Morgunblaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID T Þriðjudagur 21. des. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. UTANRÍKISÞJÖNUSTA OG STJÓRNARRÁÐ Tslenzk utanríkisþjónusta er ung að árum, en þó er nú fengin veruleg reynsla í þeim efnum. Verður því ekki á móti mselt að yfirleitt hafi vel tekizt til með utanríkisþjón- ustuna, enda hafa ýmsir af- burðamenn valizt þar til starfa. Á hinn bóginn er tíma- bært að hugleiða, hvort ekki væri rétt að gera einhverjar breytingar á utanríkisþjónust unni. Yfirleitt er það svo, að starfsmenn utanríkisþjónust- unnar dvelja erlendis meira og minna allan sinn starfs- aldur. Stöku sinnum gefst þeim að vísu kostur á störf- um í utanríkisráðuneytinu, og sendiherrar verða ráðu- neytisstjórar þar, en þetta verður þó eðli málsins sam- kvæmt fremur undantekning en regla. Auðvitað er mikils um vert að sendimenn okkar séu ekki áratugum saman erlendis, heldur eigi þess kost að dvelja við störf hér heima, milli þess sem þeir sinna hinum mikil- vægu embættum erlendis. Þeir yrðu þá í nánari tengsl- um við íslenzkt þjóðlíf og f jöl skyldur þeirra væru ekki dæmdar í útlegð á sama hátt og nú er. Á þessu vandamáli er brýn nauðsyn að finna lausn og hún er raunar nærtæk. Þann ig virðist ekkert eðlilegra en sendiherrai gætu átt kost á því að verða ráðuneytisstjór- ar í fleiri ráðuneytum en ut- anríkisráðuneytinu, en samt að geta að nýju horfið til sendiherrastarfs að nokkrum árum liðnum. Áreiðanlega væri líka heppilegt að flytja ráðuneytisstjóra til milli ráðu neyta — og raunar líka aðra starfsmenn stjórnarráðsins, því að menn vilja staðna í störfum, sem þeir sinna í marga áratugi, og duglegir menn njóta þess að fá ný við- fangsefni við að glíma. Með tilfærslum eins og þessum mundi áreiðanlega skapazt ferskara andrúmsloft á stjórn arráðsskrifstofum, og jafn- framt væri hægt að leysa úr þeim vanda, sem áður er nefndur varðandi starfsmenn utanr í kisþ j ónustunnar. Slík tilfærsla embættis- Ijnanna mun tíðkuð í Bret- landi og víða í Samveldis- löndunum, og þeir sem til þekkja telja það vel gefast. Er því vissulega ástæða til að hugleiða, hvort þessi háttur gæti ekki hentað hér, en ein- mitt í fámenninu er ástæða til að ætla að slíkt fyrirkomu- lag reyndist heppilegt. Eins og lög gera ráð fyrir, hafa störf þau sem hér eru til umræðu, þróazt án þess að unnt væri að gera sér grein fyrir heildarmyndinni, því að vandamálin hafa komið upp eitt af öðru og þá verið mætt með þeim ráðum sem nær- tækust voru. Getur varla hjá því farið að einhverju megi breyta til batnaðar þegar unnt er að hafa heildarsýn yfir þróunina í þessu efni. Mjög æskilegt væri þess vegna að þeir, sem mesta þekkingu hafa á þessum mál- efnum, létu til sín heyra og umræður gætu skapazt um fyrirkomulag þessara mála, og væntir Morgunblaðið þess að einhverjir starfsmenn utan ríkisþjónustu og stjórnarráðs hefji slíkar umræður á síðum blaðsins. ERU ÞEIR ALLIR AFTURHALDS- MENN? C|ú afstaða Framsóknarflokks ^ ins að snúast gegn stór- iðjunni og stórvirkjun við Búrfell hefur að vonum vak- ið meiri athygli en flestir póli tískir viðburðir um langa tíð, enda kom sú afstaða mjög flatt upp á menn, og fjöldi Framsóknarmanna trúðu ekki sínum eigin augum er þeir lásu þessar fregnir. Ýmsir þingmanna Fram- sóknarflokksins hafa fram að þessu látið að því liggja að þeir væru hlynntir stóriðju- framkvæmdum og stórvirkj- un þeirri, sem samfara yrði byggingu alúmínbræðslu, og raunar skildu menn þátttöku Framsóknarflokksins í