Morgunblaðið - 14.12.1965, Side 8

Morgunblaðið - 14.12.1965, Side 8
8 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 14. des. 1965 Fjárlagafrumvarp til þriðju umræðu: Allmargar breytingartillögur komn- ar frá f járveitinganefnd Framlög til skólabygginga hækkuð í gser kom fjárlagafrumvarpið 1966 til þriðju umræðu í Sam- einuðu Alþingi og mælti þá Jón Ámason fyrir breytingar- tiilögu frá fjárveitinganefnd og frá einni breyt- ingartillögu frá meiri hluta fjár veitinganefndar, um að farmiða- skattur yrði lagð ur niður, en inn kæmi nýr liður um leyfisgjald af gjaldeyrissölu Hefði sú tillaga í för með sér breytingu til hækk unar á tekjum, sem næmi 10 millj. kr. Vék framsögumaður síðan að einstökum breytingartillögum við gjaldabálk frumvarpsins. Sagði hann að við 7. grein væri gerð leiðrétting, þar sem vextir af innlendum lánum væru taldir 8 millj. 514 þús kr. í stað 7 millj. 978 þús. kr. Þessi leiðrétting er nemi 536 þús. kr. hefði ekki áhrif á heildarniðurstöðutölur frum- varpsins. Við 12. grein væri gerð ein breytingartillaga, en þar hefði fallið niður fjárveiting til sjúkra hússins á Sauðárkróki, en tekin væri upp tillaga um að veita til þess 400 þús. kr. Við 13. grein væri lagt til að hækka styrk til að halda upp byggð og gistingu handa ferðamönnum um 50 þús. kr., og væri það vegna gistihúss Bjarkarlundar. Við þessa grein væri einnig lagt til að hækka launalið skipaskoðunar rikisins um 150 þús. kr. og ferðakostnað skipaskoðunarinnar um 50 þús. kr. Einnig væri tekinn inn nýr liður að upphæð 225 þús. kr. til rekstur Sjómannaskóla í Vest- mannaeyjum. Væri hér um að ræða helming af rekstrarkostn- aði skólans. Mismunurinn væri greiddur úr bæjarsjóði Vest- mannaeyja auk þess, sem allt stofnframlag til skólans hefði verið greitt af Vestmannaeyja- bæ. Elutningsmaður vék síðan að tillögum nefndarinnar um fjár- veitingar til skólabygginga og skólastjóraíbúða. Sagði hann, að þessu sinni hefði nefndin haldið þeirri reglu sem gilt hefði und- artfarið varðandi allar fram- kvæmdir, sem byrjað hefði ver- ið á, það væri, að miða tillögur sínar við % hluta af upphaflegri kostnaðaráætlun. Síðan hefði þeim viðbótarhækkunum, sem átt hefðu sér stað á byggingar- tímabilinu verið deilt niður á 3 ár. Varðandi sjónarmið meiri hluta fjárveitinganefndar um nýjar byggingar skólahúsa og skólastjóraíbúða væri það að segja, að í flestum tilfellum væri lagt til, að teknar yrðu upp nokkrar fjárveitingar, sem fyrst og fremst ættu að nægja til þess að ljúka fullnaðarundirbúningi, svo sem teikningum og öðru þess háttar. Yrðu heildartillögur nefnd arinnar samþykktar, leiddi það til þess að hækkun á fjárveit- ingum til barnaskólahúsa og skólastjóraíbúða næmi rúmlega 706 þús. kr. og til gagnfræðaskóla 2,5 millj. kr. Eramsögumaður sagði, að sam kvæmt tillögum nefndarinnar væru að þessu sinni fjárveitingar til 18 nýrra skólahúsa og skóla- stjóraíbúða, en auk þess væri nú tillaga um viðbótarframlög til þeirra skólahúsa, sem áður hefði hlotið fjárveitingu, en fram- kvæmdir væru ekki hafnar við. Væri því um 26 ný skólabús að ræða. Yrðu þessar tillögur nefnd arinnar samþykktar hefðu 7 þess ara skólabygginga hlotið um heíming áætlaðs framlags ríkis- sjóðs, 1. skólabygging hefði hlot- ið um % hluta og 6 skólahús hefðu hlotið um % hluta af fram lagi ríkissjóðs. Það væri augljóst mál, að þessar fjárveitingar, sem hér um ræddi, væri í mörgum til fellum það ríflegar, að þær ættu að tryggja, að skólahúsin yrðu byggð á skemmri tíma