann hef ég fyrinhitt úr þess
um hópi. Ég held ekki ég viti
um fimm manneskjur sem
hafa lesið Gibran“.
William Koshland, sem
starfar við fyrirtæki Knopfs
hefur aðra skýringu á reið-
um höndum. „Bókin er mönn
um til huggunar" segir hann.
„Þegar einhver deyr, seljast
af henni tugir eintaka". Fjar-
skyldur ættingi skáldsins
leiddi eitt sinn að því getum,
að bókin keyptu ungir menn
til að „heilla konur“ með
tilvitnunum í hana. Banda-
ríska stúlknablaðið „Seven-
teen“ hafði eftir einum les-
anda sinna, stúlku innan
við tvítugt, að „Spámaður-
inn“ væri „alveg einstök
bók og tilvalin til þess að
greiða úr alls konar geðflækj
um og veita þreytturfi og þj ök
uðum sálum aukin lífsþrótt".
Bókin virðst eftir þessu að
dæma vera eins konar herm-
spekikenning fyrir þá, sem
skammt eru á veg komnir,
lífsspeki góðviljaðra manna og
framtakslausra, huggun þeim
til handa, sem halda að trú
sé einhvers konar óljós til-
finning uim eitthvað æðra.
Gibran var sjálfur upp-
fræddur í helgisiðum Marón-
íta, sem tilheyra rómverk-
kaþólsku kirkjunni, en hann
var ekki maður kirkjuræk-
inn. í bók hans segir frá spá-
manninum Almustapha, sem
er í þann veginn að leggja
upp frá landi, sem hann hef-
ur gist um tólf áraibil, kveðja
sonu og dætur Orphaile.su. En
áður en hann hiverfi brottu,
iegigja menn fyrir hann ýmsar
spurningar, um Ástina, Gleð-
ina, Sorgina, Frelsið, Þján-
inguna, Gjafmildina, Vinnuna
og ótal margt annað, sem
mennina varðar og spámað-
urinn svarar í spakmælum er
virðast hafa mikinn boðskap
og merkan að flytja.
Dulúðin, hið óraunverulega
og leyndardómsfulla, liggur
eins og rauður þráður gegn-
um verk skáldsins og líf. Þeg
ar hann var að alast upp í
Bsherri, fjallaþorpi í Norður
Líbanon, er frá þvj sagt að
drengurinn hafi fjögurra ára
gamall tekið sér fyrir hend-
ur að sá pappírssnifsum í
garðinn sinn og hafi síðan
beðið þolinmóður eftir þvi að
uppskera heil og falleg blöð.
Dulspekingurinn Gibran
átti ekki almennu fylgi að
fagna fyrr en hann fluttist til
Bandaríkjanna, þar sem hann
hélt sýningu á teikningum
sínum — sem minna um sumt
á William Blake og um ann-
að á Maxfield Parrish — og
hélt eins konar dulspekihirð
heima hjá sér í Greenwich
Village. Gibran kvæntist
aldrei, en hafði mikil andleg
áhrif á konur. Eiginkona
gimsteiniaisala eins í Man-
hattan skrifaðist á við hann
í fjölda ára og lagði svo fyrir
við andlát sitt, að bréf hans
skyldu fylgja sér í gröfina.
Skáldkonan Bahbara Young
sór meistara Gibran trúnað
er hún hafði hlýtt á „Spá-
manninn" lesinn í kirkju
einni í Greenwioh Village —
að Gibran sjálfum viðstödd-
um — og var einkaritari hans
æ síðan, allt til þess er hann
lézt úr krabbameini 1931, 48
ára gamalL
★
Bréfsnifsin, sem Khalil
Gibran sáði forðum daga í
garðinn sinn heima í Bsherri
hafa borið ríkulegan ávöxt.
þó efkki yxu upp af þeim fall-'
egiu bl'öðin, sem sáðimaður-
inn unigi bjiósit við. Þau
hafa gefið af sér miiljón
dali til þessa og enn bætast
við um 100,000 dalir árlega.
Skáldið, sem forðum daga
sótti fast að öðlast hvort
tveggja, fé og frama, fór þó
sjálft að mestu vanhluta af
þessari siðbúnu uppskeru.
