Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.12.1965, Qupperneq 31
Laugardagur 18. des. 1965 MORGUNBLA&IÐ 31 -K SJÖ þeirra Afrikurtkja, sem fyrir nokkru tilkynntu, að þau myndu slíta stjórnmálasam- bandi við Stóra-Bretland, væri stjórn Ian Smith í Ró- desíu enn við völd 15. desem- ber, hafa nú látið verða af þeirri hótun sinni. Mesta athygli vekur, að í hópi ríkjanna sjö eru tvö brczk samveldislönd, Tanzanía og Ghana. Ródesía hefur, eins og kunnugt er, nýlega lýst yfir einhliða sjálfstæði, og virðist sú ráðstöfun ætla að hafa al- varlegri afleiðingar fyrir brezka samveldið, en gert var ráð fyrir í upphafi. Önnur ríki eru Egyptaland, Guinea, Mali, Mauretanía og Kongólýðveldið. Brezka stjórnin hefur opin- berlega harmað ráðstöfun rikj anna sjö, en þó ekki kveðið mjög hart að orði, aðeins sagt, Rikin sjö eru merkt inn á kortið með dökku. Sjö Afríkuríki slíta stjórnmála- sambandi við Stóra-Bretland — þeirra á meðal tvö samveldislönd, öll aðhyllast ríkin sjö sósíalisma, og ílest hafa náin tengsl við Kina að enn ein hindrun hafi verið lögð í veg fyrir lausn Ródesíu- málsins. Tanzanía (áður Tanganyika og Zanzibar) er annað sam- veldislandanna, sem nú hefur ákveðið að slíta stjórnmála- sambandi við Bretland. Forseti þess, Julius Nyerere, hefur ný lega verið endurkjörinn til fimm ára. Síðla í september sl. var efnt til kosninga í land- inu. Þingkosningar voru þó einungis haldnar á meginland- inu, en hvorki á Zanzibar né Pemba. Þó var í sama mánuði haldin atkvæðagreiðsla í land- inu öllu, þar sem almenningi gafst kostur á að staðfesta eða hafna kjöri Nyerere. Hlaut hann þá um 2.5 millj. atkvæða gegn um 100 þúsund. Á undanförnu hálfu öðru ári hefur mikið verið um það rætt að ráðamenn Tanzaníu að- hylltust kommúnisma, og hef- ur stjórn landsins veitt við- töku efnahagsaðstoð frá Al- þýðulýðveldinu Kína, auk þess, sem gagnkvæmar heim- sóknir æðstu ráðamanna hafa átt sér stað. Innanlandsástand- ið hefur þó ekki verið tryggt, og á fyrra ári gerði herinn uppreisn, en henni fylgdu rétt arhöld og fjöldadómar. Allt frá því, að stjórn Ian Smiths ákvað að lýsa yfir sjálfstæði, nú fyrir skemmstu, án samráðs við brezku stjórn- ina, hefur Julius Nyerere hald ið mjög á lofti órétti þeim, sem blökkumenn í Ródesíu búa við, og hefur hann verið í hópi talsmanna þeirra Afríku ríkja, sem telja, að brezka stjórn Ródesíu, og æskja rót- í ráðstöfunum sínum gegn stjórn Ródesíu, en æskja rót- tækari ráðstafana en efna- hagsþvingana. Ghana, hinu samveldisland- inu brezka, sem í dag til- kynnti, að það myndi ieggja niður stjórnmálasamskipti við Bretland, er stjórnað af um- deildum manni, Kwame Nkrumah, forseta. Hann boð- aði nýjar kosningar í landi sínu, fyrr á árinu. Síðar var tilkynnt, að þær skyldu haldn ar snemma í júní. Aldrei var þó æfnt til almennra kosninga í landinu, enda aðeins einn stjórnmálaflokkur, flokkur Nkrumah, leyfður. f stað þess kaos miðstjórn flokksins alla þingmenn. Nkrumah hefur á undanförnum árum mjög að- hyllzt sósíalisma, og talið, að efnahagsstefnur vestrænna ríkja hentuðu ekki í þjóðfé- lagi, sem væri jafnskammt á veg