Morgunblaðið - 15.10.1965, Side 21
' Föstudagur 15. október 1965
MOkGU N BLAÐIÐ
21
Kveðjur til Kjarvals
Kjarval áttræður! Hver skyldi
trúa því, ef kirkjubækur tækju
ekki af allan vafa. Ég befi þekkt
harui í þrjátíu -ár, (og milli okk-
ar hefur aldrei verið stríð, það
er að segja nema vopnaburður
andans).
Ennlþá er mér í fersku minni,
þegar minn látni vinur Magnús
Kjaran vann að undirbúningi
málverkasýningar Kjarvals í til-
efrii fimmtugs afmælis hans
haustið 1935. Var sýning sú hald
in í Latínuskólahúsinu við Lækj-
argötu og þótti takast með ágæt-
um. Ég var þá svo að segja í
inæsta húsi, sextán ára unglingur
imeð áhuga fyrir listum. Óbjörgu
legt á þeim hörmungar kreppu
tímum, þá var hægt áð fara á
Hótel Borg að kvöldi dags og
heyra hljómsveit hússins spila,
kaupa sér kaffi og meðlæti fyr-
ir hiálfa aðra krónu (það er að
segja ef maður var dömulaus).
] Á Borginni sá ég Kjarval fyrst
og þar er hann enn daglegur gest
! iuir en ég eigi, því nú dugir ekki
! króna og fimmtíu lengur. Og
i rómantíkin virðist fjarri, nema
i í sumum teikningum Kjarvals.
En hér vei'ður list Kjarvals ekki
skeggrædd. Morgunblaðið dugir
ekki til þess, — heldur eilífðin.
Þetta er venj'uleg afmælis-
kveðja frá mér til Kjarvals með
þakklæti til hans fyrir ótal margt
T.d. myndina af mér er ég ‘fékk
frá honum sem nokkurskonar af
mælisgjöf á sínum tíma. En fyrst
og fremst þakka ég honum fyrir
góð persónuleg kynni, ótal á-
nægjustundir. Á gönguferðum
út í náttúrunni etc. Sérstaklega
er mér minnisstæð Jónsmessu-
nótt fyrir nokkrum árum, er við
gengum saman í nágrenni bæjar-
ins. Öll sú sólglitadýrð skaparans
líður mér seint úr minni, þá nótt
var lítið um svefn: Nú málar þú
mynd sem skal heita Jónsmessu-
næturdraumur, sagði ég við
Kjarval að skilnáði.
Síðan hefur Kjarval málað
margar myndir. Sumar þeirra
eru vaka, aðrar draumar, og enn
aðrar vökudraumur.
Kæri vinur Kjarval! Ég þakka
þér fyrir fegurðina í myndum
þínum. Mér finnst stundum, að
ég hafi lampa Alladíns við hönd-
ina er ég skoða sumar teikningar
þínar. Sömuleiðis þakka ég þér
fyrir trygga vináttu, sem mér er
meira virði en silfur og gull, því
góð vinátta er gulli betri. Megi
svo Heiðveig halda enn í hönd
þér og svífa með þér ofar skýj-
um enn um stund. — Æfin er
stutt, listin er löng. Góðar stund
ir!
Mjög er kunn og kostarik.
— Kjarvals æfisaga.
Guðleg list er gulli lík,
gildir alla daga.
Með vinarkveðju
Reykjavík, 15. okt. 1065
Stefán Rafn.
Heill þér — Kjarval!
Konung lista
krýndi þig ungan
eylands tigin drottning —
rétti þér sprota
roðasteinum settan —
ríkis síns epli — "
unnið skýru gulli.
Aldinn þú stendur
ungum frjórri.
Örvar hjarta
heillar þjóðar.
Nemur hljóður
náttúrunnar speki —
ynnir hana
allra svara.
Þekki ég kröfur
konungssálar
sjálfs sín til
og sinnar listar —
beytir óvægin
aga hörðum —
en dæmir naumlega
nýgræðinginn.
Aldrei einmana
einn þó farir
utan meðal
okkar hinna.
Flýgur þú — skáldsál -
flestum ofar —
leitar samfylgdar
ljóssins barna.
Auðmjúkur hlýðir
Alföður.
Hógvær skilur
skapadóm.
Bljúg er lundin
þó berserk leikir
þá ólgar eldur
í æðnm.
Veit ég allar
vættir landsins
árna þér-gæfu —
yndisstunda.
Hylla þig há-fjöU
hraun og mosi.
Lofar þig „lítil"
leirskáld undirritað.
