Morgunblaðið - 28.11.1965, Page 3
Sunnudagur 28 n8v. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
3
i
Uppreisnarmenn hugðust
steypa Sukarnó
Fréttabréí frá Bjarna M. Jóhannes-
syni, flugstjóra
Singapore f nóvember.
Í>AÐ má segja að hurð hafi
ekollið nærri haelum mér í
Djakarta fyrir nokkrum vik-
um. Var ég >ar þrem tímum
áður en hin örlagaríka upp-
reisn hóíst í Indónesíu. Lífið
virtiet ganga sinn vana gang,
ekkert óeðlilegt á seyði í borg
inni. Þeir héma í austrinu
virðast hafa mikla þjálfun í
að undirbúa uppreisnir, sem
skella yfir landslýðinn svo að
segja fyrirvaralaust. En margt
hefur skeð á þessum slóðum
•íðustu vikumar, línurnar
akýrast, því að enginn vissi
fyrstu dagana hver væri hinn
raunverulegi sigurvegari, en
uppreisnarmenn hugðust fyrst
og fremst steypa Súkarnó for-
seta af stóli.
En nú er auðséð, að sigur-
vegarinn er sjálfur Súkarnó,
eða eins og hann er kallaður
í heimalöndum sínum, Bung
(bróðir) Karnó. Nýtur hann
mikilla vinsælda meðal al-
mennings og hersins. Nú er
forsetinn farinn að reskjast og
sagður heilsuveilL Alla tíð
síðan Súkarnó var ungur mað
ur hefur hann barizt harðri
baráttu fyrir sjálfstæði Indó-
nesíu, en á ýmsu hefur gengið
þau 20 ár síðan hún fékk
sjálfstæði, og oft hefur verið
reynt að steypa bróðir Karnó
aí stólL
Súkarnó Indónesíuforseti er
sérkennilegur persónuleiki. —
Hann er mjög listelskur, og
kaupir m. a. listaverk eftir
fræga málara. Þegar ekið er
um Djakarta er eitt af þvi
fyrsta, sem ferðamaðurinn
rekur augun í, geysistórir
t u r n a r, minnismerki og
myndastyttur. Allt em þetta
hugmyndir Súkarnós. Lokið
var við síðasta turninn fyrir
6 vikum, og er hann 500 feta
hár. Efst í turninum var kom-
ið fyrir 30 kíló af skíru gulli,
og mótað eins og geysimikill
eldlogi. Fyrir stuttu voru
tveir náungar skotnir til
bana, þegar þeir voru staðnir
að því að reyna að stela gull-
inu.
Einkalíf Súkarnós forseta
hefur verið töluvert umræðu-
efni um dagana. 1 Djakarta
og nágrenni borgarinnar hefur
hann til umráða 3 hallir. Þar
geymir hann eiginkonurnar
sínar þrjár, en trúarbrögð
hans leyfa að hann megi eiga
þær fjórar, ef honum sýnist
svo. Þegar Súkarnó er á ferli
í höfuðborginni fylgja honum
í öryggisskyni fjöldi lögreglu-
manna, hermanna og bryn-
varðir fallbyssubílar. Öll um-
ferð er stöðvuð, og þeir sem
ekki hlýða skipun lögreglunn-
ar eru dæmdir í háar sektir.
Síðan byltingin hófst í Indó-
nesíu hefur verið útgöngu-
bann í Djakarta eftir myrkur,
og allar helztu byggingar borg
arinnar verið gætt af vel vopn
uðum hermönnum úr vissri
herdeild, sem álitin er sú bezt
þjálfaða í allri Indónesíu.
Loftvarnabyssur voru víða
settar upp í borginni, en af-
staða flughersins í þessari
valdadeilu var lengi framan
af óviss. Mjög strangt eftirlit
er með ferðum almennings.
Fólk verður jafnvel að fá
leyfi lögreglunnar til þess að
gista hjá nágrönnum sínum
eina nótt.
En sigur Súkarnós forseta
er ekki aigjör. Ekki hefur tek-
izt að uppræta skæruhemað-
inn, en skæruliðar halda sig
nú á miðhluta Jövu, og engu
hægt að spá um hvernig og
hvenær þeim átökum lyktar.
Indónesar flýta sér hægt, eins
og flestar Þjóðir í austrinu.
Það getur því dregizt á lang-
inn að ráða niðurlögum skæru
liða, en það ætlar Súkarnó
sér að gera. Opinberlega hef-
Sukarno
ur verið frá því skýrt, að
stjórnin í Rauða Kína hafi
stutt skæruliða með fé og
vopnum, en það hefur orðið
til þess, að vinátta Indónesíu
og Rauða Kína hefur kólnað
upp á síðkastið.
