Morgunblaðið - 14.12.1965, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.12.1965, Qupperneq 30
so MORCU N B LAÐIÐ Þriðjudagur 14. des. 1965 Sovétríkin fengu sigurinn færðan á silfurbakka * Islenzka liðið hafði forystu lengst af og staðan var 14 : 11 er 12 mín. vom til leiks- loka. — En mistök í leik kostuðu að Rússar skomðu 5 síðustu mörkin og unnu 16 : 14 H A F I nokkurt landslið nokkru sinni tapað landsleik fyrir handvömm og skyssur, þá henti slíkt^ íslenzka landsliðið í síðari landsleiknum í handknattleik við Sovétríkin í gær- kvöldi. Islenzka liðið náði mjög góðum leik í fyrri hálfleik, komst á tíma 4 mörk yfir (10-6), en hafði tvö mörk yfir við leikhlé, 10-8. Liðið hélt síðan vel í við Sovétríkjamenn fram eftir síðari hálfleik, náði svo enn frumkvæðinu og staðan var 14-11 fyrir ísland og aðeins 12 mínútur til leiksloka. En þá gripu örlaganornirnar í taumana. íslenzka liðið þoli ekki spennuna. Sendingar urðu ónákvæmar, varnarleikurinn var kák eitt miðað við fyrri hluta leiksins. Og Sovétmenn skor-_ uðu 5 síðustu mörkin í leiknum — flest seárgrætileg rnistök íslenzku liðsmannanna — og fengu þennan sigur færðan á silfurbakka af íslenzka liðinu. • Skin og skúrir Það skiptust sem sé á skin og skúrir í þessum leik. „fs- landssólin“ var hátt á lofti lengst af og skein bjart á stundum. ísl. liðsmennirnir náðu á tímabilum yfirburða- köflum yfir Sovétmenn. En síðan upphófust mistökin í leiknum. Það var svo sem ekki eins og Rússarnir þyrftu að hafa fyrir því að ná knettin um sjálfir — í þremur tilfell um komust þeir í handahófs- legar og ónákvæmar sendingar milli ísl. leikmannanna, brun uðu upp völlinn og tryggðu sinn sigur. Þetta var sannköll uð leiftursókn, þegar öll sund virtust vera að lokast til sig- urs fyrir sovézka liðið. • Góð byrjun Nú fór ísl. lfðið vel af stað. Karl Jóh. skoraði fyrsta mark leiksins eftir 3 mín. en Sovét jafn aði úr vítakasti 2 mín. síðar. Skiptust liðin síðan á mörkum og voru íslenzkir alltaf fyrri til að skora en hinir jöfnuðu. Eftir 11. mín. náði Hörður 4:2 forystu fyrir ísland og mín. sí'ð ar eykur Ingólfur Óskarsson í 5:3 eftir fallegan línuleik. Á 14. mín. skorar Gunnlaugur tvö mörk með nokkurra sekúnda millibili, hið síðara úr hraðhlaupi upp völlinn, þar sem rússnesku markverðirnir höfðu nýskipt um stöðu. Helzt nú 2—3 marka for- ysta íslands unz hún kemst í 4 mörk — eða 10:6 eftir 23 mín. Tvö síðustu mörk hálfleiksins skor- úðu Sovétmenn — bæði af lín- uhni og var þá ísl. vörnin grátt leikin. Mikil barátta var allan fyrri h’álfleikinn og í þeirri baráttu veitti íslendingum betur. Leikur þeirra var vel útfærður, reynt eft ir megni línuspil en kanónurn ar ógnandi fyrir utan varnarmúr inn. Er forustan komst í 10:6 höfðu þeir leikið Rússana sundur og saman og áttu Rússarnir ekkert svar nema aukna hörku — og var ekki laust við að þeir kæmu ísl. leikmönnunum úr jafnvægi, og skemmdi leik þeirra í stað þess að ísl. iiðinu tækist að nota sér yfirburðastöðuna til algjörs sálarbrots yfir sovézku leikmönn unum. • Öruggt forskot