Morgunblaðið - 28.11.1965, Síða 12
12
MORCUNB LAÐIO
Sunnudagur 28. nóv. 1965
Benni og klukkan
ER KOMIN AFTUR TIL BÓKSALA
UM LAND ALLT.
Dönsk fjölskylda
óskar eítir stúlku til barnagæzlu og heimilisstarfa.
Fernt í heimili. Gott kaup og vinnutimi.
Gjörið svo vel að skrifa (á íslenzku eða dönsku) til:
LAURS DJ0RUP
p.t. Hotei Stockholm,
Rpmersgade 7, Kpbenhafn K.
Hildur Björnsdóttir
Á MORGUN, mánudaginn 29.
nóv. fer fram frá Kapellunni í
Fossvogi jarðarför Hildar Björns
dóttur, frá Ásg-eirsbrekku í
Skagafirði, ekkju Jósefs Björns-
sonar er lengi var kennari og
skólastjóri á Hólum í Hjaltadal.
Hildur andaðist 19. nóv. í sjúkra
búsinu Sólvangi við Hafnarfjörð,
84 ára gömul.
Við andlát frú Hildar Björns-
dóttur finnst okkur öldruðum
Sikagfirðingum sem lokið sé
miklum þætti í sögu Hólastaðar
og Skagfirðinga, en það tvennt
staðurinn og fólkið í friðinum
hefir löngum verið svo samofið,
að saga Hóla er um leið saga
Skagfirðinga. Með Hildi er horf-
in sú kona er síðust hafði hús-
móður forráð á Hólum í Hjalta-
dal á liðinni öld, og um alda-
mótin síðustu, meðan búskapur
á því sagnfræga stórbýli og
Bændaskóli voru ein órafa heild.
Hildur var fædd í Viðvík, Við-
víkursveit 1. júlí 1881, en ólst
upp hjá föður sínum Birni
Pálmasyni (frá Brimnesi) bónda
í Ásgeirsbrekku. Móðir Hildar
var Þuríður Kristj ánsdóttir, þing
eysk að ætt. Aðeins 15 ára að
aldri hleypti Hildur heimdragan
um, fór til Reykjavíkur og dvaldi
tþar við nám í tvö ár. Hún stund-
aði húsmæðranám og naut með-
al annars tilsagnar Þóru Mel-
sted þess mikla kvennafræðara.
Einnig naut hún nokkurrar til-
sagnar í orgeileik og söng. Voru
það hugðarefni hennar þá og æ
síðan.
Árið 1898 giftist Hildur Jósef
Björnssyni skóiastjóra á Hólum,
þá aðeins 17 ára gömul. — Hér
var mikið lagt á ungar herðar.
- Stillið á lit og saumið -
Það er þessi einfalda nýjung, sem
kölluð er „Colormatic", sem á skömm-
um tírna hefur aukið vinsældir
HUSQVARNA 2000 til stórra muna.
Beinn saumur, hnappagöt, blindfáldur og úrval
mynztursauma er hægt að velja með einu hand-
taki, Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt,
í litum, á „saumveljara".
HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. fL
eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu
hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir.
■Á íslenzkur Iciðarvísir fylgir hverri sáumavél.
■Á Kennsla er innifalin í verðinu.
•Á Afsláttur veittur gegn staðgreiðslu.
'Á' Kf þér komizt ekki til okkar til að kynna yður
. vélina, munum vér senda sölumann til yðar
eftir lokun, ef þér búið í Reykjavík eða
nágrenni.
■Jr Umboðsmenn víða um landið.
mmi
ÆétUwn h.f.
Suðurlandsbraut 16 - Revkjavik - Símnefni: »Volyer<t - Sími 35200
Það var ærinn vandi að setjast
þá í húsmóðursæti á Hólum, eftir
Hólmfríði Björnsdóttur miðkonu
Jósofs skólastjóra, lézt 1894 frá 6
börnum, sem þá eru á aldrinum
2- 9 ára. En Hólmfríður var eldri
systir Hildar.