17. ágúst síðastliðinn voru
liðin 20 ár frá því Indónesía
fékk sjálfstæði. Fátt vissi al-
menningur í öðrum heimsálf-
um um Austur-Indíur fyrir
20 árum, en þá réðu Hollend-
ingar yfir þessum 3000 eyjum,
sem nú heita einu nafni Indó-
nesía. Má segja, að á tveim
síðustu árum hafi Indónesía
loks verið skilmerkilega kort-
lögð, en þetta mikla veldi er
fimmta stærsta að fólksfjölda
í heiminum. En það eru aðal-
lega átökin milli Malaysíu og
Indónesíu undanfarin ár, sem
vakið hafa áhuga og forvitni
manna á þessum þjóðum hér
austurfrá.
Þó Indónesía sé geysiríkt
land að náttúruauðæfum, er
þjóðarbúið á heljar þröm.
Verðgildi peningana minnkar
dag frá degi, og má líkja
ástandinu einna helzt við á- \
standið í Þýzkalandi eftir
fyrri heimsstyrjöldina. Þegar
fólk fer að verzla. verður það
að hafa með sér stóran poka
undir peningana. Laun fólks-
ins hafa ekki hækkað í sam-
ræmi við verðlagið á nauð-
synjum, t. d. hrísgrjónum, en
þau eru aðalfæða almennings.
Ríkisstjórnin hefur sætt mik-
illi gagnrýni, en lítið aðhafst
til þess að bæta ástandið.
-• Megnið af iðnaði Indónesíu
var byggður upp af útlend-
ingum, aðallega Hollending-
um, Bretum og Bandaríkja-
mönnum. Nú hafa Indónesar
rekið útlendingana af höndum
sér. Fyrst voru það Hollend-
ingarnir; árið 1963 kom röðin
að Bretum, og var ástæðan
stuðningur þeirra við Mal-
aysíu, og voru svo að segja
allir Bretar reknir úr landi
með harðri hendL sendiráð
þeirra brennt, og eignir þeirra
gerðar upptækar.
Vegna stuðnings Banda-
ríkjamanna við Suður-Viet-
nam hafa eignir þeirra verið
gerðar upptækar síðustu 12 j
mánuðL en fáir þeirra hafa
verið reknir úr landi. Indó-
nesíumenn hafa tekið við
stöðum útlendinganna, sem
margir hverjir voru sérfræð-
ingar í ýmsum gréinum, og nú
er svo komið, að t. d. iðnaður
þjóðarinnar er í kaldakoli.
Einu erlendu fyrirtækin, sem
ekki hafa verið tekin eignar- .
námi eru olíufélögin, en
Indónesía er auðug af olíu.
Megnið af gjaldeyri þjóðar-
innar kemur frá þessum fé-
lögum. Þótt erlendu olíufé-
lögin séu þyrnir í augum
Indónesíu getur hún lítið að-
hafst, þar sem vitað er, ef
þau verða gerð upptæk, mun
ekki fáanlegur markaður er-
lendis fyrir olíuna.
Það sem útlendingar skilja
ekki, er viðhorf þjóðarinnar
til forseta síns. 1 rauninni er
sama á hverju gengur fyrir
þjóðarbúið, Súkarnó er aldrei
kennt um ófarirnar. Hann
virðist hreinlega vera „stikk-
frí“ þegar erfiðleikar steðja
að, — öðrum kennt um þá.
Eftir þennan síðasta hildar-
leik virðist Súkarnó vera fast-
ur í sessi. Enda hefur hann
sér við hlið stærsta landher í
Suðaustur Asíu, og sá her í
hefur ekki svikið hann hing-
að til.
Bjarni M. Jóhannesson.
Stúdentar ó Akrnnesi holdn
fnllveldisingnað
STÚDENTAFÉLAG Akraness
hélt aðalfund sinn 5. nóvember
Bíðastliðinn. Endurkosinn for-
maður Haraldur Jónasson lög-
fræðingur flutti skýrslu um starf
eemi félagsins á síðastliðnu ári,
en hún stóð með miklum blóma.
Stjórn Stúdentafélags Akraness
er niú þannig skipuð: Formaður
Haraldur Jónasson lögfrœðingur.
Ritari: Björn Pétursson kennari.
Gjaldkeri: Jón Ben Ásmundsson
bæjarritarL Meðstjórnendur:
Magnús Guðmundsson fulltrúi
og Jósep Þorgeirsson löigfræðing
ur.
