Morgunblaðið - 29.08.1965, Page 17
Sunnudagur 29. ágúst 1965
MORGUNBLADIÐ
17
Tveir áttræðir
MEÐ fárra daga millibili áttu nú
fyrir skemmstu áttræðisafmæli
þeir Þorsteinn M. Jónsson og
Sigurbjörn Þorkelsson. Á hvor-
ugum þeirra er nokkur ellimörk
að sjá, báðir eru léttir í spori og
eldfjörugir í samræðum.
Sú var tíðin, að hvert manns-
barn í Reykjavík þekkti Sigur-
björn í Vísi og hann vissi skil á
fleiri Reykvíkingum en nokk-
ur annar. Hin mikla fjölgun í
bænum hefur leitt til þess, að ó-
hægara er en áður að átta sig á
öllum. En sjálfur er Sigurbjörn
óbreytanlegur, skjótur til átaka,
allra manna hjálpsamastur, glað-
ur og reifur á hverju sem gengur.
Báðir hafa þeir Sigurbjörn og
Þorsteinn M. ákveðnar skoðanir
og eru ófeimnir að láta þær uppi
við hvern sem er. Þorsteinn ílutti
ekki til Reykjavíkur fyrr en á
efri árum, en Sigurbjörn hvarf
snemma úr Kjósinni hingað til
bæjarins og er fyrir löngu orð-
inn Reykvíkingur í húð og hár.
Þorsteinn er upprunninn á Aust-
Nýfallinn snjór í Lan&adalsfj öllum, á föstudag. (Ljósmynd Björn Bergmann).
sem með málum hafði fylgzt
Lætur Lúðvík sér þó ekki allt
fyrir brjósti brenna, samanber
yfirlýsinguna, sem hann ásamt
flokksbræðrum sínum gaf í fyrra
um samningaviðræðurnar við
Brezhnev og skrif Þjóðviljans nú.
Þessa dagana er gefið í skyn, að
Lúðvík hafi haft sérstöðu gegn
öðrum íslenzkum nefndarmönn-
um í samningaviðræðunum 1
Moskva að undanförnu. Það er þó
vissulega harla lítil hollusta við
málstað sinnar eigin þjóðar að
láta uppi, á meðan samningum
er eigi enn slitið að hann hafi
viljað ganga lengra til móts við
útlendinga en aðrir. Þetta verður
þó.enn furðulegra, þegar haft er
í huga, að Lúðvík var ekki linari
en aðrir nefndarmenn í tillögum
til ríkisstjórnarinnar um, að til-
boð Rússa væri með öllu óað-
gengilegt.
Segjast vera út-
flytjendur síldar
REYKJAVÍKURBRÉF
urlandi og gerðist þingmað-
ur og komst skjótt í röð atkvæða-
mestu þingmanna, átti þó ekki
lengi setu á Alþingi heldur gerð-
urlandi, varð þar ungur þingmað
ist kennari og nafntogaður skóla-
stjóri á Akureyri jafnframt því,
sem hann varð einn umsvifa-
mesti bókaútgefandi og bókasafn-
ari á landinu. Báðir kunna frá
mörgu að segja og Sigurbjörn
hefur þegar lokið samningu
fyrsta heftis endurminninga
sinna. Af æviferli beggja er ljóst,
að mikil vinna þarf ekki að verða
mönnum að aldurtila eða til
heilsutjóns, ef skynsamlegum
lifnaðarháttum er haldið.
I Við góða heilsu
21 ári eftir brott-
fall sambands-
las;anna
Þorsteinn M. Jónsson var einn
af höfundum sambandslaganna
1918. Hann var yngstur þeirra,
sem þá tóku þátt í samningsgerð-
inni við Dani. Eðli málsins sam-
kvæmt höfðu aðrir meiri forystu
um samningsgerðina en Þor-
steinn, en hann var þess mjög
hvetjandi, að tryggilega væri bú-
ið um fullveldisviðurkenninguna,
því að fullt sjálfstæði íslands
hefur allt frá æskudögum verið
eitt hans mesta hugðarefni. Sam-
kvæmt sambandslögunum sjálf-
um skyldu þau gilda í 25 ár
a.m.k. eða nær heilan manns-
aldur. Á árinu 1918 virtist því
hugsanlegt brottfall þeirra vera
óralangt í burtu, langt í ókunnri
framtíð. Nú er meira en 21 ár lið-
ið frá því, að heimildin til að
fella sambandslögin úr gildi var
notuð. Eftir á sýnist hvorugt
ýkjalangur tími, gildistími sam-
bandslaganna né árabilið frá
endurreisn lýðveldis.
