Morgunblaðið - 14.12.1965, Síða 6

Morgunblaðið - 14.12.1965, Síða 6
G MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. des. 1965 Tveir merkir áfangar í þróun hagræðingarmála hér A LAUGARDAG sl. 11. des- •mber, samþykktu Alþýðusam- band Islands, Félag ísl. iðnrek- anda, Vinnumálasamband Sam. vinnufélaganna og Vinnuveit- endasamband íslands leiðbein- ingar um undirbúning og fram- kvæmd vinnurannsókna hér á landi, en auk þess hlutu þá um leið sjö hagræðingaráðnautar prófskírteini sin. Náðust því þann dag tveir merkir áfangar í þróun hagræðingarmála hérlend is. Var þessa minnzt með hófi í húsakynnum Iðnaðarmálastofn un tslands að viðstöddum gest- nm, þar á meðal voru félags- málaráðherra, Eggert G. Þor- steinsson, ýmsir alþingismenn og forstöðumenn fjölmargra stofnanna. Við þetta tækifæri flutti Sveinn Björnsson framkvæmda- stjóri Iðnaðarmálastofnimarinn- ar ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir fyrrgreindum mál- lum. Hann sagði, að í nokkur undanfarin ár hefði komið til sögunnar nýr þáttur í þróun at- vinnulífs okkar, sem fólgin væri í hinni svonefndu hagræðingar- tækni. Tilgangur hennar væri að auka framleiðni í atvinnulífinu, auka verðmætasköpun hverrar vinnustundar, nýta betur hrá- efni, fjármagnið og aðra fram- leiðsluþætti eða í stuttu máli að skapa sem mest framleiðslu- verðmæti miðað við hverja krónu, sem til væri kostað í at- vinnurekstrinum. Og nú hefðu Xiáðst tveir áfangar í þróun ís- lenzkra hagræðingarmála, sem hvor með sínum hætti mörkuðu tímamót í málefnum vinnumark aðarins. Sveinn kvað þar fyrst að geta samkomulags þess, sem þessir fjórir aðilar, er hér eru nefndir að framan, hefðu gert með sér um leiðbeining varðandi undir- búning og framkvæmd vinnu- rannsókna. Þessir aðilar hefðu komið sér saman um það í apríl 1963 að koma á fót nefnd til þess að vinna að undirbúningi slíks samkomulags, og hefðu þá þegar verið hafnar vinnurann- 6Óknir í nokkrum fyrirtækjum hér á landi með því markmiði m.a. að koma á tímamældri á- kvæðisvinnu. Þá hefði komið f Ijós, að slíkt reyndist oft vand- kvæðum bundið vegna vöntunar á leikreglunr. Fyrir frumkvæði Iðnaðarmálastofnunarinnar hefði verið farin kynnisferð í júní 1962 með þátttakendum frá átta aðilum vinnumarkaðarins, en í þeirri ferð hefði komið í ljós, að i nágrannalöndunum höfðu hliðstæðir aðilar þá þegar markað sér stefnu i þessum málum, og sums staðar fyrir all- löngu. Nefndinni til aðstoðar hefðu verið þeir Benedikt Gunn ersson, Sigurður Ingimundarson og Sveinn Bjömsson, sem til- nefndir' voru af Iðnaðarmála- stofnun íslands og Stjórnunarfé- lagi íslands. Sveinn sagði ennfremur, að gildi samkomulagsins væri eink Um fólgið í fjórum atriðum: 1. í því væru fólgnar hagnýt- ar leiðbeiningar, sem vinnuveit- endur og samtök þessara aðila gætu stuðzt við varðandi allan undirbúning og framkvæmda- atriði, þegar teknar skyldu upp vinnurannsóknir og launakerfi byggð á þeim. 2. Með því að marka sér sam- eiginlega afstöðu um gildi og hlutverk vinnurannsókna, hefðu heildarsamtök vinnumark aðarins rutt úr vegi margvís- legri tortryggni og öryggisleysi stjómenda, starfsmanna og . stétt arfélaga gagnvart vinnurann- sóknum sem slíkum, en þetta leiddi aftur af sér. 3. að lagður væri grundvöllur að örari og skipulegri notkun hagræðingartækninnar í ís- lenzku atvinnulífi, og 4. markaður væri nýr þáttur samstarfs milli aðilanna á vinnumarkaðinum á málefnaleg um grundvelli. Þá drap Sveinn á hinn áfang- ann, sem náðst hefði, en það væri útskrifun hagræðingarráð- nauta vinnuveitenda- og