Morgunblaðið - 15.10.1965, Side 6

Morgunblaðið - 15.10.1965, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. október 1965 Frá fundinum í Helsinki. A myndinni eru, talið frá vinstri: Rolf Rembe, lögfræðingur sænska leikarasambandsins, Hass Christensen, formaður danska leikarasambandsins, John Palle Buhl hrl., lögfræðingur danska leikarasambandsins, finnska leikkon an Ansa Ikonen og maður hennar Jalmari Rinne, formaður finn ka leikarasambandsins, Erland Josephson, formaður danska leikarasambandsins, Erik ísterberg, lögfræðingur, formaður sænsk-finnska leikarasambands- ins, Svein Dahl, formaður norska leikarasambandsins, Ella Hval, formaður norska leikarasam- bandsins, Brynjólfur Jóhannesson, formaður Félags ísl. leikara, og Vilji Someroja, sem á sæti í stjórn finnska leikarasaim ( . Isins. Samstarf norrænna leikara til tryggingar þjóðlegri sjónvarpsdagskrá á íslandi BRYNJÓLFUR Jóhannesson leik ari, formaður Félags ísl. leikara, kom nýlega heim úr skyndiför til Finnlands þar sem hann sat fund Leikararáðs Norðurlanda. En á fundi þessum var gerð merk samþykkt varðandi íslenzkt sjón varp, og fslendingar hvattir til að stefna að því að koma á þjóðlegri sjónvarpsdagskrá, einkum hvað snertir leikstarfsemi í sjónvarp- inu. Fréttamaður Mbl. náði tali af Brynjólfi Jóhannessyni í gær og spurði um ferðina: — MÉR var sagt að þú hafir setið, með stuttu millibili, tvo leikhúsmannafundi á Norður- löndum, sem formaður Félags ísl. leikara. — Já, það er rétt. — Fyrri fundurinn var haldinn 17. sept- ember sl. í stjórn Nordiska Teat- erunionen, sem ísland er aðili að. — Til fundarins var boðað í Hendels Gárd, Lovik, Lindingö, sem er þó nokkuð fyrir utan Stokkhólm og er sérstaklega við- kunnanlegur og fallegur staður. Þarna voru mættir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, leik hússtjórar og ýmsir aðrir stjórn- armeðlimir Norðurlanda sam- bandanna.. Forseti ráðstefnunn- ar var finnski þjóðleikhússtjór- inn Arvi Kinima. — Frá fslandi voru úr stjórn íslandsdeildar alþjóðaleikhús- málastofnunarinnar ,mættir Guð laugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri og Brynjólfur Jóhannesson, formaður Félags íslenzkra leik- ara. Alls voru á dagskrá 9 mál og mörg þeirra sem snertu m.a. málefni ísienzkra leikhúsa. — En aðallega voru þarna til umræðu almenn vandamál leikhúsanna á Norðurlöndum svo og alþjóða- leikhúsmál. — Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, hefir þegar í út- varpi og blöðum skýrt frá fundi þessum ,sem var að mörgu leyti mjög gagnlegur leikhúsmálastarf semi okkar. — — Svo fórstu á fund til Finn- lands nú fyrir stuttu? — Já. — Ég hafði fengið á ráðstefnunni í Stokkhólmi, til- mæli um að mæta á fundi í Nord isk Skuespiller R&d (Leikararáði Norðurlanda) þann 4. október í Helsingfors, þar sem ræða átti meðal annars, sjónvarpsmálið á fslandi. Ég teldi mjög vafasamt að ég gæti mætt þar, vegna þess, að það væri hvorttveggja mjög kostnaðarsamt fyrir ok.kar fá- tæka stéttarfélag að senda mann með svo stuttu millibili til tveggja funda, og svo hitt, að við íslenzkir leikarar hefðum svo mikið að starfa eftir að leikhús- in opna, að útilokað mætti teljást að nokkur meðlimur okkar gæti losnað til utanfarar. En nokkr- um dögum eftir að ég kom heim frá Svíþjóð kom símskeyti til Félags íslenzkra leikara frá for- manni Nordisk Skuespiller Rád, herra Erland Joséphson í Stokk- hólmi, þess efnis að áríðandi fundur yrði haldinn 4. október í Helsinki og þar sem sjónvarps- mál íslands væri efst á dagskrá teldi ráðið nauðsynlegt að félag okkar sendi fulltrúa til þessa fundar. — Ég kallaði því strax saman stjórnarfund þar sem sam þykkt var að formaður félagsins skyldi fara utan. — Allar þær upplýsingar um fyr- irhugað sjónvarp á íslandi, sem ég taldi nauðsynlegt að fá