Steingerður Guðmundsdóttir
Skútukarl með áttatiu ár
enn þá stikar sigurbeinn og frár,
Dyrfjöll opnast drepi hann á þil,
dvergar brosa, hefja trumbuspil.
Dansa álfar, djásn sín leggja á
borð,
dagur ljómar, yfir nýja storð
lítur hann sem ungur eygði og sá
auðinn þann er milli steina lá.
Þeir sem ganga honum undir
• hönd,
horfa á dranga, fella "og
gjögraströnd,
hljóta að launum lífs og sálar bót,
lofa Drottinn fyrir þetta grjót.
Hverju launar þjóðin þvílíkt
starf,
þennan mikla, dýra snilli-arf,
frestar hún enn þá dægur-dóma-
fús
dagsverkinu að reis Kjarvalshús?
Stórt er lifað — áttatíu ár,
enn er lyngtó græn og himinn
blár,
eitt er meira en loforð lýðs og
gjörð:
land þitt er og verður heilög jörð.
Sem mun geyma afreksverk þín
öll,
ávalt bekkja þig í sinni höll,
þar sem engin sjón.nje mannleg
mund
mælir veggjahæð nje lokastund.
Árni G. Eylands
Heill þér áttræðum, horski vinur!
Hylli þig vættir þessa lands:
Sævarins stuna, stormsins
hvinur,
stígandi norðurljósa-bands.
Björn á Ketilsstöðum.
Félagslíi
Aðalfundur
Skíðaráðs Reykjavíkur
verður haldinn mánudaginn
18. okt. ’65 kl. 8.30 að Café
Höll, uppi.
Laugavegi 27. — Sími 15135.
Ný sendimg þýzkar
blússur
Fantið tíma < síma 1-47-72
LOFTUR hf.
Ingólfsstræti 6,
— Verzlunarskólinn
Framhald af bls. 17.
kennsluefnið ákveðið í reglu-
gerð þeirri, er birt var 1942.
Þarf auðvitað leyfi þings og
stjórnar til róttækra breytinga
á þvL Lærdómsdeild skólans
heyrir eins og aðrir skólar, sem
stúdentsmenntun veita, undir
menntamálaráðherra. En verzl-
unardeild má heldur ekki
breyta verulega frá því, sem
ákveðið er í fyrrnefndri reglu
gerð, þar eð lærdómsdeild skól-
ans byggir á þeirri fræðslu í
ýmsum undirstöðugreinum, sem
þar er veitt. Þess ber að geta,
að ýmsir merkir skólamenn,
sem ég hef sýnt námsskrá skól-
ans, bæði austan hafs og vestan,
hafa farið um hana lofsamleg-
um orðum, einkum fyrir það,
hve gott jafnvægi sé þar milli
almennrar menntunar og sér-
greina á verzlimarsviðinu. En
allir töldu þeir mikilvægt að
hafa ríflegan skammt af hinni
almennu menntun, því að hún
yki aðlögunarhæfni manna. Að-
löguarhæfni er einmitt sá eig-
inleiki, sem flestum mun koma
bezt að eiga í ríkum mæli, ekki
sízt ef það er rétt, að unga
kynslóðin megi eiga von á að
þurfa að skipta um starf og
læra nýtt þrisvar til fjórum sinn
um á ævirini, svo ör mun þró
unin verða.
Enginn skilji orð mín samt
svo, að ég telji engra umbóta
þörf í fræðslustarfi skólans. Þar
þarf einmitt. að gera stórátak,
einkum á sviði kennslutækni.
Skólinn þarf nauðsynlega vegna
tungumálanámsins að eingast
language laboratory, máltækni-
stofu, eða hvað nú á að kalla
þetta nýja fyrirbæri á sviði
tungumálakennslunnar. Fleiri
sérkennslustofur þyrftu einnig
að bætast við, þar sem góð að-
staða væri til notkunar fræðslu-
mynda, að ég minnist ekki á sér
kennslustofur fyrir alla hina
nýju og margbrotnu skrifstofu-
tækni.
En allt þetta kostar mikið fé.
Þó að ég geti ekki, að svo
komnu, bent á nýjar tekjuöfl-
unarleiðir, þá vil ég taka skýrt
fram, að ég tel alveg fráleitt að
afla nauðsynlegs viðbótarfjár
með mikini hækkun skóla
gjalda. Þau eru, að mínum dómi,
þegar orðin það há, að ekki er
miklu á bætandi. Auk þess
gengi slík aðferð beinlínis í ber
högg við þróunina í nágranna-
löndum vorum, þar sem svo
margir námsmenn fá svo háa
námsstyrki, að næstum því má
kveða svo að orði, að þeir séu
á námslaunum. Það sjónarmið
fær sívaxandi fýlgi, að arðbær-
asta fjárfesting rikisins sé
fræðslustarfið og skólarnir.
