Morgunblaðið - 14.12.1965, Page 17

Morgunblaðið - 14.12.1965, Page 17
Þriðjudaffur 14. des. 1r MORCUNBLAÐID 17 Samband rdmversk-kaþðlskra og mdtmælenda gjörbreytt, segir biskup islands eftir för á kirkjuþing Páfi gaf biskupi áritað, Ijósprentað handrit BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, er kominn heim frá Róm, þar sem hann dvaldi í 10 daga, en honum var boðið áð vera viðstaddur þingslit hins mikla kaþólska kirkjuþings. Biskup hitti m.a. páfa Pál VI og ræddi í um hálfa klukkustund við hann. Færði bis'kup páfa ljósprentun af Guðbrandsbiblíu, en páfi leysti biskup út með veg- legri gjöf, ljósprentaðri útgáfu af einu elzta handriti að Nýja testa xnentinu, Codex Vaticanus Gra- ecus, og áritaði hana eigin hendi. Auk þess gaf hann honum sér- stakan silfurpening, sem páfi lét slá í sambandi vfð förina til Sam einuðu þjóðanna. Mbl. átti tal við herra Sigur- björn Einarsson og leitaði frétta af þessu mikla kirkjuþingi og för hans þangað. — Jú, þetta var persónulegt boð á kirkjuþingið, sagði biskup, sem svar við fyrstu spurningu okkar. Ég átti áður kost á að sækja þetta þing á vegum lút- erska heimssambandsins, en ég hafði ekki tíma, hefði þá þurft að vera lengur og taka annan þátt í þessu en ég taldi mig geta. Þegar mér var svo boðið að koma og vera viðstaddur þingslitin, gat ég ekki annað en metið þáð mik- ils. Með tilliti til lands míns og kirkju minnar taldi ég þetta vera jnikinn sóma, sem ástæða væri til að virða mikils. Þinginu var að Ijúka, þegar ég kom á vett- vang, öllum málum til lykta ráð- ið. Ég var viðstaddur eina at- kvæðagreiðslu og sá hvernig þetta fór fram, hvernig mönnum er skipað til sætis og hvernig störfum var háttáð á fundum. En miklir og gildir þættir fara að sjálfsögðu fram utan hins eigin- lega þinghalds. Undirbúningur fyrir þetta þing hefur auðsjáan- lega verið gífurlegur og einnig starf þeirra nefnda, sem fjölluðu um álitsgerðir. — Þarna hafa verið fulltrúar frá öðrum kirkjudeildum en kaþólsku kirkjunni? — Já, frá upphafi hafa verið áheyrnarfulltrúar frá öllum kirkjudeildum, sem hafa viljað þekkjast það. Hafa þeir verið sendir af alþjóðasamtökum kirkn inna. Lúterska heimssambandið hefur valfð lútersku áheyrnarfull trúana. Það var mál allra, sem í Róm. Biskup, herra Sigurbjör n Einarsson, ásamt Jóhannesi biskupi kaþólskra í Reykjavík og fulltrúa hans, sr. Alfons Mertens, en þeir sátu kirkjuþingið. verið hafa í Róm sem fulltrúar annarra kirkjudeilda, að aðstaða þeirra til að fylgjast með störf- um þingsins hafi verið framúr- skarandi góð. Sýnilega var allt til þess gert a'ð gera þeim dvöl- ina sem árangursríkasta, svo að þeir mættu fá sem gleggsta inn- sýn í málefnastöðuna eins og hún er innan kaþólsku kirkjunnar. — Þetta var langt og mikið kirkjuþing? — Jóhannes páfi XXIII til- kynnti, að hann mundi kalla sam an alþjóðlegt þing kaþólskra manna í árslok 1959, og þá þegar var hafizt handa um undirbún- ing. Þingið kom svo fyrst sam- an á árinu 1962 og hefur staðið síðan, að vísu með hléum. Jó- hannesi páfa auðnaðist ekki að stýra því nema rétt í byrjun, sem kunnugt er, og við tók Páll páfi VI. Það mun allra manna mál, að hann hafi mjög farsæl- lega haldið fram og leitt til lykta þetta stórvirki, sem Jóhannes XXIII hóf. — Og árangurinn af þessu þingi, að ýðar áliti? — Um árangur er óhætt að segja, að sambandið milli rói versk-kaþólskra og mótmælenda er gjörbreytt. Þetta hefur auð- vitað ekki gerzt á einu vetfangi og þirrgið hefur ekki eitt komið því til leiðar. Það á langan að- draganda. Og tilkoma og stefna þingsins er til komin af langri þróun. En