Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 9

Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 9
LaugarðafWr 18. des. 1965 MORGUNBLAÐID 9 Holvdon Kohl fyrrv. utonríkis- ráðherrn Noregs látinn Osló, 13. des. NTB. HALVDAN Koht, sem var ut- anríkisráðherra Noregs 1935 — 1941 lézt í Osló sl. sunnudag 92. ára að aldri. Hann var mcrkur sagnfræðingur og með honum er genginn einn af þekktustu stjórn málamönnum Norðmanna á þess ari öld. sagnfræðingur sé hann hins veg ar í hópi hinna fremstu á Norð- urlöndum. Hann hafi haft mjög víðtækt áhugasvið, sem m.a. hafi birzt í því, að hann hafi skrifað æfisögu Ibsens, rit, sem sé eitt hið merkasta, sem til þessa hafi verið skrifað um hið mikla norska skáld. Koht lagði ungur stund á sagnfræði og varði 1908 dokt- ©rsritgerð um afstöðu Noregs og Svíþjóðar gagnvarst styrjöld Dana og bjóðverja 1864. Hann NÝJUSTU tækni beitt við að setja upp ljósaseriu á jóla- tréð við Miklatorg. — Jólatré hafa verið sett upp allvíða í borginni. Þykir þó vanta jóla- tré í sum hverfin. Hefur Vel- vakanda t.d. borizt ábending í þeim efnum frá íbúum við Baugsveg í Skerjafirði og þar í grend. Halvdan Koht varð prófessor í sögu 1910. Rann sóknir á sögu Noregs urðu til þess m.a. að leiðrétta fyrri mis- 6kilning á tímastaðstetningu Hafursfjarðarorrustu. Áður hafði verið talið, að sú orrusta hefði átt sér stað 872 en Koht komst að þeirri niðurstöðu, að hún hlyti að hafa orðið um 20 árum síðar. í æsku gekk Koht í Venstre- flokkinn en fékk síðar róttækari skoðanir á þjóðfélagsmálum og gekk í Verkamannaflokkinn 1911. Frá þeim tíma fram til 1930 tók hann virkan 'þátt í sveitarstjórnarmálum í Bærum. Árið 1935 varð hann utanríkis- ráðherra í stjórn Nygaardsvolds ©g hafði þá þegar getið sér orð- stír sem mikill friðarsinni. Þeg- er syrta tók í alþjóðamálum á órunum fyrir síðari heimstyrj- öldina, var Koht talsmaður hlut leysisins. Hann vann og ákaft »ð því innan Þjóðbandalagsins eð koma á vopnahléi í spönsku borgarastyrjöldinni. Það kom í hlut Kohts að taka við úrslitakostum Þjóðverja 9. epríl 1940 og var þar þung á- byrgð á hann lögð, því að flest bendir til þess, að hann hafi verið fullkomlega ugglaus gagn- vart þýzkri innrás en talið, að Þjóðverjar hefðu mestan áhuga á því, að Noregur væri hlutiaus. Er Koht fór úr ríkisstjórn- lnni 1941 hvarf hann að mestu úr hinu pólitíska lífi. Hann fór til Bandaríkjanna og dvaldi þar, unz Noregur varð frjáls á ný’. Hann hélt hins vegar áfram sagnfræðinnirannsóknum sínum af kappi og á árunum 1950-1960 komu út eftir hann sex bækur í bókaflokki um hættutímabil í 6ögu Noregs. Hann hélt þessu starfi sínu áfram þrrátt fyrir vaxandi aldur og nú í haust kom síðast út bók eftir hann, sem hann mun hafa skrifað sl. vor. Blaðið Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn, segir í minn- ingargrein um Halvdan Koht í dag, að ekki verði hjá því kom- izt, að skiptar skoðanir verði á um stjórnmálaferil hans. Sem iJB algemarm aDpDMP GERBYLTING í FRAMLEIÐSLU OG DREIFINGU Á BRAUÐUM BRAUÐ frá BRAUÐ HF. ERU KOMIN Á MARKAÐINN. SAFA franskbrauð • SAFA sandwichbrauð SAFA heilhveitibrauð it eru verksmiðjuframleidd ★ eru afgreidd í rafhitalokuðum vaxpappír ★ geymast svo dögum skiptir ★ eru niðursneidd í pökkunum ★ eru skorin í jafnar hæfilega þykkar sneiðar ★ fást víðsvegar í verzlunum. HEILDSOLUDREIFING: O. JOHNSON & KAABER HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.