Morgunblaðið - 28.11.1965, Side 13
Sunnuctagur 28. nóv. 1965 Æ>,
te."
MORGU N B LAÐIÐ
13
TÓNLEIKAR
WVÐ VORU forvitnilegir og
fróðlegir tónleikar, sem Musica
nova og Tónlistarfélagið gengust
fyrir sameiginlega í Austurbæj-
arbíói fyrra þriðjudag. En ef
dæma ætti eftir aðsókn, er sam-
starf þessara félaga ekki efnilegt:
í>arna munu að vísu hafa verið
saman komnir margir þeirra, sem
að staðaldri hafa sótt tónleika
Musica nova, en Tónlistarfélags-
menn — að slepptum formanni
félagsins og framkvæmdastjóra
vöktu athygli með f jarveru sinni.
Þetta voru þó tónleikar, sem
voru þess virði að heyra þá,
jafnt fyrir aðdáendur hinnar nýj
ustu tónlistar sem hina, er sitt-
hvað hafa fundið henni til for-
áttu. Og sanngjarnir menn munu
geta orðið á einu máli um, að
flest verkin, sem flutt voru, bera
vitni einlægri viðleitni og alvar
legri leit áð nýjum eða að
minnsta kosti nýstárlegum tján-
ingarhætti Hér fór enginn mað-
ur úr buxunum, hvorki í eigin-
legri né óeiginlegri merkingu.
Um áhrifin af tónleikum sem
þessum verður hinsvegar hver
að segja fyrir sig. Öll viðbrögð
okkar við tónlist eru háð upp-
eldi okkar og reynslu. Mjög marg
ir hafa heyrt það mikið af tón-
list 18. og 19. aldar, áð þeir
eru orðnir sæmilega dómbærir
um verk þess tímabils, skilning
á þeim og meðferð þeirra. Um
tónlist þessarar aldar gegnir
öðru máli, Síðan á árum fyrri
heimsstyrjaldarinnar hefir gerj-
un hcnnai verið svo ör og ólg-
an svo mikil, að fáir einir hafa
yfirsýn yfir aílan gang þeirra
mála. Framboð samtímaverka á
tónleikum hefir og lengst af ver-
ið lítfð, miðað við framleiðsl-
una, þar til helzt nú á síðustu
árum. En þá bregður svo við, að
öll áherzla er lög á flutning
verka eftir yngstu höfundana og
þá fáu menn eldri, sem þeir telja
sína lærifeður, en gengið stein-
þegjandi fram hjá öðrum, sem
djúp og óafmáanleg spor hafa
markað í tónlistarsögu aldarinn-
ar og vissulega átt drýgri þátt í
áð ryðja yngri mönnunum braut
ina en ýmsir þeir, sem nú er
mest hampað. En nóg um það að
sinni.
Á þessum tónleikum voru alls
flutt sjö tónverk fyrir fiðlu og
píanó, hið elzta frá 1910, hið
yngsta frá því í fyrra. Elzta verk
ið, Vier Stúcke eftir austurríska
tónskáldið Anton von Webern
(1883—1945), var kannske það
merkilegasta, sem hér var áð
heyra. Hinn hnitmiðaði „punkta
stíll“ Weberns býr yfir einhverj
um töfrum, sem eftirlíkjendum
hans tekst sjaldanst að ná. Sónata
nr. 4 efitr Charles Ives (1874—
1954), sem ungu tónskáldin eru
óðum að gera að „merkasta tón-
skáldi Bandaríkjanna", stakk
verulega i stúf við önnur við-
fangsefni. En forvitnilegt er að
kynnast verkum þessa höfund-
ar, sem nú er áð verða svo mjög
rómaffur, þótt naumast væru
verk hans virt viðlits, meðan
hanri var ofan moldar. Sónatína
op. 39 eftir ameríska tónskáldið
Wallingford Riegger (1885—
1961) er eftirtektarvert verk og
einkar fínlega unnið, en róttæk-
ari aðferðum hefir þessi höfund
ur beitt annarstaðar. Verk eftir
Bandaríkjamennina George
Crumb og Donald Martino og
Pólverjann Krzysztof Penderecki,
samih á árunum 1959—64, megn
uðu ekki áð vekja áhuga og at-
hygli í sama mæli og fyrrnefndu
verkin. „Mósaík" Leifs Þórarins
sonar, samin 1961, er áður kunn
hér af tónleikum og úr útvarpi
og stóðst ágætlega samanburð-
inn við hin önnur nýrri verk, sem
hér var að heyra.
