Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 28
r 28 MORGU N BLAÐIÐ 1 Laugardagur 18. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Ég er með engan. Ég stóð upp og gekk kring um borðiðv til hans. — Jseja, Fatr- ick Hilton, nú er bezt að hætta að eyða tímanum til einskis. Því lengur, sem þú tefur fyrir mér héma, því erfiðari verð ég við- ureignar. Ég vil fá nákvæma lýs ingu á manninum, sem náði í þig í Gremlin Arms. Og strax, skilurðu? Ég vil vita, hvað hann sagði, hve mikið hann gaf þér og hvaða fyrirmæli hann gaf þér. Annaðhvort kemurðu með þetta strax, eða þú færð að dúsa hérna þangað til þér verður liðugra um málið. Það er verið að koma söíkinni yfir á þig — ef þú getur fengið það inn í þinn ferkantáða haus! f>ú átt von á þyngstu kæru, sem til er og það vegna þess, að annar maður hefur ásett sér að hafa þig að ginningafífli. Þú getur reynt að segja söguna þína fyr- ir kviðdómi, með þetta ósvífna bros á smettinu, og þá veiztu, hver útkoman verður fyrir þig. Og öllum er sama um það — að minnsta kosti mér. Ekki einu sinni pabbi þinn og mamma skipta sér neitt af því — eng- inn! Þú ert þinn eigin maður, mundu það. Svo geturðu hugsað betur um þetta í næði og góða skemmtun! Ég greip hnífinn og hattinn minn og gekk til dyra. En hann var staðinn upp áður en ég hafði gengið þrjú skret — Gott og vel. ég skal segja frá þvL En ég kom þar hvergi nærri. Eg sneri mér hægt við. — Nei, ekki öðruvísi en þannig að búa svo í haginn fyrir annan, að hann gæti stungið manninn með hnífi, svo að lítið bæri á. — Ég vissi ekki, að hann ætl- aði að drepa hann. Nú skein hræðslan út úr augunum á hon- um. — Hver? — Ég veit eíkkert hver hann var. En eins og þér sögðuð, þá náði hann í mig inni í krá. — Hvernig leit hann út? — Stór náungi, ljóshærður, of úrlítið farinn að verða sköllótt- ur. — Hvað stór? — Stærri en ég. Ég leit niður á hann. — Það þarf nú ekki að vera nein ó- sköp. — Stærri en þér, þá. )»i — Ég er þrjár álnir. — Hann var áreiðanlega þrem þumlungum stærri en þér og þar að auki þrekinn. Hann var tatt- óveraður á báðum höndum. Leit út eins og hann hefði einhvem- tíma verið sjómaður, en talaði samt ekki eins og sjómaður. — Hvernig það? — Hann talaði eins og dálítið stelpulega, fannst mér. — Það er ekkert sérlega óal- gengt hjá sjómönnum, svaraði ég þurrlega. Hvað var hann gamall? — Það veit ég ekki. Kannski fertugur, eða eitthvað þar um bil. — Sagði hann til nafns? — Nei. — Hvað gaf hann þér mikið? — Tíu pund. — Fyrir hvað? — Hann sagðist þurfa að gera upp reikningana við einn kunn- ingja sinn og ef ég og tveir kunningjar mínir vildu fara í kaffistofuna og stríða honum dálítið, skyldi ég fá önnur tíu pund. Nú þetta var nú gott kaup fyrir litla vinnu. Hver hefði ekki vilja vinna það fyrir þá upphæð? — Það mundu nú ýmsir sagði ég. — Hann sagði mér hvernig hann liti út — þessi Dane-skarf ur, og svo þaut hann. •— En hvað um hnífinn? □- -□ 55 — Hann tók hann af mér, bövaður, og sagði, að hann vildi ekki hafa nein ofbeldisverk með hnífum — helvízkur drjólinn! Sagðist skyldi skila már honum um leið og ég fengi seinni tíu pundin. Ég horfði á hann með fyrir- litningu. — Þú ert meiri ein- feldningurinn! Honum líkaði þetta ekki. Hann hafði alltaf staðið í þeirri trú, að hann væri stórsniðugur. Ég gekk á lagið. — Þú ert með ýms mikil- mennskulæti