Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 12
12
MORGU N B LAÐIÐ
Laugardagnr 18. des. 1965
I
l
KANADAMENN SETJA MARKIÐ
hAtt í montreal
Sýna beztu afrek mannsins
i heiminum
SUMARIÐ 1967 verður, sem
kunnugt er, haldin geysium-
fangsmikil og all óvenjuleg
heimssýning í Montreal í
Kanada, undir einkunnarorð-
unum „Maðurinn og heimur
hans“. íslendingar koma þar
fram í félagi við hin Norður-
löndin og er hinn sameigin-
legi Norðurlandaskáli að kom
ast undir þak, sá fyrsti á sýn-
ingarsvæðinu. Framkvæmda-
stjóri íslenzku deildarinnar
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
er Gunnar Friðriksson. Hann
var nýlega í Kanada og spurð
um við hann því frétta af
hinum mikilfenglegu áform-
um og framkvæmdum í sam
bandi við heimssýningu. Hann
greindi fyrst frá staðháttum á
sýningarsvæðinu.
— Sýningarsvæðið er í raun
inni á þremur samtengdum
stöðum. Gestir koma fyrst inn
á það á Mackay-hafnarbakk-
anum, þar sem ýmis kanadísk
stórfyrirtæki hafa aðsetur
meðan á heimssýningunni
stendur. Þar hefur líka verið
byggður gríðarstór leikvang-
ur, sem tekur 25 þús. manns.
Þaðan liggur brú yfir til eyj-
arinnar Ile St. Helene, sem er
í miðju St. Lawrence fljóti,
þar sem það rennur gegnum
Montreal. Brúin, sem_ er ákaf
lega stílhrein og falleg, var
vígð nú í haust, þremur mán-
uðum á undan áætlun og ber
nafnið Concordia. Eftir henni
fara gestir semsagt út í St.
Helene eyjuna og áfram yfir
á aðra eyju, Notre Dame, en
sýningarsvæðið er á þeim báð
um. Hafa þeir rétt til að ferð
ast um allt sýningarsvæðið
frítt með hraðbraut, eftir að
hafa greitt inngangseyri, og
þar má hvergi selja inn. Eyj-
an St. Helene var upphaflega
um 560 ha á stærð, en hún
hefur nú verið stækkuð um
meira en helming. Og hin
eyjan, Notre Dame, alveg bú-
in til af mannavöldum. Kan-
adamenn voru að gera neðan
jarðarbraut undir fljótið,
frá miðborginni og yfir á hinn
árbakkann, og fengu allt efni
í eyjarnar við uppgröftinn. Á
St. Helene hefur verið komið
upp geysimiklum skemmti-
stað, La Ronde, sem mætti
líkja við Tivoli i Kaupmanna-
höfn. í framhaldi af honum
er byggð upp gömul kanadísk
landnemaborg og gert stöðu-
vatn, þar sem eiga að sigla
gamlar skútur. Á eyjunni er
líka mikil höfn, Marina, sem
á að rúma 250 lystibáta. Og á
þessi hluti eyjarinnar að
verða framtíðar dægradvalar
staður fyrir Montrealibúa.
Eyjan er ákaflega falleg og
algengt að borgarbúar fari
þangað á sumarkvöldum, til
að njóta náttúrunnar undir
berum himni.
Á hinum enda eyjarinnar
verða sýningarskálar hinna
ýmsu þjóða, en reiknað er
með að um 80 þjóðir taki þátt
í þessari heimssýningu, Þar
á meðal eru allar stórþjóðir
heims, nema kinverska alþýðu
lýðveldið. Kanadamenn, Band
aríkjamenn og Rússar hafa
lang stærstu skálana, en aðr-
ir eru einnig með stóra skála.
Þarna verður Norðurlandaskál
inn og er mjög vel staðsettur
við endastöð hraðbrautarinn-
ar. Af svölum hans er ákaf-
lega fallegt útsýni út yfir fljót
ið.