Heimili skólastjórans, Jósefs
Björnssonar, var um þessar
rnundir heimili harðrar reynslu.
í harðærinu 1882 gerist Jóseif
skólastjóri Bændaskólans á Hól-
um, er Skagfirðingar efr.du til af
ótrúlegri bjartsýni, en við litla
og harða kosti. Hinn ungi skóla-
stjóri missir fyrstu konu sína
Kristrúnu Friðbjarnardóttur eft-
ir eins árs samlbúð, og á fyrsta
starfsári sínu á Hólum, og hið
eina barn þeirra hjóna fylgir
móður sinni í gröfina. Aðra konu
sína Hólmfríði Björnsdóttur
missir Jósef eftir 10 ára sambúð,
er hún þá aðeins 84 ára, og sem
sagt frá 6 börnum, 2-9 ára göml-
um.
Þeir sem nú aka veginn frá
Sauðárkróki ,heim að Hólum“ á
tæpum hálftíma eiga erfitt með
að átta sig á því hver þraut og
vandi það var að búa á Hólum
sem bóndi og skólastjóri, fyrir
aldamót og halda þar reisn sinni
og staðarins, við þær aðstæður
sem þá voru fyrir hendi, og í því
harðæri sem þá var löngum.
Mikill var vandi skólastjórans,
sem hóf skólahaldið í gömlum
torfbæ, en ætli vandi og hlutur
húsfreyjunnar ungu, er tók við
eins og ástatt var 1898 'hafi verið
minni?
En hér fór aRt vel. Dætur Jó-
sefs og Hólmfríðar tvær, Krist-
rún og Ingibjörg höfðu verið
teknar í fóstur að Brimnesi og í
Kolkuósi, og hlutu þar á miklum
myndarheimilum hið bezta upp-
eldi sem þá var völ á í Skaga-
firði, eru þær báðar á lófi, bú-
settar í Reykjavík. Þriðju dótt-
urinni Sigríði or sonunum þrem-
ur gekk Hildur í móður stað
heima á Hólum. Sigríður dó ung
en uppkomin. Synirnir voru:
Björn, lengi læknir í Húsavík, dá
inn, Hólmjárn (H. J. Hólmjárn)
búfræðikandidat og bændakenn-
ari við Hólaskóla, og bóndi á
Vatnsleysu, og Einar Reynis skrif
stofustjóri í Reykjavík.
Hildur reyndist stjúpbörnum
sínum öllum góð móðir og mik-
ill vinur. Hún var ek'ki nema
3- 4 árum eldri heldur en sá
stjúpsonanna sem elztur var. Var
samfoand þeirra við frá Hildi al'la
tíð hið innilegasta. Get ég hér
trútt um talað, svo að segja frá
upphafi, því að synir Jósefs voru
leikbræður mínir á aldamótaár-
unum, þó nokkur væri aldurs-
munur, er ég fyrst man eftir mér
og umhverfi mínu. Naut ég þá
með þeim mikils góðs hjá frú
Hildi, svo að eigi er úr minni
liðið. Já, hér fór allt vel, frú
,Sagan hans
Hjalta litla‘
komin 1 nýrri útgáfu
„SAGAN hans Hjaita litla“ eftir
Stefán Jónsson, rithöfund, er
komin út í nýrri útgáfu hjá ísa-
foldarprentsmiðj u.
Haustið 1947 las Stafán Jóns-
son sögu þessa sem framhalds-
sögu í barnatímum Ríkisútvarps-
ins. Hlaut hún þá miklar vin-
sældir meðal ungra hlustenda
útvarpsins og einnig hinna eldri
þar sem sagan minnti marga
hverja á löngu liðin æskuár. -
ísafold gaf söguna fyrst út í
april 1948 og seldist hún þá upp
á fáum dögum. Sagan hefur ver-
ið þýdd í Noregi og nú nýiega í
Sovétrikjunttm og mun hafa
hlotið mjög góðar viðtöikur í
báðum löndunum.
Bókin er 2l2ll bis. að stærð,
prýdd teikningum efl.ir HalMór
Pétursson.
