Morgunblaðið - 14.12.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 14.12.1965, Síða 16
10 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 14. des. 1965 Útgefandi: Framkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VALD RÍKISINS OG ÁHRIF BYGGÐ- ARLAGANNA l^essa dagana er verið að af- greiða fjárlög fyrir árið 1966, og er ekki úr vegi að leiða nú að því hugann hvort þróun opinberra f jármála hafi verið með eðlilegum hætti og hin æskilegasta síðustu ára- tugina. Þegar þetta mál er skoðað sést að ekki er einungis um það að ræða að fjárútgjöld rík isins vaxi stöðugt, heldur hef- ur líka stefnt í þá átt, að fénu er varið til stöðugt fleiri hluta, auðvitað flestra nauð- synlegra, en þó misjafnlegra — eins og gengur. En á sama tíma er mikið um það rætt að efla eigi sjálf- stæði bygðarlaganna og eru uppi um það mismunandi skoðanir á hvern hátt það skuli gert, þó að flestir séu um það samála, að óæskilegt sé að þjappa valdinu saman í Reykjavík, og stefna þurfi að því að styrkja áhrif hinna ýmsu landshluta. En er það samrýmanlegt þeesari stefnu að flytja flest • þau mál, sem varða ættu ein- stöð bygðarlög, inn á Alþingi og ræða þau þar og krefjast fjárframlaga úr sameiginleg- um sjóði landsmanna til styrktar slíkum málefnum? Þeirri spurningu er vissu- lega hollt að menn velti fyrir sér. « Auðvitað fagnar hvert ein- stakt byggðarlag framlögum, sem það fær til að hrinda í framkvæmd einu máli eða öðru. — Þess vegna kepp- ast þingmenn við að heimta styrki og fjárframlög hver tií síns kjördæmis, og jafn- framt gera þeir Alþingi að vettvangi umræðna um þessi ákveðnu mál. — Þau eru ekki lengur orðin sérmál byggðarlaganna og þar er ekki talin meginástæða til að ræða þau og taka um þau ákvarðanir. Eftir því sem lengra miðar í þessa átt, er svið umræðna og ákvarðana um málefni landshlutanna flutt úr þeim sjálfum suður til Reykjavíkur, og á Alþingi eru úrslitin ráðin. Þegar Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi fjármálaráðherra beitti sér fyrir breytingu skattalaga í upphafi viðreisn- arinnar, var ákveðið að hluti söluskatts skyldi renna til sveitarfélaganna og fjárhagur þeirra styrktur á þann hátt. Þetta var rétt stefna, en sjálf- sagt hefur ekki verið nógu langt gengið í þessu efni, úr því að sífellt er verið að flytja I ný málefni, sem fyrst og fremst ættu að varða sveitar- félögin, inn á Alþingi. Þess vegna er tímabært að menn hugleiði hvort ekki væri ástæða til að hætta ýmis kon- ar fjárstuðningi ríkisins við sveitarfélögin eða a.m.k. að auka hann ekki sífellt, en út- vega sveitarfélögunum aftur á móti nýja tekjustofna, þótt á kostnað ríkisins væri. Líklegast er, að á þann hátt takist að efla sjálfstæði sveitarfélaganna, en ekki með því ag flytja sífellt fleiri þætti málefna þeirra inn á A1 þingi íslendinga. VIÐKUNNAN- LEGRI AÐFERÐ IT'orsetaskipti hafa nú orðið í 1 Sovétríkjunum, og síðasti byltingamaðurinn frá 1917, Anastas Mikojan, er horfinn úr forustuliði Sovétríkjanna. Anastas Mikojan hefur orð- ið einna langlífastur þeirra, sem þátt tóku í byltingunni 1917, og þrátt fyrir allar hreinsanir hefur honum alltaf tekizt að halda sessi sínum í forustuliði Sovétríkjanna. — Flestir byltingarleiðtoganna hurfu eða voru myrtir af sam- herjum sínum, og allt fram til síðustu ára hafa örlög æðstu manna Sovétríkjanna yfirleitt orðið þau, að þeir hafa verið líflátnir fyrir ein- hverjar sakir. Vissulega ber að viður- kenna