Þá kemur loks að því, sem
eins hefði mátt standa í upphafi
þessara orða: Tónleikar þessir
voru mjög vel vandáðir og fylli
lega sambærilegir að því leyti
við það sem bezt gerizt annars
staðar. Bandaríski fiðluleikarinn
Paul Zukofsky, sem er kornung-
ur maður, fyllti auðveldlega allar
þær margvíslegu tæknikröfur,
sem viðfangsefnin gera, og hann j
mun yfirleitt hafa blásið í þau
þeim lífsanda, sem þau voru
mótækileg fyrir. Píanóhlutverk
Þorkels Sigurbjörnssonar var l
líka allt annáð en auðvelt við-
fangs, en hann leysti það af
hendi með því öryggi og þeim
ágætum, að aðdáun hlaut að
vekja.
Jón Þórarinsson. j
XjétgG/iííM
KARLMANNAFÖT
— bezt úrval —
Vetrarfrakkar,
verð kr. 2.450,00.
Terylene frakkar,
svampfóðraðir 2.200,00
Rykfrakkar frá 1.525,00
Zlltitnci
- HEIMIUSÚTVÖRP - BÍLAÚTVÖRP - FERÐATÆKI
BLAUPUNKT
SOLUUMBOÐ:
Reykjavík: Radíóver sf., Skólavörðustíg 8. EINKAUMBOÐ:
Stapafell. 081111 GUIMNAR ASGEIRSSON HF.
Raftækjaverzlun Suðurlandsbraut 16 — Sími 35-200.
Haraldar Eiríkssonar.
Akranes:
Keflavík:
Vestmannaeyjar:
ÞETTA GERÐIST
ALÞINGI
Alþingi, 86. löggjafarþingið, sett (9).
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið
1966 lagt fram. H'eildarniðurstöðutölur
á sjóðsyfirliti kr. 3.790.475.000,00 (12).
Birgir Finnsson kjörinn forseti Sam-
einaðs Alþingis, Sigurður Óli Ólafs-
son forseti Ed. og Sigurður Bjarnason
forseti Nd (12).
Forsætisráðherra flytur stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar á Atþingi
(14). •
Fjárlög til fyrstu umræðu á Alþingi
(19).
Rætt á Alþingi um undirbúning
hátiðahalda á 1100 ára afmæli íslands
þyggðar 1974 (21).
Miklar umræður á Alþingi um
rannsókn á orsök umferðarslysa (27).
VEÐUR OG FÆRÐ
Kólnax i veðri og smávegis snjó-
koma um allt land (16).
Haustrigning í Reykjavík (17).
Skriður falla á vegi við ísafjörð (19)
Miklir vatnavextir sunnan lands og
vestan (21).
Vatn á 4 km kafia á þjóðveginum á
Mýrdalssandi (23).
Úrkoma á einni viku meiri en
meðalúrkoma októbermánaðar (27).
Bílar komast að nýju yfir brúna á
Jökulsá á Sólheimasandi (28).
Tún grænka í Miðfirði vegna veð-
urblíðu (28).
ÚTGERÐIN
Fáskrúðsfirðingar fá 2 millj. kr.
kaup eina viku við síldarvinnslu (1).
Verð Suður- og Vesturlandssíldar
ákveðið (2).
Heildarsíldaraflinn norðan og aust-
an 2,3 millj. mál og tunnur 3 okt. (5).
Moksíld fyrir Austurlandi (5).
Síldaraflinn norðan og austan
2.680.545 mál og tunnur 10. okt (13).
Nýjar flokkunarvélar auðvelduðu
mjög síldarsöltun i sumar (17).
Togurunum gengur llla að fá fisk
fyrir brezkan markað (17).
Síldaraflinn norðan og austan 2 8
millj. mál og tunnur 17. okt. (20).
Enn mikil síldveiði fyrir austan
land (26).
Sáldaraflinn norðanlands og austan
2,9 millj. mál og tunnur 24. okt. (26).
MENN OG MÁLEFNI
Borgarstjórinn í Reykjavík og fleiri
fulltrúar borgarstjórnar heimsækja
Grimsby i boði borgarstjórnar þar (6).
Nær 80 íslenzkir verkfræðingar bú-
settir erlendis (9).
ítalski prófessorinn Maroo Scavazzi
flytur háskólafyrirlestur um Dante
(14) .
Brynjólfur Jóhannesson situr fund
Leikararáðs Norðurlanda (15).
Birgir Kjaran kjörinn formaður
stjórnar Flugfélags íslands (23).
Dr. Sigurður Þórarinsson flytur fyr
irlestur um Surtsey 1 Oslóarháskóla
(26).
tFundur forsætisráðlherra Norður-
landaráðs haldinn í Finnlandi (26).