Norðurlandaskálinn verður
fokheldur fyrir áramót, Arki-
tektanefnd skipuð einum frá
hverju Norðurlandanna, hef-
ur teiknað hann. Skarphéðinn
Jóhannsson var fulltrúi ís-
lands í henni. Skálinn er
mjög stílhreinn, byggður að-
allega úr stáli og timbri, og
þar fæst gott rými fyrir við-
ráðanlegt verð. Talsvert af
Gunnar Friðriksson
byggingarefninu er flutt frá
Norðurlöndum. • Skálinn er
byggður upp á súlum, þann-
ig að neðsta hæð er laus frá
jörðu og gert ráð fyrir að á
því svæði verði blómabeð og
myndastyttur. Upp í skálann
fara gestir á færiibandi, sem
framleitt er af Sandviken í
Svíþjóð. Á fyrstu hæð, sem
er 400 ferm., verður kynnt
það sem sameiginlegt er með
frændþjóðunum á Norður
löndum. Á þeirri hæð verður
veitingasalur, bæði inni og
úti á svölunum, sem rúmar
400 manns. Þar verða kynnt-
ir þjóðarréttir landanna og
húsbúnaður allur verður frá
þessum löndum.
Á hæðinni fyrir ofan hefur
hver þjóð sinn sal. íslendingar
115 ferm. hinir 400 ferm. hver.
Eins og heiti sýningarinnar
sýnt er að snerta manninn í
heiminum. Norðmenn leggja
áherzlu á helztu afrek sín á
hafinu og við kannanir í heim
skautalöndunum. Danir ætla
að leggja áherzlu á að kynna
manninn sem hráefni í þróuðu
landj. Svíar og Finnar ætla
að sýna mynd af velferðar-
ríkinu. Og íslendingar þurfa
að gera upp við sig, hvað þeir
hafa helzt afrekað í þessu
landi og sýna það. Verður
sjálfsagt skipuð sérstök nefnd
til þess.
í Vesturheimi er mjög mik-
iU áhugi á þáttöku Norður-
landa í þessari heimssýningu,
segir Gunnar Friðriksson.
Skandinavísku félögin í kan-
ada eru búin að setja upp sér-
staka nefnd, til að taka á móti
þeim sem koma frá heimalönd
unum, hugsa sér jafnvel að
útvega gistingu á heimilum.
Mér er kunnugt um, að ís-
lendingar í Kanada hafa mik-
inn áhuga á þessu. Forseti
Þjóðræknisfélagsins kom til
fundar við mig og ræddi þetta
mál. Maður gæti hugsað sér
að íslendingar, sem eiga ætt-
ingja í Kanada vilji mæla sér
mót við þá þarna. Sérstak-
ur dagur verður helgaður
Norðurlöndum meðan sýning
in stendur, og er gert ráð fyr-
ir að þá komi þjóðhöfðingjar
landanna eða staðgenglar
þeirra. Þann dag verður efnt
til þjóðlegra skemmtiatriða.
Það er erfitt að meta gildi
svona sýninga í peningum
fyrir hverja einstaka þjóð.
Norðurlandaþjóðirnar hafa
getið sér orðstír um heirp
allan fyrir smekklega og vand
aða framleiðslu og þarna gefst
íslandi til dæmis tækifæri tii
að kynna sig sem eitt af Norð-
urlöndunum.
Þessi heimssýning er ekki
hugsuð sem venjuleg vöru-
sýning. Kanadamenn halda
hana til vegsauka fyrir Kan-
ada á 100 ára afmæli þess sem
ríkis. Þeir ætla sér ekki að
græða á heimssýningu sinni,
sem sést á því að forráðamenn
sýningarinnar gera þegar ráð
fyrir að tapa 60 millj. dollur-
um á henni. Þeir hugsa sér
að lyfta með henni upp á æðra
stig þessum heimssýningum,
sem verið er að efna til. Þeir
hafa lært geysimikið af heims
sýningunum í Bruxelles og
New York. T.d. kom í ljós í
New York, að þeir fáu sýning
arstaðir, sem höfðu einhverja
menningaviðleitni, eins og t.d.
Spánarskálinn með Maju-
málverkin eftir Goya og Vati-
kanskálinn með höggmynd-
ina Pietá eftir Michelangelo,
drógu að miklu stærri hópa
en menn höfðu gert sér vonir
um. Og það staðfesti, að ó-
nauðsynlegt er að draga allt
niður á stig fjöldans. Nógu
margir vilja það sem betra er,
svo að setja má markið hátt.
Á heimssýningunni í Kanada
á að verða hægt að sjá allt
það bezta, sem maðurinn hef-
ur afrekað í heiminum, í sam
bandi við hana verður mikið
af þingum visindamanna.
