Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 17
Laugaríagur 18. des. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
17
Venezúela stefnir að:
Efnahagslegum framförum á grund-
velli lýðræðislegra stjórnarhátta
— Verðbólga engin um langt skeið — Eitt
bezta landbúnaðarland í veröldinni —
Miklar iðnaðaríramkvæmdir — Rætt við
Jónas Haralz um ferð hans til Venezúela
á vegum Alþjóðabankans
JÓNAS HARALZ, forstöðu-
maður Efnahagsstofnunar-
innar, hefur á þessu ári ver-
ið fenginn til þess að veita
forstöðu sendinefndum á
vegum Alþjóðabankans til
tveggja ríkja, Venezúela og
Ghana. Er hér um mikla við-
urkenningu að ræða fyrir ís-
lenzkan sérfræðing, en svo
sem kunnugt er starfaði Jón
as fyrir nokkrum árum við
Alþjóðahankann.
Morgunblaðið hefur heðið
Jónas Haralz að skýra les-
endum sínum frá þessum
ferðum til Venezúela og
Ghana, verkefnum sendi-
nefndanna, lands- og þjóðar-
högum og öðru því, sem fyr-
ir augu bar.
í fyrra viðtalinu, sem hér
fer á eftir, er fjallað um
Venezúela, en í síðara við-
talinu verður fjallað um
Ghana.
| t
Verkefnið í Venezúela
„Þetta var verkefni okkar í
Venezúela. Þar voru stjórnar-
völd að ganga frá framkvæmda
áætlun fyrir árin 1965—1968
og tókum við þátt í seinustu
atrennunni við undirbúning
þeirrar áætlunar.
Til þess að leysa svona starf
af hendi þarf sérfræðinga í
mörgum greinum og fjölmenna
sendinefnd. Við vorum 12 í
sendinefndinni til Venezúela,
auk hagfræðinga er fjölluðu um
almenna efnahagsþróun, fjár-
mál og samningamál. Voru
þetta sérfræðingar í landbún-
aði, iðnaði, samgöngumálum,
heilbrigðismálum og mennta-
málum, fyrst og fremstir hag-
fræðingar með sérþekkingu á
þessum sviðum en einnig verk-
fræðingar og einn uppeldisfræð
ingur.
Það kemur í hlut þeirra, sem
forustu hafa í slíkum sendi-
nefndum að hafa milligöngu
milli ríkisstjórnar landsins og
sendinefndarinnar og sendi-
nefndarinnar og bankans og
fylgjast með og samræma starf
sérfræðinganna.
Caronl-áin rennur í átt til Orinoco-fljótsins í lítt byggðum, af-
Ekekktum landshluta. Litlu sunnar, í lítilli á, sem rennur í Car-
oni, fannst foss, sem talinn er stærsti foss í heimi, fyrir aðeins
fáum áratugum. Svo lítt kannað er landið.
„Það er einn liður í starfi Al-
þjóðabankans“, segir Jónas Har
alz, „að gera út sendinefndir til
að kynna sér framkvæmdaáætl-
anir aðildarríkjanna. Þetta þjón
ar tvenns konar tilgangi. í
fyrsta lagi er hér um að ræða
eins konar tæknilega aðstoð við
ríkin, en þeim finnst gott að fá
ólit erlendra sérfræðinga og að-
stoð þeirra við að ganga endan-
lega frá framkvæmdaáætlunum.
í öðru lagi vill bankinn sjálfur
fá yfirlit yfir framkvæmda-
áætlanir aðildarríkjanna og
inóta sína eigin stefnu með til-
liti til þessara áætlana.
Þegar vel tekst til á niðurstað
an áð geta orðið sú, að landið
fastmóti framkvæmdafyrirætl-
anir og nauðsynlegar fjárhags-
legar ráðstafanir í því sam-
bandi, en Alþjóðabankinn taki
jafnframt að sér að leggja fram
lánsfé til ákveðins hluta þess-
ara framkvæmda".
bólga engin um langt skeið.
Venezúela hefur því góða að-
stöðu til að halda uppi miklum
framkvæmdum. Þetta var eitt
hið skemmtilegasta við þessa
sendiferð. Oftast nær verða
sendinefndir af þessu tagi að
ráðleggja ríkisstjórnum að fara
sér hægar en þæ.r hafa ætlað
sér. Nú var þessu öðru vísi far-
ið. Við töldum Venezúela hafa
aðstöðu til að stefna hærra í lok
áætlunartímabilsins en þeir upp
haflega höfðu ætlað sér.
Enda þótt tekjurnar af olí-
unni séu geysilegt hagræði,
skapa þær þó einnig vissan
vanda. Þannig er ekki hægt að
gera ráð fyrir að olíufram-
leiðsla aukist framvegis mjög
ört. Verður því að leggja á-
herzlu á að byggja upp aðrar
atvinnugreinar og afla ríkinu
annarra tekna en skatta af olíu-
vinnslu.