áður en ég færi á þennan fund voru mér góðfúslega veittar af Pétri Guðfinnssyni ,skrifstofustjóra, Benedikt Gröndal, alþ.m. og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, útvarps- stjóra. — Var íslenzka sjónvarpið eina málið á dagskrá? — Nei, það voru 8 mál á dag- skrá á þessum fundi, en sjónvarp á fslandi var annað málið sem tekið vár fyrir og stóðu um- ræður um það í eina 2 tíma. — Allar þær upplýsingar sem ég hafði fengið um málið áður en ég fór gaf ég fundinum, og virt- ust þær auka áhuga manna mjög fyrir málefninu. Þá fann ég og fljótt, mér til mikillar ánægju, að þessi sterku samtök — leikara ráð Norðurlanda — hika ekki við að standa fast og ákveðið að baki okkur í væntanlegum sanm- ingum um sjónvarpslelkrit, svo og útvarpsleikrit ,og öll önnur sameiginleg hagsmunamál Norð- urlandaleikara. — Þar sem komið hafði' í ijós, samkvæmt þeim upplýsingum, sem mér höfðu verið gefnar hér að íslenzka sjónvarpið myndi ekki telja sér fært — fyrsta starfsárið að minnsta kosti að flytja og sýna íslenzka leiklist, var sem upphaf þessa máls frá hendi Nordisk Skuespiller R&d, samþykkt ályktun með sam- hljóða atkvæðum allra við- staddra fulltrúa. — Mestan og beztan stuðning í þessu máli, nutum við fyrst og fremst frá dönsku fulltrúunum þeim E. Hass Christensen, for- manni danska leikarasambands- ins o£ lögfræðingi þess hæsta- réttarmálaflutningsmanni John Palle Buhl, sem sýndu frá upp- hafi sérstakan áhuga á því að íslenzkir leikarar yrðu ekki snið- gengnir í dagskrá íslenzka sjón- varpsins. — Ályktunin sem samþykkt var er svohljóðandi: .Leikararáð Norðurlanda, sem í eiga sæti fulltrúar fyrir félög leikara í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð saman komið á fundi í Helsingfors 4. október 1965, fagnar því, að fs- lendingar munu hefja reglu- bundnar sjónvarpssendingar eft- ir 1. maí 1966. Vér viljum i þessu sambandi leggja áherzlu á hið mikla menn- Hafnarfjörður Hafnfirðingur einn heim- sótti mig á dögunum og kvart- aði yfir því, að við skrifuðum ekki nógu mikið um Hafnar- fjörð og Hafnfirðinga. Ég sagði eins og satt er, að við værum að bíða eftir næsta út'kalli slökkviliðsins í Firðinum. Þá byrjuðum við aftur að skrifa um Hafnarfjörð og Hafhfirð- inga. En vonandi verður biðin löng og til þess að við hefðum úr einhverju að moða á meðan dró Hafnfirðingurinn upp bréf, sem hann hafði skrifað um gatnamál þeirra í Firðinum. Þar segir m. a. : „Gatnaviðhald í Hafnarfirði hefir verið mjög bágborið síð- ustu vikur og mánuði. Vegfar- endur hafa horft á sömu hol- urnar viku eftir viku án þess nokkuð sé við þær gert. Sem dæmi má benda á gatnamót Reykjavíkurvegar og Strandgötu, þar hafa verið djúpar dældir, og má líkja ökutækjum við skip í sjó þegar ekið er þar yfir. Við gatnamót Reykjavíkurvegar og Hverfis- götu er sömu sögu að segja, og verður að gæta ítrustu varkárni ef koma á ökutækjum heilum yfir þær dældir eða nánast sagt gjár. Setbergsvegur neðan nýja steypta vegarins hefir verið stórholóttur og með djúp- um skorningum í langan tíma. Syðsti hluti Suðurgötu er sund- urskorinn af djúpri rennu, en að auki við það, sem hér er tínt tií hefir gatnakerfið í bæn- um (malarvegirnir) yfir höfuð verið vanrækt svo vikum skipt- ir hvað viðhald snertir". -k Nýjar götur og gamlar Síðan segir bréfritari, að þetta ástand hafi verið ríkjandi síðan í vor, eða frá því að Reykjavíkurvegi var lokað — og Norðurbraut notuð við akstur út og inn í bæinn. Veg- heflar Vegagerðarinnar hefðu farið yfir göturnar einu sinni eða tvisvar, en það gæti vart talizt viðhald. Veghefill bæjar- ins hefði bilað snemma í vor og viðgerðartími orðinn óhóf- lega langur — og margt hefði mátt lagfæra án veghefils. Síð- an segir bréfritari: „SL.