Morgunblaðið - 24.10.1965, Page 17
Sannudagur 94. október 1965
e. i
MORCUNBLAÐIÐ
17
Hlín Johnson látin
HLÍN Johnson var ein þeirra
kvenna, sem þeir, er henni kynnt
ust, muna. Hún var fyrrr og síðar
óhrædd við að fara eigin leiðir.
Henni þótti eigi meira til um að
flytja sig heimsálfna á milli en
flestum öðrum milli borgar-
ihverfa í Reykjavík. Hún var
ejálfstæð í skoðunum og lá ekki
á þeim, enda orðheppin. Inn í
þjóðarsöguna kemst hún vegna
umhyggju sinnar og raunar for-
sjár fyrir Einari skáldi Bene-
diktssyni, eftir að heilsu hans fór
verulega að hraka. Um einkamál
tjáir yfirleitt ekki að tala á al-
mennum vettvangi, en á engan
er hallað, þótt sagt sé, það, sem
satt er, að með þeirri umönnun
sinni vann frú Hlín til alþjóðar-
þakklætis. Sá, er þetta ritar,
þekkti frá barnæsku frú Hlín.
Einna minnisstæðust er hún hon-
«m frá því, að hann bar fyrir-
varalaust að garði í Herdísarvík
nokkrum árum eftir að Einar dó,
áður en búið var að leggja veg
alla leið. Frú Hlín kom neðan
frá sjó í sama bili og gestirnir
gengu heim að skála þeirra Ein-
ars, og var gamla konan ekki
blíðleg, þegar hún sá gestakomu.
úr þessum hraða hefur nokkuð
verið drejsjð og ráðstafanir gerð-
ar til þess, að féð nýttist betur
en ella.
Áltrif búvöruverðs
Fjárhagsörðugleikar ríkisins
eru bein afleiðing verðbólgu-
meinsins, og spretta m.a. af því,
að verðlagi hefur verið haldið
niðri með miklum niðurgreiðsl-
um úr ríkissjóði. Á sunnudaginn
var blygðaðist Tíminn sín ekki
fyrir að segja af tilefni hinnar
nýju stjórnaryfirlýsingar:
„Um sama leyti og Bjarni las
tilkynninguna, birtust nýir út-
reikningar um vísitöluna, sem
sýndu, að dýrtíðin hafði tekið
nýtt stökk og hafði rúmlega tvö-
faldazt í sjö ára valdatíð núver-
andi stjórnarflokka“.
Hið „nýja stökk dýrtíðarinn-
ar“, var vegna hækkunar á bú-
vöruverði, sem Tíminn hefur und
anfarnar vikur sagt alltof litlar.
Hann heimtaði miklu meira „dýr
tíðarstökk“, en þó varð. Þeir,
sem þvílíka tvöfelldni hafa í
frammi eiga ekki skilið að
vera teknir alvarlega. Er því
háðið, sem þeir hafa bakað sér
með talinu um „hina leiðina“,
sannarlega maklegt.
í REYKJAVÍKURBRÉF
Mjög létti henni þó þegar hún sá
hverjir voru á ferðum, bauð
þeim til stofu og allan þann
beina, sem hún bezt mátti veita.
Gaman var á hana að hlýða inn-
an um bækur og gripi skáldsins.
L.á henni þá ámóta hlýtt orð til
hins látna skálds og öllum þeim,
sem honum höfðu reynzt vel, og
kalt til þeirra, sem létu fé sitt
keppa um beit við sauðkindur
hennar. Fór ekki á milli mála,
Bð þá stundina taldi hún Grind-
vikinga vera verstu menn í
heimi.