það, sem í rétta átt horfir, og óneitanlega eru breytingar í forustuliði Sovét- ríkajnna nú síðustu árin með viðkunnanlegri blæ heldur en áður var. Síðan Bería var drepinn hafa örlög hinna æðstu manna í Sovétríkjun- um orðið á ýmsa vegu. Malen- kov var gerður að rafveitu- stjóra, Molotov var gerður að formanni sendinefndar í Vínarborg og ambassador í Mongólíu, af Zjúkov hefur ur ekkert heyrzt, en þó er vit- að, að hann er á lífi og Nikita Krúsjeff sjálfur virðist seztur í helgan stein, eins og títt er um aldna stjórnmálaleiðtöga annars staðar, en ékki er að sjá að hann búi við sérstak- lega þröngan kost. Mikojan hefur nú sagt af sér forseta- embætti vegna heilsubrests og er engin sérstök ástæða til að ætla, að annað liggi þar að baki. Óneitanlega eru örlög hinna sovézku leiðtoga á síðustu ár- um viðkunnanlegri en félaga þeirra áður fyrr, og því ber Kínverskur almenningur hefur óbeit á USSR Hinsvegar virðist lítils hatur gæta meðal almennings varðandi Bandaríkin Eftir Alessandrb Cassella New York 12. des. — AP. ÓBEITAR almennings í Rauða Kína gætir mjög gagn vart Sovétríkjunum, en hins- vegar er það svo, að andúð almennings í Kína á Banda- ríkjunum beinist einkum að bandarísku ríkisstjórninni, en ekki að þjóðinni sjálfri sem slíkri. Enda þó að í Kina sé ekki um að j-æða beina áróðursherferð gegn Sovétríkjunum, og blöð ræði ágreining Sovétríkjanna og Kína einkum á hugmynda- fræðilegum grundvelli, hefi ég orðið þess var, að al- menningur í Kína hefur djúpstæða óbeit á sovézku þjóðinni. Ástæðunnar er að leita í þeirri staðreynd, að Banda- ríkin eru einskonar huglæg- ur óvinur, sem í raun og veru hefur aldrei sézt, en hinsveg- ar hefur verið allnáið pers- ónulegt samband milli kín- versku og sovézku þjóðanna á síðari árum. Þúsundir sov- ézkra tæknimanna unnu um árabil við hlið Kínverja. Er deila Sovétríkjanna og Kína hófst, hurfu allir þessir Rúss ar frá Kina á einni nóttu, ef svo mætti segja, og ringul- reið sú, sem skapaðist vegna hinnar skyndilegu brottfarar í þeirra, varð til þess að fólk- ' ið í Kína fylltist óbeit á Rúss um sem slikum. Kínverjar leggja mikið upp úr því, að svo sýnist að þeir hati ekki erlendar þjóðir, heldur séu þeir aðeins and- snúnir erlendum ríkisstjóm- um. Bandaríkjamenn eru þannig taldir vinsamlegt fólk, og mótmælaaðgerðum sem fram hafa farið í Banda- ríkjunum gegn styrjöldinni í Vietnam, hefur verið veitt mikið og áberandi rúm í blöðum. Hið raunverulega 7 stjórn- málaástand milli landanna, svo og hugmyndafræðileg staða Kína, hafa orðið til þess að hjá Kínverjum gæt- ir djúpstæðs misskilnings varðandi Bandaríkin. Óeirð- irnar í Watts-hverfinu í Los Angeles, voru sýndar í sjón- varpinu í Peking, og sagt að þar væru kúgaðir Bandaríkja menn að gera uppreisn gegn einræðinu í Washington. Ég hefi oft verið spurður að því varðandi Vietnam, hvort ég teldi ekki að baráttuþrek bandarískra hermanna í Viet nam væri að molna. Ljóst, er að sé hatur á Rússum ljóslifandi meðal kínversku þjóðarinnar, þá hefur styrjöldin í Vietnam stöðugt meiri áhrif á dag- legt líf fólksins í Kína. Enda þótt landfræðilega séð sé þar um erlenda styrjöld að ræða, hefur huglæg þátttaka í því aukizt svo, að hún er orðin óaðskiljanlegur hluti af inn- anríkispólitík Pekingstjórn- arinnar. Allt frá stórborgun- um í aumustu kot úti á landi hanga áróðursspjöld með víg- orðum vegna Vietnam, þar sem sýnt er fram á mikið af- hroð Bandaríkjanna og glæsi- lega