Morgunblaðið - 14.12.1965, Side 28

Morgunblaðið - 14.12.1965, Side 28
28 MORCU N BLAÐID Þriðjudagur 14. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Ég fékk dálítið högg í haus inn, sagði ég til að vara hann við. — Farðu þessvegna varlega með mig! Nætmir fingur hans fundu strax blettinn. — Þetta er ljótt, og skinnið í sundur. Hvernig fórstu að >vi að fá þetta? — Það var einhver, sem lamdi mig með göngustaf. Hann tók þessu með heim- spekiiegri ró hins veraldarvana manns, og kallaði gegnum tjald- ið á einhvern, sem hann kallaði Rauðhaus, að setja upp ketilinn. Þegar ég átti í hlut, var te allt- af innifalið í klippingarverð- inu. Hann hélt nú stimdarkorn áfram að klippa en ég hvíldi mig og hálfsofnaði. Eftir stundarkom dirfðist hann að segja: Ég skal segja þér, hver var hérna inni í vikunni, sem leið . . . ef ég man þá, hvað hann heitir. Það er gamall kunningi þinn úr hafnarlögregl- unni. Hvað heitir hann nú aft- ur? — Blackwell? — Það er hann. Hann er víst eitthvaö hsekkaður í tigninni núna. — Já ,haltu áfram. — Hann sagði mér að heilsa þér frá sér, ef ég hitti þig. Við Jim Blackwell höfðum barizt í stríðinu, svo að segja hlið við hlið. Ég kunni ágætlega við hann að öllu öðru leyti en því, að hann vildi alltaf kalla mig ,,frsenda gamla“ í sambandi við einhverja gamla endurminn- ingu okkar frá Ítalíu. — Sagði hann nokkuð, hvar hann væri núna? spurði ég. — í Wapping, minnir mig. Það rumdi í mér af ánsegju. Þá gat ég fengið Jim gamla til að hafa auga með „Giuseppe". Mig langaði alveg sérstaklega til að vita, hvert leiðir Barkers lágu, þegar hann var í þessum strandsiglingum sínum, — Þú ert útfarinn í öllum siglingum, sagði ég. — Hvemig er það með skip, sem koma frá Austurlöndum og Mið-Austur- ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Sími 21240 NEILSVEaZLUMIN HEKLA hfj Laugaveqi 170-17 2 Volkswagen 1300 — Verð kr : 149.800 Volkswagen 1500 er fyrirlíggjandi Yolkswagen 1500 - Verð kr : 189.200 ® © ® Gerið samanturS á frágangi, öllum búnaSi og gæSum Volkswagen og aunarra J»íla frá Vestur-ISvrópu. ' © © © Komið, skoðið og reynsluakið Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn Volkswagen 1600 TL Fastback kr : 207.800 löndum, hvar leggjast þau helzt hér? Er það ekki helzt í Til- bury? — Það geta þau, en gera ekki alltaf. Aruslavia lagðist hér í vikunni, sem leið, veit ég, og hún siglir. á Bombay, og svo eru það Piltdown og Irene — þau koma bæði frá Port Said. Þau koma bæði venjulega til Til- bury. Ég var sjálfur einu sinni á Piltdown, sem þá var orðinn gamall dallur. — Hvaða dag kom Aruslavia, mannstu það? Hann stanzaði sem snöggvast, hugsi, með skærin á lofti. Við skulum sjá, það hlýtur að hafa verið á miðvikudag. Ég alrakaði skipstjórann hérna á föstudags- morgun, og þá sagðist hann vera búinn að vera í tvo daga. Við vorum skipsfélagar fyrir stríð og höfum aldrei farið úr sam- bandi hvor við annan síðan. Hvenær sem hann kemur, fer hann í skrifstofuna í Piccadilly. — Ó, þú skalt ekki skipta þér af þeim. Þetta er bara f jölskylda fyrri mannsins míns, sem ætlar að sofa hér í nótt. □----------------------------□ 51 □----------------------------D Svo raka ég hann og svo er hann kominn á sjóinn aftur og safnar nýju skeggi, kemur svo aftur til London og ég raka hann aftur .... þetta gengur eins og eftir klukku! Stúlka kom undan tjaldinu með tekönnu í hendinni. Hún var mjög lagleg með mikið eld- rautt hár. Hún hvíslaði „góðan daginn“ og málrómurinn var eins og hún væri að bjóða krakka góða nótt, setti niður könnuna og fór síðan aftur út og ég heyrði glamur í bolla- pörum. Ég horfði á eftir henni. — Er þetta hún Rauðkolla? Sid kinkaði kolli og glotti til mín. Ég blístraði ofurlítið. — Þú ættir að hafa fleiri svona hérna á staðnum. Hver veit nema ég kæmi þá oftar hingað. Stúlkan kom inn aftur og hellti í bollana, dokaði