Vínlandskortið
í>að ber ekki oft við, að
Manchester Guardian birti sér-
staka forustugrein um nýút-
komna fræðibók, né heldur, að
New York Times birti við hlið-
ina á forustugreinum sínum frá-
sögn eins síns elzta og helzta
blaðamanns af sömu bók. Svo
skeði þó nú fyrir nokkrum dög-
um um hina nýju bók Yale-há-
skóla um Vínlandskortið svokall-
eða .Vafalaust er, að útkoma bók
arinnar hefur vakið mun meiri
athygli en venjulegt er, jafnvel
um léttlesnar bækur eftir fræga
rithöfunda. Hvorugt verður sagt
um þetta rit. Höfundar þess eru
að vísu sagðir kunnir í sínum hóp
meðal fræðimanna, en sérfræð-
ingar í miðaldasögu og kortagerð
afla sér sjaldnast slíka frægð, að
um verk þeirra sé rætt í for-
ustugreinum heimsblaðanna. Og
bókin um Vínlandskortið verður
ekki með neinu móti talin auð-
lesin, þó að röksemdafærsla
hennar sé þaulhugsuð og fastrið-
in. Eftir lestur bókarinnar virðist
leikmanni það vera ákaflega fjar
lægur möguleiki, að sjálft Vín-
landskortið sé falsað, enda sýnist
það hafa gengið í gegnum hina
ströngustu könnun, sem við verð
ur komið. Einmitt vegna þess,
hversu kortið af Grænlandi er
líkt því, sem nú mundi gert,
Shefur ýtrustu tortryggni verið
beitt við athugun kortsins. Enn
hefur það staðizt hverja raun.
> r
Okkur Islending-
um ekki jafn óvænt
og öðrum
Þangað til ný rök koma fram,
verður þess vegna að gera ráð
fyrir, að kortið sé ófalsað. Víst
er, að á söguöld Okkar var lofts-
Laugardagur 23. okt
lag á norðurslóðum allt annað
en síðar. Hiti var mun meiri og
ísalög minni, bæði á sjó og landi.
Þetta hefur skapað mögu-
leika til nákvæmari könnunar
stranda Grænlands, en verið
hafa fram á okkar daga og jafn-
vel enn að öðru óbreyttu. Þó er
óneitanlega tortryggilegt að sjá,
hversu líkara Grænland er
sjálfu sér, en t.d. suðuroddi
Skandinavíu og höfðu þó höf-
undur eða höfundar kortsins
miklu betra færi á að kynnast
henni en Grænlandi, jafnvel þó
aðgangur þangað væri þá greið-
ari en nú. Úrskurður um þetta
er einungis á færi fræðimanna.
Það, sem okkur íslendingum
hlýtur að koma ókunnuglega fyr-
ir sjónir, er ekki það, að fundur
kortsins þyki út af fyrir sig
merkilegur, því það er hann
vissulega, heldur, að kortið þyki
svo mikilvægt sönnunargagn sem
raun ber vitni. Greinilegt er, að
takmarkaður trúnaður hefur ver-
ið lagður á hinar fornu sagnir,
sem geymzt hafa hér á landi um
fund Vínlands. Þetta nýja sönn-
unargagn þykir svo merkilegt
vegna þess, að eftir tilkomu þess
sé útilokað að véfengja sanngildi
þessara sagna. Nú er þessi sönn-
un einnig góð í okkar huga, en
við teljum okkur ekki hafa þurft
á henni að halda. Hér kemur enn
í ljós, að þekking á fornbók-
menntum okkar og mat á gildi
þeirra, er mun fágætari og minna
en við höfum talið okkur trú um.
Raunverulegt gildi þeirra hagg-
ast ekki við það, en þetta hlýtur
að verða okkur hvatning til að
halda hærra á lofti merki menn-
ingar okkar en við höfum gert.
Velmetinn mál-
flutningur
Það er aldrei ánægjuefni að
þurfa að leggja skatta eða aðrar
kvaðir á almenning. Auðvelt er
að kitla eyru þeirra, sem ekki
hirða um að gera sér grein fyrir
hinu sanna samhengi, með því
að heimta umbætur en láta
vera að skýra frá kostnaðinum
og erfiðleikunum við áð afla
þeirra. Verkefni Magnúsar Jóns-
sonar, fjármálaráðherra, að gera
grein fyrir örðugum hag ríkis-
sjóðs og nauðsyn á nýjum skött-
um, var þess vegna engan veg-
inn vænlegt til vinsælda. Því
athyglisverðara er, hversu mönn
um ber almennt saman um, að
hans hóflega framsetning og
hreinskilni í öllum málflutningi
hafi aukið honum traust og virð-
ingu meðal tilheyrenda. Allir
vilja fá sem örastar framfarir,
einkum þær, er þeir sjálfir njóta.
