Morgunblaðið - 24.10.1965, Qupperneq 5
Sunnuda^tr 24. október 1965
MOHGUN&IABID
5
Það hefur áður verið á það bent á -þessum stað, að biðstöðvum Strætisvagna Reykjavíkur er oft
komið fyrir of nærri götuhornum, svo nærri, að til stórra vandræða horfir fyrir umferðina. Frægt
er dæmið úr Lækjagötu við skólabrú, sem hér var minnzt á, á sinum tima, og nú hefur verið lagað.
Þessi mynd sýnir eitt vandræðahornið í viðbót, á mótum Laugavegs og Nóatúns. Þar hefur forráða-
tnönnum umferðarmála þóknast að láta Sundlaugavagninn nenia staðar á 15. mín. fresti, á bláhorninu
svo að hann lokar alveg vinstri akreininni, fyrir þeim, sem niður ætla að beygja. Horn þetta er eitt-
hvert mesta slysahom í Reykjavík, og ekki ábætandi mcð slíkum ráðstöfunum. Auk þess mætti
benda á, að um 150 metrum neðar við Nóatún er önnur biðstöð með skýli. Nei, þið alvitru ráðamenn:
Svona á ekki að leggja! Breytið þessu Lguðanna bænum, áður en slysin fara að reka á eftir ykkur!
Kvennaskólastúlkur
eldri og yngri. •— Nemendasamband Kvennaskólans
heldur bazar í Góðtemplarahúsinu miðvikudaginn
17. nóvember nk. — Vinsamlegast sendið muni á
eftirtalda staði:
Regína Birkis, Barmahlíð 45; Margrét Sveinsdóttir,
Hvassaleiti 101; Karla Kristjánsdóttir, Hjallavegi
60 og Ásta Björnsdóttir, Bræðraborgarstíg 22.
F. F. U. K. K. F. U. M.
Æ&kulýðsvika
í kvöld kl. 8,30 hefst æskulýðsvika K.F.U.M. og K. i
húsi félaganna við Ammtmannsstíg. Samkomur
verða á sama tíma á hverju kvöldi til nk. sunnu-
dags. Mikill og fjölbreyttur söngur og hljóðfæra-
" sláttur. Efni vikunnar er:
Austur á Síðu er bær, sem
Keldugnúpur heitir. Dregur
hann nafn af háum kletta-
gnúpi þar framan í hei'ðar-
brúninni. Er þar slétt bjarg
en uppi í því miðju er hellir
með víðum munna. Hann heit
ir Gunnars hellir og kenndur
við Gunnar Keldugnúpsfífl að
því er sagnir herma. Til er
þáttur af þessum Gunnari,
sem á að hafa verið uppi á
10. öld, en þátturinn er ekki
skráður fyr en á 14. öld.
Segir þar frá því, að Þorbjörn
hafi bóndi heitið, er bjó á
Keldugnúpi. Hann átti tvo
sonu, Helga og Gunnar, og
var þeirra mikill munur, því
að Helgi var skartsmaður
mikill, en Gunnar var kol'bít-
ur og lagðist í eldaskála. Unni
faðir hans honum lítið og var
eins óþokkasæll af almenn-
ingi fyrir þetta uppátæki. En
hér fór sem oftar, að kolbítur-
inn reis upp úf öskunni og
var þá hinn mesti afreksmað-
ur. Segir síðan frá væringum
nokkrum við nágrannana og
vígaferlum. Eftir þáð fóru
þeir bræður utan með skipi,
sem lá í Skaftárósi. Komust
þeir í mannraunir miklar er-
lendis, en urðu að lokum hirð
menn Hákonar Hlaðajarls. En
er heim kom, höfðu þeir með
sér marga góða gripi og ger-
semar. En sú sögn, þótt þess
sé ekki getið í þættinum, að
Gunnar hafi falið gersemar
sínar í helli þessum í keldu-
gnúpi, þar á meðal hafi ver-
ið gullkistur er hann kastaði
í tjörn í hellinum. Hátt er upp
í hellinn og illt að komast
þangað vegna þess hve slétt
FRETTIR
Orðsending: frá Verkakvennafélag-
fnu Framsókn: Basar félagsins verð-
ur 11. nóvember n.k. Félagskonur vin
samlegast komið gjöfum á basarinn
eem fyrst, á skrifstofu félagsins, sem
er opin alla virka daga frá kl. 2—6
e.h. nema laugardaga. Stjórn og
basarnefnd.