verka- lýðssamtakanna, sem hefði verið við nám í eitt ár og tækju nú að vinna fyrir samtök sín. Sveinn sagði aðdragenda þessa máls vera þann, að í júlí 1962 hefði Vinnutímanefnd gert tillögu til félagsmálaráðherra, Emils Jóns- sonar, um að hið opinbera kost- aði nám fulltrúa vinnuveitenda- og verkalýðssamtaka í hagræð- ingartækni, þar sem aukin hag- ræðingarstarfsemi væri ein mik- ilvægasta forsendan fyrir stytt- ingu vinnutímans. Við undirbúning fjárlaga fyr- ir 1964 hefði svo ríkisstjórnin ákveðið að veita fé til fram- kvæmdar áætlunarinnar sem framkvæmdastjóra Iðnaðarmála stofnunar íslands hafði verið falið að semja fyrir félagsmála- ráðuneytið um menntun hagræð ingarráðunauta fyrir samtök vinnumarkaðarins. Hefði höf? undi áætlunarinnar verið falið að sjá um framkvæmdina í sam- ráði við félagsmálaráðuneytið. Aætlunin gerði ráð fyrir, að þjálfaðir yrðu sex menn á ári hverju í fjögur ár, þannig að um gæti verið að ræða allt að 24 menn, yrði þess talin þörf, og að þeir hlytu 10-12 mánaða skólim í hagræðingartækni. Hafizt hefði verið handa um menntun fýrsta hópsins í októ- ber 1964, og hefði námið staðið yfir í rúmlega 11 mánaða skeið, en hópurinn dvalizt helming þess tíma erlendis, lengst af í Noregi við hagræðingardeild Statens Teknologiske Institutt en síðustu mánuðina hefði nám- ið farið fram hérlendis í húsa- kynnum Iðnaðarmálastofnunar íslands. Sveinn sagði, að það væri sam dóma álit innlendra og erlendra kennara þessara manna, að þeir hefðu Sýnt námi sínu mikinn og einlægan áhuga, og að öllu leyti staðizt þær kröfur, sem til þeirra hefðu verið gerðar. Hinir nýju hagræðingarráðunautar væru þessir: 1. Óskar Guðmundsson, ráð- inn hjá Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík. 2. Ágúst Oddsson, ráðinn hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda. 3. Ágúst H. Elíasson, ráðinn hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands. 4. Guðbrandur Árnason, ráð- inn hjá Iðju, félagi verksmiðju- fólks í Reykjavík. 5. Kristmundur Halldórsson, ráiðnn hjá Alþýðusambandi ís- lands. 6. Bolli B. Thoroddsen, ráðinn Nýju hagræðingarráðunautarnir. Frá v. Öskar Guðmundsson,Ágúst Oddsson, Agúst H. Eliasson, Guðbrandur Arnason, Kristmundur Halldórsson, BolU B. Thoroddsen og Böðvar Guðmundsson. Vertíðin Blöðin birta nú daglega fréttir af bókasöiunni — og minna Iþær einna helzt á síldar- fréttimar. Segja má, að það sé e.t.v. alls ekki óeðlilegt, því að allt eru þetta vertáðarfréttir. Ég 'bíð bara eftir því að frétta- ritarar okkar úti á landi fari að senda akkur bóksölufréttir með afllafréttunum. Efltir verzlunarstjóra einnar bókaiverzluinar - i Reykjavík hafði MhL á sunnudaginn í frétt, að bóksala væri sízit minni en í fyrra — og má þá reikna með einhverri löndunar- bið. „Mest seldist af ævisögum, ferðasögum, endurminningabók um, viðtalsbókum og um and- leg efni“, eins og það var orð- að. Eru ekki þar með upp taldar nær allar fisktegundirnar í sjón um? Gg, þegar mest veiðisit af þeim öllum — já, þá hljóta þeir að gera það gott. * Ofhleðsla Útsendari hins opinbera hetf- ur í sumar ksert allmarga s'kip- stjóra fyrir ofhleðslu — og er það talandi tákn um það, 'hve síldarvertíðin hefur vorið góð. Á sildarleysisárunum hefðu karlarnir orðið upp með sér, ef þeir hefðu verið kærðir fyrir þvílík brot á reglumum. Þá hefði orðið að kæra fyrix of litla hleðslu, ef einhvern hefði á annað borð langað til að kæra. En gamanlaust: Ofhleðsla síld veiðiskipa er varhugaverð, eins og dæmin sanna víst. Ekki sízt á þessum tíma árs, þegar allra veðra