Morgunblaðið - 28.11.1965, Síða 11

Morgunblaðið - 28.11.1965, Síða 11
Sunnudagur 28. nóv. 1965 MORCU N BLAÐIÐ 11 Jóliann Hjálmarsson: SNBMMA morguns fer ég með hópi nemenda frá Há- skólanum í Barcelona til Gerona. Það er ekið meðfram ströndinni og alls staðar eru menn að veiða. I>eir beina löngiim stöngum sínum út í ikyrrlátt Miðjarðarhafið og sólin Skín ákaft á þá og gegn- um rúður langferðavagnsins. f>að er sunnudagur í dag, og þess vegna sunnudiagsveður. í úthverfum Barcelona eru að rísa nútímaleg íbúðar- hverfi, en þegar komið er til Badalona sjást ökki framar neinar nýjar byggingar. Og tþegar við nálgumst strend- urnar, þar sem fólk fer á stefnumót við sólina, einkum Norðurlandabúar, þá blasa við heljarstórar auglýsingar. Meat eru breninivinsauglýs- ingar áberandi ásarot augliýs- ingum um fyrsta flokks hótel við ströndina: sól og vín. Er nokkuð jafn auðnuleysislegt og að liggja á baðströnd allan daginn og dreklka sig kenndan á kvöldin? Bg veit það ekki. En þetta virðist vera það sem fjöldinn saekist eftir, og ekká síst íslendingar. Vagninn nemur staðar. Hlér förum við út og fáum okkur einhverja hressingu, segir leið- sögumaður ókkar, prófessor við Háskólann. I>eir sem eru með í þessari ferð eru allir nemendur við Háskölann í Baroelona, og þeir leggja stund á spænska tungu og bók menntir. Ég er eini Norður- Xandabúinn í ferðinni. HDér er fólk frá Bandairíkjunum. Svisslandi, býzkalandi, en það virðist ekki hafa vakið áhuga norrænna nemenda við skólann að fara til Gerona, kannski er það vegna þess að ekkeirt sóibað er á dag- skránni? Þegar komið er til Gerona, þá er kornið í eitthvert stærsta listasafn sem tiil er í Katalóníu. Borgin er tfiuili af gömlum minjum. Okkur er fiyHgt um gamla hverfið í Gerona, leiðsögu- maðurinn talar viðstöðulaust. Hann er Geronabúi, og auð- sýnilega stoltur af borginni sinni. Hann segir okkur frá vörn Geronaborgar árið 1809, þegar heimenn Gerona vörðu borg sína í sjö mánuði fyrir herjum Napoleons I. Við fá- um að sjá byssurnar í safni borgarinnar, fánana þeirra og ýmislegt annað sem vitnar um þennan sö,guiega atburð. Hér er allt fullt af trúar- legri list eins og í Barcelona. Við göngum um klaustur- garða og söfn með trúarleg- um listaverkum. Klaustur- garðarnir eru ekki eingöngu merkilegir fyrir það, hve þar er mikið aif list, hel-diur búa þeir yfir einhverri tignni ró. Þótt heitt sé úti er svalt í þessum görðum. I>að er eins og haustið andi á mann gegn- um op á loftinu. Hér stendur ævagamalt tré. Ég hélt að svona tré væru aðeins til í málverkum. En í Gerona er allt til. Við erum stödd i arabísku baðhúsi, en ég held að eng- an langi í bað. Hér er kált inni, en einu sinni loguðu eld- ar á gólfum og menn hafa striplast hér um. Dómikirkjan í Gerona er mikil bygging. í safni henn- ar staðnæmumist við fyrir framan heljarstórt veggteppi frá árinu 900. Þetta teppi sýn- ir okkuir sköpun heimsins. Ég verð að viðuúkenna að ég var orðinn meira en lítið þreyttur á að ganga um öll þessi söfn; mig var farið að langa í mat, og umfram alllt hafði ég ábuga á bæjaibragn- um. Hvernig er fólkið í þessu stóra safnhiúsi? hugsaði ég Þegar við komium út á göt- urnar hlupu tveiir strákar framihjá okkur með riffla í höndum. Þeir hafa lífclega elkki gleymt afrekum forfeðr- anna og kunna sennilega að Skjóta þótt þeir séu enn ung- ir að árum. Gamall maður var að rafca