Morgunblaðið - 18.12.1965, Page 6

Morgunblaðið - 18.12.1965, Page 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 18. des. 1965 Bréfum, sem björguðust úr eldinum í Skerjafirði má að msklu leyti þakka að endurminningar IViaríu IVIarkan voru skrifaðar í>að er jólafas á borginni þessa dagana. Á heimiluxn er undirbúningur hátíðarinnar í hámarki, — hreingerningar, ys og þys, — og ilmandi smá- kökulykt leggur um stiga og Banga. Húsmaeðurnar taka hendinni djúpt í peninga- kassa heimilanna og halda í bæinn — koma atftur að kvöldi rjóðar í vöngum, hlaðn ar pinklum og léttri buddu. Jólagjafir handa börnum, for eldrum, eiginmönnum. í mið bænum liggur í lofti asi og eftirvænting. í öllu þvi vöruflóði, sem streymir um hendur borgar búa þessa dags, er bókaflóðið snar þátt-ur eins og jafnan áður. Á síðum dagtolaðanna blasir við hver auglýsingin annarri stórorðari um „hina stórkost'legu*1 bókmenntavið- burði ársins, „óskabækur" un«Iingsins, eiginmánnsins, eiginkonunnar, unnustunnar, — bækurnar, „sem allir hafa beðið eftir“ eða „sem hlutu að komaí* og þar fram eftir götunum, endalaust. Gagnrýn endur blaðanna sitjá við og lesa og fella sína dóma — og sýnist þá stundum sitt hverj- um. Ein þeirra bóka á ýfirstand andi jólamarkaði, sem um- tal hefur vakið, er minninga- bók Maríu Markan, skráð af Sigríði Thorlacius. „Bókin er auðvitað ekki skáldverk, held ur aðeins látlaus frásögn stað reynda" sögðu þær María og Sigríður, þegar blaðamaður Mbl. hitti þær að máli í vik- unni. Við höfum setið um stund heima hjá Sigríði og gætt okkur á kaffi, nýbökuðu laufabrauði os glóðvolgri stórtertu, bakaðri eftir úpp- skrift frá Texas. Baxst jtalið í ýmsar áttir, frá bakstri og söngkennslu að útvarpsþætti, sem varð upphaf þess, að End urminningar Maríu Markan voru látnar á þrykk út ganga. — Hugmyndina að því, að bókin yrði skrifuð átti Arn- björn Kristinsson, forstjóri Setbergs, sagði Sigríður og bætti við: Hann kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi skrá endurminningar Maríu, ef hún fengist til þess að segja frá. Einu kynni okk ar Maríu voru þau, að ég hafði átt við hana viðtal fyr- ir útvarpsþáttinn „Við, sem heima sitjum“. Virtist mér þá, að hún myndi hafa frá mörKu að segja, sem öðrum mætti verða til ánægju að heyra. — En ég verð að játa, hélt Sig- ríður áfram, að ég var með dálítinn hjartslátt þegar ég hafði tekið að mér verkefnið, því kynni okkar vóru ekki nánari, en þetta sem ég sagði áðan og því leit ég auðvitað fyrst og fremst á Maríu sem hina miklu og frægu söng- konu. — Svona nú, Sigríður, ekk- ert skrum, greip María fram í. __Nei, nei, lofaði Sieríður, og bætti við til útskýringar: Þeg ar við vorum að vinna bókina hafði ég íekið upp allmikið af ummælum og dómum um söng Maríu, sem voru afburða glæsilegir, en hún skipaði mér yfirleitt jafnharðan að strika það út aftur, sagði alltaf, að eftirá hljómuðu slík ummæli alltaf sem skrum. Stöku sinn- um leyfði ég mér þó að ó- hlýðnast henni — sumum finnst ég hafa gert það of oft, öðrum of sjaldan. — Þið hafið ekki viljað hafa þetta áamtalsbók? — Nei, sagði Sigríður, að minnsta kosti ekki eingöngu. Útgefandanum fannst, eins og mér, að of mikið væri að hafa spurninSar og svör í heilli bók en hann gaf mér algerlega frjálsar hendur um hvernig ég léti skiptast á frásagnir og viðtöl. En eftir því, sem á starfið leið þróaðist bókin í þetta form í höndum okkar. — Hvernig unnuð þið bók- ina? — í stórum dráttum þannig, að María talaði inn á segul- band og ég skrifaði það upp. Síðan hittumst við og ræddum fram og aftur um efnið, felld- um niður og bættum við, eins og genSur. Þannig koll af kolli — og auðvitað varð að skrifa handritið mörgum sinn um. Þar að auki lánaði María mér úrklippusafnið sitt og ég fékk að fara í gegn um öll bréfin, sem hún skrifaði for- eldrum sínum á námsórunum erlendis. — Já, það er nú að mörgu leyti að þakka bréfunum, sagði María, að við gátum gert þetta. Það rifjaðist svo margt upp við lestur þeirra, — þar komu fram viðhorf