Morgunblaðið - 16.01.1966, Side 28

Morgunblaðið - 16.01.1966, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnu'dagur 16. janúar 1966 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Við áttum margt annað eftir ógert, en ég vonaði bara, að slyppi við það mestallt. Yfir- maðurinn minn gat sett upp fyrirlitningarsvip, en hann varð samt að viðurkenna, að eftir að ég hafði haft hendur í hári þeirra Lamotte og Herters, þá var margt annað, sem mín þyrfti með til að leysa, enda þótt þetta mál yrði afhent eitur- lyfjadeildinni. Mig vantaði enn svarið við einni spurningu — og það þeirri, sem hafði komið öllu þessu af stað: Hver myrti Úr- súlu Twist? Það var næstum ótrúlegt, að dauði einnar stúlku skyldi leiða í ljós svona víðtæka málaflækju. Ég lokaði augunum. — >ú ættir að fara heim, sagði Saunders í meðaumkunar- tón. — Og þú ættir að fara á spít- ala og láta arta eitthvað upp á andliíið á þér, svaraði ég. — Það er allt í lagi með það, svaraði Saunders. — Það sér á, að þú situr ekki þar sem ég sit. En hvernig er annars flensan? Hann sýndi skemimdu tenn- urnar í hráslagalegu glotti: Hún er orðin það minnsta, sem að mér gengurt Nú datt mér allt í einu annað í hug. — Hvað er orðið um hann Skeljaskrölt gamla? Mér finnst hann ætti að taka þátt í þessari ágætu veizlu. — Hefurðu ekki heyrt það? sagði Jim. Ég leit á hann, önugur. — Ég hef ekkert heyrt síðasta hálf- tímann. Hvað hefur gerzt? Hann er þó ekki dauður? — Nei, svaraði hann dauflega. Ekki er það nú, en Jooly Roger er dauður. Ég glápti á hann. — Það var siglt á hann miðjan. Dó á vígvellinum. Nú er hann ekki orðinn annað en flaik. — Hvernig gerðist það? Það var allt Bruno að kenna. Svo virðist, að í miðjum bar- daganum, þegar kviknað var í Tom Teal og við vorum allir önnum kafnir að hoppa kring um hann, þá hafi hann slegið niður lögguna, sem var að gæta hans. I uppnáminu komst hann um borð í Ariadne og þeysti svo upp eftir ánni eins og fjandinn væri á hælimum á honum. Og þetta hefði allt gengið vel, hefði ekki Jolly Roger legið þversum til að loka leiðinni. Auðvitað var þetta vonlaust hjá honum, og það var líka hjá Jolly Roger, því að hann renndi beint á hann. Og Barney hafði þá ánægju að geta lamið hann í hausinn með kaffikatlinum sínum. Harding átti fullt í fangi að hindra, að Barðarvogur Vesturgata, 44-68 Laufásvegur frá 58-79 Barney sykki með skipinu sínu — ekki svo að skilja, að það sé sokkið, því að til þess er ekki nógu djúpt þarna. Hann liggur á botninum með yfirbygging- una upp úr, og honum verður bjargað þaðan þegar fjarar, en hann fer aldrei á sjó framar, vesalingurinn. Það síðasta sem sást til Barneys var það, að hann sat á kolapramma skammt frá og starði á bátinn og sagði ekki orð við nokkurn mann. — Vesalings Barney. En trygg ingin borgar bátinn og kannski fær hann nýjan bát. — Hver mundi svo sem tryggja svona kopp fyrir meiru en túskildinga. En hvað sem öðru líður, þá er það ekki það, sem um er að ræða. Hann hefur misst slkipið sitt og það verður honum ekki bætt lengi, lengi. En þetta skiljið þið landkrabb- arnir ekki. — Skilur þú það þá? Hann brosti til mín glettnis- lega. — Já, svaraði hann lágt, — það held ég, að ég geri, þófct undarlegt sé. Ég stóð upp með miklum erf- □ -----------------------—Q 74 □ --------------------------n iðismunum og mig sárverkjaði við hverja hreifingu. — Ég er eins og ég hafi verið sleginn af fælnum graðfola, og á morgun verður það verra, þegar ég verð búinn að stirðna upp. Komið þið, strákar, nú för- um við heim og í bað! Þegar Mildred sá mig, rak hún upp örvæntingaróp. Lindy glennti bara upp augun og sagði: „Pabbi!“. Og svo stumruðu þær yfir mér, eins og þeim vseri borgað fyrir það. Ég gerði ekki annað en hlýða skipunum. Ég lá svo lengi í heitu baðinu, að þær héldu, að ég væri drukknaður og komu öðru hverju og skröltu í hurðarlásnum, til að fá að vita (hivað mér liði. Mildred var mjög þögul, er hún kom óg settist á rúmstokk- inn, meðan ég var að slafra í mig dýrindis súpu, sem hún hafði búið til. Ég tók í hönd hennar og sagði: — Vertu ekki svona áhyggjufull. Þú verður að muna, að ég er lögreglumaður. — Ætli maður hafi ekki hug- mynd um það, svaraði hún þurr- lega og slökkti síðan á nátt- lampanum og gekk til dyra. — Farðu nú að sofa. Ég vek þig ekkert í fyrramálið og ef þeir hringja, þá segi ég þeim, að þú hafir hrokkið upp af í nótt. Og Túngata Þingholtsstr. Eskihlíð írá 14-35 svo lokaði hún dyrunum fast á eftir sér. Alla nóttina hékk Rodney Herter á veggnum, æpandi. 