Morgunblaðið - 29.12.1965, Page 12
12
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 29. des. 1965
Útgefandi:
Framk væmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 95.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstrseti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SKOLITIL AÐ KENNA
FRIÐ
Cuður í Belgíu hefur verið
^ stofnaður háskóli til þess
að kenna frið. Friðarháskóli
þessi fékk árið 1958 friðar-
verðlaun Nóbels fyrir líknar-
og mannúðarstarfsemi. For-
stöðumenn stofnunar þessar-
9i hafa fengið 10 Nóbelsverð-
launahafa til þess að standa
að stofnuninni með sér, þar
á meðal íslendinginn Halldór
Laxness, skáld og rithöfund.
Það mun almenn skoðun
þeirra er til þekkja, að Frið-
arháskóli þessi sé merk og
ágæt stofnun, sem hafi miklu
hlutverki að gegna. Engum
dylst að sjaidan eða aldrei
hefur verið jafn mikil þörf á
því og einmitt nú að efla
hvers konar friðarviðleitni í
heiminum.
Á fundi, sem haldinn var
fyrir skömmu með aðstand-
endum Friðarháskólans, flutti
Halldór Laxness athyglis-
verða ræðu, sem birt var hér
í blaðinu í gær. Líkti hann
þar styrjöldum við pestir og
höfuðplágur, er yfir mann-
kynið hafa gengið. Styrjöld-
um væri í dag einkum stefnt
gegn þeim, sem ekki taka
þátt í bardögum og eiga þess
engan kost að bera hönd fyr-
ir höfuð sér, með öðrum orð-
um börnum, konum og örvasa
mönnum. Allar styrjaldir
væru illar, af hvaða rótum,
sem þær væru sprotnar. Þeg-
ar búið væri að gaskæfa þá
horuðu og hengja þá feitu,
kæmi upp úr dúrnum að ekk-
ert vandamál hefði verið
leyst. „Því stríð hefur aldrei
leyst neinn vanda og mun
aldrei gera. Stríð er aðeins
holdsveiki mannssálarinnar“,
sagði Halldór Laxness.
Vitanlega greinir menn æv-
inlega á um-orsakir styrjalda.
Um hitt getur menn ekki
greint á, að þær hafa verið og
eru mesti bölvaldur mann-
kynsins. Ofbeldi og kúgun í
einhverri mynd er oftast
frumorsök styrjalda. Höfuð-
takmark lýðræðis er hins veg
ar að útrýma valdbeitingu, í
senn innan einstakra þjóðfé-
laga og í viðskiptum þjóða í
milli. Grundvallarhugsjón
Sameinuðu þjóðanna er að
útrýma styrjöldum með því
að koma í veg ^yrir að til vald
beitingar sé gripið til þess að
leysa ágreiningsmál á alþjóða
vettvangi. Framkvæmd þess-
arar hugsjónar á vafalaust
langt í land. En Friðarháskól
inn í Belgíu er merkilegt spor
fram á við í baráttu þjóð-
anna fyrir útrýmingu þeirrar
grimmdar og þess siðleysis,
sem allar styrjaldir bera svip
FLATEY
A BREIÐAFIRÐI
T Flatey í Breiðafirði hefur
gerzt mikil saga. Þar var
um langt skeið miðstöð í at-
hafna- og menningarlífi Breið
firðinga. Þar bjuggu stór-
brotnir athafnamenn og menn
ingarfrömuðir. Þar var rekin
verzlun við allan austurhluta
Bandastrandarsýslu og við
eyjabyggðirnar á vestanverð-
um Breiðafirði. Þar var stofn
að eitt fyrsta bókasafn á ís-
landi, gefið út tímarit og
margvíslegri annarri starf-
semi haldið uppi.
Á síðustu áratugum hefur
byggð stöðugt verið að
minnka í Flatey. Gerbreyttir
þjóðlífshættir hafa valdið
strjálbýli hinna fögru eyja-
byggða á Breiðafirði ýmsum
erfiðleikum eins og öðru
strjálbýli á íslandi. En engum
dylst að lífsskilyrði eru að
mörgu leyti mjög góð í Flat-
ey og öðrum vestureyjum
Breiðafjarðar. En aðeins fjór-
ar þeirra eru nú í byggð. Þar
er stutt á fiskisæl mið og þar
eru mikil hlunnindi af fugli
og sel Það væri þess vegna
tvímælalaust þjóðhagslegt
tjón ef Breiðafjarðareyjar
færu allar í eyði. Þess vegna
er eðlilegt að hlúð sé að þess-
um eyjabyggðum og aðstaða
fólksins þar bætt eftir
fremsta megni. Því fer víðs
fjarri að það þurfi að kosta
offjár. Mestu máli skiptir að
unnið sé að nauðsynlegum
framkvæmdum með skipu-
lögðum hætti og í engu rasað
fyrir ráð fram.