Fyrstu 10 mín. var forysta ísl. liðsins 1 og 2 mörk. Rússum hafði tekizt að ná jafnvægi í leikinn aftur. Spennan varð gífur leg í leiknum og heyra hefði mátt saumnál detta í 2700 mánna á- horfendahóp. Um miðbik hálfleiksins er víti Gunnlaugs varið. En litlu síðar launaði hann það með og Pólverjar með kvikmynd DANIR og Pólverjar léku fyrri landsleik sinn í hand- knattleik — en þau lönd eru ásamt Islandi saman í riðli í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í handknattleik. Komast 2 af 3 til Lokakeppn- innar. Leikurinn fór fram í Dan- mörku á laugardag og sigruðu Danir 22-16. Karl Benedikts- son þjálfari ísl. landsliðsins brá sér ufcan til að kynna sér leikaðferðir liðanna sem ísl. liðið á síðar í vetur að mæta. Karl sagði að munur á danska og pólska liðinu hefði ekki verið slíkur sem marka- tvlan gefur til kynna. Hefði mestur munur legið í getu markvarðanna. Sá danski varði frábærlega vel. Sagðist Karl búast við að Pólverjar gætu sigrað Dani, hefðu þeir markvörð Dana sin megin. Karl fékk í lið með sér ísl. námsmenn í Höfn til að taka kvikmynd af leiknum og kemur hún hingað um jóla- leytið framkölluð. Munu þá ísl. leikmennirnir kynna sér leikaðferðir liðanna og Karl leggja á ráð sem vontandi duga til sigurs íslendinga yfir þessum keppinautum. Karl taldi möguleika ísl. liðsins mikla í þessurn leikjum og sennilega yrðu það smá- atriði í leikjunum sem myndu ráða úrslitum þeirra með litl- um markamun. Bir gir hefur verið leikinn frir á lin u og skorar þrumuskoti í þláhornið uppi. Og aftur tekst íslandi að ná knett- inum og er 18 mín. eru af leik skorar Ingólfur laglega með gólfi. Staðan er 14:11 og leikur- inn virðist vart geta tapazt. • Stympingar Rússar herða leik sinn og það er stympazt mjög. Birgi Björnssyni er vísað út af í 2 mín. fyrir brot á varnarlínu. Á me'ðan hann er fjarri fær ísl. liðið á sig tvö mörk. Bæði eftir að Rússar náðu knettinum í óná- kvæmum og kæruleysislegum sendingum ísl. liðsmannanna. 14:13 fyrir íslands og 10 mín. til leiksloka. var leikur íslendinga þvingað- ur af mótlætinu og eins og hálffrosinn. Rússarnir fóru Á næstu mínútu opnast vörnin illa hjá Guðjóni og rússneskur línumaður er óvaldaður og jafnar leikinn. Þrátt fyrir tilraunir tókst ísl. leikmönnunum ekki að endurheimta frumkvæði leiks ins. Nú var rússneski mark- vörðurinn tekinn að verja hvert skot. Á 25. mín. bilar vörnin enn — (að þessu sinni Ágúst) og ísl. markið opnast Rússum. Og enn var reynt að nota möguleikana til að jafna en nú sér hægt í sókninni og tókust engin skot. Tveim mín. fyrir leikslok er IsL í sókn og mögu leikinn tii jafnteflis virðist enn fyrir hendi. En aftur skeð ur það að Rússar komast í ó- nákvæma sendingu — hruna upp og tryggja sinn sigur, 16:14. • Harka Þessi leikur var miklu harð- ar leikinn en hinn fyrri. Rigndi nú áminningum og 2 leikmenn hvors liðs urðu að þola brott- rek^tur í 2 mín. Dómarinn hafðl nú ekki sömu tök og fyrr. Varð- andi áminningar og útafrekstur var jafnræði há dómaranum en ekki í vítaköstunum. Voru Rúss- ar sízt linhentari