Morgunblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 12
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 7. nóv. 1966
12
— VínlandskortiÖ
Framh. af bJs. 10.
ara að útskýra með því að kort
in eigi sér mismunandi uppruna
(Þ.e. séu afrit af frábrugðnum
kortum) heldur en með hroð-
virkni biskups við að afrita
kort skólameistara. Eins getur
Painter mismunandi stafsetn-
ingar á örnefnum á kortunum
til stuðnings kenningu sinni.
Um útlínur Grænlands á kort-
unum segir hann að þær séu
mjög áþekkar.
Síðan segir hann: „Hvorki
Vínlandskortið, né frumkort
þess (að svo miklu leyti sem við
getum gert okkur það/þau í
hugarlund) varpa nokkru ljósi
á það, hvar hafi verið staðsettir
landfundir norrænn'a manna á
ströndum Ameríku. Kortið er
einungis fábreytilegur, einfald-
aður og næsta úrkynjaður upp-
dráttur af því sem finna má í
sögum um þessa landafundi og
með smávegis hagræðingu má
telja að Vínlandsteikningin á
kortinu renni stoðum undir
hverja þá kenningu um stað-
setningu landafundanna sem
vera skal.
Vínlandsferðir Leifs heppna
og Eiríks biskups og kirkju-
■öguleg tengsl þeirra
Painter víkur næst að text-
unum á Vínlandiskortinu og seg
ir að þaðan muni að fá einu ó-
brengluðu upplýsingarnár um
landafundina. Hann minnir á
frásagnirnar af ferð Bjarna
Herjólfssonar og segir ekki ó-
sennilegt, að fullyrðinguna um
að þeir hafi siglt saman vestur
Bjarni og Leifur, megi skýra á
þann veg að þar hafi verið
slengt saman ferðum beggja
eins og frá þeim segi í Flat-
eyjarbók og eins geti það ver-
ið, að þessi samruni hafi verið
fyrir hendi í heimild þeirri er
kortið sé á byggt. Einnig sé það
til í dæminu, eins og Skelton
hafi vikið að í sinni grein, að
Bjami hafi siglt vestur öðru
sinni og þá í för með Leifi.
„hað er ef til Vill engin til-
viljun“ heldur Painter áfram
máli sínu, „að höfundur Vín-
landskortsins eða sá er hann
hafði að heimild, kaus að
setja saman ferðir Leifs
(Eiríkssonar) og Eiríks biskups
(Gnúpssonar) en ekki einhverj-
ar aðrar Vínlandsferðir sem
um er vitað, eða aðrar, sem við
ekki höfum haft af spumir. Þó
textinn á kortinu minnist ekki
á Iþað, varð Leifur til ’þess
fyrstur manna að flytja prest
til Grænlands en Eiríkur varð
fyrstur biskup yfir Grænlandi“.
Síðan drepur hann á augljós-
an áhuga kortahöfundar á mál-
efnum kirkjunnar, sem sjá megi
af ýmsum textum varðandi
Gamla heiminn á korti hans
og segir að ef til vill hafi hann
haft upplýsingár sínar um
Eirik biskup og ferðir hans úr
kirkjulegum heimildum frem-
«r en veraldlegum , til þess
bendi m.a. orðalag klausunnar
i kortinu, sem er svohljóð-
andi:
„Eiríkur (Henricus), sendi-'
boði páfa og biskup yfir Græn-
landi og nálægum löndum, kom
til þessa víðlenda og auðuga
lands (Vínlands) síðasta æviár
okkar heilaga föður Pascals, í
nafni Drottins almáttugs og
dvaldist Þar langdvölum bæði
sumarlangt og að vetri og fór
síðan aftur norð-austur til
Grænlands og hélt þaðan áfram
í auðmjúkri hlýðni við fyrir-
xaæli yfirboðara síns“.
Texti þessi gefur tæpast til-
efni til þess að dregið verði í
efa sannleiksgildi hans, hvorki
í heild né í smáatriðum, og þeg
ar litið er á tengsl hans við
mannkynssöguna gerir hún
bæði að staðfesta innihald hans
og varpa á það nokkru ljósi til
viðbótar.
Sendiför Eiríks biskups var
farin eirimitt um iþað leyti er
Pascal páfi II (sem sat frá 1099
til 1118), vann að útbreiðslú
trúarinnar og endurskipulagn-
ingu á yfirstjórn kaþólsku kirkj
unnar og páfavaldi í Skandi-
Frá L’ Anse-aux-Meadow, þar sem Helge Ingstad hefur grafið
upp húsatóttir og ýmsar minjar norrænna manna að talið er.
