Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 23
r Laugarðagur 18. des. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
23
Unnsteinii Þorsteinsson, Minning
F. 5. okt. 1945. — D. 11. des. 1965
Nú skyggir að nóttu og skammdegið sveipast um jörðu.
Við skelfingu lostin hlýðum á örlögin hörðu.
Dauðann við óttumst, því daglega hann til okkar kemur.
Og drúpum hljóð höfði, því ekkert okkar hann hemur.
Ungan mann hann enn hefur frá okkur tekið.
Aftur svo snöggt. Ó, Drottinn veit oss nú þrekið.
Leiðirnar skiljast en lífið samt áfram heldur.
í leynum hugans býr spurning um hvað þessu veldur.
Hví slokknar á ljósi er örskamma stund hefur logað?
Hví okkur það hverfur í hafsjóinn stóra er allt sogar;
til sín og engu aftur skilar að landi.
Vor yfir vakir Drottins heilagur andi.
En minningarnar samt enginn af okkur tekur.
Þær ylja hjörtum og aftur til lífsins þau vekur.
Þakklátum huga horfum á allt sem er liðið,
þótt hula sé dregin um stund fyrir ókomna sviðið
Bræðurna ungu, sem harm í hjarta nú bera.
Heilagi faðir ég bið þig með þeim að vera.
Lýs þú föður og móður í harmanna húmi.
Hönd þín þau styðji og leiði í tíma óg rúmi.
í>ú gefur þrekið' þú gefur lífið og dauðann.
Lú gerir alla jafna, ríkan sem snauðan.
Veit þú hjörtunum harmþrungnu huggun og gleði.
Heilagur andi þinn taki hinn látna af beði.
Elsku drenginn sinn aldrei aftur þau líta.
Yfir hans hvílu sveipast brátt snjóblæjan hvíta.
En aftur að nýju yljar samt blessuð sólin.
Andi hans flytur til himneskra bústaða um jólin.
Með innilegri samúðarkveðju frá
Karólínu Rut Valdimarsdóttur og f jölskyldu.
f. 5/10 1945 — d. 11/12 1965.
HANN Unni er dáinn.
Þessi hörmulega fregn sló ofck
or öll svo skyndilaga og misk-
wnnarlaust og breytti þeirri gleði
6em er undanfari jólabátíðarinn-
ar í sára sorg.
Laugardaginn 11. des. blöktu
fánar hvarvetna við hálfa stöng
í Borgarnesi og boðuð þau sorg-
artíðindi að þennan morgun hafi
góður drengur, piitur í blóma
iífsins, skyndilega orðið að hlýða
kailinu mikla.
Menn drúptu höfði, hvernig
*ná slíkt verða? í annað skipti
á örskömmum tíma var skarð
Ihöggvið í fámennan hóp. Vinir
og vandamenn, jafnaldrar og
Ikunninigjar, öil vorum við lost-
in skelfingu. Það getur eklki ver-
ið satt, hann Unni, sem er svo
góður, nei það getur ekki verið
satt. Slík voru þau orð er við
jnæltum þegar við hittumst, ráð-
þorta og máttvana gegn þessari
sorgiegu staðreynd, sem ekikert
gat breytt.
Unnsteinn var fæddur í Búð-
erdal 5/10 1945 og var elztur
jþriggja sona Þorsteins Bjarna-
»onar og Sigríðar Aðalsteins-
dóttur. Ungur fiuttist hann með
foreldrum sínum til Borgarness,
þar sem hann ólst upp og heifir
Ótt heima síðan. Hér hefir hann
*neð trygglyndi sánu, heiðarleik
og óvenjuiegri einlægni eignast
fieiri vini en alimennt gerist. Vini,
eem nú kveðja hann með sáruim
SÖknuði.
1 störfum sínum, sem lengst af
Siefir verið akstur bifreiða fyrir
Kf. Borgfirðinga hefir hann áunn
ið sér almenmt trausit manna fyrir
ósérhlífni og áreiðanleik. Þar
eem annarsstaðar hefir það kom
jð í ljós að Unnsteinm var mann-
feosvtum búinn umfram flesita
Bðra. Til marks um það má nefna
eð hann hafði nær lckið við
6míði eigin íbúðarhúss, sem fá-
títt mun um tvítugan pilt sem
enn hefir ekki stofnað eigið
heimili.
Átta ára gamall gekk hann í
6kátafólagið Val og virkur félagi
í Umf. Skallagrími hefir Unn-
pteinn verið síðan hann hafði ald
ur til. Átti meðal annars sæti í
etjórn þess og keppti í mörg ár
*neð knattspyrnu- og körfuknatit-
leiksliði félagsins. í hvívetna hef
ir hann verið traustur félagi, sem
ftlltaf var óhætt að leita til og
sem aldrei brást. Slfkur félagi
var Unnsteinn og er það hverju
félagi mikill missir að verða að
sjá á bak slíkum máttarsifcálpa
sem hann var.