mín sem ungrar stúlku sem kemur í fyrsta sinn út í heim — og lýsingar á ýmsum atvik- um athyglisverðum os sparjgi legum. Annars er það hrein tilviljun, að þessi bréf skuli vera til ennþá. Þau eru eitt af því fáa, sem föður mínum tókst að bjarga úr eldsvoðan um, þegar húsið hans í Skerja firði brann. — Og ykkur hefur gengið vel samstarfið? — Já, svarar Sigríður — það verð ég að segja, að mér hefur fundizt samstarf okkar afar ánægjulegt. Við höfum spjallað saman langar stund- ir og drukkið ótal kaffibolla — og aldrei hlaupið snurða á þráðinn. Ég hef ekki unnið skemmtilegra starf. En annað mál er hvernifi það hefur tekizt — það veit ég ekki sjálif — um það verða aðrir að dærna. — Já — ég segi það sama fyrir mitt leyti, sagði María — og bætti við brosandi — svo við dáumst nú svolítið hvor að annarri — að mér fannst sérlega gott að starfa þessu með Sigríði — og skemmtilegt, meðan það var. En nú er þessu verki lokið og þá er það frá. Ég vona að- eins að fólk líti á bókina eins og henni var ætlað að vera, einföld frásögn af lífi söngv- ara. Maður kynnist mörgu fólki og ýmsum skemmtileg- um stöðum við slíkar kringum stæður, en þá er líf söngvara jú fyrst og fremst söngur og aftur söngur — nám, æfingar og mikil vinna — sífeldur söngur. 'ýc Jólablöðin Barnablaðið Æskan var í póstinum mínum í gær. Þetta var Jólablaðið — það, sem fyrrum var beðið eftir með hvað mestri eftirvæntingu. Vin áttuböndin við Æskuna hafa ekki rofnað þótt árin hafi lið- ið og geri ég ráð fyrir að marg ir, sem lásu þetta barnablað á fyrstu árum skólagöngunnar, segi sömu sögu. Mér finnst Æskan lífleg og fjölbreytt og hvet alla foreldra til þess að gefa börnum sín- um áskrift. Þó finn ég eitt að þessari Jóla-Æsku — og í raun inni virðist það megingalli á öllum jólablöðum nú á dög- um: í þau vantar jólaefnið. Ég hef séð skrautleg jóla- blöð. sem ekki birta staf um jólin, eða annað, sem jólun- um er tengt. Það á vísu ekki við Æskuna. En útgefendur virðast hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að lítið sé upp úr því hafandi að birta jólasögur og annað slíkt í jólablöðum. Það er ekki í tízku. Jólablöð, sem ekki birta jóia efni, eru í rauninni engin jóla- blöð. Miklu oftar auglýsinga- blöð. •jr Kjólar kvenfólksins Hér kemur kafli úr bréfi frá manni, sem ekki fellir sig við orðaforða kvenfólksins: ,,Þegar við karlmennirnir kaupum föt, segjum við (ef við segjum eitthvað): Ég keypti föt (einhneppt, tvíhneppt), grá (blá brún) — keypti þau í gær. Meira er ekkiþörf áaðsegja. Allir vita við hvað er átt. Er þá hægt að álasa manni, þótt maður gnísti hvern jaxlinn á fætur öðrum í mél — og langi til að lúberja vinkonur sinar, þegar þær segja: „Ég keypti svo svaka lekkr- an selskabskjól með bróderuðu skjörti, pífum og briddering- um. Hann er með ltiskermum og knipplingum, plíseraður með spælum — í grænum sétt- eringum, úr ekta tjulli með elegant pallíettum, ægilega móðins og smart. Ekki næs, hedur kreisí, maður“. Þetta segir bréfritari að vinkonur hans segi. þegar þær hafa keypt sér kjól — og ég verð að viðurkenna, að ég get með engu móti gert mér grein fyrir því hvernig kjóllinn lít— ur út — þrátt fyrir allar út- skýringarnar. Hann er grænn, ég átta mig ekki á öðru — og ég er ekkert hissa á bréfritara, þótt hann verði líka grænn í framan. Ég held, að stúlkur, sem ganga í „kreisí“ kjólum séu sjálfar svolítið „kreisí“ — og við það getur bréfritari vænt- anlega huggað sig. ★ Keðjur Og svo kemur hér stutt bréf: „1 borgum nágrannaland- anna er akstur á keðjum stranglega bannaður. Reykja- vík virðist eina borgin sem horfir upp á, að góðar mal. bikaðar götur séu eyðilagðar á þennan hátt. — Kunningi minn sagði mér í gær, að hver einasti bíll sem ekur á keðj- um eftir óskemmdri malbik. aðri götu myndi eyða henni sem svarar 350 krónum á hvem kílómetra. Er þetta rétt? Ég hefði haldið að það væri talsvert meira. Það væri gam- an að fá svar. S.N.J.Ó. Barði" Kaupmenn - Kaupfélög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.