Skipað í verðíagsráð Sjávarútvegs-
ins. Kristjná Ragnarsson formaður (28)
Björn Ólafsson, fyrrv. ráðherra,
skipaður formaður bankaráðs Útvegs-
bankans (30).
Sr. Ingimar Ingimarsson kjörinn
prestur í Vik i Mýrdai (30).
Ásgeir Ásgeirsson, forseti, kominn
heim úr einkaferð til útlanda (30).
FRAMKVÆMDIR
13 fyrirtæki bjóða í byggingu drátt-
arbrautar á Akureyri (2).
Grensássöfnuður byggir safnaðar-
heimili (3).
Miklar framkvæmdir við Reykja-
víkurhöfn fyrirhugaðar á árunum
1966 — 1970 ( 7).
Fákur reisir tvö ný hesthús (8).
Framkvæmdir hafnar við Norræna
húsið í Reykjavik (8).
Miklar lagfæringar gerðar 1 Al-
þingishúsinu (9).
Almennt hlutafélag um laxrækt við
Lárvaðal á Snæfellsnesi stofnað (10).
Höfn gerð á Þingeyri á einu ári
fyrir 9 millj. kr. (14).
Verzlunin Edinborg flytur I nýtt
húsnæði að Laugavegi 89 (14).
Reykjavikurborg gengst fyrir bygg-
ingu sýningarhúss myndlistarmanna
(15) .
Menntamálaráðuneytið ákveður að
reist skuli listamannahús (15).
Bygging Suðurlandssjúkrahúss hefst
væntanlega árið 1967 (17).
Miklar endurbætur fyrirhugaðar í
Vesturhöfninni í Rvík. (17).
Ný niðursuðuverksmiðja tekur til
starfa í Hafnarfirði (20).
íslenzkar skipasmíðastöðvar bjóða í
smiði 32 fiskiskipa fyrir Líbýu (24).
Stapi, nýtt félagsheimili vigt i
Ytri-Njarðvlk (26).
Reykjafoss, nýtt flutningaskip eign
Eimskips, kemur til landsins (26).
Nýi, steinsteypti vegurinn til Kefla
víkur opnaður (27).
Unnið að byggingu Búnaðarbanka-
húss á Sauðárkróki (28).
70 — 80% aukning á heitu vatni úr
borholum i Reykjavík (31).
BÓKMENNTIR OG LISTIR
Brinkmann American Theatre Group
sýnir hér ..Kirkjugarðinn í Skeiðar-
árþorpi“ (Spoon River Anthology) (1)
Land og lýðveldi, síðara bindi bókar
Bjarna Benediktssonar, forsætisráð-
herra, komið út (1).
76 íslenzk listaverk í Bandaríkjun-
um (9).
Þjóðleikhúsið sýnir „Síðasta segul-
band Krapps", eftir Samuel Beckett
og Jóðlíf eftir Odd Björnsson (10).
Kosið í safnráð Listasafns íslands-
(10).
Tauno Hannikainen stjórnar tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og
Erling Blöndal Bengtsson leikur ein-
leik á celló (13).
Óperusöngvararnir Sigurveig Hjalte-
sted og Guðmundur Guðjónsson
skemmta á Norðurlandi (M').
Sýning á Kjarvals-málverkum í til-
efni 80 ára afmælis listamannsins (14)
Framhaldsleikrit eftir Ármann Kr.
Einarsson flutt í íslenzka og norska
útvarpið (16).
Þjóðleikhúsið sýnir ,,Afturgöngur“
eftir Henrik Ibsen (16).
Bók Ásmundar Guðmundssonar,
fyrrv. biskups „Ævi Jesú“ kemur út í
enskri þýðingu, „The Supreme Life“
(16).
Svíinn Börje Sandelin sýnir svart-
listarmyndir hér (23).
Komin er út ný ljóðabók eftir Jón
úr Vör, Maurildaskógur (27).
Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Sjó-
leiðina til Bagdad“ eftir Jökul Jakobs
son (28).
Afmælissýning á málverkum Magnús
ar Á. Árnasonar (30).
Sigfús Halldórsson heldur málverka
sýningu í KópavOgi (30).
„Leitið og þér munuð finna“, bók
um Hafstein Björnsson miðil komin
Út (30).
I OKTOBER
FÉLAGSMÁL
Félagsdómur úrskurðar verkfall
trésmiða í Árbæjarhverfi lögmætt (1)
1061 nemendi í Menntaskólanum í
Reykjavík í vetur (2).