Milliþinganefnd, undir for-
ustu Gísla Jónssonar, fyrrver-
andi alþingismanns hefur ný-
lega lokið störfum og gert til-
lögu um margvíslegar fram-
kvæmdir og ráðstafanir til
eflingar byggð í Flatey. Er
þar meðal annars lagt til að
Flateyjarhreppur eignist allt
land í eynni og hafa þing-
menn Vestfirðinga á Alþingi
þegar flutt frumvarp um þá
ráðstöfun. Brýna nauðsyn ber
einnig til þess að halda uppi
sem beztum samgöngum við
eyjabyggðirnar og tryggja
þeim gott fjarskiptasamband.
Tveir nýir flóabátar munu á
næstunni annast samgöngur
við Breiðafjörð, Stykkishólms
bátur, sem er stórt og vand-
að skip, er hefur ferðir
snemma á næsta ári og Flat-
eyjarbátur, sem keyptur var
á síðastliðnu ári til þess að
halda uppi ferðum um norð-
anverðan Breiðafjörð. Tal-
Indland - stjórnar-
skrárlegt einveldi
Neyðarlógum beitt gegn almenningi í landinu.
Nýju Delhí, 26. des. — AP
EF indverskur maður býður
meira en 100 manns til brúð-
kaupsveizlu, er hægt að varpa
honum í fangelsi samkvæmt
lögum, sem á sínum tíma
voru sett til þess að hjálpa
Indverjum í átökum við kín-
verska kommúnista. Og ef
indverskur maður er að því
staðinn, að hlusta opinberlega
á Pakistanútvarpið, er hon-
\ um einnig varpað í tugthúsið,
og crvn samkvæmt þessum
„Varnarlögum Indlands", DIR.
Þessi lög, sem sett voru til
þess að mæta neyðarástandi,
hafa gert Indland að „stjórnar
skrárlegu einræðisriki“ að
áliti M.C. Setalvad, sem var
saksóknari ríkisins á stjórnar
dögum Nehrus, hins látna for
sætisráðherra Indlands. Set-
alvad sakar Kongressflokkinn,
sem er við völd í Indlandi,
um að brjóta grundvallar
stjórnarskrárréttindi borgara
landsins.
„Varnarlög Indlands" (DIR)
voru sett 26. október 1962.
Sarvepalli Radhakrishnan, for
seti landsins, tilkynnti þá
þjóðinni að alvarlegt neyðar-
ástand ríkti í landinu, þingið
sæti ekki, og að hann hefði
samkvæmt stjómarskránni
vald til þess að gera þær ráð
stafanir, sem nauðsynlegar
væru „til að tryggja öryggi
almennings og velferð“.
Indverska þingið samþykkti
síðar forsetaúrskurð þennan,
Og varð hann þannig form-
lega að lögum. Enda þótt
landamærastyrjöldin við Kín-
verja stæði aðeins 1 einn
mánuð, er lögum þessum enn
beitt. Þau voru ómælt notuð
í styrjöldinni við Pakistan í
september s.l.
Allmargir menn hafa verið
handteknir fyrir að hlusta á
mmumk wsm
SHASTRI, forsætisráðherra
— bannað að hlusta á útvarp
fréttasendingar í Pakistanút-
varpinu, og einn maður hefur
verið dæmdur í fangelsi í eitt
ár.
í haust var 30 manna hóp-
ur, sem hafði í frammi áróð-
ur fyrir sjálfstæðu Kasmír,
fangelsaður samkvæmt DIR-
lögunum.
Vegna núverandi matvæla-
skorts hefur indverska stjórn-
in bannað, að fleiri en 100
gestum sé boðið til sömu
veizlunnar. Fjöldi manna hef-
ur verið handtekinn fyrir að
brjóta gegn þessum fyrir-
mælum.
Hópur í'búa eins úthverfis
Nýju Delhí var á dögunum
handtekinn, því þeir höfðu
handa á milli 38 sementspok-
um meira en leyft er.
Samkvæmt DIR-lögunum er
hægt að halda leynileg réttar-
höld, enda þótt dómsupp-
kvaðning „skuli fara fram
fyrir opnum tjöldum. Hægt
er að láta réttarhöld fara
fram fyrir sérstökum dóm-
stólum, og er ekki hægt að
áfrýja úrskurði þeirra. Há-
marksrefsing er líflát.
Setalvad, sem einnig er
fyrrverandi meðlimur sendi-
nefndar Indlands hjá Samein-
uðu þjóðunum, styður DIR-
lögin að því marki, að þeim
sé beitt í neyðartilfellum.
„En hinsvegar" sagði hann
við blaðamenn, „er þeim nú
beitt gagnvart venjulegum af
brotum. Þau eru notuð á víð-
tækan hátt í venjulegri stjórn
landsins, eins og til að koma
í veg fyrir að verzlunarmenn
„hamstri.“, og til að koma í
veg fyrir yfirvofandi verk-
föll.“
Setalvad hóf árásir sínar á
beitingu laga þessara í tíma-
ritinu „Advocate“ sem er mál
gagn Lögmannafélags Ind-
lands, og hefur síðan haldið
margar ræður um málið. Bar-
átta hans gegn beitingu laga
þessara hefur stuðning lög-
fræðinga og fleiri.