Hildur á Hólum varð hugþekkt
nafn meðal Skagfirðinga.
Og fljótt var önn Hildar hús-
freyju á Hólum stærri og meírL
Þau Jósef eignuðust 6 börn og
tóku þar að auki tvö í fóstur.
Af börnum þeirra eru þrjú á
Mfi.
Margrét, gift Ragnari Jóhann-
essyni, skrifstofumanni hjá SÍS.
Hólmfríður, gift í New York og
Haukur, deildarstjóri hjá SÍS.
Dáin eru:
Guðmundur, lærði gullsmíði,
fór til Ameriku og dó þar. Róar
dó ungur, þá nemandi í Gagn-
fræðaskólanum á AkureyrL Sig-
ríður, dó árs gömul.
Fósturdæturnar eru:
Hildur Halldórsdóttir, dóttur-
dóttir Jósefs og Sigríður Tómas
dóttir úr Kolkuósi fór uppkomin
til Ameríku til foreldra sinna er
þangað voru komin.
Árið 1902 verður mikil breyt-
ing á Hólaskóla. Sig-urður Sig-
urðsson frá Ðraflastöðum tekur
við stjórn skólans. Jósep Björns-
son gerist þá fyrst kennari skól-
ans og er það til 1934. Jafnframt
setur Jósef saman bú að Vatns-
leysu í Viðvíkursveit og býr þar
nær óslitið til 1941. Þá bregða
þau hjónin foúi og flytja til
Reykjavíkur.
Á milli Hóla og Vatnsleysu er
lengri leið en svo að farið verði
daglega á milli, enda vegleysa á
þeim árum. Hildur varð því löng
um auk húsfreyjustarfsins á
Vatnsleysu að hafa þar nokkra
forsjá utan húss, og því fremur
er Jósef sat á Alþingi sem þing-
maður Skagfirðinga á árunum
1908-1916.
Jósef Björnsson lézt 7. okt.
1946. Hildtur bjó þá um sinn með
Hildi fósturdóttur sinni, en er
Hildur yngri giftist Runólfi Þórð
arsyni efnaverkfræðingi, flytur
frú Hildur til Akureyrar og
dvelst þar hjá Margréti dóttur
sinni og Ragnari manni hennar,
unz þau hjónin fluttu til Reykja
víkur árið 1955. í Reykjavík
dvelst frú Hildur svo á heimili
þeirra til dauðadags.
Frú Hildur Björnsdóttir fór
ekki varhluta af reynslu lifsins,
sumir munu ef til viU segja raun
um þess, missi eiginmanns, barna
og stjúpbarna. En slíkt beygði
hana ekki, þessi grannvaxna
kona, fyrirferðariítil að vallar-
sýn, átti þá bjarsýni, Kfstrú og
gleði er bar yfir þegar mest á
reyndi.
Frú Hildur lifði mikið þroska-
skeið og mikil siðaskipti í Skaga-
firði og á landi hér, og stóð um
lan.gt skeið mitt í þeim vanda er
slíkir timar færa vökulum kon-
um og mönnum. Nú kveður hana
mikil'l ættbogi þeirra hjóna —
skólastjórahjónanna á Hólu.m —
og fjöldi vina að fornu pg nýju,
Nafn frú Hildar ber hátt í hug-
um okkar Hólamanna. Huigtakið
frú Hildur á Hólum er góð minn-
ing og mikil, um starf — og stríð
— og sigur. Sú minning er að
sönnu að miklu leyti um liðna
öld, en um leið þá öld er sáði
til þeirrar uppskeru sem nú er
heimt í hlöðu á iandi hér.
Aska Hildar sálugu mun verða
fluitt norður að Hóiom og jarð-
sett þar. Þar kemur frú Hildur
til að hvíla hjá manni sínum,
Hólamanninum miikla Jósef
Björnssyni, og syni þeirra, RóarL
Vertu sæl frú Hildur, — góða
ferð „Heim að Hólum.“
Árni G. Eyláöds.