undir- búningi málsins svo, að flokk urinn hygðist standa með hinum lýðræðisflokkunum að þessum stórverkefnum. En þrátt fyrir yfirlýsingu flokksins hefur enginn þeirra manna í Framsóknarflokkn- um, sem áður hafa lýst stuðn ingi við þetta mál, látið frá sér heyra. Er því ekki nema tvennt til; annaðhvort hafa þessir menn verið kúgaðir og neyddir til að fylgja meiri- hlutanum, eða þá að aftur- haldssjónarmiðin eru þeim ríkari í huga en þeir hafa vilj að vera láta. Vafalaust á kreppuhugsun- arhátturinn, sem Eysteinn Jónsson er helzti talsmaður fyrir, marga fulltrúa meðal eldri kynslóðarinnar í Fram- sóknarflokknum, en unga fólk ið, hvar í flokki sem það stendur, trúir á framtíðina og stórverkefnin. Þess vegna hlýtur afstaða Framsóknar- Gömul Reykjavíkurbréf Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan, 1965. ÞEXR, sem líta fyrst og fremst á sögu þjóðanna frá dialektisku sjónarmiði — sem tafl hagfræði- legra afla-------gleyma því oft, að hún er og var sköpuð aflifandi mönnum með holdi og blóði, sem áttu sér sín persónulegu sér- einkenni, mótuð af erfðum, upp- eldi og ýmiskonar reynslu — og áttu sér stundum líka sínar sér- stöku geðflækjur. Þessvegna eru einkabréf löngu liðinna manna til vina og kunningja svo lær- dómsrík. Við sjáum bréfritarann sem lifandi mynd, en ekki aðeins sem eimkennisklædda vaxmynd á sáfni. í það safn íslenzkra sendi- bréfa, sem dr. Finnur Sigmunds- son hefur valið og Bókfellsút- gáfan gefið út, hafa nú bætzt Gömul Reykjavíkurbréf, sem bregða Ijósi á ýmsa menn og viðburði í höfuðstað íslands frá 1835 og fram undir aldamótin. Þessi flokkur hefst á nokkrum bréfum Steinsgríms biskups til Jóns Sigurðssonar á fyrstu Hafn- arárum hans og sýna Ijóslega, hve miklar mætur hinn gagn- menntaði og göfugi biskup hefur fengið á þessum unga manni, sem verið hefði skrifari hans í þrjú ár, og varla hefði hann borið meiri umhyggju fyrir honum, þótt sonur hans væri. Innilegt samband þeirra sýnir sig m. a. í því, að þeir þúast, sem hefur verið næsta fátítt þá um hátt- settan embættismann og óskyld- an stúdent. Maður spyr sjálfan sig eftir þennan lestur, hvort Jón Sigurðsson hefði orðið slíkur leið togi sem hann varð, með því að verða samferða jafnöldrum sín- um í gegnum Bessastaðaskóla og háskólanám í stað þess að mót- ast af þeirri reglusemi, skyldu- rækni og ást á sögu íslands, sem ríkti á biskupsheimilinu í Laug- arnesi. Þar mun hafa staðið ein rótin að sjálfstæði íslands — og hún ekki sú grynnsta. Sá, sem fjarlægastur stóð allra manna þessari sjálfstæðisbaráttu var Þórður Sveinbjörnsson dóm- stjóri, einveldissinni í stíl 18. aldar fram í fingurgóma. Þó eru bréf hans til Bjarna amtmanns Þorsteinssonar og Hermanníusar Jónssonar, fyrrum heimiliskenn- ara hans og síðar sýslumanns, með þeim allra skemmtilegustu í þessari bók. Hann er sem sé ekki upp yfir það hafinn að gera gys að ýmsum samtímamönnum sínum og jafnvel uppnefna þá. Pál Melsted amtmann kallar hann Melrakkann og Jón Guðmunds- son Hinkenberg vegna helti hans. Undirbúningsblað Þingvallafund- arins kallar hann „umsnúnings- blað“, af því að það verður sú centralsól, um hverja allir lands- ins pólitísku himinkraftar og himinkroppar snúast í loftinu". Um Trampe greifa segir hann, að enginn stiftamtmaður hafi hér komið með meira skegg síðan Páll Stígsson var á dögmu, en kvartar jafnframt undan því, að hann sé svo sólginn í l’homtore (lomber), að helztu embættis- mennirnir verði að spila það við hann fram á nætur. Síra Hannes Stephensen er sú mikla