Morgunblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1965, Blaðsíða 1
3 2 síð>wiF o»g lesboll Sukarno tekur komm únista til bæna Djakarta og Kuala Lumpur, 6. nóv. — NTB—AP. SUKARNO Indónesíuforset sagði í dag, að „viðeigandi“ ráðstaf- anir yrðu gerðar gegn Kommún- istaflokki Indónesíu. Forsetinn hefur ekki áður tekið kommún.- ista opinberlega til bæna, og viljað halda í við þá sem ganga ætluðu milli bolls og höfuðs á þeim. Forsetinn kvaðst skilja „hefnd arhug“ manna gegn þeim, sem stóðu að byltingartilrauninni 30. sept. s.l., en varaði menn við því að sérhagsmunaflokkar undir- róðursklíkur og heimsveldissinn- ar notfaerðu sér þetta hugar- ástand landsmanna. Sagði Su- karno, að þessi öfl hefðu það að marki að „brjóta Indónesíu á bak aftur" og koma hægri sinnum þar til valda, og taldi þá hættulegri en byltingartilraun- ina nýafstöðnu. Indónesíustjórn hefur iagt bann við ferðum erlendra sendi- manna út fyrir endimörk höfuð- borgarinnar fyrst um sinn vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Sovézki kommúnistaflokkurinn lýsti i dag áhyggjum sínum vegna ofsóknanna á hendur kommúnistum í Indónesíu, sem herinn stendur einkum fvrir. — Kommúnistaflokkar Kína og ítaliu hafa einnig tekið unlir gagnrýnina á stjórnmálaástanúið í Indónesíu. Kommúnistaflokkur inn þar var fjölmennasti og bezt skipulagði stjórnmálafiokkur iandsins. Hann studdi Kína í hug myndafræðideilum sovézkra og kínverskra kommúnista. Vopnahlé á Kýpu m§ en ólga undir niðri í>ama sést hvar bandarísk orrustuþota af gerffinni F-8E steypist í sjó niffur yfir Kínahafi, en fJugmaffurinn svífur til jarðar í faiihiíf. Fallhlifinni er fest við sæti hans, sem skotið er sjálf- feraí'a út úr vélinni er hún hrap ar. New York, Ankara og Nikósíu, 6. r.óvember, NTB, AP. U THANT aðalritari S. þ. sagði í gærkvöldi, að báðir aðilar að Kýpurdeilunni hefðu tilkynnt sér áð komið hefði verið á vopnahléi við borgarmúrana í hafnarbæn- um Famagusta, þar sem átök blossuðu upp í gær og urðu að bana tveimur mönnum tyrk- Ródesíustjórn hafnar till. Wilsons um oð nefnd skipuð fuflirúum samveldislandanna reyni oð sjálfstæðismálsins Saiisbury, Bódesiu, 6. nóv. — AP—NTB. RÓDESÍUSTJÓRN hafnaði í dag eiðustu tillögu Wilsons forsætis- ráðherra Breta um að skipuð yrði nefnd fulllrúr samveldis- landanna til þess að reyna að finna einhverja lausn á sjálf- stæðismálum landsins. í bréfi því er Ian Smith, for- sætisráðherra Ródesíu, reit Wilson, segir hann að vonir þær, sem menn hafi gert séf um að reynt yrði með öllum ráðum að finna lausn á vandamálum Ródesíu séu nú orðnar að engu og svo virðist sem Wilson hafi nú lokað að baki sér dyrum þeim er hann hafi þótzt opna með ferð sinni suður til Salisbury nýverið. bessi tilvitnun Smiths í lokað- ar dyrnar og yfirlýsing Ródesíu- stjórnar í gær um neyðarástand í landinu, ýtti mjög undir þann grun manna, að Smith og stjórn hans myndu vera að undirbúa einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu landsins, en eins og kunnugt er, vilja Bretar ekki veita Ródesíu sjálfstæði fyrr en tryggður sé Óeirðir í Tókíó vegna sáftmálans við S-Koreu Tókio, 6. nóvember, AP. TIL mikilia óeirða kom í dag í Tókíó er 10.000 manns söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið, til