Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.01.1966, Blaðsíða 13
\ Sunnudagur 1B. íaníiar 196ö MORGUNBLAÐIÐ 13 Almenna byggingn- félagið 25 ára í dag Hús Almenna byggingafélagsins við Suðurlandsbraut. / ALMENNA Byggingafélagið '1 é 25 ára starfsafmæli í dag. I tilefni þess hitti fréttamaður Fyrsti formaður félagsins Hörður Bjarnason Mbl. að máli þá Árna Snævar I verkfræðing, núverandi fram- I kvæmdastjóra og Jón G. Hall- dórsson, viðskiptafræðing sem verið hefur skrif- stofustjóri félagslns frá fyrsta ári. Aðal hvatamenn að stofn- un A»B.P. voru þeir Gústaf Pálsson núverandi borgarverk- fræðingur, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins, Lárus Fjeldsted yngri og Árni Snæv- arr. Fjórmenningarnir höfðu oft rætt um það sín á milli, að þörf væri á félagi, sem tæki að sér verkfræðistörf og bygg- ingarframkvæmdir. Þeir snéru sér svo til nokkurra kunningja sinna með þessa hugmynd, og var ,félagið síðan formlega stofnáð 16. jan. 1941. Fyrsti for maður þess var Hörður Bjarna son, en framkvæmdastjóri Gústáf. Pálsson. Ári síðar tók svo 'Árni Snævarr- við annarri framkvæmdastjórastöðunni, og gegndu þeir síðan báðir störf- um sem framkvæmdastjórar, þar til Gústaf tók við embætti borgarverkfræðings 1961. Fyrstu árin var félagið til húsa í Lækjargötu lOb, þar sem áð- ur var smiðja Þorsteins Tóm- assonar í Lækjakoti. Á árun- um 1945-1947 reisti félagið stórhýsið að Borgartúni 7, og rak þar starfsemi sína til árs- ins 1962, er það seldi ríkissjóði þá byggingu. Hefur það nú reist sér nýja og veglega bæki- stöð að Suðurlandsbraut 32 Núverandi stjórnarformaður félagsins er Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, en aðrir í stjórn, þeir Ágúst Fjeldsted hrl., Bjami Jónsson á Galta- felli, Jónas Hvannberg kaup- maður og Árni Snævarr. Við biðjum Árna að segja okkur frá starfsemi félagsins. — Frá öndverðu hefur starf- semi félagsins verið tvíþætt. í fyrsta lagi almenn verktaka- störf og í öðru lagi höfum við rekið verkfræðiskrifstofu fyr- ir almenn ráðgefandi verk- fræðistörf. Félagið er sem fyrr segir stofnað á stríðsár- unum, og tókum við þegar að okkur nokkur verkefni fyrir setuliðið. Það var hinsvegar aldrei stefna okkar að reisa starfsemina á setuliðsvinnunni. Þannig var að jafnaði á stríðs- árunum helmingur verkefna okkar á innlendum vettvangi, svo sem við húsabyggingar í Reykjavík og annað. — Hvaða byggingar vildurðu nefna frá fyrstu árunum? — Það má nefna t.d. Ham- arshúsið, rússneska sendiherra bústaðinn, Hafnarhvol, Nýja Bíó Mjólkurstöðina við Lauga- veg og margar aðrar stórbygg- ingar í Reykjavík. — Hvaða verkefnum öðrum en húsbyggingum hafið þið þið unnið að? Fyrsti framkvæmdastjóri félagsins Gústaf Pálsson — Árið 1943 tókum við í fyrsta skipti að okkur virkjun- arframkvæmdir, er við tókum að okkur í ákvæðisvinnu stækkun Ljósavatnsstöðvarinn- ar og var það stærsta verk- efni okkar til þess tíma. Fljót- lega var framhald á fram- kvæmdum á því sviði og má þar nefna Andakílsárvirkjun, Gönguskarðsvirkjun við Sauð- árkrók og Fossárvirkjun við Ólafsvík. — Þið hafið einnig fengist við verksmiðjubyggingar. — Já, það hefur verið mik- ilvægur þáttur í starfsemi okk- ar. Fyrsta verksmiðjan sem við byggðum var SR. 46 á Siglufirði, sem er stærsta síld- arverksmiðja landsins. Samtím is byggðum við og síldarverk- smiðjuna á Skagaströnd. Hafið þið ekki einnig séð um húsbyggingar úti á landi? — Jú, við höfum reist nokk- ur stórhýsi úti á landsbyggð- inni, svo sem Skógarskóla, barnaskólann á Ljósafossi, verzlunarhús Kaupfélags Ár- nesinga og fleiri. — Hvað viltu segja um vega- og hafnargerð? — Það eru hvorttveggja verkefni sem við höfum haft mikinn áhuga á. T.d. sáum við um lagningu Sóleyjargötu í Reykjavík, og einnig má nefna Hafravatnsveg, en hann lögð- um við fyrir setuliðið á sínum tíma. Þá unnum við einnig í nokkrum áföngum að hafnar- gerðirmi í Þorlákshöfn, allt fram til ársins 1956. — En þið hafið unnið að fleirum slíkum verkefnum? — Já, en þar vil ég minnast á nýjan þátt í sögu félagsins, því að síðan 1957 höfum við haft samstarf við firmað E. Phil og Sön í Kaupmannahöfn, en eigendur þess eru verkfræð ingamir Kay og Sören Lang- vad, sem kunnir eru af störf- um sínum hérlendis. Eiga fé- lögin saman fyrirtækið Efra- fall, sem hefur haft með hönd- um margs konar framkvæmdir hér á landi hin síðari ár. — Hver vildir þú helzt nefna af þeim? — Fyrsta verk þess var bygging