Morgunblaðið - 28.11.1965, Síða 2
t
2
MORCU N BLADIÐ
Sunnudagur 28. nóv. 1965
Nýr þjóðhöfðingi
í Kuwait
Beirut, Lebanon 25. nóv. AP
HINN NÝI þjóðhöfðingi í smá
ríkinu Kuwait við Persaflóa,
er 51 árs gamall prins, sem
kýs helzt að ga nga berfaettur
í skrifstofu sinni, með fálka
á arminum. Maður þessi er
sheikinn Sabah As-Salem As-
Sabah, sem tók við stjórn-
inni, þegar bróðir hans lézt
í gær, miðvikudag. 1 Kuwait
eru fjórðu stærstu olíulindir
heims og er rikið .annar
stærsti oliuútflytjandi í beim
inum.
Sheik Abdullah lézt úr
hjartaslagi í gær, sjötugur að
aldri. Hinn nýji þjóðhöfðingi
hefur verið forsætisráðherra
frá því þetta efnaða smáríki
varð að sjálfstæðu lýðveldi
árið 1963. Búizt er við, að
hann muni feta í fótspor bróð-
ur síns og halda áfram upp-
byggingu landsins, sem á síð
ustu árum hefur verið hroð
og vakið mikla athygli. „Mér
finnst þetta allt sem draum-
ur“, sagði As-Salem við frétta
menn nýlega, „Kraftaverk
hafa gerzt hér. Ég var ber-
fættur alinn upp á þessari
eyðimörk, sem lengi hefur ver
ið einskis nýt, en er nú mill-
jarða virði“.
Abdullah, sem stjórnað hef-
ur ríkinu frá 1950, lét fyrir
átta árum rífa niður fjögurra
metra háa virkisveggi, sem
voru kringum hið hrörlega
Kuwait-þorp, og hóf uppbygg-
ingu ríkisins. Hann lét sér
As-Sabah.
ekki nægja að leggja hundruð
milljóna dollara í margs kon-
ar uppbyggingu heima fyrir,
heldur reyndist hann ná-
grannaríkjunum mjög hjálp-
legur.
Hinn nýi þjóðhöfðingi hef-
ur verið einlægur stuðnings-
maður bróður síns og voru
engar mikilvægar ákvarðanir
teknar fyrr en bræðurnir
höfðu rætt málin. í tilkynn-
ingu frá ríkisstjórninni segir,
að As-Salem muni framfylgja
stefnu þeirri, sem bróðir hans
hefur mótað. Talið er að
Kuwait verði eftir sem áður
hlutlaust ríki, en muni þó
hallast að vestrænum ríkjum,
sem kaupa mestan hlutann af
oliunni.
Meðan As-Salem var krón-
prins, heimsótti hann Bret-
land tvisvar og einnig hefur
hann heimsótt Indland og flest
Arabaríkin. Þegar As-Salem
var gerður að krónprins, olli
það nokkrum óróa innan ætt-
greina stjórnarfjölskyldunnar,
Sabah og Jaber því sam-
kvæmt gamalli hefð, hafa ætt
irnar skipzt á að fara með
völd í Kuwait. Höfðingi Paber
ættgreinarinnar, Jaber E1 Ah-
med E1 Jaber, sem verið hef-
ur fjármálaráðherra, var sett-
ur forsætisráðherra stax etfir
lát As-Abdullah, og er talið,
að það hafi verið gert til að
fyrirbyggja hugsanlega úlfúð
milli ættgreinanna.
Sabah-fjölskyldan hefur ver
ið við völd í Kuwait frá því
1756, en 1961 losnaði ríkið
undan stjórn Breta. Viku eftir
viðskilnaðinn var brezkt her-
lið aftur kallað til landsins,
til að verja það fyrir ágangi
frá írak. Olía fannst í Kuwait
skömmu fyrir 1930, og á síð-
asta ári voru tekjur ríkisins
af olíunni 646 milljónir doll-
arar. íbúafjöldi ríkisins er
ujþ.b. 400 þús.
Ályktun Bændafélags
Fljótsdalshéraðs
BŒÚAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi fréttatilkynning:
S.l. laugardag var haldinn
fundur í Bændafélagi Fljótsdals-
< héraðs í Egilsstaðakauptúni.
Aðalumræðuefni fundarins var
hið nýja viðhorf sem skapast
hefur í verðlagsmálum landbún-
aðarins við að sex-mannanefnd
hefur hætt störfum að tilstuðlan
Alíþýðusambands íslands svo og
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn-
ar.