Enginn sér eftir peningunum,
sem í þessu skyni er varið, ein-
ungis ef þeir eiga ekki að koma
frá honum sjálfum. Magnús
Jónsson varaði alvarlega við
þessum hugsunarhætti. Hann
skýrði ástæðurnar fyrir fjárþörf
ríkissjóðs og hversu fráleitt er
allt tal um það, að þörfin á aukn
um sköttum spretti af því, að
sjálfur stjórnarkostnaðurinn sé
nú hlutfallslega meiri en áður.
Hinu sanna er þveröfugt varið.
Nýir tímar og breyttir þjóðfélags
hættir krefjast nýrra útgjalda.
Eysteinn í herkví
Það dregur ekki úr ágæti Magn
úsar Jónssonar eða réttmætu lofi
um hans prýðilega málflutning,
þó að sagt sé, að hvort tveggja
varð enn berara vegna þess,
ihversu Eysteinn Jónsson lék
sjálfan sig illa og króaðist inni
í herkví fyrir eigin tilverknað.
Greinilegt er, að hinum yngri
mönnum í öllum flokkum þykir
mun minna til Eysteins Jónsson-
ar koma en vert er. Hann er
maður skarpgreindur, töluglögg-
ur og vinnusamur. Hann hefur
að baki lengstan þingmannsferil
allra þeirra, sem nú eiga sæti á
Alþingi, hefur verið lengur í
ríkisstjórn en nokkur annar ís-
lendingur, þekkir því þingstörf
og stjórnarhætti út og inn og er
þaulvanur að sækja mál sitt og
verja .Þegar allt þetta er at-
hugað, er furðulegt, að hann
skyldi láta leika sig svo grátt, eða
réttara sagt, leika sjálfan sig svo
grátt sem raun varð á í umræð-
unum sl. mánudagskvöld. Áður
fyrri mundi Eysteinn Jónsson,
eftir að hafa heyrt upplestur
sinna eigin orða af munni Birgis
Finnssonar, hafa reynt að fitja
upp á einhverju öðru en því, sem
hann hafði haft skrifað með sér
heiman að. í þess stað gekk hann
beint í þá gildru, sem Birgir hafði
búið honum, og beið þar maklegr
ar hirtingar Magnúsar Jónsson-
ar. Þrátt fyrir þetta ættu menn
ekki að taka hart á Eysteini, það
er málstaðurinn, sem hefur bilað,
miklu fremur en maðurinn.
Hvar endar „hin
leitin?“
Hinn hæpni málstaður Fram-
sóknarflokksins lýsir sér bezt í
því heiti, sem sjálfur flokksfor-
maðurinn hefur valið honum:
„Hin leiðin“. Leiðarvísirinn er
sem sagt sá, að Framsóknar-
menn mega aldrei fara þá leið,
sem meirihluti kjósenda og Al-
þingis markar á meðan Fram-
sókn er utan stjórnar .Þeir eiga
að vera á móti öllu, alltaf að
fara „hina leiðina“. Ekki er kyn
þó að Kankvís Alþýðublaðsins
yrki í Framsóknarmanns stað:
„Illan hnekki íhald beið,
ólánsþvæ’t í vaðnum.
Eysteinn minn fer aðra leið
og endar á hinum staðnum".
Vonandi á þó svo merkur mað-
ur ekki eftir að una sér til lengd-
ar á svo ömurlegum stað. En til
að sleppa þaðan, verður hann að
svara af meiri hreinskilni spurn-
ingunum, sem hann á dögunum
sagðist mundu leggja fyrir sjálf-
an sig. Og hætt er við, að hann
eigi langt upp í hinn þráða valda
stól að nýju, ef vegarnestið á að
vera það að koma á nýjum fjár-
festingarhömlum og afturgengnu
fjárhagsráði. Þetta virðist samt
vera eina bjargráðið sem í grillir
á enda „hinnar leiðarinnar“.