er von. Fróður maður um siglinga- mál sagði mér ekki alls fyrir löngu, að á ráðstefnu sem hann heifði setið — hefði m.a. verið vikið að hleðslu og buröarþoli fisikiSkpa. Hefðu útlendir ekki trúað því hve miklu íslenzdcu sjómennirnir gætu troðið í báta sina. — En þegar þeir útlendu sáu myndir af sökkMöðnuim síldarhátum á íslandismiðum létu þeir sannfærast. Það tíðk- ast víst óviða að hilaða tútana eins og hér er gert — og tak- mörk hljóta að vera fyrir því hve langt má ganga í þeim efin um. it Óvænt úrslit Mér er sagt, að margir hafi hafi horft á Rússa og íslendinga hjá Verkamannasambandi ís- lands. 7. Böðvar Guðmundsson, ráð- inn hjá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Loks sagði Sveinn: „Undirbúningur er hafinn að því að velja og þjálfa nýjan hóp til náms með svipuðum hætti, og hefur félagsmálaráðherra skipað sérstaka nefnd til að ann- anst hér eftir framkvæmd áætl- unarinnar og eiga í henni sæti, þeir Pétur Sigurðsson, formaður Vinnutímanefndar, Sigurður Ingimundarson verkfr., forstöðu maður Verkstjórnarnámskeið- anna, og Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnaðarmála- stofnunarinnar. Að lokum vil ég bera fram þakkir til fyrrverandi félags- málaráðherra Emils Jónssonar, Eggerts G. Þorsteinssonar félags málaráðherra, sem sýnt hefur þessum málum sérstakan áhuga um langt skeið, svo og ráðuneyt- isstjóra félagsmálaráðuneytis- ins, Hjálmari Vilhjálmssyni. Einnig vil ég þakka forstöðu- mönnum þeirra samtaka, sem taka nú við nýjum starfskröft- um í þjónustu sína, fýrir á- nægjulegt og snurðulaust sam- starf og láta í ljós þá ósk, að samtökin láti þessum mönnum i té sem bezta starfsaðstöðu, en umfram allt góða samvinnu og fullan skilning á hlutverkl þeirra, þannig að áhugi þeirra haldist vakandi og að starfsorka þeirra komi að fullum notum sem fræðarar, leiðbeinendur og ráðunautar á þeim nýju starfs- sviðum, sem samtökin taka nú upp á stefnuskrá sina.“ Að ræðu sinni lokinni afhentl Sveinn Björnsson hinum nýju hagrseðingarráðunautum próf- skírteini sín, en síðan tóku til máls, Böðvar Guðmundsson, einn hinna nýju hagræðingar- sérfræðinga, Hannibal Valdi- marsson forseti A.S.Í., Kjartan Thors, formaður Vinnuveitenda- sambands íslands og Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráð- herra, og fögnuðu þeir allir náð- um áföngum. Hér á eftir fer fyrsta grein áðurnefndra leiðbeininga varð- andi undirbúning og fram- kvæmd vinnurannsókna, þar Framhald á bls. 31. leika í íþróttahöllinni á sunnu* daginn. Úrslitin komu á óvart. Mér skilst að landarnir hafi staðið furðanlega í þeim út- lendu — og er vísit koimmn tími til að eitthvað standi í Rússum. En betur má ef dúga skal. ★ Geimskeytin Banidaríkjamönnunuan ætl- ar að ganga erfiðlega að sveigja Gemini sjötta til hlýðni. En þetta tekst von bráðar, þótt það verði ekiki fyrir jól. Þess verð ur ekki langt að bíða að menn hittist á förnum vegi“ úti í geimnum og taki tal saman, en fyrst í stað verðux aðeins rabb- að á ensku og rússne-’ ■ Þá fara margir að hugisa alvarlega til hreyfings, því ekki verður unað við að enska og rússneska verði einu ,,'geim-tuniguimálin“. Geri ég ráð fyrir að franskir mundu ekki hafa á móti því að heyra sitt hljómfagra mál óma utan úr geimnum einn góðan veðurdag. En þeir verða h. dur betur að spjara sig. Þá duga engin Mýrdals-geiniskot. Kaupmenn - Kaupféliig Nu er rétti timinn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Örmssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúia 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.