Vilhjálmur Hjálmarsson þóndi
Brekku, sem er stjórnarnefndar-
maður Stéttarsambands bænda,
flutti framsöguræðu. Síðan var
málið rætt af áhuga og stóðu um
ræður frá kl. 9 um kvöldið til
3 að nóttu. í lok fundarins var
eftirfarandi ályktun samþykkt:
„Fundur í Bændafélagi Fljóts-
dalshéraðs í Egilsstaðakauptúni
5. nóv. 1965, lýsir yfir, út af því
sem gerzt hefur í verðlagsmálum
landbúnaðarins á þessu hausti:
1. Fundurinn fagnar því á viss
an hátt að ákvæði Framleiðslu-
ráðslaga landbúnaðarins varð-
andi 6-mannanefndina séu fallin
og þar með hin niðurlægjandi
Jhlutun neytenda um kaup og
Ritgerð um Cunn-
ar Gunnarsson
ÚT er komin sérprentun af rit-
gerð dr. Richards Becks um
Gunnar Gunnarsson og nefnist:
Gunnar Gunnarsson — Some
observations.
Ritgerð þessi birtist áður I
Scandinavian Studies á þessu
ári.
Eins og af titlinum sést fjallar
ritgerð dr. Richards Becks um
verk Gunnars Gunnarssonar og
þá sérstaklega þær skáldsögur
hans, sem út hafa komið á
enskri þýðingu vestanhafs.
Ritgerðin var prentuð í sér-
stöku hefti af Scandinavian
Studies, sem var gefið út í sum-
ar til heiðurs dr. Henry Godd-
ard Zeaeh, er hann varð hálf-
níræð ur.
kjör bænda. — Hins vegar átelur
fundurinn stjórn Stéttarsamb-
bændá fyrir að láta ógert að
kalla strax saman aukafulltrúa-
fund til að mæta þessum óvæntu
viðhorfum í 6-mannanefnd er
fulltrúar neytenda neituðu sam-
starfi. Fulltrúafundur var eini
ábyrgi aðilinn til að gera gagn-
ráðstafanir, sem ef til vill hefðu
getað hindrað það, að málin
væru tekin úr höndum félagssam
takanna.
2. Fundurinn lýsir mótmælum
gegn bráðabirgðalögum landbún-
„Hafrót og
holskef lur“
frdsagnir af hetju-
ddðum sjómanna
d hafinu
KOMIN er út bók er nefniist
„Hafrót og hóIskefLur", frásagnir
af hetjudáðum sjómanna á haf-
inu. Jónas St. Lúðvílksson hefur
tekið efnið saman, þýtt og endur
sagt. _
Þetta er sjötta bókin, sem Æg-
isútgáfan gefur út með greina-
safni um sjóslys, svaðilfarir og
mannraunir. í þessari bók eru
fimm frásagnir, og neifnast kafl-
örlög, Hryllileg aðför, Síðasti
arnir Síðasta ferðin, Ógnþrungin
Narvíkurdrekinn og Skipsstrand
við Vonbrigðaey.
í fyrstu greininni er sagt frá
síðustu ferð iþýzka hafskipsins
„Bremen", Ógnþrungin örlög er
um vöruflutningaskipið „Irene
01dendroff“, í Hryllileg aðför er
sagit frá því, þegar farþegaskip-
inu „Lusitania“ var sökbt. Síð-
asti Narvíkurdrekinn er frásögn
úr síðari heimsstyrjöldinni, en
strandið á Vonbrigðaey segir frá
örlögum fjórsiglda barkSkipsins
„Dundonald.“
Bókin er 176 bls. að stærð og í
honni mar.gar myndir.
aðarráðherra og lítúr á þau sem
mjög óvinsamlega og óþarfa vald
beitingu gegn bændastéttinni.
3. Fundurinn gerir kröfu til
þess að fulltrúafundur Stéttar-
sambandsins verði kvaddur sam-
an sem fyrst. Sá fundur er rétt-
ur aðili til að hafa frumkvæði
að nýjum ráðstöfunum og starfs-
reglum í verðlagsmálum bænda.
Af fenginni reynslu verða full-
trúar bænda nú að gjalda var-
huga við því, að þeir verði með
nýrri lagasetningu eða með endur
samþykktum á fyrri lagaákvæð-
um, bundnir með kaup sitt og
kjör til samræmis við lægstlaun-
uðu þegna þjóðfélagsins og þar
fyrir neðan. svo sem verið hef-
ur.
Bændastéttin má ekki sætta sig
við annað en frjálsan og óháðan
samningsrétt v'l ríkisvaldið um
kjaramál sín hliðstæðan þeim,
sem aðrar stéttir þjóðfélagsins
hafa.