Hver unglingur eigi því að fá
eins mikla menntun og hæfileik
ar hans frekast leyfa. Undir því
sé eigi aðeins komin velferð ein
staklinganna, heldur allrar rík-
isheildarinnar. Á meðan ungl-
ingar hér á landi eiga jafnvirk-
an þátt í framleiðslustörfunúm
og nú, er auðvitað ekkert á
móti því, að þeir greiði nokkur
skólagjöld. En gæta verður hófs.
Engan má fé skorta til þess
þjóðnytj astarf s að afla sér
menntunar.
Nú, á þessum tímamótum í
sögu Verzlunarskóla íslands,
vill undirritaður þakka öllum,
sem hann hefur átt við að
skipta í málefnum skólans,
skólanefndum, kennurum og
nemendum fyrir ánægjulegt
samstarf. Þó að oft hafi verið
við ramman reip að draga, hef
ur allt farið vel með samstilltu
átaki að lokum. Verzlunarskóla
íslands óska ég allra heilla á
komandi árum og vona, að
hann megi hér eftir, sem hingað
til, koma mörgum góðum manns
efnum, körlum og konum, til
nokkurs þroska.
Bjarni Beinteinsson
lögfræðingur
AUSTURSTRÆTI 17 (SILUI & VALDl)
SlMI 13536
— Nýr áfangi
Framhald af bls. 17
biu-t. Að austanverðu, á neðri
hæð, eru fatageymslur, skóla-
búðin, snyrtiherbergi o.fl. Há-
talarakerfi tengir saman gamla
og nýja húsið.
Öll nýbyggingin er 3833 rúm-
metrar. Kostnaðarverð með öll-
um húsbúnaði er um það bil kr
7.400.600.00. Er þá ekki talinn
með kostnaður við 25-27 bíla-
stæði, sem nam rúml. kr. 242.
000.00.
Húsameistari var Þór Sand-
holt, skólastjóri.
Mörgum stofnimum og ein-
staklijigum á skólinn þakkir að
gjalda fyrir ýmis konar hjálp og
stuðning við byggingu nýja
skólahússins. Hér skal þó aðeins
nefna tvær stofnanir, sem mest
og bezt hafa stutt skólann með
lánum og annarri fyrirgreiðslu:
Lífeyrissjóð verzlimarmanna og
Verzlunarbanka íslands. En
mörgum öðrum, bæði opinber-
um stjórnarvöldum, ýmsum
stofnunum og einstaklingum vill
skólinn við þetta tækifæri
flytja alúðarþakkir fyrir marg-
víslegan stuðning í orði og
verki. Það er þessum ágætu að-
ilum fyrst og fremst að þakka,
að Verzlunarskóli íslands á nú
á sextugsafmælinu við rýmri
og fullkomnari húsakynni að
búa en nokkru sinni fyrr. Nú í
sumar hafa einnig miklar um-
bætur verið gerðar á lóð skól-
ans, einkum með gerð bílastæð-
anna.
Verzlunarskólinn er sjálfseign
arstofnun undir vernd og yfir-
stjórn Verzlunarráðs íslands.
Er búið að ganga frá til fúlls
öllum formsatriðum, sem þar að
lúta.
Á síðustu árum hefur kennslu
véla-kostur skólans verið auk-
inn stórum. Er lögð áherzla á
að fylgjast með nýjungum á
sviði verzlunarfræðslunnar.
Nemendur fá fræðslu í vélabók-
haldi, öðlast leikni í meðferð
reiknivéla og ýmissa annarra
skrifstofuvéla.
Nýja skólahúsið táknar nýjan
og betri grundvöll fyrir árang-
ursríka kennslu. Hið nýja skóla-
hús Verzlunarskóla íslands er
því merkilegur áfangi í þróun
verzlunarmenntunar á landi hér.
Mikils er um vert, hve nem-
endur skólans, fyrr og síðar,
hafa sýnt honum mikla ræktar
semi og hollustu. Hafa þeir jafn-
an borið hag skólans fyrir
brjósti og viljað veg hans sem
mestan í hvívetna. Oft hafa þeir
fært honum góðar gjafir, bæði
fjárupphæðir til húsbyggingar-
innar og annarra þarfa, kennslu
tæki, listaverk o.s.frv.