komið ag Ghana. Er skip- að hafði verið í valdastöður í Ghana í vor, boðaði Nkrumah strangar aðgerðir gegn þeim öflum, sem leituðust við að vinna gegn sósíalisma. Nkrumah hefur nú ákveðið, að stíga það skref, sem fyrr getur, og heldur fast við, eins og Nyerere, að brezka stjórn- in hafi ekki beitt stjórn Ian Smiths þeirri hörku, sem nauð synlegt væri, ætti að tryggja sjálfsákvörðunarrétt blökku- manna í Ródesíu, sem eru í miklum meirihluta þar í landi. Egyptaland hefur á undan- förnum árum mikið komið við sögu Afríkuríkjanna, og for- seti þess, Gamul Abdel Nasser, oft verið umdeildur fyrir af- stöðu sína til stórveldanna. — Hefur hann jöfnum höndum þegið aðstoð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Löngum hef- ur verið grunnt á því góða með egypzkum og brezkum ráðamönnum, eftir Súez-deil- una. Guinea. Forseti landsins, Sé- kou Touré, hefur á þessu ári átt í allmiklum deilum við ýmsa ráðamenn Afríkuríkja, m.a. Houphouet-Boigny, for- seta Fílabeinsstrandarinnar, sem er mjög andkommúnískur í skoðunum. Hefur Touré mjög deilt á þá menn, sem hann telur fylgjandi heims- valdastefnu. Hefur forsetinn verið fylgismaður sósíalisma, en gjarnan nefnt þá, sem að- hyllast vestræna stjórnar- háttu, handbendi nýlendukúg- ara. Stjórn Guineu hefur átt náin samskipti við Alþýðulýð- veldið Kína. Kongó-lýðveldið (Brazza- ville) og Mauretanía hafa bæði náin samskipti við Alþýðulýð- veldið Kína, og önnur komm- únistaríki. Sama er að segja um Mali. — K/na Framhald af bls. 2 • Sem fyrr segir virðast Kínverjar búast við öllu illu. I dag kom út vikuritið „Kín- versk æska“ og sagði þar í lesenda bréfi, að Kínverjar skyldu vera undir það búnir, að Sovétríkin og Bandaríkin haúu samræmdar árásir á Kína. Eru Kinverjar livattir til þess að búa sig undir hið versta og sagt að óhjákvæmi- legt sé, að þeir undirbúi styrjöld við Bandaríkin, sem geti orðið í nánustu framtið — a.m.k. sé hennar áreiðan- lega ekki langt að bíða. Og það verður ekki nein smá- styrjöld, að því er blaðið segir, heldur kjarnorkustyrj- öld. Segir, að Kínverjar verði að vera við því búnir, að Bandaríkjamenn hertaki liluta af kinversku yfirráða- svæði. Þá spyr blaðið livort það verði Bandarikjamenn einrr, sem standa muni að slikri árás á Kina eða hvort aðrir „heimsvaldasinnar, aft- urhaldssinnar og nútima end- urskoðunarsinnar“ verði í slagtogi með þeim? Ekki svar ar blaðið því • beinlinis, en segir að við síðari möguleik- anum verði Kínverjar að vera búnir. „Ef við gerum allar nauðsynlegar undirbún- ingsráðstafanir til þess að mæta þessum möguleikum — og vogi heimsveldasinuar sér að ráðast á okkur — mun okkur án efa takast að þurrka þá út í eitt skipi fyr- ir öll,“ segir blaðið. — Viefnam Framh. af bls, 1 ar stöðvunar á hernaðaraðgerð- ura verði samningar þar um að vera Sagnkvæmir. í umræddu bréfi sé hinsvegar ekkert á það minnzt, að stjórnin í Hanoi sé reiðubúin að hætta stuðningi við skæruliða áður en til friðarvið- ræðna komi. Segir Rusk að lok- um, að þótt stjórn Bandaríkjanna sé engan veginn sannfærð um 't Hljóto Jevtosjsnko og Voz- nesensky Lenin-orðona? Moskvu, 