Morgunblaðið - 15.10.1965, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.10.1965, Qupperneq 32
Lang siærsta og íjölbreyttasta blað landsins M MYNDAMOT HF. MORGUNBLAÐSHÚSINU SlM117152 Likan að sýningarhúsi myndlistarmanna við Miklatun, sem Hannes Davíðsson, arkitekt, hefur teiknað. Þannig lítur húsið út frú Miklubraut. — (Ljósm. MbL: Ól. K. M.) Borgin gengst fyrir byggingu sýningarhúss myndlistarmanna Verður tengt nafni Jóhannesar S. Kjarvals að því er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, skýrði frá við opnun Kjarvals- sýningarinnar í gær 1 ÁVARPI er Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, flutti við opn un Kjarvalssýningarinnar í Listamannaskálanum kl. 6 síð- degis í gær skýrði hann frá því, að borgarráð hafi samþykkt á fundi fyrr um daginn, að Reykjavíkurborg gangist fyrir byggingu sýningarhúss mynd- listarmanna og standi fyrir byggingu sýningarhúss, sem sér staklega verði ætlað til sýninga á verkum Jóhannesar S. Kjar- vals og verði byggingarnar tengdar nafni hans. Fjöldi manna var viðstaddur ©pnun sýningarinnar, sem hald- in er i tilefni áttræðisafmælis listamannsins, en það er í dag. Meðal sýningargesta voru Bjarni Benediktsson forsætisráð herra, Gylfi í>. Gíslason mennta málaráðherra, frú Auður Auð- uns forseti borgarstjórnar og er lendir sendiherrar. Er Jóhannes Kjarval gekk í salinn var hpnum vel fagnað af hinum mörgu vinum sínum og velunnurum. Gekk hann um og heilsaði upp á kunningja sína og var í hinu bezta skapi. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, kvaddi sér hljóðs og mælti: „Á aðfangadegi áttræðisaf- mælis Jóhannesar Kjarvals, list- málara, flytjum við honum hug heilar hamingjuóskir og tjáum honum með lotningu þakkir okkar fyrir list hans og líf. Það er í samræmi við list- og lífsferil Jóhannesar Kjarvals og stórlátan hug hans að leyfa nokkrum vinum að efna til sýn- ingar á verkum hans, svo að virkja megi vinarhug og gjaf- Hinn almenni kirkju- fundur hefst í dag f DAG hefst hinn almenni kirkju fundur hér í Reykjavík í húsi K.F.U.M. við Amtmannisstág kl. 4 síðdegis. Fundurinn stendur til mánudagsins 18. okt. Aðalfundar efnið er safnaðarþjónusta, eink- um varðandi aldrað fólk. Að undanförnu hafa á annað hundrað fulitrúar sóknarnefnda víðsvegar að af landinu sótt fundi þessa. Enn er ekki með vissu vitað hve margir sækja fundinn nú. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Föstudagur 15. okt. Kl. 4: Fundarsetning og skrán- ing fulltrúa. Kl. 5: Framsögu- erindi: Prófessor Jóhann Hannes son: Safnaðarþjónusta (Dia- konia). Prófessor Þórir Kr. í>órð arson: Safnaðarþjónusta, einkum varðandi aldrað fólk. — Skipað í nefndir. Laugardagurinn 16. okt. Kl. 9,30: Morgunbænir. Kl. 10: Framsöguerindi: Gísli Sigur- björnsson: Þjónusta við aldrað fólk. Unnur Halldórsdóttir, dia- konissa: Ávarp. Árni Árnason: Ávarp, leikmannsstarfsemi innan kirkjunnar. — Kl. 12—2 Matar- hlé. Kl. 2 Umræður. Kl. 4—5: Framhald umræðna. Mánudagurinn 18. okt. Kl. 9,3t) Morgunbænir. Kl. 10: Dr. Robert Abraham Ottósson: Ávarp: Hlutverk organista og söngstjóra í söfnuðunum. — Kl. 11 Nefndarálit aðalnefndar. Kl. 12—2 Matarhlé. Kl. 2—3,30: Önnur mál. Kl. 3,30—4,30 Kaffi- hlé. Kl. 4,30 Atkvæðagreiðsla: Kosið í undirbúningsnefnd. — Kl. 6 Guðsiþjónusta með altaris- göngu. Kl. 8,30 Kveðjusamsæti. mildi aðdáendanna, í því skyni að ráðizt verði í stórátak fyrir íslenzka myndlist, að reisa henni nýtt sýningarhús. Nauðsyn þeirrar framkvæmd- ar er okkur öllum Ijós, er stönd um hér í þessum skála, sem að vísu hefur gegnt mikilvægu hlutverki, en er nú að hruni kominn. Feginn vildum við