4. í sambandi við væntanlega
riýskipan í verðlagsmálum land-
búnaðarins, leggur fundurinn á-
herzlu á, að þar verði sett miklu
fyllri og ótvíræðari ákvæði um
störf og skyldur yfirstjórnar fé-
lagssamtakanna“.
Minjasafn Reykjavíkur
í stööugum vexti
UM miðjan september sl. var Ár-
bæjarsafni lokað og verður svo
sem venjulega yfir vetrarmánuð-
ina. Sumargestir urðu um 19.200
talsins. Á starfsliði safnsins hefur
orðið sú breyting að Skúli Helga-
son hefur látið af umsjónar-
mannsstarfi en við tekið Ingvar
Axelsson. Tilkynningar um hóp-
ferðir í safnið eða um notkun
kirkjunnar vegna brúðkaupa eða
annarra kirkjulegra athafna má
tilkynna beint til umsjónarmanns
í síma 60094. Á árinu tók sérstök
stjórnarnefnd við yfirstjórns
safnsins, en hana skipa: Hafliði
Jónsson, garðyrkjustjóri, formað-
ur; Sigurjón Sveinsson,_ bygging-
arfulltrúi, og Hörður Ágústsson,
listmálari. Framkvæmdarstjóri
safnsins er sem áður Lárus Sigur
björnsson, skjala- og minjavörð-
ur borgarinnar.
Minjasafn borgarinnar er að
Skúlatúni 2 og opið daglega kl.
2—4 nema mánudaga. f>ar hefur
nú tekið við daglegri vörzlu Þór-
valdur Ólafsson. Safninu bætast
einatt nýir munir og eru þrepgsli
í hinum litla sýningarsal orðin
mjög til baga. Við betri aðstæður
mætti þó fá þar á skammri stund
góða svipmynd af mörgum þátt-
um úr sögu borgarinnar af ljós-
myndum, málverkum, líkönum
og munum úr eigu margra mætra
Reykvíkinga fyrr og siðar. Hér
skal aðeins getið fárra einna ný-
legra gjafa til safnsins, svo sem
silfurbúins göngustafs Einars
Markússonar, ríkisbókara, gefinn
af Maríu Markan, óp^rusöng-
konu, dóttur hans, í hundrað ára
minningu; silfurbikara og heið-
ursskjala Guðbjarts Ólafssonar,
hafnsögumanns, gefið af Einari,
syni hans; þakklætis- og heiðurs-
gjafa frá nemendum til Axels
Andréssonar, knattspyrnukenn-
ara, þ. á m. þrennar silfurdósir,
afhent af systur Axels, frú Guð-
rúnu Kornerup-Hansen. Þá má
geta þess, að hinn nýlátni safn-
ari, Andrés Johnson i Hafnar-
firði, hafði lagt grundvöll að
merkja- og myntsafni, sem nú
hefur verið komið fyrir, og dreg-
ur ávallt að sér athygli yngri
safngesta, þar í einka-bréfmerki,
jólamerki og síldarmerki, en Jón
Pálsson, tómstundakennari, gaf
stofninn að íslenzka myntsafn-
inu. í þessu sambandi er þess
líka að geta, að lokið er upp-
setningu og skrásetningu verð-
launagripa og íþróttapeninga
Magnúsar Guðbjartssonar, hlaup-
ara, afhent af syni hans^ Björg-
vin, skólastjóra á Jaðri. í einum
sýningarskáp eru 145 peningar,
en alls um 400 munir nú skrá-
settir, ánafnaðir Minjasafni og
Árbæjarsafni af hinum látna.
Verðmætust muna, sem safninu
hafa áskotnazt í seinni tíð, verða
Héraðsmót Sjálfstæðis-
manna I Kjósarsýslu
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðisfélag-
anna í Kjósarsýslu var haldið
í Félagsgarði í Kjós um síðustu
helgi.
Páll Ólafsson Brautarholti
form. Þorsteins Ingólfssonar
setti samkomuna og stjórnaði
henni Oddur Andrésson á Hálsi
flutti ávarp en aðalræðu kvölds-
ins flutti Magnú? Jónsson fjár-
málaráðherra. Húsið var troð-
fullt og áberandi hve æskufólk
var þar fjölmer.nt og mætti
snemma. Góður rómur var gerð-
ur máli alþingismannanna.
Savanna tríóið söng og lék, en
hljómsveitin „Kátir félagar“ lék
fyrir dansi.
Skömmu áður var aðalfundur
sjálfstæðisfélagsins Þorsteins
Ingólíssonar í Hlégarði.
Aðalræðuma'ður fundarins var
Dr. Bjarni Helgason jarðvegs-
fræðingur og ræddi hann um
ýmis vandamál iandbúnaðarins
sem nú eru efst á baugi og virð-
ast þau vera næg.