Nemendasamband Menntaskólans á
Laugarvatni stofnað (5).
Fjármálaráðherra og viðskiptamála-
ráðherra sitja aðalfund Alþjóðabank-
ans (5).
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands
haldinn í Reykjavík (9).
Fjölmenni á minningardegi Leifs
heppna á Skólavörðúholti (10).
Óli J. Ólason. stórkaupmaður, kjör-
inn formaður Reykjavíkurdeildar
RKÍ (14).
Hinn almenni kirkjufundur hald-
inn í Reykjavík (16).
Trésmiðir semja við atvinnurekend-
ur (15).
Samningar við starfsmenn ýmissa
bæjarfélaga (17).
Mótmælafundur í Keflavík vegna
vegaskatts (21, 22).
S.H. heldur ráðstefnu um framleið-
slumál (27).
Verkfall hjá yfirmönnum á togur-
unum (27).
Jón A. Ólafsson kjörinn formaður
Varðbergs (30).
Magnús J. Brynjólfsson kjörinn
formaður VerzlunarráÓs Íslands (30).
Njörður P. Njarðvík kosinn for-
maður Félags háskólamenntaðra
kennara (31).
SLYSFARIR OG SKAÐAR
Ungur maður, Steinar Richard
Elíasson, Langholtsvegi 159, bíður
bana 1 bílslysi (3).
Eldur í 1000 hesta hlöðu á Lamb-
húshóli undir Vestur-Eyjafjöllum (5)
Gísli Jónsson, bóndi Engimýri í
Öxnadal, stórslasast, er hann varð
undir dráttarvél (5).
16 ára piltur Guðmundur Guð-
mundsson í Ófeigsfirði, bíður bana af
slysförum (6).
Þúsund lítrar af olíu flóðu úr geymi
á Norðfirði (7).
Mikið tjón af eldsvoða að Gilsbakka
í Arnarneshreppi í Eyjafirði (9).
Soffía Guðmundsdóttir, Fögrubrekku
Seltjarnarnesi, bíður bana í bílslysi
(12, 14).
Björn Halldórsson, Granaskjóli 3,
Rvík, 55 ára, varð undir bómu á
| Keflavíkurvelli og beið bana (12, 13).
Vélskipið Ágústa VE 350 sekikur út
af Austfjörðum. Mannbjörg (12).
Smábátinn Jón Krák frá Víest-
mannaeyjum rekur upp hjá Eyrar-
bakka. Mannbjörg (12).
Síldarsöltunarhús Sunnuvers á
Seyðisfirði brennur (13).
Um 70 fjár ferst í óveóri í Axar-
firði (13).
Vélbáturinn Strákur SI 146 ferst út
af Grindavík. Brezkur togari bjargaði
áhöfninni (19).
Tugmilljóna tjón, er verzlunarhús
Kaupfélagsins á Ólafsvík brennur (20)
Hluti brúarinnar á Jökulsá á Sól-
heimasandi fellur í vatnavöxtum (21).
Tjón mjólkurbænda í Vestur-Skafta
fellssýslu 70—80 þús. kr. á dag á með-
an þeir koma ekki frá sér mjólkinni
(22).
Mannlaus vörubíll rennur á hús
í Borgarnesi og skemmir það mikið
(22).
Vegatollskýlið á Keflavíkurvegi
brennur (22).
Skriða grefur fjárhús og leggst yfir
tún að Arnþórsholti í Lundareykja-
dal (22). *
Mestu vegaskemmdir á síðari ár-
um (22).
Eldey GK 37 sekkur á sildarmiSun-
um út af Austurlandi og Pétur Sigurðs
son RE 331 hætt kominn (23, 24).
Innbrotsþjófar kveikja i bókbands
stofu. Skemmdir ekki miklar (24).
Ungur maður, Jón Sigurgrímagon,
Holti, Stokkseyrarhreppn, stórslasast
á Selfossi (26).
Katrín Óladóttir, 39 ára, Selvogsgr—
unni 7, biður bana í bílslysi (29. 30).
Vatnsleysi veldur tjóni á Seyðis-
firði (30).
Vatnsból bóndans að Þjórsártúni
spillist vegna olíu, sem rann út tankbíl
(31).
AFMÆLI
Jóhannes S. Kjarval, listmálari átt-
ræður (15).
Verzlunarskóli íslands 60 ára (15).
Biblíufélagið 150 ára (15).
Togaraútgerðarfélagið Alliance 60
ára (19).
Sjómannafélag Reykjavíkur 50 ára
(23).
ÍÞRÓTTIR
KR varð íslandsmeistari i knatt-
spyrnu 1965 ( 5).