5 ' ' | VV' ' •*.
ir hafa þegar orðið í þessum
greinum og miklar fyrirætlanir
á döfinni, sem við í sendinefnd-
inni höfðúm mikinn áhuga á,
enda þótt Alþjóðabankinn taki
ekki að sér að veita ián til hús-
næðismála".
Landbúnaður í Venezúela
„Landbúnaðurinn í Venezúela
er langt á eftir tímanum. Þó er
þetta eitt bezta og skemmtileg-
asta landbúnaðarland í veröld-
inni, landkostir góðir, litlar
fjarlægðir milli landbúnaðar-
héraða og borga enda var
Venezúela mikið landbúnaðar-
land fyrir 40—50 árum og flutti
út mikið af landbúnaðarafurð-
um einkum kaffi og kjöt.
Hin öra þróun olíuvinnslu
varð svo til þess, að landbúnað-
ur var afræktur og urðu Ven-
ezúelamenn um skeið að flytja
inn mikið af landbúnaðarvör-
Við Caroni-ána er að rísa eitt af mestu orkuverum veraldar,
Guri. Virkjaðar munu verða 1,700 þúsund kw á næstu árum
en lieildarvirkjunin mun á sínum tíma ná 10 milljónum kw.
Þótt Venezúela sé að ýmsu
leyti komin langt áleiðis og
vegakerfi þeirra t.d. mjög full-
komið, eiga þeir þó langt í land
í mörgum greinurn. Húsnæðis-
málin eru í slæmu horfi. Hæð-
irnar kringum höfuðborgina eru
þaktar fátækrahverfum. En
Venezúelá er eitt þeirra fáu
landa í þessum hluta heims, sem
eru að komast í þá aðstöðu að
geta sinnt húsnæðismálum og
öðrum velferðarmálum á raun-
hæfan hátt. Verulegar framfar-
um. Nú hefur þetta snúizt við
að nokkru, þótt enn megi bet-
ur gera.
Landbúnaðarsévfræðingar
nefndarinnar voru Norðurlanda
búar, Finni og Svíi. Ég hafði
mjög gaman af að ferðast með
þeim um landið en því miður
gafst mér ekki mikill tími til
slíks. í því sambandi minnist ég
atviks sem mér hefur orðið
einna minnisstæðast úr þessari
ferð. Við vorum staddir í norð-
vestur hluta landsins fyrir
Jónas Haralz.
sunnan Marakaíbóvatnið, þar
sem mestu olíulindirnar eru.
Þarna er víðáttumikil og frjó-
söm slétta, sem til skamms tíma
var varla byggileg vegna mýr-
arköldu. Nú hefur köldunni
verið útrýmt og er land hag-
stætt til mjólkur- og kjötfram-
leiðslu og bananaræktunar.
Við keyrðum þarna um í heil
an dag og heimsóttum bónda-
bsei og vinnslustöðvar. Fréttum
við, að alllangt í burt niður
með á einni, væri hópur smá-
bænda, sem hefði stofnað sam-
vinnufélag til þess að selja af-
urðir sínar. Undir kvöld komum
við heim til formanns þessa
félags og hófum viðræður við
hann. Vissum við þá ekki fyrri
til en nágrannarnir fóru að
koma hver af öðrum. Reyndist
vera fundur í félaginu. Myrkur
féll á skjótt eins og verður í
hitabeltinu, kvöldið svalt eftir
hitasvækju dagsins og við sát-
um lengi og spjölluðum við
þessa bændur um störf þeirra
og vandamál. Jarðeignir þeirra
voru ekki víðáttumiklar og
flestir þeirra hvorki læsir né
skrifandi. En þetta voru dugn-
aðarmenn, sem höfðu komið á
fót myndarlegri bananafram-
leiðslu á nokkrum árum og
stofnað samvinnufélag til að
selja vörur sínar, bæði í höfuð-
borginni og í Bandaríkjunum.
Mér fannst, sem ég væri kom-
inn norður í Þingeyjarsýslu fyr-
Framh. á bls. 23.
Verk sem þetta verður að
vinna á skömmum tíma. Áætl-
unin þarf að vera ákveðin og
stefnan mótuð áður en fjárlögin
eru afgreidd og taka þarf aðrar
mikilvægar ákvarðanir. Við luk
um verkinu á fjórum og hálfum
mánuði og áttum síðan ítarleg-
ar viðræður við embættismenn
og ríkisstjórn um niðurstöður
okkar“.
Efnahagsástand í Venezúela
Þá var vikið að efnahags-
ástandinu í Venezúela og sagði
Jónas að það væri mjög gott
miðað við það, sem tíðkazt í
flestum þróunarlöndunum.
„Þeir hafa miklar tekjur af
olíuvinnslu og meðaltekjur á
mann eru mjög háar, miklu
hærri en annars staðar í álf-
unni en þó lægri en í Evrópu
og Bandaríkjunum. Gjaldeyris-
forði landsins er mikill og
greiðslujöfnuður traustur. Verð
Caracas, höfuðborg Venezúela, er glæsileg milljónaborg sem stendur í litlum fjalladal skammt
frá ströndinni. En ömurleg fátækrahverfi þekja fjallshlíðarnar allt í kring.