Undirbúningur að þessum full
veldisfagnaði er nú í fullum
gangi Fagnaðurinn verður að
þessu sinni haldinm að Hótel
Akraness og hefst með borðhaldi
'kl. 19. Vel verður vandað til
þessa fagnaðar. Bjarni Bjarnason
kennari flytur fullveldisávarp.
Guðmundur Jónsson óperusöngv
ari og Alfreð H. Einarsson kenn-
ari syngja Gluntasöngva. Upp-
lestur: Páll Gíslason læknir.
Guðmundur Jónsson óperusöngv
ari syngur eimsöng með undirleik
Hauks Guðlaugssonar. Hljóm-
sveit Ólafs Guðmundssonar leik
ur fyrir dansi og á miðnætti kem
ur: „Rúsínan í pylsuendanum“.
Stúdentar á Akranesi og annars
staðar á Mið-Vesturlandi eru
hvattir til að fjölmenna og taka
með sér gesti. Aðgöngumiðar
verðá seldir í dag og á morgun
á Hótel Akranesi milli kl. 18-19.
(Frá Stúdentafélagi Akraness)
Samkomulag um
jólaheimsóknir
V-Berlínarbúa.
V-Berlín, 25. nóv. —
NTB-AP: —
Í MORGUN var undirritaff sam-
komulag milli stjórnarvaldanna
í A- og V-Berlín, sem heimilar
íbúum V-Berlínar aff heimsækja
vini og ættingja austan mark-
anna nú um jólin og áramótin, '
eins og tvö undanfarin ár. Gild-
ir samkomulagiff fyrir tímabilið
18. des. til 2. janúar.
Talið er, að um 600.000 V-
Berlínarbúar eigi nána ættingja
í A-Berlín. Um siðustu jól voru
gefin út 821.000 heimsóknaleyfL
Viðræðurnar um heimsóknir
þessar hafa staðið yfir sl. fimm
mánuði. Hefur v-þýzka stjóm-
in reynt að fá þvi framgengt, að
að samkomulag yrði gert til
langs tíma þannig, að V-Berlín
arbúar gætu farið yfir mörkin
á jólum, páskum, hvítasunnu og
þegar meiri háttar viðburðir
væru í fjölskyldunum, til dæm-
is brúðkaup og jarðarfarir. Á
það hafa a-þýzk yfirvöld ekki
viljað fallast — standa fast á
því, að samið verði sérstaklega
í hvert sinn.
Félag raftækja-
sala stofnað
MÁNUDAGINN 15. nóvember
var haldinn stofnfundur Félags
raftækjasala í skrifstofu K. í.
að Marargötu 2 hér í borg.
Mættir voru á fundinum 17
raftækjasajar og samþykktu þeir
einróma stofnun félagsins svo og
framlagt lagafrumvarp.
Fundinum stýrði Sigurður
Magnússon formaður K. í. en
framkvæmdastjóri samtakanna
Knútur JBrunn, hdl., flutti
skýrslu um undirbúning félags-
stofnunarinnar og skýrði fram-
lagt lagauppkast.
í stjórn félagsins voru kosnir
eftirtaldir menn:
Formaður: Gísli Jóh. Sigurðsson.
Meðstjómendur: Valur Pálsson,
Geir A. Björnsson, Rafn John-
son og Andrés Reynir Kristj áns-
son.
Varamenn: Karl Eiríksson og
Þorsteinn Hannesson.
Endurskoðendur voru kosnir:
Ragnar Jóhannsson og Jónas
Jónasson.
Fuljtrúi í stjórn K. í. var kos
inn Valur Pálsson og til vara
Hákon Kristinsson.
Að lokinni stjórnarkosningu
tók nýkjörínn formaður félags-
ins Gísli Jóh. Sigurðsson við
fundarstjórn.
Er fundi hafði verið slitið
bauð framkvæmdastjóri K. L
fundarmönnum til móttöku.
Á stjórnarfundi hjá K. í. 16.
þ. m. lá fyrir upptökubeiðni
hins nýstofnaða félags í K. í. og
var hún samþykkt samhljóða.
Sérgreinafélög innan vébanda
samtakanna eru nú 18 en tala
fyrirtækja um það bil 600.
Af hverju býðurðu mér ekki
í jólaferðina til Parísar.
Ætlarðu kannske að fara einn
í jólaferðina til Parísar?
Ég heimta að fá að fara með
í jólaferðina til Parísar?
Ástin. Ég vissi alltaf að þú mundir
taka mig með í jólaferðina til
Parísar.
Jólaferð til
22. des. —
Parísar og London
30. des. nk.
LÖND& LEIÐIR H.F. Sími 20800