sig í birtunni frá sói- inni. Hann sat á hæfcjum sín- um inni í einihverju skúma- skoti, sem líklega hefur verið ma nnabústaður, ef það hefur þá ekki verið minjasafn, og gamli maðurinn hluti af því. Þjóðvegurinn til Frakklands liggur í gegnum Gerona, og á einhvern hátt ber 'borgin keim af Frafeklanidi. Fólkið er al'lt öðru vísi en í Bareelona. Það er ekki eins vingjarnlegt. Ég hafði á tiKinningunni að því langáði til að segja við okkur: Þið, ókunnu ferðamenn, varið ykkur á okkur hérna í Ger- ona. Við kunnum nefnilega að fara með byssur. Ég stóð á bak'ka gruggugs íljótsins, sem rennur um borg- ina. Gamall svartklæddur maður kom og settist á bak'k- ann. Hann raulaði vísur, sem fjölluðu um dapurleik Mfsins, enda var hann blindur. KannSki hefur hann einbvern- tíma litið fegurð dagsins? Á aðaltorgi bæjarins var verið að selja alls kyns dót. Þar voru leikföng, lúðrar og byssur ásamt fleiru. Stytta sem minnti á vörn borgarinn- ar stóð á torginu. Hún var af mönnum sem miðuðu byssum. Eftir hvíldartímann flykkt- ist fólkið í kvikmyndahúsin. Eins og í Barcelona voru myndirnar ómerkilegar. Ég hefði ekíki viljað sjá neina þeirra. Maður nokkur kom á torgið, stillti upp grind, steig upp á kassa og fór að ha.mast við að mála. Eftir að hann var búinn með eina mynd, efndi hann til happdrættis um myndina, byrjaði síðan á annarri og þannig gekk þetta lengi. Myndirnar voru af herskipum og ýmsu sem minnti á stríð. Mér varð á að hugsa: E£ þeir byrja að skjóta aftur á Spáni, þá verður fyrsta skotinu hleypt af í Gerona. í þessari iborg minnti £le®t á byssur. Og þegar komið var kvöld heyrðist Skotið úr mörg- um byssum. En sem betur fer voru þeir eikki farnir að stríða, heldur var hátíð í Gerona þessa viku og þá var auðvitað skotið úr byssum. Ætli það hafi ekki glatt marga Gerona- 'búa að heyra hvellina? Við ókum til Barcelona seint um kvöldið eftiir að hafa verið í einu safninu enn. Máninn var fullur og slkein yfir pil- viðarskóguinum og hæðunum í fjarsíka. Það var svo þægilegt að horfa út um gluggann, og vita að sftir tvo tíma værum við komin til BarceLona. 1 fjarska var Gerona, borg byss- anna ag stríðsins. Borg sem er lítil, en svo full af söfraum og sögulegum minjum að maður verður þreyttur á öllu sam- an, og óskar sér þess að fá að gleyma því um stund. Þegar við voruim komin í úthverfi Barcelona, og sáum kirfcju Gaudís bera við himin, ætli mörgum ofckar hafi ekki þótt líkt og að vera fcomin aftur heim.? Barcelona 10. nóvember. Ályktanir um hags- munamál sveitarfél. MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá Sambandi ísl. sveitarfélaga: „Ráðstefna Sambands íslenzkra sveitarfélaga um fjármál sveitar- félaga sem haldin var í Reykja- vík dagana 22.—24. nóvember gerði svofellda ályktun: Ráðstefna Sambands íslenzkra tveitarfélaga um fjármál sveitar- félaga haldin í Reykjavík 22.—24. nóvember 1965 flytur stjórn sam- bandsins beztu þakkir fyrir boð- un ráðstefnunnar og framkvæmd hennar og telur nauðsynlegt, að framhald verði á slíkum ráð- Stefnum. Ráðstefnan ályktar að fela Stjórn samibandsins: L að beita sér fyrir því við ríkisstjórn, að komið verði á fót samvinnunefnd ríkis og •veitarfiélaga, er endurskoði lög- gjöÆ varðandi greiðslur vegna sameiginlegra verkefna þessara aðila. II: að fylgja því fast fram, að frumvarp það um lánasjóð sveit- arfélaga, sem lagt var fyrir síð- asta Alþingi, nái