Meiri framkvæmd-
ir en fyrr
Framsóknarmenn og kommún-
istar eiga sammerkt um það
þessa dagana, að þeir tala eins
og bygging nokkurra verzlunar-
húsa í Reykjavík hafi orðið til
þess að draga úr skólabygging-
unum um land allt. Sannleikur-
inn er sá, að skólabyggingar eru
nú meiri en nokkru sinni áður í
sögu þjóðarinnar. Sízt hefur ver-
ið úr þeim dregið. Jafnvel þær
þjóðir, þar sem fjölgun unglinga
er mun minni en hér á landi,
eiga í ekki minni vandræðum
vegna skorts á skólahúsnæði en
við. Islendingar geta kinnroða-
laust borið gerðir sínar í þessum
efnum saman við hvern sem er.
Úr hraðaaukningu skólabygg-
inga, eins og annarra opinberra
framkvæmda, hefur nokkuð
verið dregið á þessu ári, eins og
.ráðgert er á því næsta, vegna fjár
nagserfiðleika ríkissjóðs. Sömu
mennirnir, sem eru á móti nýrri
tekjuöflun handa ríkinu og vildu
á þessu ári gera hag ríkissjóðs 800
til 1000 milljónum króna verri,
en hann þó er, hafa sízt ástæðu
til þess að fjargviðrast yfir að
„Vaxið með eðli-
legum liætti44
Þótt Framsókn og kommúnist-
ar tali um óhæfilegar byggingar
heildasala í Reykjavík, þá eiga
bæði SÍS og einstök kommafyr-
irtæki sinn hlut í byggingu hinna
nýju verzlunarhúsa hér. Látum
það vera. Engan ætti að undra,
þó að hér rísi upp nokkur starf-
hýsi eftir að fjárfestingarhöml-
ur höfðu hindrað eðlilegan vöxt
þvílíkra bygginga áratugum sam
an. Berum og saman þessar bygg
ingar í Reykjavík og kaupfélags
hallirnar á verzlunarstöðum
víðsvegar um landið. í þessum
efnum hefir Framsókn dyggilega
látið SÍS og kaupfélög þess
njóta forréttinda. Allt tal um, að
níðst hafi verið á þessum aðilum
eftir að núverandi stjórn tók við
er út í bláinn. Þegar Tíminn fær-
ir sem dæmi um slíka vald-
níðslu „lánsfjárhöft - og hina
frægu frystingu á innlánsdeild-
arfé samvinnufélaga“, þá
er þar um það eitt að ræða
að þessir aðilar njóti sama réttar
og aðrir, hafi ekki forréttindi um
fram þá, enda segir Tíminn hinn
14. október sl. :
„Verzlun og viðskipti sam-
vinnufélaganna hafa vaxið með
eðlilegum hætti sem áður“.
Hvernig gæti þetta átt sér stað,
ef níðzt hefði verið á þessum
félögum, ef þau hefðu verið sett
til hliðar, eins og Framsókn á
sínum tíma hældi sér af að hafa
gert um helming þjóðarinnar?
Nú njóta allir jafnréttis, og
ættu Framsóknarbroddarnir því
að hætta kveini sínu og kvört-
unum,
Ætla Sovétstjórn-
in standi nú við
loforð Lúðvíks?
Þjóðviljinn hefur undanfarið
látið sér hægt um að tala um
efndir á loforðum Breshnev-yf-
irlýsingarinnar frá því í fyrra. Á
grundvelli túlkunar Lúðvíks Jós-
efssonar og félaga hans á henni
var sagt í Þjóðviljanum, að Sov
étstjórnin mundi fús til að kaupa
hér niðursoðna og niðurlagða
síld fyrir allt að tvöhundruð
milljónum króna. í fjárlagaum-
ræðunum á dögunum var eins og
Lúðvík Jósefsson væri ýfið
borubrattari um þetta en áð-
ur. Skýringin á því er sögð sú,
að kommúnistar hafi nú komið
svo rækilega áleiðis kvörtunum
yfir því hörmulega ástandi, sem
brigð á loforðum þeirra hafi
sett þá í hér, að víst sé talið, að
Sovétstjórnin sjái á þeim aumur,
og verði eitthvað fúsari til
kaupa á þessari vöru, en í sum-
ar reyndist.