Morgunblaðið - 24.10.1965, Síða 31

Morgunblaðið - 24.10.1965, Síða 31
.Sunnudagttr f*f. nfetóber 1965 MORGUNBLÁÐIÐ 31 — Eldey sekkur Framhald af bls. 32. síðar kallaði Eldey og svaraði ég strax að við værum rétt hjá þeim. Liðu ekki nema urn fimm mínútur þar til við vor^um komn- ir alveg áð Eldey. Er um hálf klukkustund var liðin frá -því Eidey fékk á sig sjóinn yfirgaf skipshöfnin skipið og tókum við þá um borð. Þarna hafði þá drifið að 17—20 skip, sem lystu Eldeyna upp og dælu olíu í sjó- inn til að lægja öldur, en þarna var þungur sjór og vindur um 3 stig. Skyggni var lélegt eða um 2 mílur. Allir voru því reiðu- búnir til aðstoðar eftir því sem hægt var. — Er skipshöfnin - á Eldey hafði verið um borð hjá okkur um 3 stundarfjórðunga virtist sem skipið rétti nokkuð við, en þá var öll nótin runnih út af bátadekki, en hékk í hálsi. Sigld- um við þá upp að skipinu og þrír menn fóru um borð; skip- stjóri; stýrimaður og vélstjóri. Vél Eldeyjar var enn í gangi og va hún sett á fulla ferð og reynt að keyra skipið upp. Einnig var dælt á milli tanka. Voru þeir þremenningarn um borð í IVz klst. og reyndu allt sem þeir gátu til að bjarga skipinu en allt reyndist árangurslaust. — Þremenningarnir urðu að yfirgefa skipið um kl. 2.20 og sökk það skömmu síðar. Hinn VINDUTJOLD í öllum. stærðum Framleiddar eftirwínáli. Kristján Siggeirss. hf. Laugavegi 13. Sími 13879. Rafmótorar 3ja fasa 220/380 v 0,5—38 ha. — Hagstætt verð. HEÐINN = vélaverzlun. lokaði hvalbakur skipsins mun hafa haldið því á floti svo lengi sem raun bar vitni. Síldarflutningaskipið Sildin var á þessum slóðum og kom á vettvang og var áætlað að reyná að nota dælur þess : tfi aðstoðar Eldeynni. Morgunblaðið náði í gær tali af skipstjóranum þar um borð, Guðna Jónssyni. Hann sagði að þeir hefðu komið á staðinn ki'. 10.30 og þá hefði Eldey hallast mikið Og sjór gengið alveg yfir það. Þá hefðu skip verið allt uni kring. Enginn kostur hefðt verið að koma neinum tækjum um borð í Eldey og allt útlit fyrir að ekkert þýddi að reyna að bjarga skipinu, talsverðut slampandi í sjónum og aðstaða engin til björgunar. Á Eldey var 12 manna áhöfn. Skipið var úr stáli, byggt í Molde í Noregi, 139 tonn, eig., Eldey h.f. Keflavík, • — Vegatollurinn Framhald af bls. 32. lega breyttar vegna bættrar tækni við malbikun. og kom þá sterklega til álita að velja mal- bik, enda þótti óhætt að treysta, að miðað við daglegt umferðar- magn á Reykanesbraut væri slíkt slitlag fullnægjandi og einnig sýndu hagrænar athuganir, að arðsemi dýrari kostsins, þ. e. steinsteypta slitlag, var langt undir því marki, sem rétt þykir að setja um slíkar framkvæmdir. Er á átti að herða, var það sótt mjög fast af hálfu íbúa byggðarlaganna á Suðurnesjum, að steypt slitlag yrði einnig á þessum hluta vegarins, enda þótt þeim væri gert ljóst, að ef dýrari kosturinn yrði tekinn, hlyti því að fylgja, að umferðargjald, sem ákveðið var að taka, yrði að vera mun hærra en ella. Aðalforsenda ákvörðunarinnar um að nota hina almennu heimild 95. gr. vegalaga, sem samþykkt var einróma á Alþingi, og taka umferðargjald á Reykja- nesbraut, er sú, að eins og áður er sagt hefur fé til framkvæmd- anna að langmestu leyti verið aflað með lánsfé og verður því greiðslubyrði af lánum vegna vegarins þung meðan verið er að greiða lánin upp. Framlag til hraðbrauta er aðeins 10 millj. kr. árlega til 1968, samkvæmt gildandi vegáætlun, þar af 6.8 millj. til Reykjanesbrautar og ekki unnt að hækka það, nema í sambandi við endurskoðun eða samningu nýrrar vegáætlunar, og yrði þá minna fé til annarra framkvæmda, sem aðkallandi er að sinna. Önnur forsenda gjaldsins er sú, að talið er að umferðinni muni sparast mikið fé við til- komu hins nýja vegar. Þegar lagning hans var hafin, var dag- leg umferð um Reykjanesbraut Móðir mín SIGRÍÐHR ERLENDSDÓTTIR lézt 22. þ.m. á Elli- og hjúkrunarheimilinu Gruna. Fyrir hönd okkar systkinanna. Axel Sigurgeirsson. . Faðir okkar, tengdafaðir og afi VIGFÚS VIGFÚSSON verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðju- daginn 26. þ.m. kl. 14. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líkn- arstofnanir. Börn, tengdabörn og bamabörn. Jarðarför móður okkar JÓNÍNU BJARGAR JÓHANNESDÓTTUR Skúlagötu 66, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Börnin. orðin það mikil, að mjög torvelt var að halda veginum nægilega vel við. Var oft bent á, að hið slæma ástand vegarins ylli slysa- hættu og mikilli aukningu á við- haldskostnaði bifreiða þeirra, sem um hann aka. Verður því vart í mót mælt, að við tilkomu nýja vegarins mun mikið sparast bæði í viðhaldskostnaði og eldsneytis- kostnaði þeirra bifreiða, sem veginn nota. Reynsla Norðmanna í þessum efnum leiðir í ljós, að á malarslitiagi sé ökukostnáður bifreiðar, sem nokkurn veginn samsvarar bifreiðum, sem greiða umferðargjald samkvæmt I. fl. gjaldskrárinnar, kr. 3.67 pr. km, en á malbiks- eða steypuslitlagi kr. 2.82 pr. km. Hjá bifreiðum, sambærilegum við þær, sem tald- ar eru í III. fl. gjaldskrárinnar, eru samsvarandi tölur kr. 6.67 og 4.43 pr. km. Nýi vegurinn frá Engidal við Hafnarfjörð til Keflavíkur er 2 km styttri en gamli vegurinn (37.5 km móti 39.5 km). Sparnaður ökutækja við að aka hinn nýja veg samanborið við hinn gamla myndi því hjá léttum bifreiðum, sem greiða 20 kr. hvora leið, nema kr. 39.21 hvora leið en kr. 97.37 hvora leið hjá þungum bifreiðum, sem greiða 50 kr. hvora leið. Er þá bæði reiknað með minnkuðum reksturskostnaði og sparnaði vegna skemmri tíma, bæði sakir skemmri vegar og meiri meðal- hraða. Hjá öðrum tegundum bifreiða mun sparnaðurinn vera hlutfalls- lega sambærilegur þeim daemum sem nefnd eru hér að framan, miðað við umferðargald. Samkvæmt þessu nemur um- ferðargjaldið yfirleitt helmingi sparnaðar í rekstri þeirra bif- reiða, sem aka nýja vegnn, mið- að við akstur um malarveginn. Samgöngumálaráðuneytið 23. október 1965. Reglugerð um innheimtu umferðargjalds af bifreiðum og öðrum ökutækjum, sem aka um Reykjariesbraut. 1. gr. Af hverju ökutæki, sem ekur um Reykjanesbraut, fram hjá gjaldstöð nálægt bænum Straumi sunnan við Hafnarfjörð, skal greíða umferðargjald, mið- að við aðra leið, sem hér segir: I. fl. Fólksbifreiðar undir 1100 kg. eigin þunga og sendibif- reiðar undir 450 kg. að burðar- magni 20 kr. II. fl. Fólksbifreiðar yfir 1100 kg. eigin þunga, sendiferðabif- reiðar yfir 450 kg. að burðar- magni ög vörubifreiðir undir 1,5 tonn að burðarmagni 25,00 kr. III. fl. Vörubifreiðar með burð armagn 1,5-5 tonn, almennings- bifreiðar fyrir 8-10 farþega. 50,00 kr. IV. fl. Vörubifreiðar með yfir 5 tonna burðarmagn, kranabif- reiðar og almenningsbifreiðar fyrir fleiri en 20 farþega 100.00 kr V. fl. Vörubifreiðar með yfir 5 tonna burðarmagni, með tengi- vagn og dráttarbifreiðar með festivagn 150,00 kr. "Önnur ökutæki en bifreiðar greiði: Eigin þungi 1-3 tonn, samkv. II. fl. Eigin þungi 3-6 tonn, samkv. III. fl. Eigin þungi yfir 6vtonn, samkv. IV. fl. 2. gr. Umferðargjald samkv. 1. gr. skal innheimt af Vegagerð ríkis- ins í gjaldstöð nálægt bænum Straumi sunnan við Hafnarfjörð. Skal gjaldið innheimt þar tvö- "falt af öllum ökutækjúm á suð- urleið, en innheimtu gjaldsins sleppt ef öllum ökutækjum á norðurleið. 