þess að mótmæla samþykkt frið- arsáttmála Japans og Suður- Kóreu. Átta þúsund lögreglu- menn með stálhjálma á höfði vörðu bygginguna. Sjö þeirra liggja nú á sjúkrahúsi ög tíu af óeirðarseggjum, sem flestir eru stúdentar. Enginn er sagður hættulega særður. Um fjörutíu stúdentar voru teknir höndum. réttur hinna 3.800.000- blökku- manna í iandinu til stjórnmála- þátttöku. Hvítir menn í Ródesíu, sem eru 225.000 hafa í hendi sér öil ráð um stjórnmál og efna- hagsmál í landinu. Allsherjarþing S.þ. samþykkti í gærkvöldi ályktun þess efnis að komið skyldi í veg fyrir einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Ródesíu með öllum tiltækum ráðum, jafn vel vopnavaldi ef með þyrfti. Wilson forsætisráðherra var í Wales er bréf Smiths barst til London í morgun, en flugvél bíð- ur forsætisráðherrans á flugvelli þar nærri að flytja hann aftur til höfuðborgarinnar hvenær sem þörf er talin á nætveru hans þar og eins hefur Heath, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gert nauð- synlegar ráðstafanir til þess að komast aftur til London í skyndi. í Salisbury er að því látið liggja, að engin von sé nú til þess að samningar takist um sjálf- stæðismál Ródesíu nema því að- eins að Wilson forsætisráðherra hafi einhverjar nýjar tillögur fram að færa. neskrar ættar á eynni en særðu tíu menn aðra. Friðargæzlulið S.þ. á eynni segir vopnahléið haldið að mestu, en fréttir berast um smávegis skothríð í bænum og sagt er að ólga sé víða annars staðar þar sem áður hafa verið úfar með Tyrkjum og Grikkjum á eynni. Öryggisráðið kom saman til fundar í gær a‘ð ræða Kýpúrmál- ið og var það að beiðni Tyrkja, sem telja málið nú aftur komið á alvarlegt stig og segja Kýpur- Grikki ögra hinum tyrkneska minmhluta á eynni. Fyrr var frá því skýrt í Ankara, að tyrkneska stjórnin hefði gert her landsins or'ð að vera við öllu búinn. Ekki hefur verið boðaður annar fund- ur í Öryggisráðinu, en sagt að beðið verði átekta um fram- vindu málsins. Kosiö í Kanada Á morgun, mánudag, fara fram þingkosningar í Kanada. Segir í NTB — frétt á laugardag, aff leifftogar helztu flokkanna, þeir Lester B. Pearson. forsætisráffherra og leifftogi Frjálslynda flokks ins, og John Diefenbaker, leiðtogi íhaldsflokksins muni báffir gera harffa lokasókn nú um helgina og hvorugur hinum hlífa. Fréttamaður AP skrifar frá Ottawa, að allt bendi hins- vegar til þess, að Frjálslyndi flokkurinn muni fara með sigur af hólmi. Mikil eftir- vænting hefur ríkt um það, hvernig úrslitum verði hátt- að í Quebec, þar sem fransk- ættaðir menn eru í meiri- hluta og hafa haft uppi há- værar kröfur um, að ríkið segi sig úr lögum við Kan- ada. Segir AP, að Pearson virðist eiga þar miklu meira fylgi að fagna en Diefenbak- er enda þótt sá síðarnefndi hafi lagt allt kapp á að vinna fylgi hinna franskættuðu. Margir helztu stjórnmálasér- fræðingar spái því, að Pear- Lester Pearson son muni að minnsta kosti vegna jafn vel og í kosning- unum 1863, þegar Frjálslynd- ir náðu 48 af 75 þingsætum Quebec í Neðri málstofunni, og sumir telja jafnvel, að hann muni ná í nokkur þing sæti frá flokki Raoul Caouett- es sem hefur nú þrettán menn í Neðri málstofunni. Leiðtogar íhaldsflokksins Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.