Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. des. 1965 Útgefandi: Frámkvæmdastjóri: Ritstjórar: Rits t j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ORÐHAKSHA TTUR SIÐBÆTIR EKKl Alþingi er mynd þjóðarvilj- ans á hverjum tíma. Það er kosið í frjálsum og lýðræð- islegum kosningum. Það er þannig kjósandinn í eihrúmi kjörklefans, sem framlengir umboð ríkisstjórna, eða fellir þær frá völdum. Gagnrýni er annar horn- , steinn lýðræðisskipulagsins. Hún er nauðsynlegt aðhald stjórnmálaleiðtoga og flokka. Til þess að fullt gagn sé að gagnrýni þarf hún að vera já- kvæð. Hlutverk hennar er ekki aðeins að deila á það, sem er og rífa það niður, held- ur miklu fremur að benda á nýjár leiðir og aðferðir í stjórnarháttum og meðferð opinberra mála. Þessi þáttur gagnrýni vill oft gleymast hér á landi. — Rakalausir sleggjudómar. og svívirðingar um þingmenn og ráðherra er glöggt dæmi um það. Alþingismönnum er brugðið um hvers konar vammir og skammir, svik og spillingu, án þess að rök sé flutt fyrir þessum staðhæf- ingum. Oft mótast þessi orð- háksháttur hinna sjálfkjörnu siðbótarmanna af vanþekk- ingu og yfirborðshætti. Það er áreiðanlega engin tilviljun að í kommúnista- blaðinu hér á landi eru stráks legustu orðhákarnir, sem freklegastar svívirðingar taka upp í sig um Alþingi og ríkis- stjórn, taldir frelsishetjur og siðbótarmenn. Stjórnmálamenn eru auð- vitað misjafnir að hæfileik- um og mannkostum eins og aðrir menn. En óhætt er að fullyrða, að á Álþingi íslend- inag sitja yfirleitt dugandi menn, sem valizt hafa til for- ustu vegna þess að fólkið í byggðarlögum þeirra og stjórnmálaflokkum treystir þeim, og veit að þeir eru heið arlegir og góðgjárnir menn. Svívirðingar og rakalausir sleggjudómar orðhákanna um löggjafarsamkomuna falla því dauðir og ómerkir. Þrátt fyr- ir það er ástæðulaust að láta orðhákshættinum ósvarað. — Hann á ekkert skylt við heil- brigða gagnrýni, skapar enga umbót á neinu sviði, en stefn- ir að því einu að rífa niður elztu og virðulegustu stofnun þjóðarinnar, sem verið hefur brjóstvörnin í frelsisbaráttu hennar og alhliða uppbygg- ingarstarfL - FJARHAGS- ÁÆTLUN REYKJAVÍKUR Tj\járhagsáætlun Reykjavík- 1 urborgar fyrir árið 1966 hefur nú verið lögð fram. Heildarhækkun á útgjöldum borgarsjóðs frá yfirstandandi ári nemur 23,4%, en hækkun rekstrartekna borgarsjóðs er áætluð 22,4%. Það, sem mesta athygli mun vekja í þessari fjárhagsáætl- un er það, að þrátt fyrir mjög aukin útgjöld borgarinnar er gert ráð fyrir, að unnt verði að veita sama afslátt af út- svörum á næsta ári og í ár, og að þau verði reiknuð eftir þeim útsvarsstiga, sem nú er í gildi. Heildarupphæð út- svara hækkar að vísu um 20,4%, en það er fyrst og fremst vegna kauphækkana og fjölgunar gjaldenda í borg inni. Hinsvegar hefur verið nauðsynlegt að hækka að- stöðugjöld nokkuð og nemur sú hækkun frá ráðgerðri greiðslu aðstöðugjalda á yfir- standandi ári 41,3% og verður því nauðsynlegt að endur- skoða gjaldskrá aðstöðugjalda til að ná hinni áætluðú upp- hæð. Fjárveitingar til menn- ingarmála hækka mjög að þessu sinni. Fjárveitingar til safna hækka um 45,7%, og þar af nemur hækkun til Borgárbókasafns 54,7%, en gert er ráð fyrir að verja til bókakaupa mun hærri fjár- hæð en áður. ítarleg könnun hefur farið fram á starfsemi