fram að ganga á því þingi, sem nú situr. III: að hafa forgöngu um end urskoðun á þeim atriðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem reynzt hafa erfið í fram- kvæmd eða ósanngjörn gagnvart einstökum sveitarfélögum, svo sem ákvæði um skipti- og við- bótarútsvör og skattfrelsi ríkis- fyrirtækja og banka. IV: að hlutast til um, að sett- ar verði fyllri reglur um bók- hald sveitarfélaga, og koma á námskeiðum í bókhaldi fyrir starfsmenn sveitar félaga í sam ráði við Hagstofu Íslands. V: að beita sér fyrir frekari fræðslu um gerð framkvæmda- áætlana og tryggja hlut sveitar- fólaganna í framkvæmdaáætlim þjóðarinnar hverju sinni“. Enn- fremur gerði ráðstefnan eftirfar- andi samiþykkt: „Ráðstefna Sambands íslenzkra sveitarfélaga um fjármál sveitar félaga haldinn í Reykjavík 22.— 24. nóvember 1965 leggur áherzlu á, að öll frumvörp, sem Allþingi fjallar um, og sveitarfélögin varðar, svo og frumvörp að reglugerðum, sem snerta mál- efni, er varða sveitarfélögin í heild verði send Sambandi is- lenzkra sveitarfélag til umsagn- ar“. Haradh, Jemen, 25. nóv. AP • Fulltrúar stjórna Egypta- lands og Saudi Arabíu hófu á ný í dag viðræður sínar um að binda enda á borgarastyrj- öldina í Jemen, sem staðið hef ur sl. þrjú ár. Umræðurnar, sem fara fram í tjaldbúðum í þorpinu Haradh í Jemen, munu að öllum líkindum standa fram í næstu viku. Er ætlunin að reyna að ná sam- komulagi um myndun bráða- birgðastjórnar fyrir landið, er fari með völd þar til hægt er að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu. Rússar leggja kapp á bæfta ferdaþjón. - segja fulltrúar INTOURIST • Verzlunarslkrifstofa sotvézka sendiráðsins boðaði nýlega til • fundar með fréttamönn- um og kynnti fyrir þeim tvo fulltrúa sovézku ferðaskrifstof- unnar Intourist — þá Shibaev, aðalfulltrúa Norðurlandaskrif- stofunnar og aðstoðarfulltrúa hans, Kirienkov. Sögðu þeir er- indi sitt til landsins að hvetja til aukinna ferðalaga íslendinga til Sovétríkjanna og skýrðu nokk- uð frá því, hverra kosta væri völ um Rússlandsferðir. Aðalfulltrúinn, Shibaev, hafði orð fyrir þeim félögum og sagði ferðamannastarfsemi í Sovétríkj unum unga að árum. Hefði hún ekki hafizt fyrr en árið 1956, en síðan hefði miðað hratt í framfararátt og mætti nú orðið teljast allgóð aðstaða til þess að taka á móti ferðamönnum. Þó þyrfti mikið enn að bæta op væri unnið að því kappsamlega- — ríkistjórnin hefði m.a. nýlega samþykkt ríflega fjárveitingu til þess að bæta aðstöðúna í ferða- málum landsins. Væri m.a. lagt mikið kapp á að leggja nýja vegi, byggja gistihús, veitinga- hús og „mótel“ — og jafnframt að koma upp skipulögðum tjald- stæðum með hreinlætis- og eld- unaraðstöðu, þar sem miðað væri að því að auðvelda ferða- fólki að koma og ferðast um Jónas Jónasson Hrafnagili Sakamálasögur Jónasar frá Hrafnagili SAKAMÁLASÖGUR, rit Jónas- ar Jónassonar frá Hrafnagili, eru nýkomnar út og er það önn ur prentun. Útgefendur eru þeir Jónas og Halldór Rafnar á Ak- ureyri. Sögurnar eru: Randíður í Hvassafelli, Magnúsar þáttur og Guðrúnar, Kálfagerðisbræður. — Um fyrstnefndu söguna er það að segja, að séra Jónas samdi hana um 1890, en síðan hafa verið gefnar út í ísl. fornbréfa- safni og Alþingisbókum íslands ýmsar heimildir, er fjalla um söguefnið. Hafði Einar Arnórs- son hæstaréttardómari ritað ítar lega sögulega rannsókn í máli þeirra Hvassafells-feðgina