sigra Viet Cong komm- únista. f skólum syngja börn- in „Við erum ekki hrædd við pappírstígrisdýr“. Og á göt- um úti safnast menn saman við risastór áróðursspjöld og ljósaauglýsingar, sem öll fjalla um Vietnam. Enda þótt heildarmyndin af Kína virðist gefa til kynna, að landið standi á barmi styrj aldarsálsýki, eru hlutirnir þó heldur hógværari ef betur er að gáð. 1 raun og veru er um þrjú skoðanastig að ræða í Kína í dag: — Hin opinberu blöð, sem flytja efni fyrir innan- landsmarkaðinn; skoðanir og viðbrögð almennings og loks afstaða sjálfrar stjórnarinnar. Opinber fréttaflutningur fyrir innanlandsmarkað er mjög stríðsglaður og ögrandi. Blöðin lýsa Randaríkjunum þannig, að þau bíði aðeins hentugs tækifæris til þess að færa út styrjöldina og ráðast á Kína. Stöðugt er hamrað á hættunni á bandarískri á- rás. í verksmiðjum halda verka menn vikulegar skotæfingar, og eru skotmörkin líkön af bandarískum flugvélum. Al- mannavarnaspjöld er að finna allsstaðar. Vopnaðir verðir eru við allar brýr í landinu og sama máli gegn- ir um opinberar byggingar. Allt Suður-Kína er nú sagt standa grátt fyrir járnum reiðubúið að mæta innrás, og ferðalög útlendinga_um þann landshluta hafa verið bönn- uð. Þrátt fyrir allt þetta virð- ist hinn almenni Kínverji vera áhyggjufullur vegna alls þessa viðbúnaðar, frem- ur en vigglaður, og furðu lít- ils haturs á Bandaríkjunum virðist gæta meðal almenn- ings. ekki að neita að í þessum efn- um hefur töluverð framför orðið í Sovétríkjunum, sem full ástæða er til þess að við- urkenna og vekja athygli á. SJOLOKOV OG ANDI PASTERNAKS l>ússneski rithöfundurinn ^ Sjolokov, hefur nú tekið við bókmenntaverðlaunum Nóbels í Stokkhólmi. Við komuna til Stokkhólms not- aði Sjolokov tækifærið til þess að hylla Sovét^tjórnina fyrir skilningsríka afstöðu hennar til rithöfunda í Sovét- ríkjunum. „Ég þekki ekkert dæmi þess að sovézk stofnun hafi beitt þvingunum varð- andi rithöfunda“, sagði rithöf- undurinn á blaðamannafundi í Stokkhólmi. Hinn rússneski Nóbelsverð- launahafi er með þessum orð- um að færa ráðamönnum Sovétríkjanna sérstakar þakk ir fyrir meðferðina á sovézk- um rithöfundum undanfarna áratugi, en sem kunnugt er hafa þeir verið drepnir, ofsótt ir, settir í bönn og bækur þeirra ekki gefnar út, ef þeir hafa verið í andstöðu við stjórnarvöldin þar í landi. Er greinilegt af ummælum Sjolo kovs um þetta efni, að það hefur borið ríkulegan ávöxt fyrir ráðamenn Sovétríkjanna að hafa veitt hinum gamla Stalinista, Sjolokov, sæmilegt svigrúm við ríkisjötuna. Hann greiðir þessa dagana skuld sína við þá, sem Sovétríkjun- um stjórna. Boris Pasternak, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir nokkrum árum, en hafn- aði þeim eftir ofsafengnar árásir á hann innan Sovét- ríkjanna, sóttist ekki eftir heiðri á borð við þann, sem Sjolokov hefur lagt sig eftir. Pastemak sóttist ekki eftir frelsi með takmörkunum, heldur frelsi án takmarkana. Það er skýringin á því, að Sjolokov segist nú vera fyrsti sovézki rithöfundurinn, sem hlýtur Nóbelsverðlaunin. En sem betur fer lifir andl Pasternaks enn í föðurlandi hans, og þrátt fyrir ofstjórn sovézkra valdhafa mun sá andi sigra að lokum. En um Sjolokov, hinn sovézka Nób- elsverðlaunahafa, skal það eitt sagt, að honum tókst bet- ur upp í Lygn streymir Don en í þeim kaldranalegu yfir- lýsingum, sem hann hefur verið að gefa síðustu vikur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.