Að erindinu loknu upphófust
miklar umræður og fjörugar.
Þessir tóku til máls: Ólafur
Bjarnason, Ólafur Þórðarson, Ás-
björn Sigurjónsson, Gísli Andrés
son, Jón M. Guðmundsson og
Matthías A. Mathiesen.
Kosningar fóru þannig að form.
var endurkörinn Páll Ólafsson,
Brautarholti. Meðstjórendur Ól.
Ágúst Ólafsson, Oddur Andrés-
son, Sveinri Guðmundsson, Guð-
jón Matthíasson, Magnús Jóns-
son og Bjarni Þorvarðarson.
Var almenn ánægja með um-
ræðurnar og fundinn í heild
enda er mikil gróska í félags-
málum sjálfstæðismanna í sýsl-
unnL
talin tvð málverk eftir Nicolafl
Pocoock, hinn fræga enska sjó-
myndamálara, keypt í London,
og sýna Reykjavík 1789. Mynd-
irnar eru málaðar eftir frum-
teikningum frá Stanley-leiðangr-
inum það ár. Þetta eru elztu
myndir af Reykjavíkurbæ, ef frá
eru taldar vatnslitamyndir Sæ-
mundar Hólms 1781 og einu
heimildir sjónarvotts um útlit
Hólavallaskóla og kirkjunnar við
Aðalstræti. Eftirmyndir af mynd-
um Sæmundar, sem varðveittar
eru í Landsbókasafni, hefur Aaga
Nielsen-Edwin, myndhöggvari,
gert fyrir safnið ásamt yfirlits-
mynd yfir bæinn 1801.
Eins og frá hefur verið skýrt
fannst eldstó í húsinu Austur-
stræti 22 við breytingu á verzl-
uninni Herrabúðin. Þorgrímuc
Tómasson, verzlunarstjóri Herra-
búðarinnar, gerði minjaverði að-
vart um fundinn og í samráði við
dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja-
vörð, var afráðið að Minjasafn
borgarinnar tæki mannvirki
þetta í umsjón sína, þannig að
það fengi að standa óhreyft i
húsinu. Viðgerð á eldstónni ann-
aðist Hans Blomsterberg ,múr-
arameistari, en þar hefur verið
komið fyrir gömlum eldfærum.
katlL þrifót og pottur hangir i
hóbandi. Eldtstóin er frá bygg-
ingarári hússins 1801 og reiknast
því elzta óbreytt mannvirki i
borginni. Er ánægjulegt til þesa
að vita, að svo einstætt mann—
virki í sögufrægu húsi skuli fá
að geymast enn um stund í mið-
biki borgarinnar. Síðar verður
hægt að fjarlægja eldstóna_ i
heilu lagi til varðveizlu í Ar-
bæjarsafni. (Frétt frá Minjasafná
Reykjavíkur).
Fjölskyldu-
fargjöld
Pan Ant
HINN 1. nóvember sl. gengu I
gildi hjá Pan American fjöl-
skyldufargjöld milli íslands og
Norðurlanda. Eru þessi fargjöld,
mjög hagstæð t.d. ef hjón ferð-
ast til Kaupm.annahafnar og til
baka til íslands, greiðir hús-
bóndinn fullt fargjald en frúin
aðeins hálft. Aðrir fjölskyldu.
meðlimir allt að 26 ára að adri
greiða einnig aðeins hálft far-
gjald.
Hinn 1. desemiber nk. ganga
svo enn ný fargjöld í gildi sem
einkum eru ætluð námsfólki og
öðrum íslendingum, sem dvelja
erlendis, en vilja halda jóla- og
nýárshátíð heima á íslandi. Þessi
fargjöld eru um 30% lægri en
venjuleg fargjöld og giLda tii
íslands og út aftur. Ferðina má
hefja hvenær sem er í desem-
bermánuði og gildir farmiðinn i
30 daga. Venjulegt fargjald á
Kaupmannahöfn er kr. 8.018,00
en jólafargjald á sömu leiðum er
kr. 5.908,00. Svipaður afsláttur
er frá mörgum öðrum borgum
í Evrópu.
Áætlun Pan American er nú
þannig háttað að flogið er einu
sinni í viku til Glasgow, Kaup-
mannahafnar og New York. Far
miðasala Pan American er hjá
Aðalumboðinu í Hafnarstræti 19
og ferðaskrifstofunum. Farþegar
mæta til brottfarar á Hótel Sögu
og er ekið þaðan til Keflavíkur-
flugvallar. Flugtími Pan-Am-vél
anna til Kaupmannahafnar er
3% klukkustund og til New York
5 kjukkustundir.
(Frá Pan American)
c