þegar þú ert í þín- um hópi, montar þig og gerir þig að þjóðarplágu, þangað til einhver kemur með eitthvert vit í kollinum og þá veiztu ekkert í þinn haus. Það þyrfti að vera til hæli fyrir svona lúsablesa! Hann sat í hnipri og beit á vörina með ólundarsvip og gerði enga tilraun til að svara. Ég hélt áfram: — Og þeffa*' ljósin slokknuðu áttir þú að flýta þér að sleppa út gegn um gluggann á karlmannasaerninu — var það ekki? Hvern sjálfan hélztu, að hann mundi gera í myrkrinu . . . . . hélztu, að þeir færu að kyss ast og sættast, eða hvað? Hann flýtti sér að svara í ör- væntingu sinni: — Hann sagði ekkert um, að ljósin ættu að slokkna. Hann sagði bara, að þegar ég væri búinn að skvetta kaffinu myndi verða uppistand og þá ætlaði hann að berja Dane — það var allt og sumt. En þegar ég sá, hvað gerðist elti ég hann. Hann smaug út um gluggann og ég á eftir. Hann sneri við og lamdi mig einu sinni og stakk svo af. — í bíl? — Það veit ég ekki . . . . ég sá ergan bíl. — Og þér datt í aldrei í hug að koma aftur og sanna sak- leysi þitt? hvæsti ég að honum. — Og láta taka mig fastan? — Og það hefurðu verið núna finnst þér ekki? Ég sneri mér þreytulega að lögregluþjóninum, sem var þarna á verði: — Gott og vel, láttu hann undirrita þetta allt og læstu hann svo einhversstað- ar inni. Ég horfði niður á Hiton, full- ur fyrirlitningar. Hann var að því kominn að fara að skæla. — Við höldum þér sém meðsekum, og það nægir þér vonandi í bili. Ég stikaði út, bálvondur, fleygði hattinum mínum á næsta skrifborð, svo að lögreglu maðurinn, sem sat við það, varð hræddur. — O, þessi bölvaður ekkisins.........ég var svo miður mín, að ég gat ekki fund- ið neitt viðeigandi orð. Ég horfð á manninn, sem roðnaði allt í kring um yfirskeggið. — Góðan daginn, sagði ég og var æstur. — Góðan daginn, herra minn, svaraði hann kurteislega og sendi Saunders spyrjandi augna- tillit, en hann lokaði dyrunum varlega á eftir mér. Ég staulaðist út að glugganum kveikti mér í vindlingi og horfði á umferðarþvöguna, sem safn- aðist saman fyrir utan. Fötin límdust við mig, og slagæðarn- ar í eyrunum á mér hömuðust. Það var einhver hreyfing og hvíslingar að baki mér. Ég dró andann þungt í þessu yfirhitaða lofti, sem þarna var. — Má ekki bjóða yður bolla af te? var sagt fyrir aftan mig og þarna stóð lögregluþjónninn með yfirskeggið, með einhvern stærsta tebolla, sem ég hef séð á ævinni, í hendinni, barmafullan af sjóðandi vökva. Ég tók við honum með þökkum og bar hann síðan að borðinu þar sem ég sett ist, eins og ég væri heima hjá mer, og sendi Saunders mein- legt glott. Það var í þessu biíi, að sím- inn hringdi. Lögregluþjónninn tautaði eitthvað í hann, en sagði síðan: „Það er til yðar“ og rétti hann í áttina til mín. — Gott og vel, sagði Saund- ers. — Ég skal taka hann. Ég horfði á andlitið á andlitið á honum þegar hann var að ^ hlusta. Eitthvað fór að brjótast um innan 1 mcr .... h.