— Mutter Courage
Framhald af bls 8.
hvergi Ijós meginstefna eða klár
lína. Þar við bættist svo æfingar-
leysi.
Að öllu þessu sögðu er sjálf-
sagt að geta þess sem vel var
gert, því það gerði sýninguna
þrátt fyrir allt nokkurn veginn
þolanlega. Helga Valtýsdóttir
gerði hlutverki Mutter Courage
góð skil þegar á allt er litið
og náði mjög góðum tökum á því
eftir hlé. Framan af virtist mér
túlkun hennar ekki ævinlega
fyllilega örugg, og kom þetta ör-
yggisleysi m. a. fram í dálítið
ýktum leiktilburðum og há-
stemmdri framsögn. Að mínu
viti hefði lágstemmdari túlkun
átt betur við þessa dugmiklu,
slungnu og mjög svo flóknu
konu, og ég er þeirrar sannfær-
ingar að með réttri leikstjórn og
nægum æfingum hefði Helga hér
skilað einu sínu eftirminnilegasta
hlutverki.
stöðvasamband við eyjarnar
er nú mjög léiegt, en gert er
ráð fyrir því að það verði
bætt á næsta ári.
Aðalatriðið er að tekið
verði á málum eyjabyggð-
anna á Breiðafirði af skiln-
ingi og raunsæi. Þar býr dug-
mikið og þróttmikið fólk, sem
vissulega verðskuldar stuðn-
ing samfélags síns, ekki síður
en aðrir landsmenn.
Jón Sigurbjörnsson tók her-
prestinn skemmtilegum tökum og
komst, að mér virtist, einna næst
því að ná leikstíl Brechts. Með-
ferð hans á söngtextanum var af-
bragðsgóð eins og vænta mátti.
Bríet Héðinsdóttir lék Katrínu,
hina dumbu dóttur Mutter Cour-
age; og túlkaði hana af nærfærni
og góðum skilningi, en klæðnað-
ur hennar og útgangur var mikils
til of snyrtilegur og hreinlegur,
og hefði góður natúralisti átt að
skilja það!
Leikendur sem fram koma í
verkinu eru alls 25 talsins, og
verða nöfn þeirra ekki rakin hér
nema að litlu leyti. Aldrei þessu
vant brást Róbert Arnfinnsson
vonum mínum í hlutverki kokks-
ins. Hann var eitthvað tvíátta um
túlkunina. Gunnar Eyjólfsson lék
Schweizerost og málaði sannferð-
uga mynd af hinum heiðarlega
Og barnalega yngra syni, en það
vantaði einibverja fyllingu í
myndina. Bessi Bjarnason lék Ei-
líf, eldri soninn, og var ekki í ess-
inu sínu. Önnur nöfn er óþarft að
rekja, nema hvað rétt er að geta
þess að Lárus Pálsson brá upp
hnyttilegri smámynd af háöldr-
uðum höfuðsmanni og hafði
greinilega módelsýningu Brechts
til hliðsjónar.
Umgerð sýningarinnar var
engu skárri en vinnsla hennar.
Leikmynd Firners fannst mér
kauðaleg og víða beinlínis ótæk
(11. mynd), en vagninn var góð-
ur og ýmislegt smádót á
sviðinu. Lýsingin var flöt
og alltaf dreifð, og heíði
verið miklu nær að bei'ta
punktaljósum til að undirstrika
meginatriði. Magnarakerfi sviðs-
ins var eitthvað bágborið: sumir
söngvar heyrðust óskýrt og einn
týndist með öllu og eyðilagði
heila mynd (10. mynd). Skot-
hvellir voru oftast óeðlilegir, en
í 11. mynd var það raunabót að
leikhúsgestir fengu þennan líka
fína púðunþef yfir sig!
Þýðing Ólafs Stefánssonar er
lipur og áheyrileg, en helzti
bragðdauf með köflum. Útstrik-
anir Firners eru mér hinsvegar
óskiljanlegar, því hann hefur
strikað út margar mergjuðustu
og myndrænustu setningar text-
ans og falsað hann með ýmsu
öðru mótL Söngtextana hefur
Ólafi ekki gengið eins vel að
flytja yfir á íslenzku, enda ekk-
ert áhlaupaverk. Sumir þeirra
eru dágóðir, t. d. söngur her-
prestsins í fjórðu mynd, en yfir-
leitt eru þeir heldur klunnalegir,
og ekki hafa breytingar leikstjór-
ans eða hjálparkokka hans bætt
þar um. Hitt er vert að ítreka, að
þýðing þessara söngtexta er afar-
vandasöm og vart ætlandi öðrum
en sniliinguim.
Mæbti ég svo að endingu fara
þees á leiit fyrir hönd leiikihús-
gesta, að gerðar verði ráðstafanir
til að hita upp húsakynnin áður
en fólík sezt í salinn. Menn urðu
margir hverjir að klæðast yfir-
höfmiim í hléinu til að firra sig
otfkælingu.
Sigurður A. Magnússon.