Morgunblaðið - 16.09.1965, Side 19
Fimmtudagur 16. sept. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
19
Fimmfugur i dag:
Sigurður Tómasson
bóndi, Hverabakka
í DAG á Sigurður Tómasson á
Hverabakka hálfrar aldar af-
mæli. Það er undarlegt, hversu
árin líða og sífellt hverfa sjónum
með ægiþungum straumi'tímans,
atvik og atburðir.
Sigurður Loftur Tómasson er
fæddur 16. september árið 1915
að Bolafæti, þar sem nú heitir
Bjarg í Hrunamannahreppi. Þar
ólst hann upp hjá foreldrum sín-
■um, Þóru Loftsdóttur frá Steins-
holti í Gnúpverjahreppi og Tóm-
asi Þórðarsyni frá Gröf í Hruna-
mannahreppi. Enginn vafi er, að
Sigurður hefur haft upplag til
mennta, en á þeim árum var að-
staða öll önnur en nú, sem og við-
horf, og margir þeir, er hug
höfðu til mennta, gengu aðra
braut. Nú á tímum er menntun
orðin sjálfsagður þáttur í upp-
eldi, og fjölmargir, sem raun-
verulega ekki hafa upplag til
mennta í þeim gamla skilningi
þess orðs, feta þá braut.
Tvítugur fluttist Sigurður með
foreldrum sínum að Grafarbakka
í Hrunamannahreppi. Honum
mun hafa þótt happ að ná í þá
jörð, enda vel í sveit sett og þar
jarðhiti. Tómas heitinn, faðir Sig-
urðar, var lærður söðlasmiður og
stundaði gjarnan þá iðju, en Sig-
urður og systkini hans þrjú unnu
að búskap, sem að miklu leyti
var garðrækt.
Árið 1950 reisti Sigurður ný-
býlið Hverabakka úr Grafar-
bakkalandi, og þrem árum síðar
kvæntist hann Svövu Sveinbjarn
ardóttur. Svava, sem er systir
séra Sveinbjarnar í Hruna, er
dóttir hjónanna Sveinbjarnar
Jónssonar bónda að Yzta-Skála
undir Eyjafjöllum og konu hans
Önnu Einarsdóttur. Þau Sigurður
og Svava eiga þrjár fallegar dæt-
ur: Önnu, Þóru og Sjöfn. ■
Óvíða mun gestrisni meiri en
á Hverabakka, enda gestaikoma
þar svo tíð, að orð er á gerandi.
Á þar sinn þátt óvenju aðlaðandi
viðmót hjónanna beggja, létt ög
skemmtilegt andrúmsloft á heim-
ilinu og rausnarskapur í hví-
vetna. Hjá vinafólki þeirra hjóna
er oft viðkvæði, ef einhver daga-
munur er: „Ja, nú væri gaman að
vera kominn austur að Hvera-
bakka“. -
Sigurður Tómasson er að eðlis-
fari listamaður. Hann er söng-
maður með afbrigðum góður og
hefur sungið bæði í kvartett og
blönduðum kórum, enda hefur
hann yntii af allri tónlist. Hann
hefur málað málverk og leiktjö.ld
við leiksýningar í sveitinni. Einn-
ig hefur hann fengizt við leiklist
og haft gaman af.
Mesta listagáfu Sigurðar tel ég
þó lyndiseinkunn hans og skap-
höfn. Mér er fullljóst, að mér
yrði aflfátt, ef ég reyndi áð lýsa
skaplyndi Sigurðar, því sjaldn.-
ast er létt að túlka með tung-
unni það, sem tilfinningar skynja.
Næst kæmist ég þó með því að
segja, að skaphöfn hans sé sem
igimsteinn við hjarta' göfugs
manns. Sú hamingja, er okkur
hlotnast hér á jörðu niðri, er oft
á tíðum og nær alltaf nátengd
því, hversu okkur tekst til í um-
gengni við aðra menn. „Maður-
inn einn er ei nema hálfur, með
öðrum er hann meiri en hann
sjálfur". Mér er nær að halda, að
milli manna, sem talast við,
myndist eins konar svið, sem get-
ur verið bæði þægllegt og óþægi-
legt, eftir því, hversu andlega
skyldir mennirnir eru. Þannig
getur okkur liðið vel, er við töl-
um við einn mann, en illa, er við
tölum við annan. Einstaka manni
er það gefið, að öllum líður vel í
návist hans og allir laðast að hon-
um og vilja eiga hann að vini.
