Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 3
Laugardagur 18. des. 1965 MORGU NBLAÐIÐ Of- f' Nú eru einungis fimm dag- ar til jóla, mestu hátíðar krist inna manna og þeirrar lang- þráðustu. Hinir fullorðnu búa sie af kappi undir hátíðina, kaupa ný föt á börnin, leita að jólagjöfum handa þeim í verzlunum miðborgarinnar, sem eru fagurlega skreyttar í tilefni hátíðarinnar. Enginn Tízkusýningin. Kjólklæddu l»>.inín eru piltar, en stúlkurnar sýna herrafötin. „Litlu jólin“ í Vogaskóla má fara í jólaköttinn, sízt af öllu börnin, en þeirra er þessi hátíð. Stórum jólatrjám hefur verið komið fyrir víðsvegar á torgum borgarinnar, upp- ljómuð og auka mjög á hátíð- arbraginn og gefa umhverfinu tindrandi jólasvip. Allstaðar eru ljós, stór og lítil og alla- vega lit, því jólin eru líka hátíð ljóssins. Og þótt fjárlhaSshlið ió1- anna varpi nokkrum ski á jólagleði hinna fullort. og sé oft og tíðum óþarflesa mikill, er þó flestum nokkur raunabót, að sjá andlit barna sinna stórra og smórra Ijóma af gleði þá fáu daga, sem raunverulega er hægt að kalla hvíldardaga í árinu, jafnt fyrir skólabörn sem fullorðna. Á miðvikudag sl. hófst jóla frí hjú öllum barnaskólanum, en svoleiðis frí er mikið merki legra en sjálft sumarfríið, að því er krakkarnir segja sjálf- ir, enda bæði jólin og áramót- in skammt framundan. Á fimmtudag voru „litlu jólin“ haldin í öllum barnaskólum, en þá heldur skólinn ofurlitla hátíðarstund með börnunum, oS hver minnist ekki „litlu jólanna“ í sínu ungdæmi? Fréttamenn brugðu sér í Vogaskóla á fimmtudag til að ganga úr skugga um hvort þessi skemmtilegi siður hefði nokfcuð breytt um svip síðan þeir voru ungir, — og létti ' mikið, er þeir sáu að svo var ekki. Þarna voru saman komin börn úr 11 ára bekkjum skól- ans ásamt kennurum sínum. >au höfðu öll safnast saman í sal einum, en þar ætluðu nokkur skólasystkini þeirra að sýna skemmtiþætti. Fyrst sýndu tvær 11 ára stúlkur gamanþáttinn „Matthildur Gengið í kringum jólatréð og jólasöngvar sungnir. frænka kemur í heimssókn“, og vakti það leikrit mikla kát ínu meðal barnanna út í sal. Litlu eftir leikþáttinn sáum við hvar önnur leikkonan kom fram í salinn, þar sem vin- kona hennar tók á móti henni. Við heyrðum að sú spurði með lotningu í röddinni: — Varstu ekki nervus? ....’ . ...> ' Þessar stríðsmálúðu índíánastúlkur heita Jónína Guðlaugsdótt- ir og Margrét Stefánsdóttir. Þær sýndu indíánastríðsdans á skemmtuninni. — Tss, nei, nei, svaraði leik konan og hristi höfuðið þótta- lega, þetta var ekkert. Nú rak hver leikþátturinn annan. Tveir ungir piltar léku á eítar af mikilli snild, og svo var tízkusýning,- sem gerði mikla lukku. Var þar sýndur fatnaður frá öllum tímum, allt frá landnámsöld og fram á þennan dag. Þó höfðu þau hlutverkaskipti orðið þar, að það voru stúlkur, sem sýndu karlmannafatnðinn, en pilt- ar, sem sýndu kvenfatnaðinn. Eins og gefur að skilja, var mikið hlegið af þessu atriði, og áttu sýningastúlkurnar og sýningarpiltarnir og erfitt með að skella ekki upp úr, þegar þau sáu félaga sýna birtast á sviðinu í vægast sagt skraut- legum fatnaði. Sk^emmtiatriðunum lauk, os nú var komið að stærstu stundinni — dansinum kring- um jólatréð, sem stóð fagur- lega skreytt í aðalsalniun. Börnin röðuðu sér í fjóra hringi umhverfis jólatréð og þegar fyrstu tónar „Heims um ból“ heyrðust frá