safnsins og fyrirhuguðum byggingum í þess þágu. í ræðu, sem Geir Hallgríms son, borgarstjóri, flutti við fyrstu umræðu um fjárhags- áætlunina, lagði hann áherzlu á, að við samningu fjárhags- áætlunarinnar hefði það höf- uðsjónarmið verið haft í huga, að útsvarsbyrði borgarbúa lækkaði fremur en ykist í hlutfalli við tekjur þeirra. Hins vegar benti borgarstjóri á, að til þess að sporna við aukinni útsvarsbyrði og vegna hlutfallslegrar hækk- unar á rekstrarkostnaði, hefði ekki verið hægt að auka fram lög til framkvæmda eins mik- ið og gert hefði verið undan- farin ár. Munu menn vafa- laust sammála um, að hér sé skynsamlega að farið, bæði vegna þenslu á vinnumarkaði og verðþenslu, sem gefur op- inberum aðilum og öðrum til- efni til að draga nokkuð úr fjárfestingu. De Gaulle á kosningaferðalagL. ,Hinir ðsýnilegu' í Elysée-höllinni Skopteiknarar um allan heim hafa löngu komizt upp á það lagið að teikna De Gaulle Frakklandsforseta sem einhvers konar endur- holdgaðan Loðvík 14., Sólar- konunginn fraega. Sjálfur • lætur De Gaulle — sem reyndar hefur oft verið ka)l- aður ,,Sólarforsetinn“ líka — fátt eitt ógert til þess að skerpa drættina í þessari teikningu. Skoðanir annarra skipta hann engu, hann fer eftir þeirri kenningu sinni að ,,leiðtogi . . . verði að um vefja sig göfugmennsku“ til þess að ,,efla vald sitt yfir öllum þorra manna, sem skvampa á grunnsævi“. Að undirlagi De Gaulle eru opinberar móttökur í Elysee-höllinni nú einna lík- astar helgisiðaathöfnum frá horfinni öld.. Einnig hafa menn hent gaman að ferð- um hans út um landsbyggð- ina og kallað þær „Karl kóng hinn milda meðal þegna sinna". Þeir sem ekki telja De Gaulle hálfguð á við það sem honum sjálfum og hans nánustu finnst — og ef dæma má eftir úrslitum forsetakosn inganna 5. desember eru tölu vert fleiri Frakkar í þeim hópi en áður var talið — er mjög skemmt. í bók einni, sem ber heitið „Konungurinn og hirð hans“ segir franski blaðamaðurinn Pierre Vians- son-Ponté frá ýmsum óþæg- indum sem hið ,,konunglega viðhorf" De GaVlle til lífs- ins veldur öðrum. Þar er eitt með öðru að hershöfðinginn er maður með afbrigðum fljót ur að borða og fer því stund- um svo í opinberum veizlum a sumir gestanna ná tæpast að smakka á réttunum áður er þeir eru bornir aftur af borðum. Aldrei eru heldur á boðstólum í Elysée-höll ostur eða ávextir, því deGaulle þyk ir vond lykt af osti og ávextir alltof „tímafrek“ fæða að innbyfða. Skrautið og hefðarsvipur- inn yfir stjórnarathöfnum de Gaulle fer ekki framhjá neinum. Um hitt vita færri, að önnur afleiðing hinna „konunglegu tilhneiginga“ De Gaulle og ekki síð- ur mikilvæg er „ósýni- lega % stjórnin“ hans eða „Skuggarnir“ þ.e. 15 menn sem fara með málefni á sér- sviðum ráðherranna í hinni opinberu ríkisstjórn og auk þess aðrir aðstoðarmenn, svo allir eru „hinir ósýnilegu í Elysée-höllinni" sagðir 40 tals ins. í orði kveðnu eiga þeir að sjá forsetanum fyrir upp- lýsingum þeim er hann vant- ar, semja fyrir hann skýrsl- ur og álitsgerðir og aðstoða hann með ráðum og dáð í stjórnarstörfum hans. De Gaulle hefur með stjórn arskrárbreytingum sínum svipt franska þingið og rík- isstjórnina mest öllum völd- um og énn lengra hefur hann gengið með skipun þessarar „ósýnilegu stjórnar“ sem er ábyrg' gerða sinna gagnvart honum