Morgunblaðið - 28.11.1965, Page 9
Sunnuftagur 28 nóv. 1985
MORGUNBLAÐIÐ
9
Jean Valqarð Blöndal
Kvebjuorb
F. 21.7. 1902 — D. 2.11. 1965
„Aldrei er svo svart yfir
sorgarranni
að eigi geti birt fyrir eilífa
trú.“
KTSSAR setningar komu mér
fyrsf í huga er ég las í dagb'löð-
unum fráfall vinar míns Val-
garðs Blöndal.
Ég er sex árum eldri en þessi
vinur minn, svo eigi hafði ég
Ibúizt við því, að í minn hlut
kæmi að mæla eftir hann látinn,
h-eldiur öfug-t, en svona eru nú
örlögi-n o>g þeim verður að hlýða.
Við Valgarð vorum báðir fædd
ir á Sa-uðárlkróki, og þótt aldurs
munur væri nokkur tóksit þegar
með okkur á unga aldri vinábta,
sem ég vona að ég otfmædi ekkert
um þó ég segi, að hún hafi frá
æskudögum aldrei rofnað til
hinnar hinztu stun-dar.
V-harö var kominn af traust
um heiðursforeldrum, -þeim Álf-
heiði Guðjónsdóttur Bióndal og
Kristjáni Ðlöndal er bjuggu á
Sauðárkróki og ólst hann þar upp
í skjóli og u-ndir vernd foreldra,
seiu í engu máttu vamm sitt vita.
Drakk hann þar í sig I á prúð-
mennsku og göfgan hugsunar-
hátt, sem aldrei brás-t honum síð
ar í lífinu og fylgdi honum til
leiðarloka.
f>egar Valgarð hafði aldur til
var hann settur til m nnta og
hóf nám við Verzl-unarskóla Is-
lands haustið 1916. Lauk han-n
tilskildu prófi iþaðan á réttum
tíma. f>að er þó hugmynd mín,
Verzlunar- og skrlfstofuhúsnæði
Til leigu er húsnæði fyrir verzlanir eða skrifstofur
að Grensásvegi 50. Góð aðkeyrsla, næg bílastæðL
Upplýsingar gefnar í síma 17888.
TERYLENE
DRENGJAFÖT
í miklu úrvali, verð frá kr. 1515,00.
KIRKJUSTRÆTI
að honum haifi eigi nægt það
námsefni, sem þar var á borð
borið. f>að er að minneta kosti
víst, að hann axlaði bagga sína á
nv til frekara nám^ nú lá
leiðin til f>ýzkalands. Þegar hanri
hafði lokið námi sínu þar kom
hann heim og se-ttist að nýju að
á Sauðárkróki, þar sem hann
síðan átti heima ti-1 æ-viloka.
Dvaldi hann eftir það í foreldra-
húsum, ýmist sem ókvæntur mað
ur og síðar kvæntur er hann
gekk að eiga. heitmey ^ma, Jó-
hönnu Árnadó-ttur frá Geita-
skarði, hina Ao'ætust-u konu og
af höfðingliunduðu x-ndafólki
korain.
Ég hygg að heimilishagur
Kristjáns Blöndals hafi lítið
breytzt við komu tengdad-óttur-
innar og eíðan barnabarnanna,
sem fæddust smátt og smátt. Þar
er um að ræða fagurt dæmi um
samheldni foreldra, barns, tengda
barns og bamabarna er svo skipt
ast málin, sem ég hygg að hér
hafi verið og ætti að skapa for-
dæmi til eftirbreytni hjá öllum
okkar þjóðfélagsþegn-um.
Valgarð var mikil-1 s-tarfs- og
afkastamaður og hlóðust strax
á hann margskonar störf er heim
var komið að loknu námi. Má
s\ j heita, að ha-nn taki við störf-
um föður síns smátt o-g smátt,
þegar hann fyrir aldurssakir
hvarf frá þei-m. Svo var um starf
hans sem gjaldlkera Sparisjóðsins
á Sauðárkróki, einhvers rtærsta
sparisjóðs la-ndsin-s, bóksalastarf
og starf hans sem póstm-eistara
á Sauðárkróki.