Á myndinni sést móta- fyrir eldstæði.
navíu og öðrum löndum nor-
rænna manna. Páfi hafi skipað
fyrsta biskup að Hólum á.ís-
landi árið 1006 og það var því
eðlilegt. að næst yrði stofnaður
biskupsstóll í Grænlandi. Rök
fyrir þessu eru að sumu leyti
kirkjusögulegs eðlis og að sumu
leyti efnahagslegs, en eflaust
hefur það þó verið þyngst á
metunum að tvístruð hjörðin í
Grænlandi var orðin þurfandi
fyrir forsjá kirkju sinnar. Eins
hljóta ástæður Grænlendinga
fyrir því að vilja fá til sjn
biskup að hafa verið ekki að-
eins trúarlegs eðlis heldur jafn-
framt stjórnmálalegs og við-
skiptalegs.
Biskup yfir Grænlandl
og náliggjandi löndum
Fyrsti settur biskup I Græn-
landi var Norðmaðurinn Arnald
ur, sem tók við embætti 1124,
eins og sagt er frá í Einars sögu
Sokkasonar. Hann hafði færzt
undan þessari embættisveitingu
og borið því fyrir sig, að Græn-
lendingar væru menn óstýrilát-
ir og myndu reynast sér erfið-
ir viðfangs. „Þeim mun meiri
verðleik hefur þú fyrir bragð-
ið“, sagði Sigurður konungur
Jórsalafari og biskupsefni Græn
lendinga var ekki til setu boð-
ið. Painter rekur nokkuð skipti
Arnalds og Einars Sokkasonar
og annarra Grænlendinga og
drepur á eiða þá, er Einar vann
Arnaldi að styðja hann og
biskupsstólinn með ráðum og
dáð.
Svo víkur hann aftur að
Eifíki og segir: „Titill Eiríks,
legáti eða sendimaður páfastóls
og biskup yfir Grænlandi og
náliggjandi löndurn" skiptir
miklu máli þegar reynt er að
gera sér í hugarlund, hvert ver-
ið hafi verksvið hans. Eiríkur
var sendiboði páfa og skipaður
af honum, hafði biskupstign
fyrir sakir sendimennsku sinnar
en ekki að venjúlegum leiðum
með skipan í biskupsdæmi sem
fyrir var. I»að er ekki fyrr en
Eiríkur hafði undirbúið jarð-
veginn fyrir framtíðarbiskups-
stól í Grænlandi að Arnaldur
varð settur þar inn í embætti
1124. Það má því ætla, að Eirík
ur hafi haft með sér presta til
Grænlands og vígt til prests
þarlenda menn, annast kirkju-
byggingar I umaæmínu, endur-
bætur á þeim og viðhald, litið
til söfnuðanna í fjarlægari land
námunum á Grænlandi og auk-
ið og betrumbætt aðstæður og
skilyrði til skírna, messugerða,
skrifta, hjónavígslna og jarðar-
fara samkvæmt trúarsiðum
rómversk-kaþólsku kirkjunnar.
Framar öllu hlýtur það þó að
hafa verið verkefni hans að inn-
heimta tíundir og kirkjuskatta
og ráðstafa eignum kirkjunnar
í Grænlandi óg fá fyrir því lof-
orð landsmanna að þeir héldu
sama trúnað og undirgefni við
biskup þann er á eftir honum
kæmi, eins og eiður sá er Einar
Sokkason sór Arnaldi gefur til
kynna.
Enn meiri athygli vekja þó
orðin „yfir Grænlandi og ná-
liggjandi löndum“. Þetta virðist
ekki vera meiningarlaus lagaieg
formúla eða rithefð. Biskup ís-
lands myndi til dæmis áreiðan-
íega ekki hafa verið kallaður
„biskup yfir íslandi og náliggj-.
andi löndum". Einu „náliggj-
andi lönd“ að Grænlandi sem
hugsazt geta eru lönd þau er
norrænir menn fundu á megin-
landi Ameríku, þ. e. Vínland og
ef til vill Markland. Pascal páfi
hlýtur að hafa haft af því
spurnir að fleiri lönd fylgdu
Grænlandi eða væru í tengslum
við það og einhver hefur orðið
til þess að ráða honum að
leggja þau lönd eirinig undir
dómsvald Eiríks biskups í
sendiför hans. Það myndi af
þessu leiða, að Vínlandsferð
biskups yrði ekki talin könnun-
arferð og utan við raunverulegt
verksvið hans, heldur eins
konar yfirreið eða skyldureisa
í samræ'mi við skipunarbréf
hans.“
Loðfeldir, mösurviður og
ljúffeng vínberin orsök
landnámsins vestra
Síðan ræðir Skelton nokkuð
þá kenningu — „sem til þessa
hefur veri'ð talin all-ævintýra-
leg“ — að á þessum tímum hafi
verið í Vínlandi byggð nor-
rænna manna og færir fyrir því
rök, að tæpast geti ferð biskups
hafa verið ein saman trúboðs-
ferð, til þess farin til þess að
umsnúa villtum Skrælingjum,
er engin kynni höfðu haft af
siðmenningu þeirra tíma, til.
