Morgunblaðið - 16.09.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. sept. 1965 Útgefandi: Framkvsemdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90,00 ., I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstrseti 6. Aðalstrseti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FRAMTIÐ HÁSKÓLANS mmmim MlStieí M (V / srétÆÚiL, Teiknari sænska blaðsins „Dagens Nyh’eter“ hefur dregið upp þessa mynd aif þeim hindrunum, sem urðu á vegi flóttamannsins við landamærin. Fótgangandi frá Sovétríkj&mum flótti ungs Rússa Tnnan skamms hefur Háskóli *• íslands starf sitt á ný, að lofenum sumarleyfum kenn- ara og nemenda. Mikill hóp- ur nýstúdenta byrjar nú nám í háskólanum í fyrsta sinn, bjartsýnir og áhugasamir um námið og skólann. Flestir þeirra munu vafalaust ljúka háskólanámi sínu, en margir hætta námi fyrr eða síðar af einhverjum ástæðum og taka til við önnur störf. Fyrir mörgum áratugum taldi einn fremsti baráttu- maður íslendinga fyrir auknu sjálfstæði, stofnun há- skóla inn'anlands eitt mesta sjálfstæðismálið. Og þótt há- skólinn hafi nú starfað í meira en hálfa öld og lýðveldið orðið fullveðja, skipta málefni há- skólans ennþá alla þjóðina miklu máli. Mörgum finnst háskóli okkar hafa tekið litlum breyt ingum um langa hríð. Sú skoðun er ekki sízt ríkjandi í röðum háskólamanna sjálfra, svo sem bezt má marka af því, að hinn ötuli rektor háskólans, prófessor Ármann Snævarr, hefur á síðustu árum hafið baráttu fyrir því að auka skilning al- mennings á málefnum háskól ans og sýna fram á nauðsyn þess, að mikilsverðar breyt- ingar verði gerðar á nárns- greinum og kennslufyrir- komulagi, námsgreinum verði fjölgað og kennsluað- staða öll bætt. Sannleikurinn er nefnilega sá, að háskóla okkar vantar enn ákaflega margt af því, sem háskóli þarf að hafa. Dei'ldaskipting og kennslu- fyrirkomulag hafa haldizt lít ið breytt frá upphafi. Að vísu hefur kennsla í fyrra hluta verkfræði verið tekin upp og í haust hefur BA-nám verið endurskipulagt fullkomlega, og fleiri breytingar hafa ver- ið gerðar á námi ,en í meg- inatriðum hefur þetta hald- izt óbreytt. I ýmsum deild- um hefur ekki verið unnt að fjölga kennurum sem skyldi. Afleiðing þess er m.a. sú, að þeir geta ekki sinnt margs konár fræðistörfum, sem þeir raunverulega ættu að gegna, t d. samningu kennslubóka í sínum kennslugreinum, en fjöldamargar námsgreinar við háskólann eru nú kennd- ar skv. erlendum bókum, að- allega dönskum. Þá er einnig ástæða til að benda á, að námstími í hin- um ýmsu deildum háskólans lengist stöuðgt og stafar það í sumum tilvikum af því, að námsefni hefur verið aukið,. en einnig að miklu leyti af því, að háskólastúdentar sinna umfangsmiklum störf- um samhliða náminu. f>etta m.a. gerir það að verkum, að hér við okkar háskóla er ekki eins mikið og töfrandi stúd- entalíf eins og við erlenda háskóla, þar sem stúdentar leitast við að sinna náminu að öllu leyti meðan keiinslu- tíminn stendur. Á þetta er bent nú vegna þess, að rík þörf er á að bæta aðstöðu Háskóla íslands til þess að rækja hlutverk sitt svo sem vera ber. Þar þarf að fjölga til miíkilla muna kennslugreinum, fjölga kenn- urum við háskólann, byggja nýjar byggingar o.m.fL En þetta verður einungis gert með stórauknum fjárfram- lögum til æðstu menntastofn- unar þjóðarinnar. Hér á landi eru aðeins 10% af hverjum aldursárgangi, sem ljúka stúdentsprófi, og hluti þess hóps lýkur aldrei há- skólaprófi. Hér er um að ræða toluvert minni hóp en í nágrannalöndum okkar, og annars staðar en hér mundu slíkar tölur vekja ugg og þykja hinar ískyggilegustu. Æðra nám í landinu sjálfu er undirstaða þess, að við get um í framtíðinni haldið hér uppi sjálfstæðu og fullvalda þjóðfélagi- Þess vegna er nauðsynlegt að efla Háskóla íslands. YFIRLÝSING STÉTTARSAM- BANDS BÆNDA Otjórn Stéttarsambands ^ bænda hefur gefið út yfirlýsingu vegna bráða- birgðalaganna um ákvörðun búvöruverðs á þessu hausti. í yfirlýsingu þessari harm- ar stjóm Stéttarsambandsins lögbrot miðstjórnar ASÍ að hætta aðild að sexmanna- nefnd og lætur jafnframt í Ijós þá skoðun ,að í bráða- birgðalögunum felist „réttar- skerðing“ fyrir bændur, enda beri að líta á bráðabirgðalög- in, sem neyðarráðstöfun til skamms tíma. Atvik þessa máls eru aug- Ijós. Sökin liggur hjá mið- stjórn