í sinni vörn en fslendingar — en kunna e.t.v. betur fagið að mati dómarans. í • Liðin Sovézka liðið reyndi nú mun meir línuspil en fyrr. Langskot sáust varla nema fyrst. Þeim tókst líka að finna veilur í ísl. vörninni einkum hægra megin i vörn íslands. Ingólfur féll vel inn í liðið I fyrstu, en síðan fundu Rússarn- ir ráð til að stöðva ,.innbrot“ hans á línuna. Allt Ifðið náði góð um leik lengst af ekki sízt Þor- steinn í markinu, en ennþá á liðið ólært að nota sér unnið for- skots. Þessi galli kom í veg fyrir sigur í þessum leik og hefur áð- ur reynzt liðinu erfiður. - A. St. Fyrri landsleikurinn á sunnudag: ísl. liðii velgdi Sovétmönit- um undir uggum Sovét vann 18:17 FYRSTl landsieikur fslendinga og Sovétmanna í íþróttum var háður á sunnudaginn í íþróttahöllinni í Laugardal. Handknattleikslið þjóð- anna mættust og varð um mikinn baráttuleik og skemmtilegan að ræða. Svo fóru leikar að Rússar sigruðu með eins marks mun, skor- uðu 18 mörk gegn 17. í hálfleik var staðan 8-8 og um mínútu skeið í síðari hálfleik hafði íslenzka liðið forystu, 11-10. En Rússar reynd- ust bæði í upphafi leiks og eins undir lokin sterkari og unnu verð- skuldaðan sigur. Gangur leiksins var hins vegar slíkur að sigurinn hefði eins getað orðið íslendinga. fslenzka liðið misnotaði tvö víta- köst og í upphafi leiksins átti íslenzka liðið slæman leikkafla, með lélegum skotum, sem sum hver lentu utan marksúlna og misstu tví- vegis knöttinn fyrir handvömm í samleik. * JÖFN KEPPNI MISSTÓRRA ÞJÓÐA Margir eru hissa á hve leikurinn var jafn. En í hand- knattleik eiga íslendingar lið sem er vel fært á alþjóðaleg- an mælikvarða. Það er eina grein íþrótta sem við gætum keppt í við beztu lið anniarra þjóða með skikkanlegum ár- angri — og það m. a. við Sovétríkin, sem eru þúsund sinnum mannfleiri en fsland. Á" Slæm byrjun Að afloknum skemmtilegum leik Lúðrasveitar Rvíkur, sem „tónvígði“Laugardalshöllina m.a. með þjóðsöngvum landanna hófst fyrsti landsleikurinn á staðnum. Rússar áttu fyrsta markskotið í stöng og sekúndum síðar eiga þeir hraðhlaup upp völlinn og Zdorenko skorar. ísl. liðið átti heldur fálmandi byrjun. Heldur lin skot Ragnars, Gunnlaugs og Birgis voru varin og síðar átti Guðjón skot. Og áfram héldu íslenzku liðsmenn- irnir að skjóta framhjá , meðal annarra Hörður. Þar við bætt- ist að ísl. liðið missti knött- inn í tveim upphlaupum. Byrj- unin var því heldur slök og gætti taugaóstyrks í leiknum. Á 8. mín skora Rússar annað mark. Var þar Tsertsvadge lang- skytta að verki. Á Mark eftir níu mínútur Fyrst eftir 9 mín lei'k kemur fyrsta ísl. markið. Nýliðinn Ágúst ögmundsson skoraði af línu eftir fallega sendingu þang- að inn. Sekúndum síðar varði Þorsteinn fallega skot Rússa af línu — og nú virtust leikmenn komnir af stað og farnir að átta sig. Hélzt nú 1—2 marka munur þar til á 18 mín. að Birgi tekst að jafna með skoti af línu. Aftur ná Rússar frumkvæðinu og kom- ast í 2 marka forskot 6—8 eftir 27 mín. En á 3. mín til hlés jafna Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.