Unni minn. Með þessum fátæik
legu kveðjuorðum vil ég þakika
þér allar þær stundir, sem við
höfum átt saman í leik og starfi.
Minningarnar sem ég á um þig
í starfi og keppni fyrir félagið
okkar. Allt verður þetta svo dýr-
mætt nú, þegar þú ert horfinn.
Oft höfum við setið og spjallað
saman og aldrei mun ég gleyma
síðasta kvöidinu þdnu, er við
ræddum það sem okkur var svo
LEÐUR
TÖSKUR
ÍTALSKAR
ÞYZKAít
SVISSNESKAR
ENSKAR
ofarlega í huga þá. Þannig mun
ég minnast þín vinur, fyrst og
fremst með þaikklæti fyrir kynn
in af góðum dreng, og sú minn-
ing er nú mín raunabót, sem mun
ylja á ókomnum árum.
Ef til vil'l hefir þú verið bezt
undir það búinn, sem koma
skyldi af okkur ölium og ég veit
að nú líður þér vel, vegna þess
að sælir eru hjartahreinir, því
þeir munu Guð sjá.
Ástvinuim þinum votta ég miina
innilegustu samúð og bið Guð
að styrkja þá í þeirri þungbæru
raunum.
Vinur.
— Jónas Haralz
Framhald af bls. 17
ir 80 árum. Þessir smábændur
í Venezúela standa að mörgu
leyti á svipuðu stigi og þing-
eyskir bændur þá. En þá skort-
ir tilfinnanlega þá alþýðumennt
un, sem þingeysku. bændunum
varð hvað mestur styrkur að.
Þannig er þetta oft í þróunar-
löndunum. Þau eru að mörgu
leyti á sama stigi í efnahags-
þróun og við vorum á síðari
hluta liðinnar aldar, á því
skeiði, sem var undanfari þeirr-
ar atvinnubyltingar, sem kennd
er við aldamótin. Það, sem þró-
unarlöndin vanhagar mest um
eru menn svipaðir þeim mönn-
um, sem höfðu forustu um breyt
ingar atvinnuhátta hér á þessu
skeiði. Menn á borð við Torfa
í ólafsdal og Jakob Hálfdánar-
son, svo aðeins tveir hinna
þekktustu séu nefndir. En í
þessum efnum eiga þróunar-
löndin við ramman reip að
draga, þar sem er menntunar-
skorturinn.
í því efni er það einnig mik-
ið vandamál, að sú æðri mennt-
un, sem unga fólkið hlýtur í
vaxandi mæli, hentar ekki sem
bezt þeim aðstæðum, sem ríkj-
andi eru í heimalandi þeirra,
heldur er hún sniðin að þörfum
iðnþróaðra landa. Ungu mennta
mennirnir eru ekki undir það
búnir að fara út í þorpin og
leiðbeina bændum um bætta
búskaparhætti eða aðstoð þá við
að stofna og reka samvinnufé-
lög. Þeir vilja sitja í höfuðborg-
inni og gera fallegar áætlanir
eða fást við stjórnmál. Þess
vegna vantar fólkið út á lands-
byggðinni oft þá aðstoð, sem
það þyrfti að fá og sem mundi
geta valdið mestum breytingum
á búskaparháttum þessaraþjóða
og lífskjörum alls almennings.
í stað þess er oft lagt út í mikl-
ar opinberar framkvæmdir svo
sem áveitur eða nýrækt, sem
eru mjög kostnaðarsamar og
veita lítið í aðra hönd vegna
þess hversu frumstæðir al-
mennir búskaparhættir eru.
Míklar iðnaðarframkvæmdir
„Annað minnisstætt atriði frá
ferðum mínum um landið“ seg-
ir Jónas, „er heimsóknin til
hins nýja iðnaðarbæjar Santo
Tomé de Guyanas, sem risið hef
ir á skömmum tíma, þar sem
Caroni-áin rennur út í Orinoco-
fljótið. Þetta er í austurhluta
landsins, sem er strjálbyggt Og
lítt numið en mjög auðugt að
hráefnum og öðru.
Alþjóðabankinn hefurveitt lán
til byggingar Guri-orkuversins
en heildarorka sú, sem virkjuð
verður á þessum slóðum mun
ná 10 milljónum kílóvatta, þeg-
ar tímar líða fram. Á grund-
velli hráefna þeirra, sem þarna
eru, einkum járns og ódýrrar
orku er nú verið að koma á
fót allmörgum iðjuverum. —
Stærst þeirra er járn- og
stáliðjuver, sem ríkið á og
rekur. Einnig er Reynolds-
fyrirtækið bandariska að hefja
byggingu lítillar alúmín-
bræðslu, sem sennilegt er talið,
að verði upphaf mikilla fram-
kvæmda á því sviði síðar meir.