ASÍ, sem af fljótræði og vanhugsuðu máli ákvað að hætta aðild að sexmanna- nefnd og kippti þar með grundvellinum undan gild- andi fyrirkomulagi á ákvörð- un búvöruverðs. Ríkiisstjóm- in hófst þegar handa um að einstæður DNGIIR Rússi, Vladimir Krysanov, hefur unnið það af rek að fara fótgangandi frá Sovétríkjunum til Finnlands — framhjá landamæravörðum og gæzluliði — og nýtur nú langþráðs frelsis í Svíþjóð. Flótti hans hefur vakið mikla athygli á Norðurlönd- um, því að fæstir hefðu trú- að því ,að slíkt væri hægt, jafn mikil og öflug sem gæzl- an er á landamærum Sovét- ríkjanna. Krysanov iheifur nýlega skýrt fréttamönnum frá ferða lagi sínu. Hann segir m.a.: „í raun og veru hafði ég aðeins tvær klukkustundir til stefnu. Lögreglan hafði komizt á snoðir um, að ég hugði á flótta. Bréf mín voru lesin, áður en þau bárust mér í hendiur, og henbergi mitt rann sakað. Þar fundust nokkrir dalir, sem ég hafði safnað. Þá varð mér Ijóst, að ég varð að láta tafarlaust til skarar Skríða.“ Krysanov fór með lest frá Moskvu til Leningrad. Far- miða átti hann engan, en greiddi lestarverðinum nokkr ar rúblur, og fékk að fljóta með. Segir hann þetta vera algengan ferðamáta stúdenta. Frá Leningrad hélt hann enn með lest til norðurhérað- anna. Á lítilii járnbrautarstöð finna einhverja lausn á þessu máli og gerði sér framan af vonir um að takast mætti að skipa yfirnefnd sömu mönn- um og í henni voru 1963. — Fulltrúi neytenda þá féllst hins vegar ekki á að taka sæti í slíkri nefnd. Stjórn Stéttarsambands bænda hlýt- ur að skilja, að það er ekki á valdi ríkisstjórnarinnar að skipa fulltrúa neytenda í slíka nefnd, þegar hann fæst ekki til þess að taka þar sæti. Mestu máli skiptir, að bændur sitji ekki yfir verri hlut en aðrir við ákvörðun búvöruverðsins og skiptir þá minna máli hver aðili þeirr-. ar ákvörðunar er að þessu sinni, sem auðvitað er ekki- fór hann af, og þá hófst göngu ferðin. „Ég varð að fara miklar krókaleiðir, til þess að forðast byggð ból“, segir hann. „Föt mín voru regnvot á ferðalagi mínu um mýrlendi, og ég nam aðeins staðar endrum og eins Krysanov á gangi í Stokkhól ætlað að fjalla um þessi mál til langframa. Hækkun á búvöruverði tiJ bænda liggur nú fyrir og í bókun hins gamalreynda og virta fulltrúa bænda, Péturs Ottesens, á fundi Framileiðslu ráðs landbúnaðarins, segir Pétur Ottesen svo: „Um bráðabirgðalögin vil ég taka þetta fram: Að þar sem með bráðabirgðalausn þessari er lagt til grundvall- ar samkomulag, sem tókst í sexmannanefnd haustið 1964, og að inn í verðlagið koma nú þær hækkanir á kaup- gjaldi og rekstrarvörum, sem síðan hafa orðið, þá tel ég að með bráðabirgðalögunum sé bændum tryggt það verð- lag, sem ætla má, að ákveð- til þess að hvíla mig. Um 10- leytið fyrsta kvöldið laiuk ég göngu dagsins, og fókk mér lítils háttar matarbita og te- soipa. Versti farartálminn var tveggja km. breitt fljót, en ég fann pramma, sem ég gat fleytt mér yfir á. Smám saman tók ég eftir, að kraftarnir voru að þverra, en jafnframt varð landið eyði legra. Það var þó auðveldara að sneiða hjá mannaibústöð- um.“ Eftir 9 daga göngu náði Krysanov loks sovézku landa- mærunum, og þar rakst hann á háa gaddavírsgirðingu. Hann reií föt sín, er hann tróðst í gegnum hana, og hon- um heyrðist hann heyra að- vörunarbjöllu hringja. „Ég varð Skyndilega mjög hræddiur“, sagði Krysanov, „og hljóp eins hratt og ég gat. Loks varð ég að hætta hlaup- unum ,og þá gerði ég mér grein fyrir, að hefði ég ekki hemiil á sjálfum mér, væri allt glatað. Að síðustu náði ég sjálfum landamerkjunum, og var í Finnlandi.“ Frá Finnlandi ihélt Krysan- ov áfram ferðinni til Sviþjóð- ar þar sem hann dvelst nú. ið hefði verið við óbreyttar aðstæður um verðlagningu.“ Pétur Ottesen kemur hér að kjarna málsins, sem er að bráðaibirgðalausn sú, sem ríkisstjómin hefur beitt sér fyrir, tryggir bændum þá hækkun búvöruverðs, sem öll rök benda til, að þeir hefðu fengið að óbreyttum aðstæðum. Mestu máli skiptir svo, að unnið sé að því að skapa á ný grundvöll fyrir samstarfi bænda og neytenda um á- kvörðun búvöruverðs í fram- tíðinni, þótt nú hafi orðið að grípa til bráðabirgðalausnar vegna ábyrgðarlausrar af- stöðu Alþýðusambands ís- lands. mi fyrir nokkrnm dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.