þrjú ár hefir verið gert stórátak í lagningu nýrra gatna í Hafnarfirði, og má þar sér- staklega geta hinnar nýju Fjarð argötu við höfnina. Einnig hef- ir verið sett varanlegt siitlag á Arnarhraun og olíumöl á Tjarn arbraut o. fl. Allt eru þetta fjárfrekar framkvæmdir sem tekizt hefir að koma áleiðis þrátt fyrir slæman fjárhag bæjarins frá fyrri tíð. Á hinn bóginn hefur viðhald eldri gatna verið vanrækt og er það miður. Göturnar eru það andlit sem að borgurunum snýr .gangandi eða akandi, og það hafa fallið mörg ófögur orð um ástand þeirra upp á síð- kastið.“ ■jír Skattar Já, þetta segir Hafnfirðing- urinn. Hann getur verið ánægð ur á meðan þeir heimta ekki inn vegtoll á götum Hafnar- fjarðar eins og sums staðar ann ars staðar. En gamanlaust. Ég er ekki sammála þéim, sem mót mæla vegtollinum á nýja Kefla víkurveginum. Þetta er aðferð sem viðgengst í fjölmörgum löndum, flýtir fyrir lagningu nýrra þjóðvega — og (það sem e.t.v. er mikilvægast) kemur aðeins niður á þeim, sem nota umræddan veg. Ef ég væri í „mótmælahug" sneri ég mér ekki að Keflavík- urveginum, heldur nýja skatt- inum, sem lagður verður á far- míða til útlanda. Ég geri ráð ingargildi þess, að tafarlaust sé stefnt að því að koma á þjóð- legri sjónvarpsdagskrá, einkum hvað snertir leikstarfsemi í sjón- varpinu. Því er skorað á Ríkisútvarpið að tefja ekki fyrir þróun íslenzks sjónvarpsleikhúss. — Vegna þessa sjónarmiðs er ekki álitið, að hin Norðurlöndin eigi að miðla íslandi af ódýrum sjón- varpssendingum norrænnar sjón varpsleiklistar — þrátt fyrir þau rök, sem færð hafa verið fyrir þvi, þar sem ekki er álitið, að sjónvarpsleiks og tekizt hefur að urlöndunum geti að verulegu leyti 'komið í staðinn fyrir sjón- varpsleikrit á íslenzku. — Leikararáð Norðurlanda skor- ar þess vegna á Félag íslenzkra leikara að krefjast þess, að kom- ið verði á sömu aðstæðum til sjónvarpsleiks og tekizt hefur að koma á, á hinum Norðurlönd- unum við margra ára reynzlu.** Um þessa ályktun urðu engar deilur, og þó að ég telji dönsku fulltrúana hafa sýnt einna mest- an skilning á okkar málum, ber ekki að skilja mál mitt svo, að við höfum ekki notið fullan stuðn ing og áhuga fulltrúa hinna norð urlandanna. — Þeir sýndu þessu máli sem og öðrum hagsmuna- málum heildarinnar mikinn áhuga og vinsemd. — Þegar formaður finnska leik- arasambandsins Jalmari Rinna bauð okkur velkomna til fundar- ins lét hann í ljós sérstaka ánægju yfir því að sjá nú eftir langa fjarveru, fulltrúa frá ís- landi og óskaði þess að hér eftir mættu fulltrúar frá okkur á hverja ráðstefnu. — Ég álít að það sé afar áríðandi fyrir okkar samtök hér að hafa framvegis náið sam'band við nörðurlanda leikararáðið. — fyrir að margir skattar mælist betur fyrir en sá skattur — og hann verður alls ekki lítill, skilst mér. ^ Tónlistarskólinn Loks er hér bréf frá „Tón- listarunnanda“: Velvakandi góður! í grein Jóns S. Jónssonar I Alþýðublaðinu s.l. fimmtudag, þar sem hann m.a. gagnrýnir ástand Sinfóníuhljómsveitarinn ar er þannig komizt að orði: „Er hugsanlegt, að eitthvað sé meira en lítið bogið við skipu- lag og kennslu í Tónlistarskól- anum í Reykjavík? Ríkir ef til vill þröngsýni, þekkingarskort- ur, skilningsleysi eða jafnvel áhugaleysi, bæði þar og meðal margra annarra, sem hafa með tónlist að gera hérlendis? Er 35 ár ónógur tími til að byggja hér upp tónlistarskóla, sem sé sambærilegur við svipaðar menntastofnanir í menningar- löndum?“ Þar, sem Tónlistarskólinn er að nokkru leyti rekinn fyrir opinbert fé, væri illa farið, e£ iþar ríkti þekkingars'kortur, skilningsleysi eða jafnvel áhuga leysi. Gefur grein þessi ekki tilefni til að henni sé svarað af réttum aðilum. Tónlistarunnandi". Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti tíminn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Sræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.