Morgunblaðið - 14.12.1965, Page 3

Morgunblaðið - 14.12.1965, Page 3
$ Þriðjudagur 14. des. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 3 Jóla- Ijósin tendruð S. L. SUNNUDAG voru ljósln kveikt á jólatrénu á Austur- velli, en eins og kunnugt er, er tréð vinargjöf Oslóborgar til Reykjavíkur. Fjöldi Reyk- víkinga hafði safnazt saman, er hin virðulega athöfn hófst. Á afmörkuðu svæði í kring- um jólatréð hafði verið komið upp ræðustóli og gjallarhom- um. Athöfnin hófst með því að Lúðrasveiit Reykjavílkur lék jólasálma og Dómkórinn söng sálma undir ^stjórn Mána Sigurjónssonar. ’ Guðmundur Jónsson, óperusöngvari kynnti atriðin. Þá tók til miáils amlbassadior Norðmanna á íslandi, Tor Mykl-ebost. Sagði hann m.a., að tréð hefði komið til Reykjavíkur með skipi Eimskipafélags ís- lands, G-ullfossi, og vildi hann þakka EimSkipafélaginu fyrir að sækja tréð til Kristians- sand. Þá sagði amlbassarorinn, að sér væri mikil gleði að af- Ihenda íslenzku iþjóðinni þessa Jólatréð uppljómað á Austurvelli. Tor Myklebost, sendiherra Norðmanna, afhendir Oslóartréð. Hjá honum er dóttir hans, sem kveikti á jólatrénu. Somerset Maugham á ba.’nabeði hams í mörg ár. Síðan hetfur líðan Maughams farið hrakandi kveðju frá þjóð sinni. Bað hr. Myklebost síðan dióttur sína að kveikja Ijósin á trénu og sagðist síðan afhenda Reykja- víkurborg jólatréð að gjöf með innilegustu óskum um góða og faaimingjusama jóla- hátíð. Þegar amlbassadorinn hafði iokið máli sínu, söng dómkór- inn sálkninn „Víst ert þú Jesú kóngur klár“, en að því loknu tók til máls borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgríms- Bon. Þakkaði hann amtoassa- dörnuim hlýleg orð og góðar óskir og iþakkaði jafnframt dóttur hans fyrir „að tendra jólaljósin í Reyikj avík“, eins og harm kornst að orði. Þá tal- aði borgarstjóri um hin sterku tengsli, sem ávallit hafa tenjt íslendinga og Norðmenn. Endaði hann ræðu sína með þessum orðum: „Norska jóla- tréð, sem við sjáum hiér, ber vitni fagurri hugulsemi og tryggð Norðmanna í okkar garð, og sikapar hátíðarbrag í borginni. Við biðjum am- ‘bassador Myklebost að fLytja Oslóborg þakkir okkar. Osló- búum og Norðmönnum óskium við gleðilegra jóla og gæfu- ríks nýjárs“. Að endingu fluittu Dómkór- inn og Lúðrasveit Reykjavík- ur jólasáJma. Nizza, 12. des. NTB-AP. HINN heitnskunni brezki rithöf- undur, Somerset Maugham hefur legið fyrir dauðanum frá því á laugardag, er hann varð fyrir slagi og er ekki annað sýnna, en að dauða hans muni bera að á hverri stundu. Rithöfundurinn, Somcrset Maugham Bem nú er 92 ára, var meðvitund- arlaus, er hann var fluttur á sjúkrahús í Nizza sl. laugardag og læknar hans hafa sagt, að þeir geri ekki ráð fyrir því, að rit- höfundurinn muni lifa þetta af. Komið var að Maugham með- vituindarlausum í rúmi hans á laugardagsmorgun, að því er einkaritari skáldsins, Alan Frank Searle, hefur sagt, en hann hefur verið einkaritari og félagi Maug- og hann hefur ekki komizt tiil meðvitundar. Gert hafði verið ráð fyrir, að dóttir riithöfundarins, lafði Hope, myndi koma til Nizza á sunmu- dagskvöld, en hún kom ekki og nokkur vafi þótti þá á því, bvort hún myndi koma yfirleitt. Fýrir tveimur árurn áttu þau í mála- ferlum sán á milli varðandi erfða réttindi hennar, en Maugham reyndi þá árangurslaust að gera hana arflausa og gera Searle að erfingja sínum í staðinn. „Kólumbus á heiðurinn af fundi Ameríku - ekki víkingarnir norrænu“ Amintore Fanfani skrifar bækling um Vínlandsmálið (Einkaskeyti til Mbl. frá AP): Á FÖSTUDAG sl. hélt Amin- tore Fanfani, prófessor, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðherra Ítalíu, ræðu í New York og sagði þar m.a.. að lauda sín- um, Kristóf er Kólumbusi, bæri heiðurinn af fundi Ameríku, en ekki víkingunum þótt þeir hefðu að sönnu komið þar fyrr að landi. Sagði Fanfani, að víst væri Vínlandskortið merkur sögu- legur viðburður og bók sú um kortið, sem komið hefði út á vegum Yale-háskóla 11. okt. sl., degi áður en haldinn skyldi Kólumbusardagurinn, bæri vitni lofsverðri fræðimennsku. „En hún eykur engu við orð- stír þann sem fer af