Morgunblaðið - 24.10.1965, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. október 1965
VÍNLANDS - KORTIÐ
Um efni bókarinnar
og sögu í stuttu máli
Sendir á fund arftaka Gengis Khan
Vínlandskortið og Tartarafrdsögnin dttu bæði heima í uppruna-
legu handriti af Söguspeglinum
í GREIN í blaðinu í gær var
fjallað um fyrsta kafia Vín-
landsbókarinnar, sagt frá því
hvernig handritið fannst, hvert
tókst að rekja það o.s.frv. I
næsta kafla er fjallað um Tart-
arafrásögnina, með formála,
þýðingu og skýringum eftir
George D. Painter. (Þess má
geta til gamans, að Painter,
sem er bókavörður við British
Museum, hefur nýlokið tveggja
binda ritverki um franska rit-
höfundinn Marcel Proust, sem
fengið hefur góða dóma). Þess-
um kafla bókarinnar er skipt í:
Formála, Frásögnin um Tart-
arana og feril hennar fram á
okkar daga, Landvinninga
Mongóla, Sendiför Carpinis,
Sannleiksgildi Tartarafrásagn-
arinnar, og loks segir frá því,
hvernig handritið hefur verið
búið til prentunar.
I formála segir Painter m.a.,
að sama sé um Tartarafrásögn-
ina að segja og um Vínlands-
kortið, hvorttveggja hafi verið
týnt og tröllum gefið síðan á
miðöldum og komi nú fyrst aft-
ur fyrir manna sjónir. Tengsl
kortsins og handritsins séu aug
ljós, þó illskiljanleg séu í fyrstu,
kortið sé að miklu leyti byggt
á upplýsingum sem í frásögn-
inni sé að finna, t.d. um Asíu,
en aftur á móti sé ekkert það í
frásögninni, er varpað geti
neinu Ijósi á þann hluta korts-
ins, sem nútímamönnum þyki
að vonum miklu fróðlegastur,
þ.e. norðvesturhlutann, þar sem
Vínland sé. Engu að síður sé
Tartarafrásögnin mikilvægt rit
og athyglisvert í sjálfu sér, það
sé sjálfstæð frumheimild um
sendiför Carpinis til Mið-Asíu á
árunum 1245 til 1247 og um
sögu og þjóðhætti Mongóla á
hátindi landvinninga þeirra.
Síðan segir Painter: „Hirrn
30. júlí, árið 1247 lauk Fransisk
usarmunkur einn, C. de Bridia,
við að skrá frásögn þá af Tart-
örum eða Mongóium, sem hann
hafði sett saman næstu t-vær
vikurnar þar á undan að
beiðni yfirboðara síns, bróður
Boguslausar, yfirmanns Frans-
iskusarreglunnar í Bæheimi og
Póllandi. Sendinefnd sú, sem
Innocentíus páfi IV hafi gert út
af örkinni frá Lyons í apríl-
mánuði árið 1245, var nú á
heimleið eftir miklar svaðil-
farir í löndum Mongóla, og fyr-
irliðinn, sá mæti kirkjunnar
maður bróðir J. Plano Carpini
og félagar hans tveir, Pólverj-
inn Benedikt og Ceslaus frá
Bæheimi, höfðu farið um Pól-
land skömmu áður. Bróðir
Bridia kveðst sjálfur hafa skráð
frásögn sína eftir þeim öllum
þrem, en mun þó einkum hafa
stuðzt við frásögn bróður Bene-
dikts.
Bróðir Bridia lét sig ekki
miklu skipta ferðina sjálfa og
ævintýri og svjiðilfarir bræðr-
anna þriggja, þó frásagnarverð-
ar væru, heldur var það ætlan
hans að segja sögu Mongóla og
landvinninga þeirra, lýsa lund-
arfari þeirra og lifnaðarháttum,
þjóðfélagsvenjum og trúar-
brögðum, hernað. og því, við
hverju mæíii næst búast af
þeim. Um þetta og annað
því skylt vildu Evrópubúar
ólmir fræðast og það ekki
af einni saman forvitní,
heldur bráðri nauðsyn. Á
því gat oitið líf milljóna
manna í Evrópu austanverðri,
hvað Mongólar gerðu á þessum
árum. Mörgum var enn í fersku
minni, hvernig þeir geystust
yfir Pólland og Ungverjaland
árið 1241, rændu og rupluðu og
létu blóð renna stríðum straum
um — og þeir höfðu þegar
lýst því yfir, að þeirra væri von
aftur innan tíðar og þá myndu
þeir leggja undir sig Evrópu
alla.