í erfðaskrá sinni ánafnaði
Gibran fæðingarbæ sínum
hieima í Líbanon ailiar eigur
sínar. En þess sér lít-
inn stað í Bsherri, utan hvað
grafreitur skáldsins er þar í
Mar Markis-klaustrinu. Fjöru
tíu manna nefnd sem skipuð
var til að sjá um þessi
óvæntu auðæfi er Gibran lét
eftir sig, gengst fyrir árlegri
Gibran-hátíð og heldur uppi
dálitlu Gibran-safni, sem er
enginn baggi á höfuðstólnum,
þar sem aðgangseyrir stend-
ur undir öllum kostnaði og
skilar jafnvel afgangi þegar
bezt lætur. Uppi eru áform
um að reisa stærra safn og
veglegra til minningar um
Gibran og einnig hefur
verið rætt um að byggja
sjúkrahús og efna til sam-
keppni um bókmenntaverð-
laun til þess að halda nafni
hans á lofti um aldur. En öll
verða áform þessi að sitja á
hakanum meðan nefndar-
menn útkljá ýmis deilumál
sín í milli og standa í mála-
ferlum við lögfræðinga
Mariönnu Gibran, systur
skáldsins, sem búsett er í
Boston og Gibran gat ekki
að neinu í erfðaskrá sinni.
i
Btaðburðarfólk
Suðurlandsbraut - Meðalholt - Aðalstræti
Meistaravellir - Lauídsvegur II
Skúlagata - Ingólísstræti
' Lynghagi - Sörlaskjól
í Hlíðunum og við Kringlumýrarbraut athugið að
SKÓVINNUSTOFAN er að Skipholti 70.
Afgreiði allar skóviðgerðir með stuttum fyrirvara.
Gjörið svo vel og Iítið inn.
Skdvinnustofðit
Skipholti 70
(Iimgangur frá bakhlið hússins).
• Utan úr heimi
Framh. af bls. 16
sem ömmur ykkar og lang-
ömmur áttu. Nútímakonan er
grönn og létt og sóldökk á
hörund, hefur á sér svip úti-
vistar og íþrótta. Það er ekk-
ert vit í því að hún klæði sig
eins og aldamótakonan, sem
var yfirleitt dável í holdum,
mjallhvít á hörund og allt
annað en létt á sér“.
Konur þær sem fyrstar
urðu til þess að taka upp
Courreges-tizkuna vöktu al-
menna athygli, aðdáun karl-
manna' og öfund kynsystra
sinna. Frá Parísarborg hefur
hún hreiðzt út eins og eldur
í sinu og hefur náð miklum
vinsældum vestanhafs ekki
síður en í Evrópu. Alls 6taðar
skjóta ( Courreges-eftirliking-
ar upp kollinum, stígvélin
hans og stuttu hvítu kjólarn-
ir spankúlera hvarvetna um
stræti. Courreges hefur
gjörbreytt viðhorfi manna
til tízkunnar en það er
honum ekki nóg. Hann vill
líka breyta öllu skipulagi á
henni, endavenda gjörvöllum
tízkumarkaðnum. „Góður
kjóll á að geta enzt töluvert“
segir hann. Það er fráleitt að
hann sé strax kominn úr
tízku. Og þessar tízkusýning-
ar tvisvar á ári eru að gera
út af við menn, það er þeim
að kenna, hversu ©fboðslega
dýrt þetta allt saman er“.
Þessvegna hefur Courreges
hætt við að halda fleiri tízku-
sýningar í bráð. Hann hefur
lagt heilann í bleyti og sam-
ingjan má vita, hvað úr því
verður. Það er fáum slík sál-
arró gefin að þeir geti sezt
í helgan stein að nýhöndlaðri
frægð og frama „til þess aS
hugsa sinn gang“.
En þó Courreges sé hættur
við að halda tízkusýningu í
ár geta hinir nýjungagjörnu
engu aS síður látið huggast
Emanuel Ungaro, sem undan-
farin tíu ár hefur unnið hjá
Balenciaga og hjá Courreges,
heldur sína fyrstu tízkusýn-
ingu nú í ár og ef að líkum
lætur, verður þar sitthvað foj
vitnilegt að sjá.
14 þúsund
*
Arbæjargestir
ÁRBÆJARSAFNI verður lokað
12. september nk., svo nú eru
aðeins þrjár helgar eftir af sýn-
ingartímanum. Um þessa helgi
verður glímusýning. 16 mann*
flokkur úr Ármanni, undir stj órn
Harðar Gunnarssonar, sýnir
brögð og bændaglímu á sunnu-
dag kl. 4.30. ef veður leyfir.
Aðsókn að safninu hefur verið
mjög góð í sumar og eru sýn-
ingargestir nú eitthvað um 14
þúsund.
>
Allt sím-
skákir
SAKVÆMT frétt í v-þýzka
skákblaðinu „Schach Echo“,
tekur Bobby Fischer þátt í
Havanamótinu, sem haldið er tii
minningar um Capablanca. Mua
bann tefla allar skákir sinar 1
áma b. a. 19 simskákir.
Frá barna- og unglinga-
skdla Garðahrepps,
Silfurtúni
Kennsla hefst 1. sept. — Nemendur mæti þá sem
hér segir:
Kl. 9 fyrir hádegi börn 10 og 11 ára.
Kl. 2 e.h. börn 7, 8 og 9 ára.
12 ára börn mæti miðvikud. 15.sept.kl. 8,30 árdegis.
Nýir nemendur hafi með sér skilríki frá þeim
skólum sem þeir áður voru L
SKÓLASTJÓRI.