í Blöndu V, bls. 343—387 og VI bls. 37—49. Saga Magnúsar og Guðrúnar er að mestu eins og hún gerðist — aðeins að nokkru fyllt, og þjóðsagnir úr Eyjafirði notaðar til uppfyllingar. En svo vægi- lega að farið, að þar sem sann- leikanum og sögunum bar á milli, voru sagnirnar látnar víkja úr sæti. Kálfagerðisbræður er saga frá átjándu öld. — Bókin er 160 bls. og prentuð í LeiftrL Sovétríkin á sínum eigin bif- reiðum. Shibaev sagði á aðra milljón erlendra ferðamanna frá 130 þjóð um hafa komið til Sovétríkjanna á árinu 1964 og væri búizt við að sú tala hækkaði töluvert á yfirstandandi ári. Það sem af væri árinu 1965 hefðu komið til landsins 35.000 Finnar og 9.000 Svíar og verulegur straumur væri frá Danmörku, Noregi, Frakklandi og Bandaríkjunum. íslendingar væru hinsvegar sjald séðir fuglar þar og mætti gjarna úr þvi bæta. Fulltrúinn sagðf að um marga staði væri að velja til að ferðast um í Sovétríkjunum, allt frá Svartahafi til Síberíu og Asíu. Á Norðurlöndum hefði reynslan orðið sú, að ferðamenn sæktu helzt til Svartahafsins í sólina og sjóinn, enda veitti þeim ekki af. Þar væri margt fallegra staða að velja, m.a. bæina Sochi og Yalta. Nefndi hann sem dæmi, að danskar ferðaskrifstofur seldu 14 daga dvöl á Yalta á 1300 danskar krónur (rúml. 8.000 kr. ísl.) Væri þar með reiknaðar flugferðir frá Kaup- mannahöfn til Yalta og til baka með viðkomu í Moskvu, en mið- að við fimmtán manna ferðahép. Þá sagði fulltrúinn, að fara mætti með járnbrautarlest beint frá Osló til Moskvu og þaðan áfram til Svartahafsins og kost- aði slík ferð hjá norskum ferða skrifstofum, með tveggja vikna dvöl á baðstað, 13—1400 norsk- ar krónur, míðað við hópferð a.m.k. tíu manna. Gat hann þess í því sambandi, að starfssvið Norðurlandaskrifstofu Intourist væri einungis auglýsingastarf- semi — ferðirnar sjálfar seldu ferðaskrifstofur hinna ýmsu landa. Þá sagði Shibaev, að Intourist gæfi útlendingum nú kost á að dveljast sér til heilsulbótar á hressingar og heilsuverndarstöð- um, ýmist við Svartahafið eða í KJákasus-fjöllum. Yrði þá að dveljast þar í a.m.k. 26 daga og væri kostnaður 6—8 rúblur á dag, eða 3—400 ísl. kr., nokkuð mismunandi eftir gæðum stöðv- anna. Innifalið í verðinu væri alls konar fyrirgreiðsla, læknis- hjálp, ýmiss konar rannsóknir og myndatökur, leikfimi, lyf o.s. frv. auk fæðis og húsnæðis. Jafn framt veitti Intourist 45% af- slátt á flugleiðum innan lands, þ.e.a.s. milli Moskvu og heilsu- hælanna. Þannig kostaði til dæmis flugferðin Moskva-Yalta- Moskva nú 1300 ísl. kr. Þá minntist fulltrúinn á ýmsar listahátíðir, sem haldnar væru í Sovétríkjunum ár hvert, drap sérstaklega á hátíðirnar „Moskvu stjörnur“, sem haldin er 5.—15. maí, „Bjartar nætur í Lenin- grad, sem jafnan er 20.—30. júní og Vetrarhátíðina í Moskvu, sem er 25. des. — 5. jan. Á öllum þess um hátíðum kæmu fram úrvals listamenn víðsvegar að úr Sovét ríkjunum. Shebaev sagði að lokum, að margt mætti vissulega enn að rússneskri ferðaþjónustu finna, — hún væri ekki alltaf fyrsta flokks ■ og þeim hefði orðið á mörg mistökin síðasta áratug- inn. En hann sagði, að Rússar legðu allt kapp á að læra af reynslunni, bæði sinni eigin og annarra, og sú væri trú þeirra, að aukin skipti á ferðamönnum þjóða í milli væru mikilsverð, stuðluðu að friðsamlegri sambúð iþjóðanna og efldu heimsfriðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.