17. des. AP. Stjórnarblaðið „Izvestija" skýrir svo frá í dag, að skáldin Evgení Jevtúsjenkó og Andrei Voznesensky séu meðal þeirra, sem til greina koma við úthlutun Leninorð- unnar á vori komanda. Enda þótt þeir hreppi ekki orðuna að þessu sinni bendir það eitt, að þeir skuli koma til greina. til þess að þeir séu í néiS hjá núverandi stjórnarvöIdK«n. Báðir áttu lítið upp á pallborð- ið hjá Nikita Krúsjeff — Voz- nesensky stóð af sér aUa storma en Jevtúsjenko gugn- aði fyrir andstöðu flokksins um tíma og gerðist honum auðsveipur. Tilkynnt verður um orðuveitingarnar 22. april n.k. — Ródesia *!Vamh. af bis. 1 • Fyrr í dag hafði Mennen Williams, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sá, er sér- staklega fjallar um Afrikumál, skorað á Breta að grípa til rót- tækari ráðstafana en hingað til gegn stjórn, Ians Smiths í Ród- esíu, ella væri hætt við því að áhrif Breta á alþjóðavettvangi færu þverrandi. Áætlun brezku stjórnarinnar um olíubannið er í tveimur lið- um. 1. Bönnuð er sala á olíu- og olíuafurðum til Ródesíu í sam- ræmi við heimild þá, er brezka þingið veitti stjórninni til þess að grípa til tilskipana í málum er Ródesíu varða. 2. Brezkum ríkisborgurum er bannað að flytja olíu eða olíuafurðir til Ródesíu. Þeir, sem brjóta í bága við þessa ákvörðun eiga yfir höfði sér hálfs árs fangelsi eða sekt er nemur um 50.000 ísl. kr. Stjórnin er sögð hafa gert ráð- stafanir til þess að flytja olíu flugleiðis til Zambiu. Ródesía hefur flutt inn árlega um það bil 280.000 lestir af oliu, en áætlað er að nú séu í landinu um það bil hálfs árs birgðir. Frá Ródesíu berast þær fregn- ir, að stjórn Ians Smiths hafi gef- ið bönkum landsins fyrirmæli um að hætta að birta vikuyfirlit yfir gjaldeyrisstöðu landsins. Síðustu tölur voru birtar 9. des. sl. og sýndu þá, að 26. nóvember hafði gull og gjaldeyrisforði landsins minnkað um 26% frá því í lok september eða um sjö milljónir sterlingspunda. „Ródesía Herald“ segir í dag, að minnkun gjald- eyrisforðans stafi meðal annars af því, að stjórnin hafi verið að reyna að borga upp erlend lán. Hinsvegar hefur stjórnin skýrt Alþjóðabankanum svo frá, að hún muni ekki geta staðið við skuldbindingar sínar við bank- ann vegna aðgerða Breta. Lýsti talsmaður bankans, Joseph Burke Kanpp því óbeint yfir í Sal- isbury í dag, að gengið yrði að brezku stjórninni vegna lána, er veitt voru til byggingar Kariba- stíflunnar, enda hefði hún á- byrgzt öll þau lán. Svissneska stjórnin hefur bann að alla vopnasölu og flutninga til Ródesíu og fryst innstæður lands ins í ríkisbankanum. Iæt utan- ríkisráðherra landsins, Friedrich T. Whelen, svo ummælt í dag, að ráðstafanir þessar væru í samræmi við þá stefnu Sviss- lendinga að veita enga aðstoð þjóð er ætti í styrjöld eða þar sem ástand væri því sem næst styrjaldarástand. Sagði ráðherr- ann, að stjórn landsins hefði hafn að tilmælum stjórnar Smiths um aukin viðskipti, eftir að lýst var einhliða yfir sjálfstæði Ródesíu. Hefði stjórnin aldrei stutt ein- hliða sjálfstæðisyfirlsingar og mundi ekki gera það nú. Þá hef- ur þeim tilmælum verið. beint til svissneskra einkabanka, að