Þorsteinn M. Jónsson, sem full-
tíða maður átti þátt í samningu
laganna, hefur lifað hvort
tveggja þetta tímaskeið. Þau eru
einungis rúmur helmingur ævi
hans. Er það til áminningar
um hversu skammæ slík tímabil
eru í sögu heillar þjóðar og
hversu menn þurfa lítt að óttast
slíka fresti, þegar rétt er á hald-
ið. Menn geta seint vænzt þess að
fá öll heimsins gæði í einu. Um
aö gera að nota tímann til að
■tyrkja aðstöðu sína, svo að ætíð
miði nokkuð á leið. Sígandi lukka
•r bezt.
Fornöldin beðin
afsökunar
í I í síðasta Reykjavíkurbréfi var
Laugard. 28. ágúst
vikið að hinum fáránlegu skrif-
um Timans um héraðsmót Sjálf-
stæðismanna. Vegna misritunar-
og mislesturs komst einkennileg
villa inn. Talað var um „fornald-
arhátt Tímans“, en átti að vera
hornhagldarháttur Tímans. Þó að
margt hafi verið öðruvísi áður en
æskilegt hefði verið, þá er þó
ekki kunnugt um, að í fornöld-
inni hafi þekkzt svipað fyrirbæri
og Tíminn. Hornhalgdarháttur
Tímans, þ.e. amasemi eða ill-
skeytni hans, fer hins vegar ekki
á milli mála. Sjaldan hefur sú
amasemi verið hjákátlegri en
þegar Tíminn fjölyrti um hversu
héraðsmót Sjálfstæðismanna
hefðu verið illa sótt, einmitt um
þær mundir, þegar aðsókn að
þeim var meiri en nokkru sinni
áður. Aðsókn að slíkum mótum
er raunar ærið ótryggur mæli-
kvarði á fylgi þeirra flokka, sem
fyrir þeim standa. Kjósa menn
þó að sjálfsögðu fremur að
þeirra eigin mót séu vel sótt held
ur en illa. Annarlegar ástæður
geta miklu ráðið um lélega að-
sókn á stöku stað. Allt þetta
þekkja þeir, sem þéssari starf-
semi eru vanir og miklast því
ekki af góðri sókn né æðrast yfir
þótt út af bregði. Því furðulegra
er, að Tíminn skyldi fjölyrða um
sóknina hjá Sjálfstæðismönnum
og láta þúsundir manna um land
allt sjá, að orðum hans væri ekki
treystandi, þar sem ætla hefði
mátt, að hann hefði ærið verk-
efni að skýra frá samkomum síns
eigin flokks. En m.a.s. svo að sjá
sem fulltrúi eins af heimsblöðun-
um hafi verið kallaður til að lýsa
allri dýrðinni. f Alþýðublaðinu
sl. þriðjudag, hinn 24. ágúst, er
svohljóðandi grein:
„Bretinn“ sem fór
á héraðsmót
Brezkur blaðamaður að nafni
Richard Gott, starfsmaður hins
frjálslynda stórblaðs, „The Guar-
dian“, hefur verið á íslandi og
skrifað þaðan tvær greinar í blað
sitt. Lýsir hann ýmsum íslenzk-
um málefnum á litrikan hátt,
ekki sízt stjórnmálum og öðrum
samtíðardeilum.
Gott fannst Framsóknarflokk-
urinn dapurlegastur allra stjórn-
málaflokkanna, þar sem fram-
sóknarmenn þykist fæddir til að
stjórna, eins og brezkir íhalds-
menn, en uni sér illa utan stjórn-
ar. Ekki hefur blaðamaðurinn
hugmyndir sínar eftir andstæð-
ingum framsóknarmanna, því
hann sótti héraðsmót með Ólafi
Jóhannessyni á Norðurlandi. —
Hann lýsir því svo:
„Mótið kom mér kunnuglega
fyrir sjónir frá Englandi. —
Klukkan níu leit aðalræðumað-
urinn, Ólafur Jóhannesson, pró-
fessor, varaformaður framsókn-
armanna, kvíðafullur á áheyr-
endur, sem voru fimm eða sex.
Klukkustund síðar var mættur
myndarlegur hópur, um sjötíu
bændur. Fundurinn hófst með
söng eins þekktasta tenórsöngv-
ara íslendinga, sem flutti með
þrótti „Una furtiva lacrima“ og
aðrar svipmiklar ítalskar aríur í
þessu þorpssamkomuhúsi fjarri
allri byggð.