Sigurður Tómasson er einn þess-
ara manna. Sá þáttur í skapgerð
hans virðist vera samtvinnaður
af snilligáfu, sem hann hefur
hlotið í vöggugjöf, og óvenjuleg-
um þroska og skilningi á lífinu.
Slík vöggugjöf er bezta veganesti
á krókóttum stígum lífsins, þar
sem fáir hafa nægt jafnvægi í
geði til þess að standa af sér
skyndilæti heimsins. Þroska og
skilning hlýtur sá einn, er víð-
sýninni nær. Bóndinn, er gengur
árla til starfs, nemur tungur nátt-
úrunnar, þar- sem áin hjalar við
eyrarnar í geislaflóði sólarinnar,
steinarnir glitra og blómin breiða
krónur sínar mót Ijósinu, og
skynjar fegurð, sem sá, er fjarri
er, aldrei skilur. fslenzk náttúra,
„undarlegt sambland af frosti og
funa“, mótar skapgerð bóndans,
og þar, sem öræfaþögnin klyngir
í eyrum, „í bæjartóftum bleikra
eyðidala birtist þeim margt, sem
heyrir steininn tala“.
Það er ósk mín til Sigurðar
Tómassonar á þessum tímamót-
um í lífi hans, að hann gangi mót
bjartri framtíð, gæfan haldi á-
fram að gista heimili hans og
hann hraustur og ótrauður háldi
fram gleðibjartan veg til ókom-
inna ára. Konu hans og börnum
óska ég innilega til hamingju með
hálfrar aldar afmæli eiginmanns
og föður og þess, að þær fái að
njóta hans sem lengst og bezt.
Að Hverabakka sendum við
hjónin vinarkveðju yfir Atlants-
hafið, yfir djúpa íslandsála. „Það
tekur tryggðinni í ökla, sem tröll-
ura er ekki vætt“. Ánægjulegt
verður að koma að Hverabakka
að sumri.
Hvert, sem ég um fjöllin flakka,
fjarlæg lönd og hlíðarslakka,
margoft mun og mest til hlakka
að mæta Sigurði á Hverabakka.
Guðm. G. Þórarinsson.
í DAG er Sigurður bóndi Tómas-
son að Hverabakka í Hruna-
mannahreppi í Árnessýslu, fimm-
tugur.
Faðir Sigurðar var Tómas Þórð
arson, Guðmundssonar frá Fossi,
Helgasonar að Grafarbakka, en
móðir Tómasar var Þóra Jóns-
dóttir af Hörgsholtsætt. Móðir
Sigurðar er Þóra Loftsdóttir frá
Steinsholti af Reykjaætt.
Sigurður er kvæntur Svövu
Sveinbjarnardóttur frá Áshóls-
skála undir Eyjafjöllum og er
systir séra Sveinbjarnar í Hruna
og þeirra systkina.
Kynni okkar Sigurðar hófust
fyrir um 30 árum og þau hafa
verið á þann veg að ég tel hann
meðal minna beztu vina.
Afmælisdaginn ber upp á rétt-
ardag þeirra Hreppamanna, en
sá dagur er meðal umfangsmestu
daga í sveit. Skyldustörfin kalla,
fjárheimtur og allt það sem þeim
fylgir gengur fyrir, en pegar á
önn dagsins líður, taka menn upp
léttara hjal. Er þá oft margs að
minnast, sem gerzt hefur bæði
fyrr og síðar, en slíkar stundir
leiða oftast til aukins kunnings-
skapar og stundum til ævilarigr-
ar vináttu.
Því hef ég minnzt á réttardag-
inn, að hann minnir mig nokkuð
á sterka þætti í skapgerð vinar
míns, Sigurðar. Skyldustörfin er
varða heill og hamingju heimil-
isins eru honum fyrir öllu. Sig-
urður er hagsýnn verkmaður,
góður samstarfsmaður og kynnir
sén^fltes og auðið er þau verk-
eteáMSg* hann tekur sér fyrir
leysa, enda ber bú-
rekstuf'hans þessu óræk vitni.