3. gr. Undanþegnar greiðslu umferð- argjalds eru eftirlitsbifreiðar lög reglunnar, sjúkrabifreiðar og slökkvibifreiðar. Heimilt er að veita afslátt á umferðargjaldi, samkvæmt nán- ari ákvörðun ráðherra, ef keypt- ir eru 50 gjaldseðlar eða fleiri í einu. 4. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 100 þús. kr., nema þyngri hegning liggi við að lögum. 5. gr. Með brot gegn reglugerð þess- ari skal farið að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt 95. gr. vegalaga nr. 71. 31 desember 1963, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftir- breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. — Tannlæknar Framhald af bls. 6 mun sterkari en drykkjarvatns blanda eða 0.2% og má þess vegna ekki kyngja henni. Drykkjarvatnsblandan er hins vegar 0.001 prom.ille og er það eins og hver máður getur séð afarlitið magn. Munnskolunin kemur. þó engan veginn að gagni þar eð það er mikilvæg ast að fá fluorið inn í blóðið, þar sem það á greiðari leið til tannanna. — Er eitthvað, sem þér viljfð leggja áherzlu á í lok- in? — J>á, í fyrsta lagi það, að drykkjarvatn, sem innihldur einn milljónasta skammt af fluor hefur reynzt koma í veg fyrir tannskemmdir og há- marksárangur fæst, hafi við- komandi neytt slíks vatns allt lífið. I öðru lagi hefur ekkert komið fram, sem bent gæti til þess að slík fluor-blanda hafi áhrif á heilsu manna og að í þriðja lagi er það vel fram- kvæmanlegt að blanda því í drykkjarvatn. — Þá vil ég í lokin lýsa ánægju minni með hina ís- lenzku tanntæknadeild, sem að vísu er lítil, en nýtur virðing- ar. v ' 4 Á morgun heldur kvenna I landsliðið í handknattleik ut4 'an, en eins og kunnugt er mun það leika við Dani 28. og 30. október. Fari þær með sigur af hólmi, munu þær taka þátt í heimsmeistara- keppni kvennalandsliða, sem hefst í Þýzkalandi 7. nóv. Myndina tók Bjarnleifur Bjarnleifsson af stúíkunum fyrir skömmu á æfingu. Fremri röð frá vinstri: Jón- ína Jónsdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, og Rut Guð- mundsdóttir. Aftari röð: Pét- ur Bjarnason (þjálfari), Silv- lía Hallsteinsdóttir, Edda ’jónsdóttir, Sigríður Kjartans dóttir, Ása Jörgensdóttir, Vig dís Pálsdóttir, Sigrún Ingólfs dóttir, Jóna Þorláksdóttir, EI ín Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Svava Jörg ensdóttir, og Sigurður Bjarna son þjálfari. Fundur um far- miðaskattinn KLUKKAN 3 í gær hófst fund- ur, er skipa- og flugfélög geng- ust fyrir í Oddfellow-húsinu. Fundarefni var hinn fyrirhug- aði 1500 kr. farmiðaskattur. Þrír nýir lieið- ursfélagar Sjó- mannafélagsins HÁLFRAR aldar afmælis Sjó- mannafélags Reykjavikur var minnzt með veglegu hófi að Hótel Sögu síðastliðið föstudags- kvöld. Afmælisdagskráin var mjög vnduð og m.a. flutti Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, þakkar- ávarp til sjómanna fyrir hönd borgarstjórnar. Jón Sigurðsson formaður Sjómannafélagsins rakti sögu félagsins frá stofnun þess og heiðraði eldri félaga. Heiðursfélagar að þessu sinni, voru gerðir þeir Hilaríus Guð- mundsson, Garðar Jónsson og Jónas Jónsson frá Hriflu. Fjöldi útgerðarmanna og forystumanna verkalýðsfélaganna fluttu ávörp og árnaðaróskir til handa félag- inu. Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson fluttu skemmtiþátt og var vel fagnað. Hófið setti Guð- mundur Hallvarðsson og var hann jafnframt kynnir kvöldsins. Fór afmælishófið vel fram og var aðstandendum sínum til sóma. Ofsahvasst í Hvalfirði Akranesi 23. okt. Ofsahvasst var í Hvalfirði 1 gærkvöidi. I kvöldferð lang- ferðabíls Þ.Þ.Þ. sem fór úr Reykjavík kl. 18.30 og kom kl. 21.00 var uppstreymi svo mikið innarlega á Kjalarnesveginum að bílstjórinn átti fullt í fangi með að halda bílnum á veg- i irium.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.