landafund um víkinganna í Ameríku, framyfir þá frægð, sem þeir hafa þegar af þeim hlotið“, sagði Fanfani. Prófessor Fanfani, sem er maður sögufróður og hefur m. a. kennt hagsögu við Róm- arháskóla, hefur ritað um Vín landskortið tuttugu og fimm síðu bækling, „Vínlandskortið og nýja deilan um fund Ameríku“, sem kom út á prenti á föstudag hjá Menn- ingarmálastofnuninni ítöslku í New York. Fanfani, sem flutti ræðu Amintore Fanfani þessa ítölskum sendiráðsstarfs mönnum og öðrum löndum sínum vestra, sagði ennfrem ur, að þó víkingarnir hefðu að sönnu fyrstir fundið Vín- land hefðu þeir ekki haft minnstu hugmynd um að þeir heí’ðu þar fundið nýja heims- álfu, heldur hefði það verið skoðun þeirra að landið væri eyland, nokkru stærra en Grænland. „Hin svokallaða heppni Kólumbusar", sagði Fanfani, „er í raun og veru í því fólgin, að hann fór vestur a'ð yfirlögðu ráði, en ekki fyr- ir einbera tilviljun. Vestur- för hans var stórt spor á fram farabraut mannkyns, afrek sem víkingunum norrænu — annaðhvort vegna þess að þeir lögðu ekki upp frá sem heppi legustum stað, nutu ekki réttr ar fyrirsagnar um leiðina ell- egar komu þar að landi, sem ófýsilegt var til bústaðar — var fyrirmunað að vinna“. SUKSKIIIAR Langt er seilzt Ekki verður annað sagt en að málgagn Framsóknarflokks- ins seilist nú langt til þess að finna árásarefni á forsætisráð- herra. Blað þetta þirtir sl. sunnudag tilvitnun úr erindi, sem Bjarni Benediktsson flutti á stúdentaráðstefnu í háskólan- um í sumar og lætur að því HgSja. að í erindi þessu hafi forsætisráðherra veitzt að Hæstarétti og Hæstaréttardóm- urum. 1 rauninni eru þessi skrif svo fáránleg, að þau eru naum- amst svaraverð. Hver og einn getur séð af þeirri tilvitnun, sem blað þetta tekur upp, að hér er ekki um neina árás á Hæsta- rétt að ræða. En það, að þetta skuli vera forsíðuefni Tímans, sýnir betur en margt annað það ástand, sem nú ríkir í herbúð- um Framsóknarmanna. Greini- legt er, að þeir grípa með ör- væntingu í allt það, sem þeir telja geta komið þeim að gagni í baráttunni gegn ríkisstjórninni og vara sig þá ekki á því, að takmörk eru fyrir öllu. Fullyrð- ingar Tímans um árásir forsæt- isráðherra á Hæstarétt eru gjör- samlega út í bláinn og á þeim tekur enginn maður mark. „Einhuga ályktun" Kommúnistablaðið birti síð- astliðinn sunnudag forystugrein, þar sem fjallað er um ályktun flokksstjórnarfundar Sósíalista- flokksins og í grein þessari er talað um „einhuga ályktun“ flokksstjórnarfundarins. Það er óneitanlega dálítið hlægilegt að sjá málgagn kommúnista tala um ,,einhug“ í sambandi við þennan fokksstjórnarfund Sósí- alistaflokksins. Honum er hægt að lýsa með flestum orðum öðr- um heldur en því, að þar hafi einhver ,,einhugur“ ríkt. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að þessi flokksstjórnarfundur sýndi gjörla hvílíkt gludroðaástand ríkir nú í herbúðum kommún- ista. Hann var iUa sóttur, og margir af helztu leiðtogum kommúnista sátu fundinn ekki. Umræður urðu mjög harðar á köflum, og er alveg víst, að hann varð ekki til þess að glæða neitt líf í Sósíalistaflokknum á ný, heldur undirstrikaði þessi flokksstjórnarfundur enn einu sinni, að Sósíalistaflokkurinn er gjörsamlega klofinn, og engin von um að lappa upp á hann á ný. Deilur enn Og táknrænt er, að þessf flokksstjómarfundur er haldinn einmitt á sama tíma og enn er deilt um stofnun Alþýðubanda- lagsfélags í Reykjavík, en mun- urinn nú, frá því sem áður var, er sá, að nú er hver höndln upp á móti annarri og aUir á móti öllum, en engar ákveðnar línur milli hinna andstæðu* afla. Þess vegna er óhætt að fuliyrða, að þótt ástandið í Sósíalista- flokknum hafi verið slæmt á undanförnum árum, hefur það aldrei verið verra en nú, og verður vissulega fróðlegt að fylgjast með framvindu mála innan hans næstu mánuði, því að einhver niðurstaða hlýtur að verða knúin fram í deUumálun- um, áður en til bogarstjómar- kosninga kemur. Eins og nú standa sakir eru ekki líkur til að Alþýðubandalagið bjóði fram til þeirra kosninga í sinni nú- verandi mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.