Basar kvenfélags Háteigssóknar verð
ur mánudaginn 8. nóvember 1 Góð-
templarahúsinu. Allar gjafir frá vel-
unnurum Háteigskirkju eru velþegn-
ar á basarinn og veita þeim mótöku:
Sólveig Jónsdóttir, Stórholti 17, Maria
Hálfdánardóttir, Barmahlíð 36, Vil-
helmiía Vilhelmsdóttir, Stigahlíð 4 og
Lára Böðvarsdóttir, Barmahlíð 54.
Kristileg samkoma verður sunnu-
dagskvöldið 24. okt. í samkomusaln-
um í Mjóuhlíð 16 kl. 8. Allt fólk hjart
anlega velikomið.
Bræðrafélag Bústaðasóknar. Aðal-
fundur félagsins verður á mánudags-
kvöld 25. okt. kl. 8:30 í Réttarholts-
ckóla. Séra Árelíus Níelsson talar um
starf og hlutverk bræðrafélaga. Stjórn
in.
Landsmálafélagið FRAM Hafnarfirði
heldur fund á mánudagskvöld 25.
okt. 1 Sjálfstæðishúsinu kl. 8:30.
A fundinum mun alþingismennirnir
Matthias Á Mathiesen og Sverrir
Júliusson ræða landsmál. Ennfremur
fara fram kosningar i fulltrúaráðið.
Stjórnin.
Langholtssöfnuður. Kynnis- og
spilakvö-ld verður í Safnaðarheimilinu
bergið er. Þó freistaði gulli’ð
margra röskra manna, en þeir
sem fyrstir komust upp í hell
irinn gripu þar í tómt, þar var
hvorki tjörn né gullkistur.
Síðan hafa nokkrir ungir
menn kifið upp í hellinn til
að sýna frækleik sinn, og svo
var vorið 1948. En þeir, sem
þó komust upp, fundu stórt
krossmark markið í hellinn
og hafði enginn vitað um það
áður. Þó er þetta krossmark
svo gloggt að sjá má það þeg
ar ekið er eftir veginum þar
fyrir neðan. — Hér er mynd
af Keldugnúpi og hellinum í
miðju bjargi.
ÞEKKIRÐU
LAIMDIÐ
ÞITT?
sunnudagskvöldið 24. okt. kl. 8. Þess
er óskað að safnaðar meðlimir, yngri
en 14 ára mæti ekki á spilakvöldunum
Sumarstarfsnefnd.
Kvcnfélag Hallgrímskirkju heldur
íynsta vetrarfund sinn mánuóags-
kvöldið 25. okt. kl. 8:30 í Iðnskólan-
um. Gengið inn frá Vitastíg. Unnur
Halldórsdóttir diakonissa flytur er-
indi um diakonissusstarf. Frú Rósa
Blöndal, les upp og dr. treol. séra
Jakop Jónsson flytur vetrarhugleið-
ingu. Kaffiveitingar. Stjórnin.
Ásprestakall: Fótsnyrting fyrir aldr
að fólk í Ásprestakalli (65 ára pg
eldra) er hvern mánudag kl. 9—12
fyrir hádegi í læknastofunni Holts-
apóteki, Langholtsvegi 84. Kvenfélag-
ið.
Kvennadeild Skagfirðingafélagsins:
Reykjavík heldur aðal- og skemmti-
fund í Oddfellowhúsinu uppi miðviku
daginn 27. okt. n.k. kl. 8:30. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsvist.
Kaffiveitingar. Félagskonur fjölmenn-
ið og takið með ykkur gesti. Stjórnin.
K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði. Almenn
samkoma kl. 8:30 í kvöld. Séra Magn-
ús Guðmundsson talar. Allir velkomn-
ir.
Fíldadelfia í Reykjavík. Barnasam-
koma í dag kl. 2. Almenn samkoma í
kvöld kl. 8.30 Guðmundur Markússon
og Kristín Sæmunds. tala.