eiga í dag veglegri stað en þennan Framh. á bls. 31 Fá utanlandsferð í verðlaun fyrir söltunarafrek Saltaði 1000 tunnur í sumar og fékk 63 þús. í kaup í GÆR áttum viö tal viö Olaf Oskarsson, forstjóra Hafölclunnar á Seyðisfirði, en söltunarstöð hans þar og systurfyrirtæki hans á Raufarhöfn eru nú hæstar með söltun eftir sumarið. Hefir Olafur saltað í rúm- ar 18 þúsund tunnur. — Ég er hættur að salta, sagði Ólafur, — og nú er fólk- ið allt að halda heim á leið. Þetta hefir gengið vel og ég á þetta allt stúlkunum að þakka, sem salta. Sjómennirnir vilja leggja upp hjá okkur vegna þess að hér er gott starfsfólk, sem afgreiðir skipin fljótt og vel. Það er starfsfólkið sem afgreiðir skipin. Við eigum alia okkar velgengni undir því. — Það eru einkum fimm stúlkur hér, sagði Ólafur, — sem skilað hafa stórkostleg- um árangri. „Það eru nú meiri byssurnar maður“, bætti hann við í gamni. — Krist- björg Jónsdóttir frá Drangs- nesi er hæst og hún á systur sem Stella heitir, sem er engu síðri, en hún hefir bara verið hér skemur. Kristbjörg er bú- in að salta í 1000 tunnur. Hún hefir saltað mest 55 tunnur í 19 klst. törn. Fyrir þessar 1000 tunnur fær hún 63 þús- und í söltunarlaun en útflutn- ingsverðmæti þess, sem hún hefir saltað er 1,1 milljón kr. Það er ekki lítið, sem þessi eina stúlka hjálpar til að leggja í þjóðarbúið. — En hún er ekki ein um að vera afkastamikil, heldur Ólafur áfram. — Hér á stöð- inni eru fjórar aðrar, sem skilað hafa miklum afköstum. Tvær eru frá Grindavík, þær Margrét Jónsdóttir og Guð- björg Sigurðardóttir, sem saltað hafa í 902 og 905 tunn- ur og svo eru tvær frá Hafn- arfirði, Gyða Helgadóttir og Guðný Gísladóttir sem sölt- uðu í rúmar 800 tunnur hvor, en þess er að geta, að tvær hinar síðastnefndu tóku sér 6 Framhald á bls. 31. Auður Ragnarsdóttir Jónssonar í Smára selur borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni, sýningarskrá, sem jafnframt gildir sem miði í haþpdrætti til ágóða fyrir byggingu nýs listamannaskála. T résmiðadeilan leystist í gær Verkfalli og verkbanni aflýst SAMNINGAR hafa tekizt í deilu Trésmiðafélags Reykjavíkur og Meistarafélags húsasmiða. Til- laga sáttasemjara var samþykkt í báðum félögunum og er því verkfalli og verkbanni aflýst. Úrslit atkvæðagreiðslu í Tré- smiðafélaginu urðu þau, að 135 greiddu atkv. með tillögu sátta- semjara, en 87 á móti 3 seðlar voru auðir. Á kjörskrá voru 421 en 225 greiddu atkv. 1 Meistarafélagi húsasmiða var tillagan samþykkt með 72' atkv. gegn 12, en 2 seðlar voru auðir. Á kjörskrá voru 255 en 86 greiddu atkv. Samningavið- ræður við bor^- arstarfsmenn AÐ undanförnu hafa staðið yfir viðræður um nýja kjarasamninga milli starfsmanna Reykjavíkur- borgar og borgarinnar. Samn- ingaviðræður stóðu í alla fyrri- nótt, en báru engan árangur. Þá hefur kjaramálum starfs- manna Akureyrarbæjar verið vís að til kjaradóms. Meðalvigt einu kílói meiri Hofsós, 13. október. HAUSTSLÁTRUN er lokið hér á Hofsósi. Slátrað var tæpum 7000 dilka og reyndist meðalvigt um einu kílói meiri en í fyrra eða 14 kíló. Kjötþungi er nú rúm- um 6 tonnum meiri en síðast- liðið ár. af sama fjölda. Kúa- slátrun stendur nú yfir og eru allar líkur á að hún verði miklu meiri en í fyrra, vegna þess að kúm hefur fölgað verulega og allmargir bændur eru nú að skipta yfir á sauðfé. — Björn í Bæ. Siglufjarðaskarð teppt Siglufirði, 14. okt.: — HÉR HEFIR gert snjókomu í nótt og alhvítt niður í fjöru. Siglufjarðarskarð er teppt af þeim sökum. Skarðið verður væntanlega opnað á morgun ef snjókomu linnir. Bleytuslydda er í dag. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.