Þrjár aðrar skýrslur um
sendiför Carpinis voru skráð-
ar þetta sama ár, 1247, og hafa
verið mönnum kunnar síðan.
Eftir Carpini sjálfan er til
„Historia Mongalorum quos
nos Tartaros appelamus“, (Saga
Mongóla þeirra er vér köllum
Tartara) og af henni tvær
gerðir. Er sú fyrri í átta
köflum og varð til á heim-
leiðinni frá Tartaralöndum, í
júní til nóvember 1247. Efni
hennar er hið sama og í Tartara
frásögninni, sem hér er um
fjallað, en þó vantar í hana ým
islegt, sem sagt er frá í þess-
ari frásögn. Til eru fimm hand-
rit forn með þessari fyrri gerð
af Mongólasögu Carpinis. Síð-
ari gerðin er til í tveimur hand-
ritum og er samhljóða hinni
• •
Onnur grein
fyrri um flest, en með 31
minniháttar viðbót og loka-
kafla, alllöngum, þar sem
sagt er frá austurför Carpinis
og þeirra félaga í smáatriðum.
Þá frásögn ritaði Carpini í Lyon
eftir heimkomuna þangað í
nóvember 1247. í þriðja iagi
er svo til frásögn bróður Ben-
edikts af ferðalaginu og var sú
skháð í Köln í septemberlok
1247.
I
Við hirð heilags Lúðvíks
Þegar Carpini lagði upp f
sendiför sína hafði dómini-
kanski munkurinn Vincent de
Beauvais fyrir nokkru hafizt
handa um að semja alfræðirit
eitt mikið, „Speculum Majus“,
sem ætlað var að geyma alla
vizku mannanna á þeim tíma.
Meðal annars efnis í þessu yf-
irgripsmikla verki var heims-
saga, allt frá sköpuninni og
fram á daga Vincents sjálfs.
Kallaði munkurinn þessa sögu
sína, sem skipt var í þrjátíu og
tvo kafla eða ,,bækur“ „Specul-
um Historiale“ eða Söguspegil.
Bróðir Vincent dvaldizt lang-
dvölum við hirð Loðvíks IX
Frankakonungs (sem síðar var
tekinn í dýrlinga töiu) í París.
Þangað kom Carpini snemma
árs 1248 þeirra erinda að reyna
að fá konunginn ofan af
því að leggja upp í Sjöundu
krossferðina (1248—52), en
konungur sat við sinn keip og
ferðin var farin. (Carpini kom
aftur til Lyons og flutti páfa
skýrslu sína um sendiferðina
til Mongóla í nóvember 1247
eins og áður sagði, svo ekki
hefur hann lengi verið iðju-
laus í Páfagarði). Allar líkur
benda til þess, að við þetta
tækifæri hafi bróður Vincent
de Beauvais áskotnast handrit
af Historiu Mongalorum Car-
pinis (ásamt níunda og síð-
asta kaflanum þar sem segir frá
ferðinni sjálfri), því í þrítug-
ustu og annarri (og síðustu)
„bók“ Speculum endursegir
bróðir Vincent frásögn Carpinis
í styttra máli.
Síðan segir Painter, að Tart-
arafrásögnin eigi sitt langa líf
undir tengslunum við Sögu-
spegil Vincents, þvl vafalítið
hefði hún farið forgörðum ein
saman, en Söguspegillinn hafi
verið með algengustu handbók-
um á þessum tíma og verið af-
ritaður æ ofan í æ í næstu
tvær aldir og bætir því við, að
sama sé um Vínlandskortið að
segja, Söguspegillinn hafi bjarg
að því frá glötun líka og ekki
einasta það, heldur hafi það
beinlínis verið til þess gert að
lýsa og skreyta Speculum og
Tartarafrásögnina í samein-
ingu.