Spakmœli dagsins
Það er mannlegt að hefna sín,
en guðdómlegt að íyrirgefa.
— Spánskt.
a’ð nú væri blessaður veturinn
genginn í gar'ð með öllum sínum
saumakjútobum og kvenfél-ags-
fundum, og mega nú konurnar
taka á honum stóra sínum að
sauma, prjóna og hekla á basar-
ana sína og ekki síður hinar, sem
baka fyrir kaffisölurnar, en allt
þjónar þetta „brambolt“ góðum
tilgangi, allir peningar, sem inn
koma renna til góðra málefna,
í það minnsta er okkur sagt það,
sem ætlast er til að kaupum
framleiðsluna.
Alit er nú þetta gott og bless-
að, svo langt sem það nær, veit-
ir sjálfsagt konum frið í sál sína
og ekki veitir nú af á þeim víg-
stöðvunum.
Rétt hjá nýja kvennalheimil-
inu, Hallveigarstöfðum, hitti hann
roann, sem sat þar á steini, hafði
lagt hönd undir kinn og hugs-
aði.
Storkurinn: Mér þykir þú
hugsa stífan, manni minn.
Maðurinn með hönd undir
kinn: Það er nú varla nema
von, því að me'ð vetrarkomu
breytist svo margt, bæði til hins
betra og hins verra. Þá breyt
ist útvarpsdagsdagskráin, og sýn-
ist sitt hverjum um þá breyt-
ingu. Þá taka öll félög fjör
kipp, þótt mest beri á þeim kippn
um hjá kvenfélögunum, og nú
kemur það, sem veldur mér
mestum heilabrotunum. Ég hef
heyrt mikið talað um bræðra-
félög upp á sfðkastið, svo að
nú má búast - við að karlmenn-
irnir komist líka í kippinn eins
og konurnar og byrji að „bar-
dúsa“ í félagsstörfum og sauma-
skap öll kvöld. Það verður þokka
legt heimilislíf að tarna, þegar
bæ'ði hjónin standa í þessu stússi
flest kvöld vikunnar? Hvers
eiga blessuð börnin að gjalda?
Félagslíf er gott og góðra gjalda
vert, en það er eins með það
og a'ðrar guðsgjafir, allt er bezt
í hófi.
Sannast sagna finnst mér, að
karlmennirnir hefðu getað látið
vera að láta að teyma sig í
Bræðraféiög. Þáð var nóg af alls
konar klúbbum fyrir, þörfum og
óþörfum, og hana nú.
Storkurinn var manninum að
mestu leyti sammiála, og með
það flaug hann upp á turninn á
Kwstskirkju í Landakoti og var
mest að hugsa um að biðja prest
ana þar áð syngja sálumessu
fyrir heimilislífinu, því að það
er sjáanlega að fara fyrir „bí“,
ef svona heldur áfram, það væri
þó helzt að sjónvarpið gæti eitt-
hvað lagáð það.
Hvers vegna Kristur?
Ræðumaður kvöldsins: Bjarni Eyjólfsson, ritstjóri.
Allir velkomnir. NEFNDIN.
HAFNFIRÐINGAR!
Við skruppum til LONDON yfir þessa
helgi, og fengum þess vegna aðra hljóm-
sveit til þess að leika fyrir ykkur í kvöld
í Alþýðuhúsinu frá kl. 9—1.
GÓÐA SKEMMTUN
SJÁUMST UM NÆSTU HELGI
EINS OG VENJULEGA!
KÆRAR KVEÐJUR.
TÓNAR
H
*
A IVIORGIIM
' / " • . - .
Efni meðal annars:
'k Fróðlegt og skemmtilegt viðtal við lista
manninn og náttúruskoðarann Jó-
hannes Sigfinnsson á Grímsstöðum
við Mývatn.
ic í sviðsíjósinu, úrslit skoðanakönnun-
arinnar.
'k Hugmyndaríkir húsasmiðir. —
Myndir af frumlegum húsum úr
gerviefnum.
★ Sigurður A. Magnússon skrifar um
íhald og afturhald.
Hversu margir svelta? Grein og
myndir varðandi hungursneyðina
í heiminum.
FÁLKIMM FLVGIJR IJT
o.