Þetta eru allt glæsilegar fram-
kvæmdir en við mikla örðug-
leika er að etja að setja á fót
slíkan iðnað í landi, sem litla
reynslu hefur áður á þessu
sviði og er þar að auki langt
frá þéttbýliskjarna landsins, í
héraði, þar sem fólki finnst
slæmt að búa bæði vegna ein-
angrunar og heits loftslags. En
þarna sjá Venezúelamenn í
hillingum eins konar Ruhr-
hérað Suður-Ameríku.“
Stjórnmálaástandið
„í Venezúela situr lýðræðis-
leg umbótastjórn, studd af
verkalýð og bændum. Forset-
inn, sem nú situr við völd, Raul
Leoní, er fyrsti forseti, sem tek-
ur við völdum af öðrum lýð-
ræðislega kjörnum forseta, sem
sat út allt sitt kjörtímabil.
Mikill stjórnmálaórói hefur þó
verið á undanförnum árum og
gætir talsvert enn, þótt í
minna mæli sé en áður. Skæru-
liðar eru að verki í sumum
héruðum landsins og gera
stundum vart við sig í sjálfri
höfuðborginni.
í sýningarskála Venezúela á
heimssýningunni í New York
var út í horni í einum sýningar-
salnum mynd af tveimur mönn
um, báðum nokkuð við aldur,
sem tókust í hendur. Þetta voru
Betancourt fyrrverandi forseti
og hinn mikli brautryðjandi
lýðræðis og umbóta í Venezúela
að bjóða eftirmann sinn vel-
kominn í embættið.
Þegar ég horfði á þessa
mynd, sagði ég við konu mína
og son, sem með mér voru, að
þetta væri merkasti sýningar-
gripur í þessum skála og senni-
lega eitt það athyglisverðasta á
heimssýningunni allri.
Þessi fyrstu lýðræðislegu
stjórnarskipti í Venezúela voru
vottur mikilla framfara í
þjóðfélagsþroska. Þessa aukna
þroska gætir nú orðið víða í
þessum hluta heims, svo sem í
Mexíkó, Chile og Perú.
Ég tel miklar vonir standa
til, að framhald verði á iþessari
þróun og jafnframt auknar efna
hagslegar framfarir á grund-
velli lýðræðislegra stjórnar-
hátta.
í rauninni hafa atburðirnir á
Kúbu ýtt undir þessa þróun,
þar sem að það er nú orðið
augljóst, að stjórn Kastrós hef-
ur ekki leitt til efnahagslegra
framfara og batnandi lífskjara.
Fólki verður því æ ljósara, að
einræði og kúgun er ekki leiðin
til efnahagslegra og félagslegra
framfara.
T ollskrárf rum-
varpið afgreitt
sem lög
f NEÐRI deild var í gær af-
greitt sem lög stjórnarfrumvarp
ið um tollskrá með 23 atkvæð-
um gegn 3. Að því búnu árnaði
Sigurður Bjarnason forseti deild
arinnar þingmönnum gleðilegra
jóla og nýárs og þeim þingmönn
er utanbæjarmenn eru góðrar
heimfarar. Lúðvík Jóseefsson
(K) þakkaði forseta fyrir hönd
þingmanna og árnaði honum og
fjölskyldu hans gleðilegra jóla
og nýjárs, og tóku þingmenn
undir þessar óskir með því að
rísa úr sætum.
algemapn
aDpDDaap
REYKJAVÍK í DAG
Eftirfarandi atriði koma fram á lit-
myndum í nýju myndabókinni um
Reykjavík:
Alþingishúsið
E
Stjórnarráðshúsið
Háskólinn
Þjóðleikhúsið
Landsbókasafnið
E
1
Þjóðminjasafnið
Háskólabíó
Árbær
Skautbúningurinn
Dómkirkjan
E
Fríkirkjan
Menntaskólinn
Miðbæjarskólinn
Vogaskólinn
Laugardalsvöllurinn
E
Nauthólsvík
Sundlaug vesturbæjar
Austurvöllur
Hljómskálagarði
Útlagar Einars Jónssonar
E
Verk Ásmundar Sveinssonar
Landsbankinn
Útvegsbankinn
Iðnaðarbankinn
Pósthúsið
Fiskijkip og kaupskip
Flugvöllurinn
E
Flugfélag Islands
Loftleiðir
Eimskip
Hótel Saga
Hótel Borg
'Nýjasta háhýsahverfið
Austurstræti
BanCastrætT
Miklabraut-
Laugarásinn
Þjóðdansar
Hestamennska
Laxveiðar
c
Kvöld við- tjörnina
Skólabörn
StúdentaHópur
Yfirlitsmynd af’miðbænum
KaupiS þessa nýju glæsllegu litmynda-
bók. Hún fæst bæS! á fslenzku og
•nsku. Og kostar aðeint 100.00 kf.
IITBRÁ