Morgunblaðið - 28.11.1965, Qupperneq 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagör 28. nóv. 1965
— Óheillavænleg
Framhald af bls. 15.
þótt að sú góða kona, sem þá tók
á móti mér og hafði mig í híbýl-
um sínum og umvafði mig hlýju
og nærgætni, yrði mér minnis-
stæð. Enda held ég engin, sem
kynntist Sigríði Sigurðardóttur
frá Nykhóli, muni notkkru sinni
gleyma henni. Mér finnst nú,
eins og ég hafi séð hana í gær
Enda sá ég hana nokkrum sinn
um eftir þetta og dvaldi hjá
henni í orlofi mínu hálfan mán-
uð vorið 1914. Það mátti með
eamni segja að Sigríður væri
kona, sem ljómaði af. Hún var
vel í meðallagi há, en nokfcuð
þirekvaxin, höfðingleg í fasi og á
yfirbragð, með ljóst, slétt and-
lit, þrátt fyrir þunga reynslu ár-
anna, blá augu, sem ljómuðu af
alúð og umhyggju, þegar henn-
ar hvítu, mjúku örlætislegu hend
um veittu öðrum eflaust í þá daga,
ef ég man rétt, af litlum efn-
um. En gátu orðið noklkuð hvöss
og einbeitt ef þvi var að skipta
og talaði hún þá enga tæpitungu,
ef að henni fannst ómennska
eiga í hlut.
Þótt okkur virtist Guðlaugur
síðasti maður hennar ekki vera
jafnoki hennar að andlegu at-
gerfi þá kunni hann svo vel að
meta hennar stónmannlega eðli,
að hann leitaðisit við eftir mætti
að gera henni alit til geðs og bar
hana á höndum sér gegnum fá-
tæfktina, svo að engin fann til
þess, að þau skorti neitt.
En Sigríður hafði séð betri
daga hvað fjárhaginn snerti,
máske líka verri, því að svo sann
arlega hafði hún reynt svipvindi
lukkunnar framar flestum þeim
konum, sem ég hef þekkt til.
Hún ólst upp í miklu eftirlæti
hjá föður sínum og stjúpmóður,
sem bjuggu við góð efni og mesta
myndarbrag að Nykhóli. Hún var
falleg og gáfuð og hvers manns
hugljúfi. Sagði amma mín oft
frá því, að Sigríður, sem var
3 árum yngri en hún, hafði lesið
húslestur 6 ára gömul.
18 ára gömul giftist hún Árna
Ólafssyni frænda sínum frá Eyj-
arhólum. Hann var systurson/ur
Vilborgar stjúpu hennar og hafði
hún miklar mætur á þessum
nána frænda sínum, þar sem hún
sjálf hafði ekki fengið að fæða
lifandi son, þótt hún eignaðist
einn andvana fæddan.
Árni var ríkur og forstöndugur
lausamaður, þegar hann giftist
og var hann víst nofckuð mikið
eldri en Sigríður. Þau Ámi og
Sigríður tóku við búi í Nykhóli
og bjuggu þar við mikla rausn
um nofckur ár. Sagði amma, að
þegar hún kom til systur sinnar
á hennar blóma búskaparskeiði
í Nykhóli hafði Sigríður átt
fleiri kálfa en hún kindur.
En Árni ólafsson varð skamm-
lífur og missti Sigríður hann frá
ungum börnum, — mig minnir
4 — eftir nokkurra ára sam'búð.
Hún giftist þá í annað sinn og
hét sá Eyjólfur. Mun Viitoorgu
stjúpu hennar naumast hafa þótt
hann samlboðinn Sigríði fyrir ætt
emissakir. En sjálfur var hann
þó atgerfismaður.
Hvort það var af því, að Eyj-
ólfi samdi efcki við Viliborgu,
sem átti víst ráð á jörðinni, veit
óg efcki. Eða þá að þau Sigríður
hugðust geta aukið bú sitt meira
ánnarsstaðar. En vist er það, að
þau fluttu með stórt bú og börn,
alla leið að Hofi á Kjalamesi.