einum. Sérhver ,,skuggaráðherranna“ fimmt- án, sem allur þorri manna í Frakklandi ber tæpast nokk- ur kennsl á, fer með öll mál á einu eða fleiri sérsviðum ráðherranna í hinni opinberu stjórn Frakklands. Oft og tíðum fær forsetinn ,Skugga‘ sína til þess að semja grein- argerðir um ýmis málefni sem hann getur síðan notað til að andmæla einhverjum opinberu ráðherranna. Eins getur það líka verið, að ráð- herra leggi fram skýrslu þar sem farið er fram á einhverj- ar ráðstafanir sem de Gaulle eru ekki að skapi. Þá gerir forsetinn sér lítið fyrir og fær til „Skuggann'* að semja aðra greinargerð um málið -— að sjálfsögðu í mótsögn við hina fyrri. Og það er ekki einasta að greinargerðir sín- ar og skýrslur verði „Skugg- arnir“ að semja í snarhasti, heldur verða þeir líka að beita allri sinni ritsnilld því de Gaulle telur sér misboðið að öðrum kosti. Auk þess vill hann helzt losna við að tala við fólk augliti til auglitis — hann er sérdeilis nærsýnn og til símans grípur hann að- eins ef mikið liggur við. Framhald á bls. 31. En þótt framlög til fram- kvæmda séu nú ekki aukin í sama mæli og áður, hefur verið leitazt við að hafa fjár- veitingu til gatna- og holræsa gerðar það ríflega, að unnt verði að standa við tíu ára gatnagerðaráætlunina frá 1962. Borgarstjóri sagði í ræðu sinni, að áherzla yrði lögð á að ljúka framkvæmdum við íþrótta- og sýningarhús, Borgarsjúkrahús í Fossvogi og sundlaug í Laugardal, en þegar þeim væri lokið væri rétt að marka nýja stefnu í byggingarframkvæmdum, og mundi þá höfuðverkefnin verða á sviði lista- og menn- ingarmála, að reisa nýtt Borg arbókasafn, Borgarleikhús, Sýningarskála myndlistar- manna og svo Dvalarheimili aldraðs fólks. Ljóst er a£ því yfirliti, sem borgarstjóri gaf um afkomu borgarsjóðs á yfirstandandi ári, að vel er haldið á fjár- málum borgarinnar, og allt kapp lagt á að halda rekstrar- útgjöldum niðri, svo sem unnt hefur verið. Er t.d. ástæða til 1 að benda á, að starfsfólki borg arinnar hefur ekki fjölgað nokkur undanfarin ár, og er enn ekki gert ráð fyrir fjölg- un þess. En það vill oft brenna við hjá opinberum að- ilum, að starfsmannahald verði meira en brýn nauðsyn krefur, svo að yfirleitt er það talin ófrávíkjanleg regla að slíkur kostnaður aukist skv. Parkinsons-lögmálinu fræga. Því er greinilega ekki til að dreifa hjá Reykjavíkurborg, þótt umsvif borgarinnar hafi aukizt mikið hefur starfs- mannatala á borgarskrifstof- um verið óbreytt í nokkur ár. Þá vekur einnig athygli að rekstrargjöld borgarinnar á þessu ári fara ekki meira en 4,4% fram úr upphaflegri áætlun á sama tíma og kaup- hækkanir á árinu kosta borg- arsjóð 26,7 milljónir k róna, sem er 5,1% af upphaflegu rekstraráætluninni. Benti borgarstjóri á í ræðu sinni, að ef eingöngu væri tekið til- lit til kauphækkana samkv. töxtum og þeim bætt við upp haflega áætlun, væri borgar- reikningurinn fyrir yfirstand andi ár 4,4 milljónum króna lægri en gera hefði mátt ráð fyrir, eða 0,8% undir áætlun. Við stjórn Reykjavíkur- borgar gætir því greinilega mikils aðhalds samhliða mestu framkvæmdum í sögu borgarinnar. Þarf enginn að efast um, að þar er vel farið með almannafé og allir geta séð á hinum miklu fram- kvæmdum borgarinnar til hvers gjöld þeirra renna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.