Garðyrkju mun hann telja sitt
aðalstarf, enda hefur hann bæði
gróðurhúsarækt og útiræktun á
ýmsum matjurtum, en blóm rækt
ar hann í frístundum, sér og öðr-
um til augnayndis og er ég viss
um að listeðli afmælisbarnsins
nærist á litauðgi o^ fegurð blóm-
anna.
Sigurður er óvenjulega list-
hneygður. Hann er söngmaður
góður og hefur um langt skeið
tekið virkan þátt í sönglífi
Hreppamanna, undir stjórn hins
kunna söngstjóra Sigurðar Ágústs
sonar. Leiklist er honum hjart-
fólgin enda eru þau mörg hlut-
verkin, sem hann hefur leikið
með Leikfélagi Hrunamanna.
Þegar tími er til grípur Sigurður
málaratækin og festir á léreft
það sem fyrir augun ber. Hann
á mörg fleiri hugðarefni en hér
hafa verið talin, meðal annars
lestur góðra bóka og ætt rekur
hann manna bezt.
Sigurður og hans ágæta kona
eru góð heim að sækja svo af ber.
Samhent í ljúfu viðmóti og frá-
bærri gestrisni, sem þeim mikla
fjölda fólks, sem þau heimsækir
er bezt kunnugt um og minnist
ævinlega síðan með þakklæti.
í garðlandi þeirra Grafarbakka
manna á bökkum Litlu-Laxár
stendur lítið hús. Þar hefur móð-
ir mín dvalið ásamt börnum sín-
um og venzlafólki að sumrinu
um 20 ára skeið. Við höfum átt
góða nágranna, sem allir hafa
viljað gera okkur sumardvölina
sem ánægjulegasta og sýnt okkur
sanna vináttu, sem ekki gleymist.
Fyrir hönd okkar vil ég þakka
ykkur öllum og síðast en ekki
sízt Sigurði og Svövu konu hans.
Að lokum vil ég færa afmælis-
barninu og fjölskyldu hans inni-
legar árnaðaróskir um bjarta
framtíð frá fólkinu í sumarbú- j
staðnum við Litlu-Laxá.
Grímur Bjamason. |
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar
Guðlaugs Þorlákssonar
Guðmumdar Péturssonar
Aðalstræti 6. Símar 1-2002,
1-3202 og 1-3602.
Afgreiðslustarf
Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa 1 eina
kjötverzlun okkar. — Nánari upplýsingar í skrif-
stofunni.
Sláturfélag Suðurlands
SKÚLAGÖTU 20.
Aðalfundur
Handknattleiksráðs Reykjavíkur verður haldinn
fimmtudaginn 23. september kl. 8 e.h. í Vals-
heimilinu.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
Innhe'mtustarf
Fullorðinn maður eða kona óskast til inn-
heimtustarfa. — Uoplýsingar á skrifstof-
unni.
Hannes Þorsteinsson
Heildverzlun — Hallveigarstg 10.
Til leigu
vil girt port 800—900 ferm. í miðbænum.
Aðkeyrsla er góð. — Ágætt fyrir vörugeymslu eða
bílasölu. — Upplýsingar í síma 13976.
Afgreislustúlka
óskast í tóbaks- og sælgætisverzlun í miðborg-
inni hálfan eða allan daginn. Tilboð sendist afgr.
Mbl., merkt: „Afgreiðslustarf — 2258“.
TREUEBORG
Wt
VERÐ :
KR. 106,00 pr. ferm.
GÖLFFLÍSAR
Laus staða
Vinnuver ísafirði vill ráða framkvæmdastjóra við
öryrkj a vinnustof a Berklavarna og Sjálfsbjargar.
Umsóknafrestur til 15. september nk. — Nánari upp
lýsingar gefur Helgi Björnsson, sími 624.
Stjórn Vinnuvers, ísafirðL
SMJORIÐ
alltafþað
LANGBEZTA!
mm
\ §£& II
mffj ÍBjfj ilrííti <•...
ll ilfS
ngi iafi safi S:-i5S Bifi Pj éjl i|iö iill
m ii mm. 11 m m m 1
mks- m Éf Éi ii
\ V
%1