þeir taki fyrir viðskipti við Smith og stjórn hans. að stjórn Hanoi sé raunverulega fús til viðræðna, væri henni sönn ánægja í því að ræða málið nánar. AP-fréttastofan segir, að milli liðirnir, sem fært hafi Fan- fani boðin frá Ilanoi séu tveir ítalir, La Pera, prófessor og fyrrverandi borgarstjóri í Flórens og Primicerie, prófes- sor við háskólann þar í borg. Segir Fanfani, að þeir hafi rætt við ráðamenn í Hanoi 1 byrjun nóvember. — Kekkonen Framhald af bls. 1. samning Finna og Norð- manna. Einnig er talið víst, að þeir Kosygin muni ræða nánar fyrirhugaða heimssókn Kosygins til Finnlands. Þá er sagt að Kekkonen muni fara á veiðar með sovézkum ráða- mönnum. Utan úr heimi Framhald af bls. 1S Hina „ósýnilegu stjórn"* De Gaulle skipa menn sem skara myndu fram úr hvar sem væri. Gáfum þeirra er við brugðið. þeir eru verald- arvanir og framkoma þeirra jafn fáguð og ritsmíðarnar, en harðskeyttir ef því er að skipta, menntir vel, flestir úr einvalaliði ,,les grandes éc- oles“ og eiga sumir að baki töluverða starfsreynslu í þjón ustu ríkisins sem ekki er vant að velja starfsmenn sína af verri endanum. Flestir eru þeir á fimmtugsaldri og trú- mennsku þeirra við de Gaulle eru fá takmörk sett. Meðal æðstu manna í „ó- sýnilegu stjórninni“ eru: Georges Galichon, 50 ára, sem sér um ferðir forsetans og fundi, Jean Philippon, 56 ára. varasjóliðsforingi, sem hefur yfirumsjón með mál- efnum kjarnorkuhers Frakka og öðrum varnarmálum og Jacques Foccart, 52 ára, fyrr- um fallhlífarhermaður og stuðningsmaður de Gaulle frá fornu fari. Hann er skráður yfirmaður stjórnar- deidar þeirrar er fer með mál Afríkuríkja og Malagasy lýðveldisins en er í raun réttri yfirmaður leyniþjón- ustu de Gaulle og hefur 600 manna lið til ráðstöfunar. Æðstur hinna „ósýnilegu“ er talirin Etienne Burin des Rosiers, 52 ára gamall, og segja kunnugir hann næst- ráðandi í ríki Franka á eftir de Gaulle sjálfum. Burin er lærður úr Oxford í Englandi og hefur verið dyggur stuðn- ingsmaður de Gaulle allt síð- an 1940. Um hans hendur fara öll mikilvægustu skjöl sem, á ferðinni eru í Elysée- höll, öll diplómatísk skeyti, ný lagafrumvörp, og allar greinargerðir sem leggja á fyrir forsetann. Hann situr alla fundi ríkisstjórnarinnar og skrifstofa hans er eiit fárra í Elysée-höll sem inn- angengt er um til skrifstofu forsetans. Loks er það svo á hans könnu að hafa yfirum- sjón með .öllum „Skuggun- um“ og störfum þeirra með og móti starfsbræðrum þeirra í hinni opinberu stjórn Frakklands. Skoðanir manna á þessum stjórnaraðferðum de Gaulle eru mjög skiptar og hefur Jiann sætt gagnrýni fyrir ó- lýðræðislega háttu í þeim.efn um sem öðrum. En þó forset- inn hafi orðið að stíga niður af hátindi veldis síns og heyja kosningabaráttu um forsetáémbætti nú undanfar- ið rétt eins og venjulggur frambjóðandi efast víst fáir um að þrátt fyrir bæði „ó- sýnilega stjórn“ og sitthvað fleira, sem merin finna hon- um til foráttu muni Frakkar enn einu sinni kjósa yfir sig hinn aldna leiðtoga, sem forð um vísaði þeim veginn til velsældar og frama.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.