en ella. Að þessu sinni hefði sá háttur verið hafður á um fjárveitingu til skólabygginga 1 kaupstöðum, sem hefðu í byggingu fleira en barna- og gagnfræðaskóla yrðu eitt skólahús á hvoru fræðslu- stigi, að framlög ríkissjóðs til tekin í einu lagi. Væri þetta gert til hagræðis fyrir bæjarfélögin, en þau gætu þá beint heildarfjár magninu til ákveðinna bygginga, sem að þeirra dómi væru mest aðkallandi hverju sinni. Ræðu- maður vék síðan nokkuð að sam anburði á fjárveitingu til skóla- mála á tímum vinstri stjórnar- innar og nú, og er nánar vikið að þeirn samanburði á öðrum stað. Meðal annarra breytingar er framsögumaður gat um við 14 grein voru hækkanir til Alþýðu- skólans á Eiðum, héraðaskólanna Frcsmlag til skólabygg inga auk- izt yiir 100 millj. kr. irá 1958 FRAMSÓKNARMENN, er haldið hafa því fram í um- ræðum um fjárlagafrumvarp- ið að undanförnu, að framlög til skólabygginga væru nú minni en áður, fengu heldur nöturlega útreið í gær er Jón Árnason formaður fjárveit- inganefndar gerði samanburð á fjárveitingum til skólabygg- inga á valdatíma vinstri stjórn arinnar og nú. Kom m.a. eftir farandi fram í ræðu Jóns: Arið 1958, en það var síðasta árið, sem vinstri stjórnin sat að völdum, voru f járveitingar til skólabygginga sem hér seg- ir. Styrkur til bygginga barna skóla og íbúða fyrir skóla- stjóra nam samtals 9 millj. og 760 þús. kr., þar af til nýrra skólahúsa og skólastjórabú- staða 1 millj. 333 þús. kr. Styrkur til bygginga gagn- fræðaskóla og héraðsskóla voru þá samtals 3 millj. 599 þús. lcr., og þar af til nýs gagn fræðaskóla 100 þús. kr. Auk þess voru veittar 2 millj. kr. sem stofnframlag vegna barna skóla- og gagnfræðaskólabygg inga, sem fullsmíðaðar voru árið 1954. Samtals voru þvl fjárveitingar til byggingar barna- og gagnfræðaskóla árið 1958 15 millj. 359 þús. kr. Sam kvæmt fjárlagafrumvarpinu nú, að viðbættum tillögum fjárveitinganefndar eru fjár- veitingar til barna- og gagn fræðaskóla samtals að upphæð 102 millj. .548 þús. kr. MIS- MUNUR 87 millj. 189 þús. kr. 1958 var veittur styrkur til byggingar Iðnskóla í Reykja- vík 500 þús. kr. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að við- bættum tillögum f járveitingar nefndar, er nú lagt til að veita til iðnskóla i Reykjavík, Hafn arfirði og Akureyri samtals 3 núllj 580 þús. kr. TU bygg- ingar húsmæðraskóla var veitt hálf mUlj. kr. árið 1958. í f jár- lagafrumvarpinu nú, er lagt til að veita til sömu skóla 4 miUj. og 600 þús. 1958 voru veittar 1 mUIj. 375 þús. kr. tU bygginga menntaskóla, nú samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 10 millj. 367 þús. Til byggingafram- kvæmda fyrir bændaskóla voru 1958 veittar 252 þús. kr. en nú, samkv. fjárlagafrumv. 3 mUlj. 375 þús. kr. Auk þeirra byggingaframkvæmda, sem hér hafa verlð taldar upp var veitt á 20. grein f járlaga 1958 1 millj. 341 þús. kr. Hinsvegar eru ótaldar skólaframkvæmd- ir samkvæmt 20. grein fjár- laga nú, að viðbættum tillög- um fjárveitinganefndar 16 millj. 540 þús. Samtals var veitt til skólabygginga 1958 19 millj. 828 þús. kr., en sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu nú að viðbættum tillögum f jár veitinganefndar er lagt tU að veita á næsta ári 141 millj. 