Gæfan reyndist þeim þar ekki
bliðlholl, því þau misetu skepnur
sínar, sem voru óhagvanar á
þessum slóðum með öllu móti, til
dæmis drukknaði mikið af þeim
í mógröfum. Börnin hlóðust á
þau og loks missti Eyjólfur heils
una og dó á ungum aldrL
Varð það þá síðasta úrræði
Sigríðar að flytjast allslaus með
yngstu börn sín austur í Mýrdal,
til Salgerðar móður sinnar, sem
þá bjó ekkja í Hryggjum og mun
hafa haft bjargleg efni eftir því
sem þá gerðist, þótt ekki væri
hún rík, nema þá ef verið hefði
af líknarlund.
í þessari þrautarferð, gisti Sig
ríður hjá ömmu, sem þá bjó á
Raufarfelli undir Eyjafjöllum og
var hún þá það toetur stödd, að
hún gat gefið systur sinni skyrtu
seni enga átti.
Þar í Hryggjum kynntist Sigríð
ur svo sínum elsfculega 3. manni
Guðiaugi Bjarnasyni, sem var
fyrirvinna hjá móður hennar.
Var hann mikið yngri en hún, en
reyndist henni tiúfastur til enda.
Þau eignuðust víst nokkur böm,
en aðeins einn sonur hélt lífi og
misstu þau hann um tvitugt, með
Jóni Árnasyni, elzta syni Sigríð-
ar. Jón var skipstjóri á vélskipi
því, sem uppnefnt var Fjósa-
rauður og var eign Þorvaldar
Bjömssonar frá Þorvaldseyri. En
iþau vom í frændsemi Þorvaldur
og Sigríður. Um þessar mundir
vom þau Guðlaugur og Sigríður
flutt til Reykjavíkur.
Það mim hafa verið nádsegt 1908,
sem Fjósarauður fórst í ofviðri
við Þrídranga.
Eftirlæti
fjölskyldunnar
Ámi Eyjólfsson, sem þá var
orðinn skipstjóri á enskum tog-
ara, kom að skipi bróður síns við
Drangana í byrjun óveðursins, sá
hann það í hendi sér, að skip
Jóns mundi ekki afbera það veð-
ur og sjó, sem orðinn var, vildi
hann taka áhöfnina um borð til
sín. Jón bað hann þá að taka Guð
jón bróður sinn. En sjálfur gæti
hann ekki yfirgefið skip sitt. En
Guðjón neitaði þá að yfirgefa
félaga sína. En sjórinn heimti á
þeirri nóttu báða syni Sigríðar,
því að morgni var sikipið horfið
með öllu saman.
Ég heyrði Sigríði 1913 segja
ömmu minni frá því, að þegar
hún bað Jón son sinn um að
taka Guðjón bróður sinn með sér
til sjós, þá hafi hann sa-gt við
hana: „En þá missiir þú okkur
báða mamma min, ef skipið
ferst.“ Hún vildi sarnt hætta á
það og það fór, sem fór.
Ámi var nú orðinn hennar ein
asti sonur á lífi af 9, sem hún ól.
Hann var víst líka alla tíð auga
steinn hennar, enda maður, sem
átti bæði geð og gerð lfkt og
hún. Ránssaga Svöfu og G.K. láta
Árna hafa búið 1 Noregi og hafi
móðir hans ætlað að strjúka
þangað til bans, með Svöfu 5 ára
gamla. Hefði það þó verið úr
hörðustu átt að Sigríðúr rændi
bömum, þar sem sjáif hafði hún
alið 17 böm, þótt óg viti efcki
um nema 8 eða 9, sem næðu full
orðins aldri 3 eða 4 eldri dætur
hennar fóru til Vesturheims.
Líka neyddist hún tfl 1 vanefn-
um, en af mikilli góðvild að taka
3 börn af bláfátækri dóttur sirmi
sem átti margt barna, en lítil
efni.
Mannslund Sigríðar hefði víst
viljað bjarga hverjium, sem bjarg
ar þurfti.
Þau Sigríður og Guðlaugur á-
samt Einarínu yngstu dóttur Sig-
ríðar og Eyjólfs munu hafa fluft
til Eyja vegna þess, að hægara
var um hönd fyrir Áma, sem
bjó 1 Englandi en stundaði hér
fisfcveiðar, sem skipstjóri á ensk
um tógara og hafði til þess að
þóknast málsmefck Breta kallað
sig Byron, — að heimsækja þau
í Vestmannaeyjum, gerði hann
það vist noddkuð oft. Bað hann
góða vini sína í Eyjur.i til dæm-
is Friðrik á Liöndum, að sjá um
á sinn kostnað að móðir hans
þyrfti ekki að líða skort. Kona
Áma Byrons var Ingibjörg dóttir
Steifáns Pálssonar skipstjóra.