Lítið var hlustað á pólitísku
ræðunnar, en á eftir þeim kom
hermikráka, sem tætti í sundur
stjórnmálamenn íslands með
völdum setningum og svipbrigð-
um. Stjórnmálamennirnir fóru
en fundarmenn, sem nú voru
meira en hundrað talsins, sneru
sér að aðalatriði kvöldsins —
dans og drykkjuskap. Áfengis-
neyzla er þjóðarmeinsemd og hin
sterka bindindishreyfing, sem
skilur þetta, sér um að allur bjór
sé sérlega veikur. En holurnar
eru stórar í löggjöfinni. Hver
sem ráð hefur á getur drukkið
sterk vín í flöskutali, ef hann
vill. Þetta er furðulegt einkenni
hjá þjóð, sem að öðru leyti virð-
ist skynsöm — og að því er virð-
ist áhyggjulítil“.
r r
A Island að hætta
að vera réttarríki?
Um fá mál skrifar Tíminn af
meira óviti en landhelgismálið.
Framsóknarmenn fóru óslitið
með stjórnarforystu frá 1927 til
1942. Á öllum þeim árum aðhöfð-
ust þeir ekkert í landhelgismál-
inu og var þó þá jafn heimilt að
segja upp landhelgissamningnum
við Breta, eins og eftir að áhrif
Sjálfstæðismanna jukust. Ólafur
Thors lét 1946 hefja undirbúning
að útfærzlu landhelginnar. Sjálf-
stæðismenn beittu sér síðan
með tilstyrk allra annarra þing-
manna en kommúnista fyrir
framkvæmdum í málinu. — Á
vinstristjórnarárunum var málið
aftur tekið upp, en þá svo ó-
hönduglega, að einsdæmi eru í
sögu þjóðarinnar. Sjálf var
stjórnin þríklofin í málinu og lá
í stöðugum innbyrðisdeilum, en
duldi þjóðina hins sanna sam-
hengis. Sjálfstæðismen kröfðust
þess að öll plögg væru birt, svo
að almenningur væri ekki dulinn
þess hvað raunverulega væri að
gerast. Með viðræðum innan
Atlantshafsráðsins í París, sem
kommúnistar voru algerlega and-
vígir og neituðu öðru hverju að
ættu sér stað, tókst að koma í
veg fyrir allsherjarherhlaup á
íslandsmið. En vegna þess, að
ráðum Sjálfstæðismanna var
ekki fylgt og efnt til fundar
æðstu manna, sendu Bretar hing-
að herskip haustið 1958. Það hafði
þó verið sjáanlegt lengi sum-
ars en stjórnarflokkarnir vildu
ekki viðurkenna hver hætta
væri á ferðum. Þá var enn fylgt
þeirri reglu, sem Hermann Jón-
asson lýsti yfir haustið 1958, að
setja Sjálfstæðismenn „til hlið-
ar“. Þess vegna mátti ekki fylgja
þeirra ráðum.
Þegar Framsóknarmenn höfðu
gefizt upp og kommúnistar hrökl-
azt úr stjórninni, tókst núverandi
stjórnarflokkum smám saman að
leysa málið farsællega. Engum
hlutlausum manni blandast hug-
ur um, að með landhelgissamn-
ingnum við Breta 1961 unnu ís-
lendingar sinn stærsta stjórn-
málasigur. Sigurinn var ekki sízt
fólginn í því að tryggja, að ekki
yrði framar beitt valdi og síðari
hugsaniegar deilur lagðar undir
Alþjóðadómstólinn. Fyrir ísland
er slíkt ómetanleg trygging, því
að vissulega er það rétt, sem Ól-
afur Jóhannesson prófessor sagði
haustið 1960, að íslendingar verða
ætíð að halda svo á málum að
þeir geti óhikað lagt málstað
sinn undir Alþjóðadómstólinn.
Árið 1959 samþykkti Alþingi
einum rómi að afla þyrfti við-
urkenningar annarra fyrir því,
að íslenzk fiskveiðilögsaga
skyldi ná til landgrunnsins alls.
Að sjálfsögðu hlýtur sú þróun
þjóðarréttarins, sem til þessa
leiðir að taka nokkurn tíma, en án
hennar er þvílík útfærzla ófram-
kvæmanleg. Þetta sjá og skilja
allir skyni bornir menn og vita,
að velferð þjóðarinnar verður
einungis borgið með þolgæði og
framsýni. ísland má aldrei hætta
að vera réttarríki.