ér voru einhver meiri vandræði á ferð- inni, og allt í einu vissi ég alveg hvað það var. Hann tautaði enn fáein orð í simann og lagði hann síðan frá sér. Augu okkar mætt- ust . . . — Lavalle? Hann kinkaði kolli. Hún er fundin. Dauð. í auðu húsi. 13. kafli. Já, það var ekki um að vill- ast, að hún var dauð. Og hafði verið í þrjá eða fjóra daga, eða nánar tiltekið síðan á föstudags- kvöld. Svona andvana, var hún afskaplega veikluleg og fíngerð og einkennilega samanskorpin. Hún lá í rökum, þefillum kjall- ara, þangað sem engin birta komst inn. Lögreglan hafði kom ið fyrir rafmagnstaug og ber ljósapera stóð á borði, í tveggja feta hæð frá gólfinu, og varp- aði ofurlitlum draugalegum bjarma og kastaði skuggum okk- ar á flagnaða veggi og loft með húsaskúmi á. Kreppt og hálfhul in í skoti undir steintröppun- um, með kassa undir höfðinu, sem var í afkáralegri stellingu, lá ein mesta söngkona okkar daga. Það setti að mér hroll og ég bretti upp kragann. Hún var enn í þessum búningi sem hún hafði verið í um kvöld- ið í klúbbnum og með svart flauelsband um hárið. Djúpt ör, sem hafði varla blætt úr lá á ská frá hægra eyra, yfir föla kinnina og að munnvikinu. Læknirinn, sem var sveittur og óhreinn af öllum óþrifunum þarna í kjallaranum, leit upp, er við nálguðumst. Þarna var Hrinsmead aftur kominn. Við kinkuðum ofurlítið kolli, hvor til annars. — Jæja, hér er einn í viðbót handa yður, fulltrúi. Ég laut niður og færði til lampann, til þess að skugginn af mér félli ekki á andlitið. — Munduð þér segja á föstu- dagskvöld? — Já, eitthvað þar um biL — Dánarorsök? I — Of stór skammtur af ein- hverju. Hann strauk svörtum fingrinum eftir gagnsæjum hand leggnum. Þetta ataði handlegg- inn, en ég gat samt séð nálar- götin, sem hann var að benda mér á. — Sennilega heróín, Hann leit skáhallt á mig. Er þetta nokkuð í sambandi við stúlkuna á fimmtudaginn? Ég kinkaði kolli þegjandi. Ég seild- ist yfir líkið eftir ofurlítilli sam- kvæmistösku, sem hún hafði ver ið með. í henni var meðala- sprauta. Ég leit á lækninn. — Er það morð? spurði ég. Hann kinkaði kolli. — Það gæti komið til mála, en svo gæti hún líka hafa gert það sjálf. Hafi hún gert það, vitandi eða óvitandi, þá hefur hún að minnsta kosti fengið banvænan skammt. Ég held að hún hafi verið afskaplega illa komin. — Það var hún. — Þekktuð þér hana? — Við hittumst. — Hún hefur sennilega ekki vitað, hvað hún var að gera. Þeir, sem eru svo langt leiddir, eru alltaf í hálfgerðri leiðslu. Ég leit kring um mig í kjall- aranum. — Ég býst við, sagði ég og leit um öxl til viðstaddra, — að þið séuð allir búnir að sparka upp rykinu hérna, meira eða minna, eftir að líkið fannst? Einn ungur maður svaraði: — Við reyndum að hreyfa eins lít- ið og hægt var. — Hver fann hana fyrstur? — Umboðsmaðurinn, sem hef- ur húsið til sölu. Hann er uppi, ef þér viljið tala við hann. Hann hringdi tafarlaust til okk- ar. Ég starði á líkið. — Sýndist ykkur að nokkuð hefði verið hreyft við líkinu. Hann hristi höfuðið, eins og í vafa. — Það var ryklag á öllu gólf- inu. Ég sá ekki nein för, sem neitt gagn gæti verið í. Ég mundi segja, að ekkert hefði verið hreyft við henni. Ég stóð hugsi yfir þessum jarð nesku leifum konunnar, undir, tröppunni. — Það er fremur ólíklegt, að hún hafi farið hingað ein, til þess að fremja sjálfsmorð. Það virðast ekki hafa orði nein á- tök, svo að mér þykir líklegast, að hún hafi verið borin hingað dauð. Ég tók í litlu, dauðu höndina og athugaði neglurnar vandlega, og síðan fór ég eins að með hina höndina. Það var ekkert að þessum höndum, nema hvað þær voru dauðar. Ég hélt þeim báð- um saman og horfði á þær, og þá vissi ég snögglega, hvað það var. Fingurnir voru berir —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.