Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 2
2
MOHGUNBLAÐIÐ
Lauíff/fagm- 18. des. 1965
Aukafundur Stéttarsambands
bænda ræðir afurðasölumálin
DAGANA 14. og 15. desember
var haldinn aukafundur í
Stéttarsambandi bænda í
Bændahöllinni í Reykjavík.
Fundinn sóttu fjörutíu full-
trúar úr öllum sýslum lands-
ins af f jörutíu og sjö, sem rétt
áttu til fundarsetu.
Tilefni fundarins voru þær
breytingar, sem urðu í haust,
varðandi verðlagningu landbún-
aðarframleiðslunnar, þegar sex-
mannanefndin varð óvirk, vegna
þess að Alþýðusamband Islands
dró fulltrúa sinn úr nefndinni, en
landbúnaðarvörurnar voru verð-
lagðar eftir bráðabirgðalögum,
sem ríkisstjórnin setti, og áttu
bændur engan hlut að þeirri verð
lagningu.
í upphafi fundarins gerði for-
maður Stéttarsambands bænda,
Gunnar Guðbjartsson, bóndi á
Hjarðarfelli, itarlega grein fyrir
gangi verðlagsmálanna frá því
sexmannanefndin hætti störfum.
Hann skýrði frá því, að sjö
manna stjórnskipuð nefnd ynni
nú að því að leita eftir samkomu-
lagsgrundvelli milli framleið-
enda og neytenda, sem afurða-
sölulöggjöfin yrði byggð á, en
störfum þessarar stjórnskipuðu
nefndar væri ekki lokið og engu
væri hægt að spá um, hver ár-
angur yrði af því nefndarstarfi.
En segja mætti, að samkomu-
lag væri í nefndinni um viss
atriði varðandi breytingar á
framleiðsluráðslögunum.
Á fundinum urðu miklar um-
ræður um, hvernig koma skyldi
verðlagsmálum landbúnaðarins
fyrir næstu árin.
Allir fundarmenn voru sam-
mála um, að tryggja þyrfti, að
bændur hefðu ekki minni samn-
ingsrétt um verðlagninguna og
þar með kjör sín en vérið hefur.
þykkt í þessu máli:
Aukafundur Stéttarsambands
bænda, haldinn í Reykjavík 14.
og 15. desember 1965, leggur á-
herzlu á það, að við væntanlegar
breytingar á löggjöfinni um
framleiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu, verðmiðlun, sölu
á landbúnaðarvörum og fleira,
verði bændum tryggður að fullu
samningsréttur um kjör sín. Og
felur fundurinn fulltrúum sínum
í samninganefnd ríkisstjórnarinn
ar að athuga jöfnum höndum
möguleika á samningum um verð
lagsmálin við fulltrúa frá ríkis-
stjórninni sem og fulltrúa frá
öðrum aðilum.
Jafnframt þessu leggur fund-
urinn áherzlu á, að bætt verði
inn í 5. gr. laganna ákvæði, er
tryggi, að samninganefnd sé
jafnan fullskipuð.
Þá leggur fundurinn áherzlu á,
að eftirfarandi atriði verði
tryggð:
1. Að söluverð landbúnaðar-vara
miðist við, að atvinnutekjur
bænda verði ekki lægri en
launatekjur annarra vinnandi
stétta, miðað við sama vinnu-
tíma. Skal og tekið tillit til
verkstjórnar og áhættu bónd-
ans.
2. Að búreikningaskrifstofa ríkis
ins verði gerð að sérstakri hag
stofnun. Vinni hún að alhliða
gagnasöfnun um hag og þróun
landbúnaðarins og afli upp-
lýsinga um raunverulegan
framleiðslukostnað landbún-
aðarafurða.
3. Að útflutningsbætur verði
ekki minni hundraðshluti af
heildarverðmæti landbúnaðar
framleiðslumjar hverju sinni
en nú er.
