Morgunblaðið - 24.10.1965, Side 1

Morgunblaðið - 24.10.1965, Side 1
32 síður oy Lesbok Dr. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins flytur raeðu á sveitarstjórnaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins í gær, Fundarstjóri var Jóhann Hafstein, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Kína ekki lengur vina- — nafn Alþýðulýðveldisins fellt úr lista í „Pravda“ yíir vinveittar bjóðir Moskva, 22. okt. — (NTB) — MOSKVUBLAÐIÐ „Pravda“ telur Alþýðulýðveldið Kína ekki lengur til þeirra þjóða, sem vinveittar eru Sovétríkj- unum. Bendir ýmislegt í skrif um blaðsins í dag, laugardag, til þess, að Sovétstjórnin und- Sveitarstjórnaráðstefn- an hófst í gær FJöIdi fulltrúa sækir hana FORMAÐUR Sjálfstæðisflokks- ins, dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, setti flokksráðs- JufmI og sveitarstjórnnráðstefnu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðis húsinu í gær kl. 10 f. h. Mikili íjölcli flokksráðsmanina og sveit- arstjórnafulltrúa viðsvegar af landinu var kominn til fundar. Fundarstjóri var varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Haf- stein dómsmálaráðherra en fund arritari, I>orvaldur Garðar Kristj ánsson, fram-kvæmdastjóri Sjálf- síæöisflokksinis. í upphafi fundarins í gær flutti dr. Bjarni Benediktsson yfirlits- ræðu um stjórnmálaviðhorfið og ræddi þar helztu vandamál, sem við hefði verið að étja að undan- förnu og hina nýju stefnuyfir- flýsingu ríkisstjórnarinnar. I>á var kjörin 10 manna nefnd til að fjalla um ályktun um sveitar- stjórnamál. Að loknu matarhléi flutti Geir Hailgrímsson, borgarstj óri, ræðu um verkefni sveitarfélaga og Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, ræddi um fjármál sveitarfélaga. Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson ,ræðu um undirbúning og framkvæmd 9veitarstjórnakosninga. í dag verður fundum fram hald ið kl. 10 f.h. og verður þá tekin fyrir ályktun um sveitarstjórna- mál. Almennar umræður halda áfram eftir matarhlé kl. 14 og siðar um daginn mun flokksráðið koma saman til sérstaks fundar. Siðdegisboð verður fyrir full- trúa á ráðstefnunni og konur 'þeirra kl. 17-19. irbúi nú svarskrif, gegn árás- um talsmanna og málgagna Pekingstjórnarinnar á stjórn Sovétríkjanna undanfarið. „Pravda“, sem er aðalmál- gagn kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, minnist ekki á Al- þýðulýðveldið í grein um rússnesku byltinguna. Vantar nafn Kína á lista þann, er blaðið birtir yfir þjóðir, vin- veittar Sovétríkjunum. Hins vegar er nafn Kína með á lista þeim, sem birtur er yfir þær þjóðir, sem Sovétstjórnin telur vinna gegn heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna. Ummæli þau, sem höfð eru um Kína í þessu sambandi ,eru þó allt önnur, en verið hefur undan- farin ár ,er minnzt hefur verið byltingarinnar. Nú segir ekki um Kína, að sambúð þess og Sovét- ríkjanna einkennist af „eilífum, órjúfandi vinarböndum." Þessi ummæli hafa þó verið Lífvörðum Wilson fiölgað — er hann heimsækir Rhódesíu í dag, sunnudag London, 22. okt. — (AP) ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga lífvörðum Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, er hann leggur af stað í heimsókn til Salis- bury, höfuðborgar Ród- esíu, á mo:- sunnudag. Lífverðú’ ns eru tveir, en ,rða sex í þessari fc . Þá verða einnig sendir fjórir aðrir leynilögreglu- menn frá Scotland Yard til