orgelinu, fóru börnin af stað kringum jólatréð, og sungu þennan. þekkta jólasálm hástöfum. Þegar sálminum var lokið sté Helgi Þorláksson upp á pall- in og las fyrir börnin úr jóla- Helgi Þorláksson skólastjóri les jólaguðspjallið fyrir börnin, sem hlusta á með athygli. guðspjallinu, en þau hlustuðu á með athygli, Þegar hér var komið kvödd um við, og héldum út í skamm desið. Út um gi \ ja skólans mátti þá heyra óm skærra barnaradda, sem sungu hinn alkunna sálm, „f Betlehem er barn oss fætt“, af innlifun. STAKSTFIHAR Framsókn vill dýrari raforka Ekki er ólíklegt, að ýmislegt eigi enn eftir að sjá dagsins ljós í sambandi við þá furðulegu af- stöðu, sem Framsóknarflokkur- inn hefur nú tekið til bygging. ar alúmínverksmiðju í sambandi við Búrfellsvirkjun, og þing- menn Framsóknarflokksins eiga vissulega eftir að standa fyrir máli sínu gagnvart kjós. endum. Kjósendum um land allt mun t.d. þykja það einkennilegt, að Framsóknarflokkurinn beitir sér nú gegn framkvæmd um, sem sannanlega munu gera það kleift, að selja raforku á lægra verði á næstu árum en annars mundi verða hægt. Verð- ur fróðlegt að heyra skýringar Framsóknarþingmannanna á þessu atriði. Þá verður ekki síð- ur athyglisvert að heyra skýr- ingar þingmanns Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi á því, hvers vegna hann er and- vígur byggingu alúmínverk- smiðju í Straumsvík með þeim hafnarframkvæmdum, vegagerð og fleiru, sem því fylgir. Það er aiveg ljóst, að þessar fram- kvæmdir munu verða atvinnu- lífi í Reykjaneskjördæmi mikil stoð. Þær skapa t.d. Hafnar- fjarðarbæ nýja tekjustofna og almennt mun mjög aukið fjár- magn koma inn í þetta kjör- dæmi vegna þessara fram- kvæmda. Það fer ekki hjá því, að kjósendum í Reykjaneskjör- um, sem sannanlega munu gera manns Framsóknar í þessu kjör dæmi ganga gegn hagsmunum kjördæmisins og íbúa þess, og þess vegna hlýtur það að vera eindregin krafa þeirra að þessi þingmaður gefi þegar í stað skýr ingar á því hvers vegna hann hefur gerzt aðili að samþykkt þess efnis, að Framsóknarflokk. urinn lýsir sig andvígan bygg- ingu alúmínverksmiðju á ís- landi. Þingmenn og um- bjóðendur þeirra Það er að sjálfsögðu frum- skylda þeirra manna, sem sýnd- ur er sá trúnaður af kjósendum að senda þá til setu á Alþingi, að þeir hafi hagsmuni umbjóð- enda sinna fyrst og fremst í huga, þegar þeir móta afstöðu sína til hinna mikilvægustu mála. Og auðvitað á þetta fyrst og fremst við, þegar um er að ræða slíkt stórmál, sem í þessu tilviki. Puntudrengur Framsókn arflokksins í Reykjaneskjör- dæmi hefur nú samþykkt aftur- haldsstefnu Framsóknarflokks- ins í stóriðjumálunum í stað þess að móta afstöðu sína í sam- ræmi við hagsmuni þeirra, sem sent hafa hann til þingsetu. Þess ir kjósendur eiga því tvímæla- laust ýmislegt vantalað við þennan þingmann, og hljóta að krefja hann skýringa á því, að hann leggst nú gegn þessu mikla framfaramáli kjördæmis sins. ' Hugleysi Á hvorn veginn sem litið er á þetta mál, verður ekki annað | sagt en að afstaða hinna yngri manna Framsóknarflokksins i sýni einstakt hugleysi. Þeir virðast haldnir slíkum ræfildómi, að þeir þora ekki að rísa gegn afturhaldssinnum Ey- steins Jónssonar, taka sjálfstæða afstöðu í þessu mikla framfara- máli íslenzkrar þjóðar. Skömm þeirra mun lengi verða uppi. * * \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.