þingið sjálft og niður stöður þess hafa gefið kaþólsku kirkjunni ailt annan svip í aug- um okkar hinna. Og það hefur verið mjög markvjsst stefnt að því af hálfu kirkjuþingmanna að svo yrði. í sem stytztu máli, þá tel ég höfuðárangur kirkjuþings þann, að það hefur lagt grund- völl að opinskáum tortryggnis lausum og einlægum viðræðum um vandamálin og ágreinings- málin. Kaþólskir hafa rétt fram höndina til bróðurlegra viðræðna um þau mál, sem ágreiningur er um méðal kristinna manna á sviði kenninga, skipulagningar og trúarskilnings. Og þeir hafa opn að dyrnar til samvinnu á svið- um, þar serrt skoðanaágreiningur kemur ekki til greina, svo sem á vettvangi líknarmála. Þetta er það mikilvægasta. Að því leyti má segja, að það sem gerzt hefur Róm undanfarin 4 ár, sé meiri bylting en nokkuð sem oúðið hef ur í fjórar aldir varðandi afstöðu kaþólsku kirkjunnar til annarrí kristinna manna. Auðvitað var þingið ekki á takaiaust. Það er ágreiningur með þaþólskum um viðhorfin, eins og éðlilegt er og allir hljóta að skilja. En þeir, sem stíga vildu raunhæft skref til aukins skiln- ings milli kirkjudeilda, fengu al- gera yfirhönd. Fyrirfram gerði maður ekki ráð fyrir þessum á- rangri. Og framan af virtist nokk ur óvissa um hvaða stefnu þingið mundi taka. Þeir sem vildu halda fyrri stefnu og viðhorf ka- þólsku kirkjunnar, virtust hafa allmikil ítök. En áhrif þeirra fóru fljótt dvínandi og þeir urðu um það er lauk áðeins mjög lítill minnihluti. — Vilduð þér segja okkur eitt hvað um för yðar sjálfs á kirkju- þingið í Róm? — Dvölin varð mér mjög á- nægjuleg og það var mér mikils- verð reynsla. Boðið á kirkjuþing- ið í Róm á ég að þakka Jóhann- esi biskupi kaþólskra á Islandi og fulltrúa hans, sr. Alfons Mertens, svo og erkibiskupi kaþólskra á Norðurlöndum, Bruno Heim, sem hingað kom á sl. vori. í Róm átti ég kost á að hitta ýmsa áheyrnar fulltrúa á þinginu, og það sem var ekki síður mikilvægt, ýmsa ágæta forystumenn kaþólskra. Ég hitti t.d. áð máli erkibiskupinn Wille Brands, en hann hefur haft á hendi ábyrgðarmikið hlutverk í sambandi við kirkjuþingið. — Hann hefur stýrt reglulegum fundum með áheyrnarfulltrúum, þar sem þeir hafa komið gagn- rýni sinni, fyrirspurnum og at-' hugasemdum á framfæri. Þá átti ég kost á að ræða við Bea kardi- nála, en hans hlutur í undirbún- ingsstörfum og stefnu þessa þings er . ómetanlegur. Þa'ð þótti mér mjög athyglisvert og ánægjulegt. Bea kardináli er fullorðinn mað- ur, nær áttræðu, en í fullu fjöri enn. Og rétt áður en ég fór heim hitti ég Pál páfa VI. Hann gaf sér góðan tima og ræddi við mig í hálftíma, sem er mjög óvenju- legt. Mér gazt vel að honum og þykir hann tilkomumikil per- sóna. Páfi var þreyttur, eins og eðlilegt er. Það hefur mikið hvílt á honum. Hann gaf mér mjög verðmæta gjöf, eitt elzta handrit að Nýja testamerttinu, Codex Vaticanus Graecus, í Ijósprent- aðri útgáfu og gaf sér tíma til að rita í hana eigin hendi. Biskup tekur fram þessa dýr- mætu bók og við lesum áritun páfa á ensku á titilblaði. Og við fáum líka áð sjá öskju með silf- urpeningi, sem páfi lét gera í sam bandi við för sína til Sameinuðu þjóðanna sl. haust og gaf Sig- urbirni eintak af. Biskup ræddi við páfa klukk- an 10 á fösutdagsmorgun í Vati- kaninu í Róm. Og kl. 10 um kvöldið var hann kominn heim til Reykjavikur, flugleiðis um LundúnaflugvölL * (Z'M-'i- <-o H |te c-oó iíg§ . f í*-* /O u Páfinn áritaði með eigin hendi lj ósprentað einitak af Codex Vatt- eanus Graecus, sem kann gaí biskupinum yfir Islandi. —Alþingi Framhald af bls 8. ftyrkur vegna viðgerðarínnar. Varðandi Breiðafjarðar og Vestfjarðasamgöngur, sagði fram sögumaður, að lagt væri til, að styrkur til Stykkishólmsbáts hækkaði um 150 þús. kr. og gert væri ráð fyrir, að hinn nýi Stykkishólmsbátur, sem verið hefði í smíðum undarafarið hefði ferðir í byrjun næsta árs. Þá væri lagt til, að styrkur til Djúpbátsins hf. á ísafirði yrði hækkaður lítillega en útgerð á bátnum Fagranesi hefði gengið vel á þessu ári. 1 nefndaráliti samvinnunefnd- ar samgöngumála kemur fram hvernig upphæðin, 8 millj. 