Moskvuferðir
Lúðvíks
A árinu 1958 beindist áhugi
Framsóknarflokksins í landhelgis
málinu fyrst og fremst að því
að halda þáverandi ríkisstjórn
saman. Framsóknarmenn voru þá
reiðubúnir til þess að bjóða Bret-
um og buðu þeim raunar meiri
hlunnindi hér á landi um fisk-
veiðar innan 12-mílna landhelgi
en samkomulag varð um 1961. Þá
gleymdu þeir einnig með öllu að
fá viðurkenndar hinar nýju
grunnlínur sem sámþykktar voru
1961, og eru þær þó víða enn
þýðingarmeiri en sjálf 12-mílna
landhelgin. Kommúnistar höfðu
aftur á móti tvennaþ, tilgang. Út
af fyrir sig vildu þeir vafálaust
fá sem stærsta landhelgi, en þeir
vildu ekki síður nota málið til
þess að teygja íslendinga úr Atl-
antshafsbandalaginu. Lúðvík Jós-
epssOn hélt þannig á málum, að
sem allra mest tortryggni skap-
aðist í okkar garð. Um þetta bar
ferðalag hans til Moskva sumarið
1958 glöiggt vitni. Frá þeim fyrir-
ætlunum skýrði hann bandarísk-
um fræðimanni, en síðar birti
hann þær í riti sínu og treysti
Lúðvík sér ekki fyrr en seint
og um síðir að véfengja það, sem
þar kom fram, enda gat sann-
gildi þess ekki dulizt neinum,
Fyrir tæpu ári var í Þjóðviljan-
um skrifað á þá leið að fáanlegur
væri við Sovét-Rússland „grund-
vallarsamningur“ um sölu á nið-
ursoðinni og niðurlagðri sild fyr-
ir 200 milljónir. Strax á árinu
1964 átti að vera hægt að selja
austur þangað þessa vöru fyrir
50—60 eða jafnvel 70 milljónir!
Nú buðu Rússar einungis kaup
fyrir allt að 24 milljónum gegn
því að fella alveg niður kaup á
freðsíld og stórminnka kaup á
saltsíld. Jafnvel Lúðvík Jóseps-
syni ofbauð þetta tilboð svo, að
hann ráðlagði að fresta öllum
samningaviðræðum. Þetta raúsn-
artilboð Rússa er sem sagt aðeins
rösklega tíundi partur af því, sem
kommúnistar hér létu í fyrra, að
væri auðfengið. Skýringin á þess
um aðförum er sú, að Sovétmenn
segjast vera útflytjendur síldar
en ekki kaupendur. Ef svo er —
og engin ástæða til að rengja frá-
sögn þeirra sjálfra um þetta, —
'þá er greinilegt, að Sovét-mark-
aðurinn er ekki til frambúðar.
Þetta er út af fyrir sig engin
nýjung, því að á það hefur verið
margbent áður, að sívaxandi fisk
veiðar Rússa, einmitt í Norður-
höfum, mundu leiða til þess, að
kaup þeirra af íslendingum yrðu
harla ótrygg.
Af hverju þegir
Magnús um sölu-
skattinn í Sovét-
Rússlandi?
Þjóðviljinn lætur nú eins og
viðskiptunum við Sovét-Rússland
sé stefnt í stórhættu, ef um þessi
mál sé hreinskilnislega skriíað
hér á landi. Sannleikurinn er sá,
að öll atvik sýna, að það eru
stjórnmálatillit, sem skera úr um
það, hvort Sovét-stjórnin kaupir
af okkur eða ekki. Langlíklegasta
ráðið til að ná viðunandi samn-
ingum nú er, að það verði alveg
ljóst, að erindrekar kommúnista
hér á landi standi berstrípaðir
sem ósannindamenn ef viðskiptin
falla niður. Hagsmunir Sovét-
stjórnarinnar af að bjarga flokks
deildinni hér er sennilegasta ráð-
ið til þess að kaupum verði hald-
ið áfram. En viðurkenna verður,
að viðskipti á þeim grundvelli
eru harla óviss og naumast til
frambúðar. Þjóðviljamenn eiga
og ekki eingöngu í vök að verjast
vegna þess, hversu haldlitlar yfir
lýsingar þeirra um sölumöguleik
ana í Sovét-Rússlandi hafa
reynzt, heldur af því, að. aukin
kynni af stjórnarháttum Sovét-
manna eru sízt vænleg til að efla
fylgi þeirra hér. Magnús Kjart-
ansson fæst t. d. ekki með neinu
móti til þess að gera grein fyrir
hvernig söluskatti í Sovét-Rúss-
landi er varið. Hann ætti þó að
vera manna kunnugastur því
hversu mikill þáttur hann er í
tekjuöflun ríkisins. Þögnin verð-
ur honum að litlu haldi held-
ur sýnir einungis hans slæmu
samvizku.