Steingrímsstöðvar í Sogi, síðan stækkun írafoss- stöðvarinnar, bygging Þorláks- hafnar og landshafnarinnar í Keflavík-Njarðvík. Einnig sá þetta félag um lagningu veg- arins fyrir ólafsvíkurenni, sem var erfitt og mikið venk. Og nú síðast framkvæmdir þær, sem nú standa yfir í sambandi við gerð jarðgangna um fjall- ið Stráka við Siglufjörð. Ámi Snævarr Núverandi framkvæmdastjóri — Er þetta ekki brautryðj- endastarf í íslenzkri vegagerð? — Jú, þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík jarðgöng eru gerð hérlendis. — Hvernig hefur verkinu miðáð áfram? — Því hefur miðað mjög vel áfram, og verða göngin, til- búin til umferðar næsta haust. Þarf ekki að fjölyrða um. þá samgöngubót, sem af þessu verður fyrir Siglfirðinga. — Ert þú eihnig fram- kvæmdastjóri Efrafalls? — Ég hef verið það, en á síðastliðnu hausti tók Skúli Guðmundsson verkfræðingur við því starfi. — Kannski við snúum okk- ur að hinum meginþætti starf- semi ykkar. — Já, eins og ég sagði áðan, þá hefur félagið frá upphafi annazt ráðgefandi verkfræði- störf og áætlanir. Höfum við í þessum tilgangi starfrækt verkfræðistofu, sem Ögmund- ur Jónsson verkfræðingur veit ir forstöðu. — Viltu segja okkur eitt- hvað frá helztu verkefnum á því sviði? — Á því sviði hafa störfin verið mjög mörg og margvís- leg. Félagið hefur leyst af höndum verkfræðistörf við margar stórbyggingar 1 Reykja vík, svo sem Borgarsjúkrahús- ið í Fossvogi, nýju Lögreglu- stöðina, Fiskifélagshúsið, og Iðnaðarbankann, svo örfá dæmi séu nefnd. Á sviði verk- smiðjubygginga höfum við annazt margháttuð verkfræði- störf, svo sem við Áburðaverk- smiðjuna í Gufunesi, Sement- verksmiðju ríkisins á Akra- nesi, og nú Kísilkúrverksmiðj- una við Mývatn. Öll þessi verk efni höfum við unnið að meira eða minna leyti í samstarfi við erlenda vexikfræðinga. Þá var könnuð Mjólkárvirkjun á ökkar vegum svo og aðrar virkjunarrannsóknir á Vest- fjörðum. Nú hin síðari ár hef- lu verkfræðistofan gert allar frumrannsóknir varðandi hina nýju Sundahöfn í Reykjavík og uppdrætti að fyrsta áfanga hennar. Er það eflaust stærsta og umfangsmesta verkefni teiknistofunnar. — Þefta eru allt mjög stór og viðmikil verkefni, Árni? Þið hljótið að þurfa mikinn mannafla til þess að vinna að þessu? Hvað heldur þú að starfi margir hjá félaginu um þessar mundir? — Á skrifstofum Almenna byggingarfélagsins og Efra- falls vinna um 30 manns, þar af tuttugu verkfræðingar og tæknifræðingar. Björn Ólafsson stjórnarformað- ur A.B.F. — Hvað villtu segja um helztu viðfangsefnin í dag? —- A framkvæmdasviðinu má nefna íþróttahöllina í Laugar- dal, sem við erum nú að full- gera, Umferðamiðstöðina, sem nýlega var tekin í notkun, og ennfremur sjáum við um verk- fræðilega stjóm við byggingu Loftleiðahótelsins, sem taka á í notkun í vor. Það verkefni sem nú er efst á baugi hjá okkur og upptekur hugann, er undirbúningur að tilboði í Búrfellsvirkjun, sem skila á eftir þrjár vikur. — Ekki eruð þið einir um það tilboð? — Nei, við erum í félagi við E. Pihl og sön í Kaupmanna- höfn, og Verktakafélagið SEN- TAB í Stokkhólmi. — Ertu bjartsýnn um árang- ur? — Starf verktakans byggist fyrst og fremst á bjartsýni, en hvort sú bjartsýni leiðir til árangurs í þessu tilviki, veit enginn fyrr en tilboðin hafa verið opnuð. En skemmtilegt væri, ef svo tækist til nú við ‘þessi tímamót félagsins, eða finnst þér ekki svo? Við sam- sinnum því, og segjum, að ó- neitanlega væri ánægjulegt, ef íslenzkir aðilar ættu virkan þátt í þessu mikla verki. Við þökkum þeim Árna og Jóni rabbið, og kveðjum, Er við göngum út eftir hinum löngu göngum byggingarinnar sjáum við alls staðar inná verkfræð- inga og tæknifræðinga, sem sitja þungt hugsi yfir teikni- borðunum með reizlur og kvarða. ihj. Jón G. Halldórsson skrifstofustjóri Fjárhagsáætlun IVliðneshrepps upp á 10,6 millj. SANDGBRÐI, 14. jan. — Fjár- ‘hagséætlun Miðneshrepps var endanlega samþykkt 12. jan sL Hækkar hún frá áætlun síðasta árs um sem næst 25%. Niður- stöðutölur eru 10.658.000.00 kr, þar af útsvör 5.996,600.00. Helztu útgjaldaliðir eru: Ýmis opinber þjónusta sem fer upp í 2.425.000.00 kr., þar af nýlagning ar gatna kr. 1.500.000.00. Tii við- halds gatna kr. 150.000.00, hol- ræsi kr. 250.000.00, til trygginga- imála 1.280.000.00, til fræðslu- mála 737.000.00. Til nýbygginga fara 1.450.000.00 þar af til ilþróitta húss skólans kr. 500.000.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.