„En hvernig komu þá saman
i upphafi Söguspegillinn og
Tartarafrásögnin?“ segir Paint-
er og rekur síðan hvernig það
muni hafa gerzt. Segir hann lík-
legast, að einhver afritari Spec-
ulum, sem einnig hafi þekkt til
■
.: Ú:
*
„Heimsdrottnarinn“ Gengis Klian á veldisdögum sínum.
Tartarafrásagnarinnar hafi
Sþótt vel við eiga að bæta
henni við úrdráttinn í síðustu
bók Speculum (úrdrátt þann
er Vincent de Beauvais gerði)
og gert svo. f,Þetta hefði getað
orðið hvenær sem var á tíma-
bilinu frá því að Speculum
kom fyrst út, um það bil 1255
og til þess er Vínlandskortið
var gert, sennilega nokkrum
áratugum fyrir 1440“ segir
Painter. „Tæpast hefur það get
að verið Vincent sjálfur, hann
var alltaf vanur að taka kafla
úr heimildarritum sínum inn
í sinn texta, ekki að bæta þeim
við sérstakiega og auk þess
hlytu þá líka, hefði svo ólík-
lega viljað til, að vera til fleiri
handrit af Speculum með Tart-
arafrásögninni, en svo er ekki.
Eins er það ólíklegt, að fyrst
hafi saman komið kortið, Spec-
ulum og Tartarafrásögnin í
handriti því er við nú þekkjum,
Yale-handritinu, heldur er það
senniiega afrit af öðru ejdra
Kort þetta sýnir leið þá er Carpini og félagar hans fóru ausutr á fund arftaka Gcngis
Khan 8.000 míina veg um þeim alls ókunnar slóðir.
har.driti, þar sem þau eru þeg-
ar saman komin öll þrjú.
Kemst Painter loks að þeirri
niðurstöðu, eftir mikil heila-
brot og vangaveltur, að allar
líkur bendi til að Yale-hand-
ritið sé hluti af fimm-binda
verki, er sé afrit af öðru í fjór-
um bindum og það aftur af
enn öðru þriggja-binda verki,
sem haft hafi að geyma allan
Speculum Historiale, með Vín-
landskortinu og Tartarafrásögn-
inni í þriðja og síðasta bindinu
og segir þetta renna styrkum
stoðum undir þá tilgátu Skelt-
ons samstarfsmanns síns, að
Vínlandskortið sé afrit, kannski
margafritað, af öðru eldra
korti.
Tartarafrásögnin
Næsti kafli fjallar um land-
vinninga Mongóla, ævi Gengis
Khans (Heimsdrottnarans eins
og nafn hans merkir) og að-
'dragandann ag Tartarafrásögn-
inni go verður hér stiklað á
stóru um efni hans, þó það sé
harla fjarlægt íslenzkum nú-
tímalesendum. Mongólar voru
síðastir hirðingjaþjóðflokka
þeirra er herjuðu á Evrópu
úr austfi á miðöldum og
þeirra verstir, _ að því er
sögur herma. Á tólftu öld-
inni voru heimkynni Mongóla
á sléttunum norðan við Gobi-
eyðimörkina austanverða milli
ánna Onon pg Kerulen,- sem
renna í stórfljótið Amur.
Á árunum 1140 til 61 höfðu
þeir sameinast undir forystu
eins leiðtoga eða Khans, en
urðu undir í baráttunni við
stjórnendur Norður-Kína er
nutu stuðnings hinna tyrknesku
Tatara, nágranna Mongóla og
erfðafénda sem heima áttu suð-
austan Kerulen-ár. Nafn Tatara
(sem afbakað var á Vesturlönd
um og úr gert heitið Tartarar)
er dregið af mongólsku orði
sem þýðir að draga eða bera
og orðið þýðir einfaldlega
„hirðingjar". Af einhverjum ó-
skiljanlegum ástæðum tóku
bæði Kínverjar og Evrópumenn
upp þetta heiti yfir Mongóla yf-
irleitt, en sjálfum var Mongól-
um meinilla við það.