4. Að verðjöfnunarákvæðum
verði, ef fært þykir, breytt
Eftirfarandi ályktun var sam-
þannig:
a. Að heimilað verði, að flutn
ingskostnaður á sauðfé og
mjólk til sláturhúsa og
mjólkurbúa verði tekinn í
verðjöfnun.
b. Að sett verði ákveðnari
fyrirmæli um rétt Fram-
leiðsluráðs til að skipu-
leggja framleiðsluna með
hliðsjón af markaðsaðstæð
um, hverju sinni.
c. Að Framleiðsluráð fái
heimild til tilfærslu á
verði miili hinna einstöku
vöruflokka, ef hagkvæm-
ara er talið að framleiða
eina vörutegund fremur en
aðra, þennan rétt geti aðr-
ir aðilar ekki takmarkað.
d. Að verðjöfnunargjald
mjplkur verði tekið af inn-
veginni mjólk.
í fundarlioik var svohljóðandi á-
lyktun samþykkt með 24 atkvæð-
um gegn 2:
„Aukafundur í Stéttarsam-
bandi bænda 14. og 15. desember
1965 mótmælir harðlega bráða-
birgðalögum þeim, sem ríkis-
stjórnin setti sl. haust um bú-
vöruverðið.
Telur fundurinn, að í lögunum
felist alvarleg réttarskerðing
gagnvart bændastétt landsins og
tilfinnanleg launaskerðing með
hinni nýju launaviðmiðun, sem
þar er tekin upp í stað ákvæða
framleiðsluráðslaganna“.
Þá voru eftirtaldir fjórir menn,
einn úr hverjum landsfjórðungi,
kosnir til þess að vera stjórn
Vikuritið
NORSKA tankskipið Metco frásýnir myndin skemmdir þær ér
Haugasundi kom til Reykjavíkur urðu á stefni ofan sjólínu. Hér
í gær, austan frá Reyðarfirði þar verður skipið tekið í slipp í dag
sem það strandaði á dögunum. til viðgerðar.
Skipið liggur við Ægisgarð og
Stéttarsambandsins til ráðu-
neytis varðandi breytingar á
framleiðsluráðslögunum:
Guðrrtundur Ingi Kristjánsson,
Kirkjubóli; Ingi Tryggvason, Kár
hóli; Steinþór Þórðarson, Hala;
Árni Jónasson, Skógum.
Ýmis fleiri mál voru rædd á
fundinum, án þess að í þeim
væru gerðar ályktanir.
uKínversk æska44 boðar:
100. fundur bæiar
stjórnar Kópavogs
Rúm 61 millj. fjárhagsáætlun
Kínverjar búi sig undir
styrjöld við Bandaríkin
■
í deilunum við Kína
þá í „Pravda“ málgagni flokks-
ins harðorð árásargrein á Kín-
verja.
Þrátt fyrir þéssar getgátup
eru fréttamenn enn ekki vissir
um hver sé hin raunverulega
valdastaða Shelepins. Fyrsta
verkefni hans eftir breytinguna
var að ræða við kúibanska
kommúnista leiðtogann Carlos
Rafael Rodriquez. Kúba hefur
verið heldur óstöðug á línunni
í deilum Moskvu og Peking, ým
ist stutt Moskvu eða hallað sér
til Peking.
Fréttamenn benda á, að Shel-
epin hefur á síðasta ári’ haft með
höndum mörg verkefni er tengd
eru deilunum. í janúar sl. heim-
sótti hann Mongoliu, þar sem
Kínverjar hafa verið með yfir-
gang, að því er Rússar segja. í
marz sl. heimsótti hann Rúmen-
íu og í ágúst fór hann til Norð-
ur Kóreu, sem fram að þeim
tíma hafði einhuga stutt Pek.
ingstjórnina, en hefur síðar ver-
ið nær stefnu hlutleysis í deíl-
unum.