Auk þess má nef-na það, að
Valgarð og kona hans ráku um
árabil gistihús á Sauðárkróiki, og
kom-u þar enn fram frábærir
stjórnunarhæfileikar Vaigarðs
og lj-úfmennska, því öll-um ber
saman um er til þekkja, að gisti-
húsarekstur þeirra hjóna hafi
verið með slíkum ágaetum, að.
öðrum gæti til fyrirmyndar ver-j
ið um langa framtíð, en gistihúsa
rekstur getur verið vandasam-1
ur-og oft á tíðum næsta erfiður
svo sem allir vi-ta.
Þegar ég var ungur maður
norður á Sauðárkróki var sýslu!
fundur jafnan haldinn þar árí
hvert að vetrarlagi og stóð í einaj
vi-ku. Þá viku voru jafnan um
hönd hafðar margskonar skemmt
anir og streymdi fólkið út á
„Krókinn“ úr allri sýslunni til
þátttöku í þeim dagamismun er
menn þá gerðu sér. Er þar að
-finna upphaf þeirra skemmtana
se i Skagfirðingar halda nú
jafnan eina viku á vetri hverjum
og nefna „Sæluvikuna“. Er það
huglboð mitt, að þa-u hjónin Vail-
garð og Jóhanna hafi átt sinn
mikla þátt í framkvæmd þeirra
mála, því það má hverjum manni
ijóst vera að skemmtanir slíkar
og þær, sm um hönd eru hafð-
ar á „Sæluvikunni", hljóta að
vera hverju byggðarlagi ekiki ein
göngu til ske-mmtunar heldur
og til menningarauka og beinlín-
is hjálp í brauðstriti dagana. Tel
ég að Skagfirðingar fái seint full
þakkað vini mínum Valgarð
Blöndal störf hans að þessum
málum.
Þá vil ég að lokum geta þess,
að þegar flugsamgöngur hér inn-
anlands fara að færast í auk-
ana greip hann áköf löngun til
að starfa að þeim mál-um. Beitti
hann kröftum sínum og starfs-
orku að því, að byggður yrði flug
völilur vegna innanlan-dsflu.gs í
nánd við Sauðárkrók og sá hann
þá hugsjón sína verða að veru-
leika. Er þeim áfanga var náð
gerðist hann starfsmaður^ Flug-
félags íslands við flugvöll þennan
og hafði hann nýlokið afgreið-slu
flugvélar við völl þennan, að
iþví er virtist fullfrísfcur, en hans
nánustu vissu reyndar að hann
gekk ekki heillbrigður til starfa
sinna og hafði svo verið um nokk
urt skeið. Að lokinni afgreiðslu
iþessara flugvélar steig hann upp
í vélina og ætlaði tiil Ak-ureyrar
til fundarsetu þar með starfs-
bræðrum sínum. Þangað komst
hann eigi lifandi, því hann and-
aðist á leiðinni frá Sauðárkrók
til Akureyrar. Slík fráföll em
svipleg, en þó um leið fögur og
æskileg.
Kæra frú Jóhanna, ég flyt þér
og börnum ykkar al’lar mínar
beztu kveðjur, og af þvi ég tei
mig vita þig sama sinnis og ég
er, lýk ég þessum minni-ngarorð-
um um látinn vin með þessu
erindi úr kvæði skáldsins:
„Guð vorn anda ef áframhald
ei fá seinna lætur,
röðulbanda reist er tja-ld
rétt til einnar nætur.“
Björn E. Árnason.
mm RALEIGH
„KING SIZE FILTER” SÍGARETTAN ER
ÞEKKT FYRIR SÍN EKTA TÓBAKSGÆÐI