Ródesíu, þannig, að lífverð- ir forsætisráðherrans geti haft vaktaskipti, en vakað skal yfir lífi hans dag og nótt, meðan á heimsókn- inni stendur. Einn leynilögreglumánna Scotland Yard flaug til Salis- bury í gær, föstudag, og mun taka þátt í skipulagningu ör- yggisráðstafana utan höfuð- borgarinnar. Gert er ráð fyrir, að Wilson og Bottmley, sam- veldismálaráðherra, muni ferðast víða um Kódesíu. Umferð verður bönnuð um þá staði, þar sem hægast myndi að veita forsætisráð- herranum fyrirsát. Hefur lög- reglan í Ródesíu þegar gert víðtækar ráðstafanir til að tryggja öi-yggi ráðherranna tveggja. Tilgangur Wilsons með för- inni er að reyna að finna grundvöll fyrir lausn deilunn- ar um sjálfstæði Ródesíu, en stjórn landsins, undir forystu Ian Smith, hefur lýst því yfir, að landið muni brátt lýsa yfir einhliða sjálfstæði. Gert er nú ráð fyrir, að Wilson dveljist í Ródesíu um vikutima. viðhöfð á hverju ári um langt skeið, jafnvel 1961, er hugsjóna- ágreiningur stórveldanna tveggja náði nýju hámarki. Fyrir viku sendu leiðtogar Kína Sovétstjórninni svar, vegna kveðja, sem sovézkir leiðtogar sendu í tilefni þjóðhátíðardags Kína. Orðið „vinátta“ kom hvergi fram í kínverska svarinu. Talið er nú víst, að aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, Leonid Brezhnev, undirbúi nú svarskrif gegn siauknum árásum Pekingstjórnarinnar, og álita margir, að þau verði birt, er byltingarinnar rússnesku verður opinberlsga minnzt, snemma í næsta mánuði. J 6 farost i flóðum Madrid 22. október - NTB. ÓTTAZT er, að 16 verkamenn hafi týnt lífi í miklum flóð- um, sem orðið hafa við Torrejon-stífluna á V-Spáni. Brotnaði stíflugarður, skammt frá raforkuveri, sem nú er í byggingu. Vatnavextir munu hafa valdið. Orðið hefur að flytja í skyndi burt alla íbúa tveggja þorpa í nágrenninu. Margra manna er saknað og fullvíst þykir, að a.m.k. 16 hafi drukknað. Allmargir hafa slas azt. Torrejon-stíflan er í um 100 km fjarlægð frá landamær- um Portúgal, og er hluti mikils raforkuvers, sem verið er að reisa við ána Tagus. Houston, Texas, AP. ★ Tilkynnt var sl. laugardag, 16. okt., að ákveðið hafi verið að hætta við þrjár tilraunir af sjö fyrirhuguðum í Gemini geim- ferðaáætluninni svokölluðu. ------------------------------ FuíHrúar á sveitarstjórnaxráðst efnu og flokksráðsfundi Sjálf stæðisflokksins sem hófust í gær. Sýknudðmur yfir Ku Klux Klan-manni Heynesville, 22. okt. — NTB EINN meðlima hermd^rverka hreyfingarinnar Ku Klux Klan, Collie Leroy Wilkins, var í gærkvöld sýknaður af ákæru um að hafa myrt frú Viola Liuzzo, 25. marz sl. Frú Liuzzo er ein margra hvítra borgara, sem barizt hafa fyrir auknum réttindum blökku- manna í suðurríkjum Banda- ríkjanna. Er tilkynnt var um sýknunina, greip mikíll fögnuður alla við- stadda. Wilkins, sem er 21 árs, kveikti sér í vindlingi og brosti ánægjulega. Tveir aðrir menn, sem sakaðir hafa verið um að hafa verið við- staddir, er Wilkins skaut á frú Liuzzo, Eugene Thomas og William Eaton, voru í réttarsaln- um, er úrskurður var felldur í gær. Þeir hafa verið látnir )aus- ir gegn tryggingu, en eiga að mæta fyrir réttinum innan skamms. í réttarhöldunum í gær bar eitt vitna verjandans, að Wilkins hafi verið staddur 160 km frá morð- staðnum, er frú Liuzzo var skot- in til bana. Margvísleg sönnunargögn um sekt Williams voru lögð fram, meðan á réttarhöldunum stóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.