Fengin verða að láni á sýn-
inguna fræg listaverk. Fulltrú
ar sýningarnefndar eru á ferð
i
inni um víða veröld, til að
semja við heimsfræga lista-
menn um að koma þangað. En
nýbúið er að byggja tónlistar
höll fyrir 3000 áhorgendur,
sem talin er hafa bezta hljóm
burð í heimi. Sérstakt leikhús
verður byggt, svo og listasafn,
sem á að standa í framtíðinni.
Og á geysimiklum íþróttaleik-
vangi á að verða alls konar
keppni. Sýningarstjórnin hef-
ur líka á sinni könnu geysi-
mikla skála, sem helgaðir
verða hugtakinu „Maðurinn
í heiminum“. Fjalla þeir um
ýms viðfangsefni, svo sem
manninn sem könnuð, og sýna
þá heimskautakannanir, geim
rannsóknir, líffræðilegar rann
sóknir o.s. frv. Aðrir skálar
sýna manninn sem framleið-
anda, manninn sem skapara,
manninn í samfélagi við aðra
menn . o.s. frv. Kanadamenn
taka yfirleitt á þessu viðfangs
efhi af mikilli alvöru.
Ég er nýbúinn að vera í
Montreal. Búið er að gera
ótrúlega mikið á sýningar-
svæðinu, þó manni blöskri öll
þau ósköp, sem áformað er
að framkvæma. Unnið er vel
og skipulega, og það er bót í
máli að enn er nægt vinnuafl,
þrátt fyrir þessar miklu fram-
kvæmdir. Maður veitir því
strax athygli, hve nútíma
skipulagstækni er vel nýtt
þarna. Sá sem stjórnar fram-
kvæmdum heitir Churahill og
síreykir vindil, eins og nafni
hans. Hann er einn færasti
skipuleggjari í her Kanada og
stjórnar þarna eftir hinu svo
nefnda „Critical Path Met-
hod“ þeirri sömu aðferð, sem
Stjórnunarfélagið hefur ver-
ið að kynna hér á tveimur
námskeiðum.
Með henni getur hann fylgzt
með að ekkert dragist aftur
úr og geti siðan tafið og kom-
ið í veg fyrir að heildarverki
verði lokið á réttum tíma.
Nýja brúin á St. Helene eyju
var komin, þegar ég var þarna
svo og uppfylling öll og byrj-
að var á undirstöðum undir
nokkra skála. Norðurlanda-
skálinn var lengst kominn og
reiknum við með að spara tals
vert á því, þar eð dýr nætur-
og helgidagavinna verður óhjá
kvæmileg, þegar nær dregur
opnun sýningarinnar.
— Þetta verður vafalaust
mjög athyglisverð sýning,
sem margir sækja, sagði
Gunnar að lokum. í sambandi
við verðlag, þá eru Kanada-
menn þegar búnir að frysta
verðlagið, þ.e. hótel og veit-
ingahús hafa skuldbundið sig
til að hækka ekki verð frá því
sem nú er. Og verkalýðsfélög
in hafa skuldbundið sig til að
gera ekki verkföll. Nokkuð
öruggt má telja að flugfélög-
in gefi verulegan afslátt af
ferðum þangað. Skemmtiferða
skip eru að skipuleggja ferðir
til Montreal meðan á sýning-
unni stendur. Búið er að út-
búa kerfi, svipað og það sem
flugfélögin nota við pantanir
á farmiðum, til að bóka hótel
pantanir á fjarlægum stöðum
og við landamærin, og fiá um
svifalaust staðfestingu á því.
Það verður semsagt gert allt
sem hugsanlegt er, til að gera
gestum á sýningunni sem
þægilegast fyrir. Og Montreal
sjálf er geysi skemmtileg borg
að koma til. Hún er gott sam
bland af Ameríku- og Evrópu
menningu. Montrealbúar hafa
haldið svo miklu af hinni
ensku og frönsku menningu
heimalandanna. Þetta er 2%
millj. manna borg og í örum
vexti. Þar rísa stórir skýja-
kljúfar, en þess er um leið
gætt að byggja þá «kki of
þétt, svo auð svæði verða á
miili. Ég spái því, að fólks-
straumurinn þangað verði gíf-
urlegur meðan á heimssýn-
ingunni stendur, frá 28. apríl •
og fram í oktober árið 1967.
— E. Pá
i
!
!
i
i