Félagslíf í skólanum hefur
jafnan staðið með miklum
blóma og verið merkur þáttur
skólalífsins. Á þeim vettvangi
hafa ýmsir hlotið nokkra æf-
ingu í félagsmálastörfum, ræðu
mennsku, kosningabaráttu o.s.
frv.
Langflestir nemendur skólans
hafa orðið honum til sóma og
getið sér hið bezta orð. Hafa
þeir lagt á margt gjörva hönd
og verzlunarskólamenntunin
komið þeim að góðu haldi, hvar
sem þeir hafa haslað sér völl til
starfa. Sumir hafa skarað fram
úr og orðið mikilhæfir forystu-
menn á ýmsum sviðum.
Það, sem skólanum hefur á-
unnizt til heilla fyrr og síðar,
hefur öllum forvígismönnum
hans, og þá fyrst og fremst
skólanefndinni, að sjálfsögðu
verið hið mesta gleðiefni. Bæði
skólastjórar, fyrr og nú, og kena
arar eiga þakkir skildar fyrir
árvekni og alúð við sín mikil-
vægu störf. Sjálft fræðslustarfið
er auðvitað burðarás sérhvers
skóla, og þeir, sem það rækja
af kostgæfni, stuðla mest og
bezt að góðum árangri.
Hagnýt þekking á traustum
grundvelli góðrar, almennrar
menntunar er það veganesti,
sem Verzlunarskóli íslands hef-
ur viljað veita nemendum sín-
um. Hefur það engan svikið, en
öllum komið að góðu haldi, sem
það hafa vUjað nýta.
Skólastjóri Verzlunarskóla Is-
lands er nú, og hefur verið frá
1953, dr. Jón Gíslason. Skóla-
nefnd skipa enn hinir sömu
menn, er voru í nefndinni, þeg-
ar hafizt var handa um bygg-
ingu nýja skólahússins. Þeir eru
Magnús J. Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri, formaður, Gunn-
ar Ásgeirsson, stórkaupmaður,
Gunnar Magnússon, aðalbókari,
Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkis-
skattstjóri og Þorvarður Jón Júl
íusson framkvæmdastjóri Verzl
unarráðs Islands.
Magnús J. Brynjólfsson
■— Bilasmiðjan
Framh. af bis. 10.
til að byrja með. Við vonum
að það dugi.
— Hvað byggið þið yfir
marga áætlunarvagna? Eða
takið þið líka smábíla eðá *
jeppa?
— Við byggðum yfir 20'
stóra bíla á ári hér. Við vor-
um líka með jeppana, en er-
um hættir því, höfum nóg með
hina. Og nú vonumst við til
að geta bygát yfir 30—40
stóra vagna, þegar við verð-
um komnir í gang á nýja
staðnum. Við verðum líka að
vera komnir í fulla vinnu, þeg
ar breytt verður yfir í hægri
handar akstur. Áður en það
kemur til framkvæmda, þarf
að vera búið að breyta tals-
vert mörgum bilum. Að
minnsta kosti 20 strætisvögn-
um til dæmis, en við höfum
byggt yfir flesta strætisvagn-
ana að undanförnu.
Nú kemur verkfræðingur-
inn frá Sjónvarpinu, Jón Þor-
steinsson, í dyrnar; ætlar að
tala við Lúðvík. Þessir tveir
aðilar búa um þessar mundir
saman í húsinu, — og reyna
að liðka til hver fyrir öðrum.
Bílasmiðjan vék úr skrifstof-
unni fyrr en stóð í samn-
ingum og Sjónvanið leyfði
henni að vera lengur á verk-
stæðinu en til stóð.
Við ökum nú með Lúðvík
upp í Selásinn, þar sem er að
rísa 10 þús. manna íbúðar-
hverfi og þar fyrir norðan eru
fyrstu iðnfyrirtækin að rísa.
ofnasmiðjan fyrst, Johnson
& Kaaber búinn að grafa
grunninn að kaffibrennslu og
þar fyrir austan lóð Samein-
uðu bílasmiðjunnar, sem kem-
ur til með að standa norðan
við nýja Suðurlandsveginn á
háhæðinni. Þar er kominn stór
húsagrunnur og fyrsti upp-
sláttur.
LOIMDON dömudeiBd
Nýkomnir hollenzkir dömukjólar
tví- og þrískiptir, stór númer.
LOIMDOIM dömudeiEd
I\Semi í húsgagnabúlstrun
getur komist að nú þegar. —
Upplýsingar í síma 15102.