réttrar kristinnar trúar. Aftur
á móti sé það ekki ósennilegt,
að kristniboð meðal Skrælingja
hafi verið meðal embættisverka
biskups í landnámi norrænna
manna á þessum slóðum og
myndi enda hafa verið bráð
nauðsyn, svo herskáir sem
Skrælingjar voru en landnem-
um nauðsyn á að hafa við þá
einhver skipti.
Skelton lýsir síðan nokkuð,
hversu myndi hafa verið háttað
húsaskipan og daglegu lífi í
slíkri landnámsbyggð norrænna
manna í Vínlandi og segir ólík-
legt, að offjölgun fólks í Græn-
landi hafi legið að baki land-
flutningum til Vínlands, heldur
muni þar að öllum líkindum
hafa um valdið fjárvon í þessu
auðuga landi vestan hafsins.
Hann minnir á frásagnirnar um
varning þann er höfðu á brott
með sér Leifur og Þorvald-
ur Eiríkssynir, Freydís systir
þeirra og Þorfinnur karlsefni
og segir að skinnaverzlun við
Skrælingja virðist hafa verið
ábatasömust þrátt fyrir áhætt-
una, en næst hafi komið mösur-
viðurinn sögufrægi og flest
bendi til þess að þetta hvort-
tveggja hafi verið aðalorsök
landnáms norrænna manna í
Vínlandi. Sú byggð hafi svo ver
ið það mikil að vöxtum á fyrsta
fjórðungi tólftu aldar að orðið
hafi tilefni sendiferðar legáta
páfastóls þangað og langdvalar
hans í landinu.
Painter ræðir síðan nokkuð,
hvert muni hafa verið starf Ei-
ríks biskups í „hinu auðuga
landi“ vestanhafs og hversu
lengi hann muni hafa dvalizt
þar og leiðir áð því getum, að
það muni hafa verið frá 1117 til
1121 en þá hafi hann verið kall
aður burtu vegna fráfalls Pas-
cals páfa og ef til vill haldið
suður til Rómar að gefa eftir-
manni Pascals í embætti, Calix-
tusi II (1119—24) skýrslu um
árangur sendiferðarinnar. Hann
minnir á, að á kortinu sé Vín-
landsferð biskups sögð farin
síðasta æviáf Pascals páfa, þ.e.
1117 eða 1118, en í íslenzkum
annálum sé hún skráð árið 1121
og segir ekki ósennilegt, að það
hafi verið ár það er Eiríkur hafi
komið vfð á íslandi úr vestur-
förinni. Töluverðar likur séu
á því, að Eiríkur biskup hafi
farið alla leið suður til Rómar
eins og Fransiskusarmunkurinn
Carpini einni öld og aldarfjórð-
ungi betur eftir hans dag. Vit-
að sé, að Calixtus páfi hafi hald
fð átram þar sem Pascal fyrir-
rennari hans féll frá um allt
starf kirkjunnar á Norðurlönd-
um og áhuga á því og ekki sé
ósennilegt, að einhvern tíma
seinna komi í leitirnar skjöl,
er veiti frekari upplýsingar um
hina einstæðu og ótrúlegu sendi
för Eiríks biskups annaðhvort
í skjalasöfnum á Norðurlöndum
eða í Vatíkaninu.
Bollaleggingar einar en þó . . .
í kafialok dregur Painter
saman niðurstöður sínar og var
ar lesendur enn við því áð taka
þær sem annað eða meira en
bollaleggingar einar, en segir,
að svo merkilegt mál sem þetta
eigi skilið að það sé rannsakað
að öllum lei'ðum, líklegum og
ólíklegum. „Vínlandskortið“,
segir Painter, „er okkur áminn-
ing um, að þekkingu okkar á
einum merkisatburði í mann-
kynssögunni var mjög áfátt og
enn má töluverðu við hana
bæla, ef skjalaverðir í Gamla
heiminum og fornleifafræðing-
ar vestanhafs taka áskoruninni
sem í þvi felst. En þangað til
af því ver’ður, hefur Vínlands-
kortið að minnsta kosti látið
okkur í té sannanlega frásögn
af ferð sendiboða páfa til Vín-
lands snemma .á 12. öld og
fyrstu teikninguna — lauslegan
uppdrátt að vísu, en þó — sem
vitað er um að gerð hafi veri'ð
fyrir daga Kólumbusar af
ströndum þelm, er Eiríkur
biskup sótti heim.