við eins og hikandi .stundarkorn meðan Sid spurði mig glottandi, hvort ég vildi ekki fá mér handsnyrt- ingu, og þegar ég hristi höfuðið, trítlaði hún út á háu hælunum. Sid hélt áfram að klippa, eins og ekkert væri og kroppaði fim- lega hárin úr eyrunum á mér, en það gerir hann alltaf í ieyí- isleysi áður en ég get bannað honum það. og afleiðingin verð ur sú, að hárin fara að vaxa út úr eyrunum á mér eins og burst- ar. — Sid, sagði ég hugsi, og sneri mér aftur að aðalmálinu, — segðu mér eitt. — Hvað mætti það vera? — Hver á Aruslavia? Hann svaraði hiklaust: — Það er Lamotte-Slavia félagið. Hrollurinn ,sem fór upp eftir bakinu á mér, stóð í engu sam- bandi við skærin hans, og ég starði á hann eins og bjáni í speglinum. - — Hvað segirðu með Slavia? • — Lamotte .... Hvað er þetta? Er eitthvað að? Ég hristi mig. — Sid, sagði ég með aumingjalegri rödd, — þú hefur hjálpað mér einu sinni enn. Áttu ennþá þetta vindlinga veski, Það var í vasanum á sloppnum hans. — Gefðu mér eina! Hann gerði svo og kveikti á eldspýtu. — Þú þarft að fá kveikjara með þessu, er það ekki? sagði ég og brosti breitt. Hann roðnaði upp í hársræt- ur og var mjög hamingjusamur á svipinn og spurði mig, hvort ég hefði tíma til að láta þvo hárið. Ég stóð úti í dynjandi rigning unni og horfði á þennan dapur- lega hóp dökkklædds fólks, sem hnipraði sig undir regnhlífum, og horfði blindum augum á þetta dapurlega samsafn kransa, sem lá á grasinu fyrir framan það. Ofurlítið frá hinu fólkinu stóð Perlita ,Barker, í svartri regnkápu með belti, en fallega Heildarútgáfur á Þýzku Dostojewski I—VI kr. 967.50 Balzac I—VIII kr. 1290.00 Goethe I—VI kr. 696.60 Tolstoi I—XII kr. 1354.50 Schillers Werke I—II kr. 1015.90 Goethes Werke I—II kr. 1015.90 Nietzsches Werke I—II kr. 1015.90 Stifters Wérke I—II kr. 1015.90 Storms Werke I kr. 252.65. bSe . BOKAVERZLUN SiGFOSAR EYMUNDSSONAR Austurstrœti 18 - Sími 13135 hárið hulið af hvítum silkitrefli, og andlitið var fölt og sviplaust. Meðan ég var að horfa á hana, sneri hún sér við og gekk inn á stíginn að baki kapellanna. Ég gekk með hattinn í hend- inni, hægt áleiðis að hópnum. Á kroti við kransana stóð Úrs úla Regína Twist og svo fæð- ingar- og dánardagur. Einhver í nánd við mig varð, ferða minna var. Augu okkar mættust. — Halló, hr. Hall! sagði ég. — Halló. Allir hinir horfðu á okkur forvitnir. Albert útskýrði, hver ég væri og kynnti mig. Þarna var móðunbróðir Úrsúlu frá Hampstead, ásamt konu sinni, syni og dóttur, og maður með útstætt yfirskegg í illa sniðnum frakka. Ég gat ekki heyrt nafn- ið hans ,en lét það gott heita. Ég horfði á þau öll á víxl. Öll voru þurreygð og hin hressustu. Þeim hafði verið alveg sama um Úrsúlu. Jarðarförin var eins og hver öruurr skylduheimsókn, og þegar þau væru búin að fá al- mennilega að éta um hádegið, væri hún gleymd. Ungi maður- inn hvíslaði einhverju að systur sinni og hún skríkti — hann hefur áreiðanlega verið að gera einhverjar athugasemdir viS fæturna á mér, því að hann var alltaf að horfa á þá á meðan. Ég gaf honum illt auga, og nann dró sig inn í skelina sína. Ég hafði engan áhuga á þessu fólki, það gat átt sig sjálft. Þegar for- vitni þess um mig var södd, gengu þau burt og áleiðis til veitingahússins, en ég stóð kyrr stundarkorn, þegjandi, ásamt Albert Hall, sem ég kunni vel við og var að minnsta kosti svo nærgætinn að vera dálítið rauð eygður. — Hvað varð af henni móður hennar? spurði ég loksins. — Hún er í hjúkrunarhæli, vissuð þér það ekki? Hún hefur sjálfsagt fengið taugaáfall út af veslings stúlkunni. Hún fékk slag, daginn eftir að hún kom út í Hampstead, og bróðir hennar kom henni einhversstaðar fyrir. Hún er víst talsvert slæm, skilst mér. Ég gekk nær og fór að athuga kortin á krönsunum. — Var þetta bara fámenn fjöl skyldujarðarför?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.