511 þús. kr. til sömu framkvæmda. Mismunurinn er því 121 mUlj. 683 þús. kr. Með því að leggja tU grund vallar hækkun byggingar- kostnaðar samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar kemur í ljós, að raunveruleg hækkun nemur ekki lægri upphæð en 100 millj. kr. í þessum 100 millj. kr. felst sá munur, hversu miklu betur er staðið að þessum málum nú heldur en í tíð vinstri stjórnarinnar. Og undrar nokkum þótt sum- ir Framsóknarþingmenn yrðu niðurlútir er þessar tölulegu staðreyndir komu fram í ræðu Jóns Árnasonar? á Núpi, Reykholti og Laugarvatni vegna of lágrar rekstraráætlun- ar, samtals 550 þús. kr„ hækkun til Skáksambands íslands 50 þús. kr., hækkun listamannalauna um 300 þús. kr., sem er sem næst 10% hækkun, og tveir nýir liðir til endurbóta á húsi Bjarna ridd ara Sívertsen í Hafnarfirði 100 þús. kr. og til dr. Sigurðar Jóns- sonar til áframhaldandi rann- sókna hans á sjávargróðri við strendur landsins. Við 16. grein væri tekinn inn nýr liður til sjóvarnargarða á Stokkseyri að upphæð 100 þús. kr., framlag til skógræktarfélaga hækkaði um 160 þús. kr., og yrði þá jafnhá því, sem væri í fjárlögum yfirstandandi árs. Lagt væri til, að hækka launaliðiVeiði málaskrifstofunnar um 175 þús. kr. og væri þá höfð í huga ráðn- ing fiskifræðings við Laxeldis- stöðina í Kollafirði. Við 16. grein væri einnig tekinn upp nýr lið- ur til landþurrkunar í Eyjum í Út-Hjaltastaðaþinghá, að upphæð 50 þús. kr. Af öðrum breytingar tillögum við 16. grein, er flutn- ingsmaður gat um, má nefna: 100 þús. kr. hækkun á launalið fiski matsins, sökum þess að á s.l. sumri voru ákveðnar breytingar á mati skreiðar fyrir Ítalíumark- að, nýr liður til verðlagsráðs sjáv arútvegsins að upphæð 1. millj. kr., samkvæmt lögum frá 1964, að kostnaður við Verðlagsráðið greiðist úr ríkissjóði, 150 þús. kr. hækkun á framlagi til byggingar iðnskóla á Akureyri, hækka fram lag til Rannsóknarráðs ríkisins um 200 þús. kr. vegna arjkins kostnaðar og af sömu ástæðu hækka framlög til Verzlunarskól ans um 200 þús. kr. og til Sam- vinnuskólans um 100 þús. kr. Framlögumaður gat sðan um breytingar við 17. grein frum- varpsins, en meðal þeirra voru, hækkað framlag til Bjargráða- sjóðs um 975 þús. kr., og er það tvöfalt frá því er ráð væri fyrir gert í frumvarpinu. Væri það samkvæmt ákvörðun nýrra laga, liðurinn til vatnsveitna hækki um 200 þús. kr. og styrkur til A.S.Í. hækki um 50 þús. kr. Af öðrum breytingartillögum er framsögumaður gat um má nefna að lagt er til að hækka 7 tölulið 19. greinar um 7 millj. kr., en það væri vegna hækkunar útgjalda vegna launahækkana, á 20 grein væri lagt til að hækka fjárveitingu til íþróttakennara- skóla íslands um 440 þús. kr., og áetti með því að vera kleift að gera heimavistarhús skólans fok helt á næsta ári, liðurinn um byggingar prestsetra hækki um 300 þús. kr., og tekinn verður inn nýr liður til jarðskjálfta- mælingarstöðvar á Akureyri að upphæð 215 þús. kr. Loks gat flutningsmaður um nokkrar nýjar heimildargreinar á 22. grein frumvarpsins, en þar m. a. lagt til að ríkissjóði sé heim ilt að endurgreiða aðflutningS' gjöld og söluskatt af vísinda- tækjum. Einnig er heimiluð end- urgreiðsla aðflutningsgjalda fyr- ir Rafveitu Siglufjarðar Raf- veitu Isafjarðar og Rafveitu Snæ fjallahrepps. Yrði slíkt að teljast eðlilegt, þar sem í lögum um Landsvirkjun segði, að hún skyldi undanþegin aðflutnings- gjöldum. Þá er heimiluð endur- greiðsla á aðflutningsgjöldum af vélum til niðursuðu sjávarafurða til útflutnings fyrir K. Jónsson og Co á Akureyri og niðursuðu og hraðfrystihús Langeyrar. — Væri hér um sömu fyrirgreiðslu að ræða og samiþykkt var til handa niðursuðuverksmiðjunni Norðurstjaman í Hafnarfirði. Þá væri einnig lagt til, að veita ríkisst j órninni heimild til að ábyrgjast, allt að 60 millj. kr. láni til byggingar og endurbóta á síldarverksmiðjum, síldarflutn- ingaskipum og síldarumhleðslu- stöðvum og einnig að ábyrgjast allt að 200 þús. sterlingspund að láni fyrir hlutafélagið Fylkir I Reykjavík, en það væri til kaupa á nýjum skuttogara. Að lokum gat Jón þess, að ef breytingartillögur þessara yrðu samþykktar hefðu þær í för með sér, að niðurstöðutölur fjárlaga- frumvarpsins hækkuðu um 10 rftillj. kr. og reksturarafgangur yrði því að upphæð 1 millj. 