372 þús. kr., skiptist milli flóabáta og vöruflutninga og er hún þannig: Þús. kr. 1. Norðurlandsbáturinn Drangur............... 1350 2. Strandabátur ........... 60 3. Haganesvíkurbátur .. 25 4. Hríseyjarbátur.......... 50 5. - Grímsey, vegna flug- ferða .................. 50 6. Flateyjarbátur á Skjálf- anda .................. 100 sami, vegna vélakaupa . 30 7. Loðmundarfjarðar- bátur .................. 50 8. Mjóafjarðarbátur .... 145 9. Til snjóbifreiðar á Austfjörðum.......... 100 10. Til vöruflutninga á Suðurlandi .......... 550 11. Til vöruflutninga til Öræfa.................. 165 12. Vestmannaeyjabátur, vegna mjólkurflutn. .. 300 13. Hf, Skallagrímur — „Akraborg" ........... 1600 sami vegna viðgerðar . 300 14. Mýrabátur ............... 7 1'5. Flateyjarbátur á Breiðafirði ......... 310 sami, vegna kaupa nýs báts.................. 200 16. Stykkishálmsbátur, „Baldur“ ............. 1450 17. Langeyjarnesbátur .... 100 18. Djúpbátur, „Fagranes" . 1350 19. Dýrafjarðarbátur .... 35 20. Patreksfjarðarbátur .. 25 21. Skötufjarðarbátur .... 20 Þá tók til máls Geir Gunnars- son (K) og sagði hann það ó- heillaþróun að fara þá leið, að skera niður af framkvæmdum til þess að ná endum saman á fjár- lögum. Væri nú í 3. umræðu fjár- laga staðfest að verið væri að stíga stórt spor aftur á bak með slíkum aðgerðum. Nota ætti upp- gripaárin til þess að ná stórum á- föngum. Þá taldi hann það ekki rétta stefnu, að menntamálaráðu- neytið skyldi hafa afskipti af fjár veitingum til skólamála, og sagði að með því væri verið að brjóta niður ákvörðunarrétt Alþingis og hörfa skipulega frá þeim lögum, ' er sett voru fyrir 10 árum. Vék hann síðan að breytingartillögu sinni, sem hann kvað hamla á móti óheillaþróun á sviði skóla- mála, auk þess sem hún kvæði á um að ákvörðunarrétturinn skyldi vera í höndum Alþingis. Magnús Jónsson, fjármálaráff- herra, tók næstur til máls og kvaðst vilja vekja athygli á því að vaf hálfu ríkisstjórnarinnar væru ekki fluttar neinar tillögur um lántökuheimildir. Stafaði það af því að framkvæmdaáætlun ríkisins væri ekki tilbúin og því ekki séð hversu miklar heimildir þyrftu. að koma til. Að þessari framkvæmdaáætlun væri nú unn ið og yrði ljóst, er þing kæmi saman að nýju að loknu jóla- leyfi hversu mikilla lántökuheim ilda væri þörf, og yrði þá leitað eftir samþykki Alþingis um þær með sérstöku frumvarpi til lán- tökuheimildar. Eðlilegra þætti, að hafa þennan hátt á, en ekki byggja á áætluðum tölum. Afmælisfundur Hraunprýðis í kvöld HAFNARFIRÐI — Slysavarna- deildin Hraunprýði minnist 36 ána afmælis síns með skemmti- fundi í Sj á Ifstæði shús inu í kvöld kl. 8,30. Þar fara fram venjiuleg aðalfundarstörf, Inga María Ey- jólfisdóttir syngur og Anna Krist- ín Þórarinsdióttir les upp. — Þá verða kaffiveitingar. í tilefni af þessum tímaimótum verður nokkrum gestum boðið á fundinn, m.a. Gunnari Friðriks- syni forseta SVFÍ, Henry Half- danarsyni, Gróu Pétursdóttur, bæjarstjóranum og bæjarfóget- anum í Hafnarfirði. — Á fundin- um verða afihenitar gjafir og þrjár konur heiðraðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.