frelsis- hetja, sem allt vill láta vera frjálst og sjálfsstjórnandi, nema máske landseta sína. Um þjóð- foringjanna að hafa komið eins og reiðarslag yfir alla þá, sem flokknum hafa fylgt, en framfarasinnaðir eru og ung- ir í anda. En fróðlegt verður að sjá hvort flokksböndin halda og hvað þeir verða margir, sem á lokastigi málsins stimpla sig sem argvítugustu aftur- haldsmenn með því að greiða atkvæði gegn þessum fram- kvæmdum. fundinn hefur hann ýmislegt að segja, t. d. það að við nefndar- álit, sem var 12 eða 13 greinar, hafi komið fram 83 breyingar- tillögur. Hermannius hafði sent þeim dómstjóra hjónunum með póst- skipinu appelsínur, sem að von- um voru kærkomnar, og keypt skó fyrir frúna. Hún skrifar hon- um líka þakkarbréf, sem endar svo: „Ég þykist vita að þér eruð orðinn nærbuxnalaus og vil ég því biðja yður að senda mér verstu nærbuxurnar yðar, svo ég geti sniðið yður aðrar betri. For- látið mér þessar línur. Líði yður aldrei nema vel“. Þetta gefur nokkra hugmynd um verzlunarhætti í Reykjavík um miðja síðustu öld og spar- semi þá, sem jafnvel embættis- menn urðu að temja sér. Þótt Þórður Sveinbjörnsson væri lítið hrifinn af frelsishreyf- ingum þeim, sem fylgdu febrúar- byltingunni, þá vildi hann láta taka vægt á þeim skólapiltum, sem staðið höfðu að „pereatinu“ og kom því m. a. til leiðar, að Steingrími Thorsteinsson var ekki meinuð skólavist. Má minn- ast hans með þakklæti fyrir það. Bjami Johnsen, var skipaður rektor eftir „pereatið", hafandi Iþá verið fjarri fósturjarðar- ströndum i 22 ár og dvalið stund- um í Englandi og Frakklandi, var tröll að vexti, drambsamur og ráðríkur. barði skólapilta og jafnvel kennara að sögn, ef því var að skipta, og stóð upp í hár- inu á skólastjórninni eða „ephor- atinu“ og segir það vitlaust í bréfum sínum til Jóns Sigurðs- sonar, en í „ephoratinu“ voru stiftamtmaður og biskup. Hann segir, að þó Trampe greifi hafi „einslags praktisk blik og sé ekki illa gáfaður, sé bæði menntun hans sjálfs og hans familie ósköp þunn“, en dr. Hjaltalin landlækn- ir „sá mest fullblóðs vindbeutel, sem eg enn nú hef séð“. Ekki leizt honum, piparsveininum, kostur góðra kvonfanga í Reykja vík, því að þær „hávelbornu frökenar hafi litla menntun og engan dugnað“. En hag skólans vildi hann efla á allan veg, með- al annars með nauðsynlegum bókakaupum, og vísa miskunnar- laust frá námi þar þeim, sem illa stóðu sig, og voru þar á meðal synir sjálfs stiftamtmanns og ýmissa helztu höfðingja landsins. Spratt af þessu allmikil óvild, en þó virðist hann hafa áunnið sér virðingu fyrir stjórn sína á, mál- um skólans. Merkilegt er að sjá, hve þessi maður lagði ríkt á við vini sína erlendis, að það spyrð- ist ekki til Xslands, að hann hefði átt laundóttur með bústýru sinni í Danmörku, og sparaði hann þó ekki fé til þess að veita henni sem bezt uppeldi. Svo fór þó að lokum, að hann kvæntist barns- móður sinni, missti hana eftir stutta sambúð, og ágerðist þá drykkjuskapur hans. Bjarni rektor er með svipmestu mönn- um Reykjavíkur á 19. öld. Þá eru hér nokkur bréf frá Sigurði Guðmundssyni málara, þessum bláfátæka listamanni, sem barðist helsjúkur af eldleg- um áhuga fyrir öflun og varð- veizlu íslenzkra forngripa; frá Jóni Borgfirðingi hinum bók- elska, sem tókst að koma sonum sínum til mennta, þótt efnin væru sáralítil, og sá þá dr. Finn og Klemenz ráðherra verða þjóð- kunna áhrifamenn; frá frú Ást- ríði Melsteð, sem beitti sér ó- trauðlega fyrir- því að bæta úr sárustu neyð fátæklinganna í Reykjavík, en