Áttu þau eitthvað af börnum.
Efcki er til meiri fjarstæða en
það, að Sógríði hafi nokkum
tíma dottið í hug að yfirgefa
sinn góða mann Guðlaug Bjama-
son, sem allt vildi leggja í söla
urnar hennar vegna.
En reynsia Sigríðar átti ekki
að verða endaslepp. Hún varð-
líka að sjá af Áma sinum, þegar;
þý2Skm: kafbátur grandaði skipi
hans í fyrri heimsstyrjöldinni.
Var þá töluverður ljómi imi
að hann sýndi mótþróa og reyncli
að verjast ofureflinu, kom þar;
fram sem fyrr hetjudýrkun okk-
ar íslendinga. Þetta hlýtur nð
hafa verið mjög þungt áfall fyr-
ir Sigríði, þótt hún reyndi að
taka þvi eins og hetja, þar sem
hún kom til móts við Friðrik vin
sinn á Liöndum, þegar hann dap-
ur og kvíðandi kom tfl þess að
birta henni harmafregnina. Hún
hafði sem sagt hlerað það, að
beðið var um að svipasit um eftir
skipinu við Vestmannaeyjar áð
ur en sannleikurinn varð uppvís.
Harmur þessarar margmæddu
konu var víst mjög þungur, sem
vænta mátti. En samt fékk hún
nokkum raunalétti við undar-
legan atburð, sean fyrir kx>m mitt
í hennar þungiu song. Einn morg-
un þegar hún valknaði, hafði ver
ið fest um fingur hennar snúra
eða band, af óþekdcjanlegu efni,
sem var sægrænt að lit og líkit
því, að geta verið af einhvers-
konar sjávargróðri. Tók húnl
þetta sem bendingu um, að Áml
hennar hefði ennþá ekki gleymt
henrd, þótt hann væri horfinn ai
jarðlífssviðinu. \ I
Þess var nú heldur ékki langt
að bíða, að hún fengi að hverfa
sjálf yfir landamærin, því hún
andaðist í maí 1918 70 ára gömuL j
Ég sá hana efcki eftir þetta
síðasta áfalL En Þóranna föður-
systir mín heimsótti hana á þessu
tímatoilL Hún lýsti fyrir okkur
þessari undrasnúru og þeirri
huggun, sem hún veitti þessari
syrgjandi móður.
Sú mynd af Sigríði Sigurðar-
dóttur, sem ég geymi í hiuga mér,
er tigin og dáðrílc, óbrotin hetja.
Ég varð þessvegna efcki neitt
lítið undrandi, þegar frændkona
Ofckar beggja, sýndi mér þetta
tveggja ára gamda vikuiblað, með
þessari lúalegu lýsingu, sem ekki
ætti að vera leyfilegt að pren+a
um nafngreindar saklausar per-
sónur.
Það veitti víst efcki af því, að
fólk færi að tryggja sig fyrir
mannorðsráni eftir dauðann, ef
sagnaritarar af þessarri gerð
verða fjöknennir meðal þjóðar-
innar.
Ég vona að þeir, sem lesið hafa
glæpamálasöguna um móður
Árna Byrons, sýfcni hana með
mér, að loknum lestri þessa grein
arfcorns.
Anna frá Moddnúpi.
WILKÍNSON
íðlí’sH'ORlWSJ)
Hvað eru beztu blöðin?
Fyrir yður verða það hiklaust blöðin, sem
yður fellur bezt við, hvað sem þau heita.
Hafið þér reynt
WILKINSON
Super safefy
rakvélablöðin úr ryðfríu stáli, sem
bíta mjög vel
endast ótrúlega vel
★ Handhægasta máltíðin
Ómissandi á hverju heimili
★ Fæst í næstu matvörubúð.
CORN FLAK
fara vel með húðina
Fást í næstu búð, eða rakarastofu.
Heildsölubirgðir:
H. Ólafsson & Bernhöfl
Sími 19790.