Loks telur Painter upp nið-
urstöður sína í sextán liðum,
með mismunandi líkindagildi
eins og hann segir sjálfur, og
verða þær raktar hér lauslega.
Sú er fyrst kenning hans, að
samskeyting Tartarafrásagnar-
innar og Söguspegils Vincents
frá Beauvais og vi'ðbót Vín-
landskortsins við hvorttveggja
kunni að hafa verið verk
Fransiskusarmunks í ritsal
(scripforium) Fransiskana-
klausturs í Þýzkalandi suður.
Önnur kenningin er sú, að höf
undur kortsins hafi aðlagað
upplýsingar og beinar tilvitn-
anir úr Tartarafrásögninni svo
samrýmanlegar yrðu kortaheim
ild hans, ekki breytt hinni síðar
nefndu til samræmis við Tart-
arafrásögnina. Þriðja kenningin
er um textana á Asíukortinu,
sem Painter telur, að séu ef til
vill til komnir fyrir áhrif frá
textum á kortaheimild höfund-
ar.
Fiórða kenningin segir, að til-
teknir textar á„heimskauts-
slóðum" kortsins kunni að véra
runnir frá óþekktri heimild
(annaðhvort skráðri frásögn,
korti e'ða hvorttveggja) um
norðlæg lönd. „Sú tillaga er hér
fram borin“ segir Painter, —
með hálfum huga þó — að
þessi heimild kunni að vera sú
sama og sú sem á eru byggðar
teikningarnar af Grænlandi og
Vínlandi á Vínlandskortinu eða
í tengslum við hana. Fimmta
kenningin segir, að höfundur
Vínlandskortsins hafi í engu
stuðzt við aðrar frásagnir af
sendiför Carpinis en Tartarafrá-
sögnina eina.
Sjötta kenning Painters og
sú sjöunda fjalla um ýmis at-
riði í teikningúnni af Gamla
heiminum á Vínlandskortinu,
sem frábrugðin eru Bianco-
kortinu og, annað þar að lút-
andi og áttunda kenningin um
meðferð höfundar á skráðum
heirnildum og sömuleiðis
níunda og tíunda kenningin.
Ellefta kenning Painters segir
a'ð Vínlandskortið, kort Sigurð
ar skólameistara Stefánssopar
og kort Resens biskups megi öll
telja sjálfstæð afrit týndra
korta og innbyrðis skyldra og
á þeim megi byggja öllum þrem
um „endursköpun“ frumkorts-
ins.
Tólfta kenningin fjallar um
frumkortið og afrit af því og
segir að þau séu aðeins laus-
legir uppdrættir byggðir á
skráðum heimildum og sögu-
legri hefð, en séu ekki í neinum
tengslum við raunverulegar
landfræ'ðilegar staðreyndir, og
verði ekki að réttu lagi lögð
til grundvallar staðsetningu
landafunda norrænna manna á
megmlandi Ameríku.
Þrettánda kenningin segir frá
Vínlandsferð Eiríks biskups, •
sem Painter telur sögulega
sanna heimild og í fjórtándu
kenningunni segir hann, að
ferðin bendi til þess, að þar
í landi hafi þá verið byggð
norrænna manna. Fimmtánda
kenningin fjallar um eðli og til-
gang slíkrar landnámsbyggðar
og loks segir Painter í sextánda
og síðasta lið upptalningar
sinnar:
„Þrátt fyrir ýmis ólíkindi á
kenningin um landnám og
byggð norrænna manna á 12.
öld skilið frekari athuganir og
rannsóknir af hálfu skjalavarða
og fornleifafræðinga austaa
hafs og vestan".
Me'ð þessum orðum Painter#
og tilmælum hans um frekari
rannsóknir ljúkum við þessum
greinaflokki um Vínlandsbók-
ina.
Straujóxn
fislétt og formfagurt, ferl
l í hendi og hefur bæði hita-1
Ui og hitarnæli, sem alltaf]
Flamingo-úðariiin
úðrr tauið svo fínt og jafnt,
að hægt er að strauja það
jafnóðum. Ómissandi þeim,
sem kynnzt hafa. Litir í stil
við straujámin.
Flamingo-
snúruhald
er ekki síður til þæginda, því
það heldur straujárnssnúrunni
á lofti, svo hún flækist ekki
fyrir.
FÖN IX
Sími 2-44-20 — Suðurgata 10.
Hópferðabílar
allar stærðir
/^^k'JAIITAW ....
6 iWBinftR.
Simi >271« og S4S<n.