Þá benda þeir á, að Podgorny
hefur sem næstráðandi Brezhn-
evs að undanförnu haft það
verkefni að hafa auga með þeim
kommúnistarikjum, sem rcyn/.t
hafa Rússum eitthvað erfið við-
fangs. Árið 1963 fór hann í heim
sókn til Kúbu og síðustu mán-
uði hefur hann rætt við sendi-
nefndir og fulltrúa frá flokk-
unum í Rúmeníu og Kína, og
auk þess Frakklandi og Italíu-
Framhald á bls. 31. , t
í GÆR var haldinn í Kópa-
vogskaupstað 100. fundur
bæjarstjórnarinnar þar og á
þeim fundi lögð fram f járhags
áætlun kaupstaðarins.
Niðurstöður áætlunarinnar eru
61,2 milljónir króna og er það
28% hækkun frá áætlun síðasta
árs.
Helztu gjaldaliðir eru sem hér
segir:
Til félagsmála, 13,5 millj.
il gatna- og holræsagerða, 10,5
millj., að viðbættum 5 millj. á-
ætluðum gatnagerðargjöldum.
Fræðslumál, 7,2 millj.
Skólabyggingar, 6 millj.
Helzta nýlunda er að ráðinn
verður fræðslufulltrúi og fastur
starfsmaður barnaverndarnefnd-
ar. Þá er varið 250 þús. til lista-
og menningarsjóðs og 1 millj. til
byggingarlánasjóðs, sem fyrst og
fremst er ætlaður fyrir þá er
komnir eru að lokum byggingar,
en eiga ekki kost á lánum til að
ljúka henni. Þá eru hækkuð fram
lög til æskulýðsstarfsemi úr 275
þús. í 410 þús. kr.
Tekjur eru sem hér segir:
Útsvör, áætluð, 45,5 millj.
Aðstöðugjöld, 3,6 millj.
Fasteignagjöld, 3,0 millj.
Jöfnunarsjóðsframlag 8,8 millj.
Frá hátíðarfundiuum í gær.
— Talið, að Rússar búi sig undir nýja sókn
herma áreiðanlegar fregnir, ná-
komnar Sovétstjórninni, að Shel
epin muni fá í hendur sérstakt
verkefni varðandi nýja sókn á
hendur kinverskum kommún-
istum.
• Kínvérjar virðast húast
við slíkri sókn — í dag sagði
í kínversku vikuriti, að lesend-
ur blaðsins og landsmenn allir
skyldu vera viðbúnir nýjum
samræmdum árásum Banda-
rikjamanna og Sovétmanna á
Kina. Sé nauðsynlegt fyrir Kín-
verja að búa sig undir hugsan-
lega styrjöld við Bandaríkin, og
það stórstyrjöld.
Hinn nýi sovézki forseti, Podg
orny, hefur átt sæti bæði í
framkvæmdastjórn flokksins
sem telur tíu menn og forsætis-
nefndinni, sem í eru tólf menn.
Nú er þess vænzt, að hann
hverfi úr framkvæmdastjórn-
inni, Shelepin á einnig sæti í
báðum þessum samkundum, en
forsætisráðherra landsins, Alex-
ei Kosygin, á aðeins sæti í for-
sætisnefndinni.
Haft er eftir góðum heimild-
um í A-Evrópu, ■ að Shelepin
muni nú fá það verkefni, að
undirbúa 23. flokksþingið, sem
á að hefjast 29. marz n.k. Jafn-
framt er talið, að honum sé ætl-
að sérstakt hlutverk í undirbún-
ingi nýrrar sóknar gegn kín-
verskum kommúnistum. Deilur
Rússa og Kínverja hafa farið
harðnandi frá því í síðasta mán-
uði, er Sovétstjórnin rauf 14
mÁnaða þöigin um deiluna. Birtist
Moskvu, Peking, 17. des.
NTB—AP.
• Staðfest hefur verið af
opinberri hálfu í Moskvu, að
Nikoiai V. Podgorny, hinn nýi
forseti Sovétríkjanna, hafi í
hyggju að láta af störfum sem
næstráðandi Brezhnevs, aðalrit-
ara sovézka kommúnistaflokks-
ins. Talið var þegar breyt-
ingar voru gerðar á stjórninni í
síðustu viku, að hann mundi
láta af þessu starfi og við því
taka Alexander Shelepin. Nú