síðastir í þessari fylkingu eru skáldin Steingrím- ur Thorsteinsson og Renedikt Gröndal, báðir í ósátt við um- hverfi sitt. Ég var í síðasta stúdentahópn- um, sem Steingrímur Thorsteins- son útskrifaði, og vorum við boðnir heim til hans að afloknu prófi. Minnisstæðast við útlit skáldsins er mér hið mikla silfur- litaða hár, kímnihrukkurnar kringum augun og ljúfmennska hans við þessa síðustu fundi, enda mun hann þá hafa lengi verið í sátt við lífið. Auðséð er á bréfum hans, að það hefur hann ekki verið, er hann flutti heim til íslands eftir 21 árs dvöl erlendis til þess að taka við kennarastöðu við Lærða skól- ann. í þessum bréfum lýsir hann skólanum sem gróðrarstíu óþrifn- aðar og óreglu og telur hann al- veg „desperat", en honum er einnig mjög í nöp við æðri emb- ættismenn bæjarins, klíkuna eða „mannbroddafélagið". Samkomu- lagið milli sumra kennara var þá slæmt og er Stgr. bersýnilega í nöp við Björn M. Olsen, sem hann kallar Bolsa. Alþingi fær líka sitt, en annars mun hann hafa haldið sér utan við opin- berar deilur, hefur lært það af „pereatinu". Steingrímur var nær hálfsjötugu, þegar hann varð yfirkennari, og kominn á áttræð- isaldur, er hann varð rektor. Ef til vill hefði stjórn skólans um aldamótin farið betur, ef hann hefði tekið við henni fyrr, því að svo mikiliar virðingar naut hann meðal pilta sem þjóðskáld. Benedikt Gröndal fer á öllum gangi í bréfum sínum, og er skemmtilega skömmóttur að vanda, einkum þegar um Amer- íkuferðir og Góðtemplararegluna er að ræða, en þetta hvorttveggja virðist honum undirrót flesta þess, sem aflaga horfir. Nokkuð dregur það úr ánægjunni við bréf hans, hve kvartsár hann er og finnst sér stöðugt misboðið. Það er sameiginlegt við alla toréfritarana, svo ólíkir sem þeir annars eru, að manni þykir vænna um þá eftir lesturinn en áður. Þeir koma þar til dyra eins og þeir eru klæddir og er það þeim sízt til óvirðingar, en fróð- leiksfúsum mönnum happ. P. V. G. Kolka. Bókmenntir Framhald af bls. 6 geta, til nokkurrar leiðsagnar." Þannig mælir sögumaður. Og söguritari lýkur máli sínu í þeirri von, „að þessi saga megi verða meira en gestafluga á ein- um jólum.“ Vonandi verður þeim báðum að ósk sinni. I>eir eiga það fyl'li- lega skilið. Bókin er prýdd mörgum mynd- um, flestum allgóðum. En prent- villupúikinin hefur sem oftar gerzit helzti gleiðgoisalegur- Erlendur Jónsson. — Egill Hjörvar Framh. af bls. 17 Kröfur voru þá stundum ó- vægilega gerðar á hendur hon- um og krafizt úrlausnar í skjóli góðrar stjórnmálaaðstöðu hans, en það fór sem oftast vill verða, að óskir allra uru ekki uppfyllt- ar og það jafnvel þótt innan- gengt væri í stjórnmálalífið. í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar vann Egill einnig tímafrekt starf, gegndi þar vara- formannsstarfi síðustu árin. Frá mínum sjónarhól séð var Egill skarpgáfaður mælskumað- ur. Hann var tilfinninga og skapgerðarmaður, sem auðvelt var að særa, þótt ekki sæist við fyrstu yfirsýn. Hann hafði á- huga fyrir félagsmálastarfsemi og vann þar margt^vel. Þegar ég nú kveð Egil Hjörv- art sem fallinn er langt fyrir aldur fram hinztu kveðju, vil ég þakka honum okkar sam- starf. Ég þakka öll sporin og allar hinar mörgu stundir, er ' hann innti kauplaust af hendi fyrir vélstjórastéttina og önnur yfirmannasamtök sjómanna. Innan samtaka okkar verður Egils ávallt minnst með þakk- læti. Ég votta aðstandendum Egils heitins mína dýpstu samúð í sárri sorg þeirra. Örn Stehisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.