573 þús. 607 kr. Næstur tók til máls Halldór E. Sigurðsson (F), og sagði hann, að Framsóknarmenn samiþykktu hækkanir þær er breytingartil- lögurnar gerðu ráð fyrir, en stæðu ekki að þeim að öðru leyti. Ræddi hann siðan nokkuð um skólamálin og vék að bráða- birgðalögum frá í sumar um heimild til að skera framkvæmd- ir við skólabyggingar niður um 20%, og komið hefði fram með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1966, að fyrirhugað væri að halda þessum niðurskurði áfram. í fjárlagafrumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir að verja fé til nauðsynlegra framkvæmda og ekki gerð nein tilraun til þess að spara, né draga úr rekstrar- útgjöldum ríkisins. Fjárlaga- frumvarpinu yrði ekki breytt að gagni með einstökum breyting- artillögum, heldur þyrfti að koma til stefnubreyting hjá nú- verandi ríkisstjórn. Sigurður Bjarnason mælti fyr- ir áliti samvinnunefndar sam- göngumála. Sagði hann að nefndin hefði unnið að undirbún- ingi og gerð tillaga um framlög ríkissjóðs til flóabáta og vöru- flutninga og notið aðstoðar for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins við það verk, en hann hefði aflað nauðsynlegra upplýsinga um rekstur flóabáta og samgöngu- fyrirtækja. Vegna allmikillar hækkunar er orðið hefði á rekst- urskostnaði flóabáta á árinu, sagði framsögumaður, að nefnd- in hefði ekki komizt hjá að gera tillögur um hækkun framlaga til einstakra flóabáta. Væri hækkun þessi þó allmiklu lægri en í fyrra, en þá hefði hún num- ið 1,7 millj. kr. í stað 740 þús- unda nú. Framsögumaður rakti síðan skýrslu nefndarinnar um rekstúx og afkomu hinna einstöku flóa- báta og kom þar m. a. þetta fram: Nefndin leggur til að framlag til Norðurlands bátsins Drangsverði hækkað um 150 þús. kr. m.a. sök um þess, að gert er ráð fyrir veru legri tekjurýrn- un hjá honum næsta ár, með tilkomu akvega- sambands við ói afsfjörð. Fram- lag til Stranda- báts minnkar úr 190 þús. kr. í 60 þús. kr., sem stafar af því að akfært er norður í Árneshrepp og því unnt að leggja þær ferð- ir niður að mestu. Jafnframt er gert ráð fyrir að veita 25 þús. kr. til styrktar flugsamgöngum við Gjögur í ÁrneshreppL Gert er ráð fyfir því að styrkur til snjó- bifreiðar á Austfjörðum verði hækkaður úr 50 þús. kr. í 100 'þús. kr., en ósk frá bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafði borizt nefnd- inni um að reynt yrði að búa betur að þessum samgöngum. Samvinnunefndin leggur einnig til að framlag vegna vöruflutn- inga í Vestur-Skaftafellssýslu hækki um 50 þús. kr. Framsögumaður vék síðan að Faxaflóasamgöngum og útgerð „Akraborgarinnar". Sagði hann að Skallagrímur hf hefði sótt um stóraukinn styrk, bæði vegna rekstrar síns og flokkunarvið- gerðar á ms. Akraborg. Væri það skoðun nefndarinnar að aðstoða beri Skallagrím hf.-til þess að taka lán til langs tíma vegna endurbóta á skipinu, og leggur ennfremur til, að fyrir- tækinu verði veittur 300 þús. kr, Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.