18. kafli. Miðvikudagur Ég var nú, þrátt fyrir allt, kominn í skrifstofuna klukkan náu, og var ekki nærri eins ves- sæll og ég hafði búizt við um kvöldið. Yfirmaður minn kom inn og hristi höfuðið með með- aumkunarsvip. — Það er eins og þú hafir fengið slæman umgang. — Já, ég hef oft verið á betri kvöldskemmtunum, sagði ég dræmt. — Þú hefur staðið þig prýði- lega. — Þakka þér fyrir. Ertu far- inn að hitta hann Saunders? Hann á skilið Viktoríuikross- inn, eða hvað það nú er, sem þið gætuð gefið honum. Hvernig væri að hækka hann ofurlítið? Hann brosti og lét ekki upp- skátt það, sem hann kann að hafa verið að hugsa. — Þú hefur sjálfsagt gaman af að heyra, sagði hann, án þess að svara mér, — að við erum þegar búnir að fá játningu hjá Bruno Harrison. Honum er orð- ið sama um allt héðan af. Það þurfti meira að segja alls ekki neitt að toga það upp úr honum. Það var rétt, að það var hann, sem myrti David Dane. — Eftir skipun Williams Lam- ofcte? — Hann kinkaði kolli og sett- ist á brúnina á skrifborðinu mínu. — Samband þeirra Lamotte og Harrisons er orðið fimmtán ára gamalt — alveg frá stríðslokum. — Hverskonar samband er það? Hann yppti öxlum. — Húsbónd inn og hjúið. Harrison er ein- feldningur — hlýðir hverju, sem honum er skipað, enda þótt honum væri nú ekiki fyrir- skipað að myrða mann, fyrr en á laugardaginn var. Ég skil enn ekki almennilega, hvað kom honum til að gera það, því að jafnvel einfeldningar hugsa sig nú um tvisvar áður en þeir fara að drepa mann, eftir skip- un. En hann fór víst illa út úr stríðinu og það getur hafa haft sín áhrif á hann. Hann var á kafbáti og hver, sem getur feng- ið sig til að fara í þann óþverra, hefur mína virðingu, og ef hann hefur verið eitthvað ruglaður í kollinum þegar hann kom úr þeirri vinnu, þá er það afsakan- legt. Hann var líka heilan mán- uð í opnum báti í Norður-ís- hafinu. En þó held ég, að aðal- ástæðan, sem reið baggamuninn hafi verið þúsund sterlingpund, sem Lamotte rétti að honum fyrir verkið, jafnskjótt sem hann hafði lokið því. — Nú, þarna kemur það, sagði ég og skildi nú loks hvernig í öllu lá. — Þú varst að reyna að gera mig tortrygginn gagnvart hverjum kafbáts- manni, sem kemur í höfn. Hann brosti. — Þú þekkir mig nú. Ég vil alltaf heldur finna krókótta ástæðu til morðs, heldur en trúa, að það hafi verið af beinni ástæðu eins og ágirnd, enda þótt mér finnist nú þús- und pund skítleg borgun fyyir almennilegt morð. Ég glotti til hans. — Þú ert of hreinskilinn. Ég þekki mann, sem fannst þrjátíu silfurpening- ar vera höfðingleg borgun. — Satt er það. En þarna er hann nú — morðingi, sem er búinn að játa. Þú hefur sjálf- sagt haft hann grunaðan frá upphafi? — Já, ég fór nokkuð nærri um það. Ég þurfti að finna risavax- inn mann, með teprulegan mál- róm og heljarmiklar tattóvering- ar á höndum. Pat Hilton hefði getað klárað það sem eftir var. Hann hefur víst ekki nefnt neitt, að hann hafi slegið stóran lög- reglumann í hausinn með göngustaf? — Þú heldur, að það hafi verið hann? — Alveg handviss. Hver sem drap Dane, hann stal líka lykl- unum hans og brauzt inn í íbúð- ina hans, og þar fann undirrit- aður hann, sjálfum sér til mestu hrellingar. Þú vildi víst ekki lofa mér að berja hann svo sem tvisvar niður, meðan hann er í handjárnum? Hann lét sem hann heyrði þetta efkki, en leit í staðinn á mig með umburðarlyndissvip. — Nú þarft þú ekki annað að gera en finna, þann sem myrti stúlkuna! — Viltu fá hann strax eða má ég fá mér eitthvað að éta fyrst? En hann lét sem hann heyrði heldur ekki þetta. — Hammond Barker hefur óskað eftir viðtali við þig. Ég ætla að láta koma með hann hingað klukkan tíu, til þess að hlífa fótunum á þér. — Gott. Og þú sérð svo um allt hitt, er það ekki? Eitur- lyfin og fjárhættuspilið í Há- setaklúbbnum? Hann kinkaði kolli. — Tollar- arnir ætla nú að leita Peruslav- iu lúsa, svo að lengi verði í minnum haft. Þeir halda, að tals vert að hasjis sé falið þar ein- hversstaðar, og ég býst við, að það sé rétt hjá þeim. Lamotte- klíkan virðist hafa verzlað með flest milli himins og jarðar, svo að þetta finnst sennilega í peys- unni skipstjórans eða á einhverj um öðrum álíka stað. Ég hef góðar heimildir fyrir því, að all- ur farmurinn — þar með talið kókaínið og heróínið, sem þið náðuð í gærkvöldi, komi frá 3ombay, sem virðist eins lík- legur staður og hver annar, og það er verði að rannsaka það. En árarnar sjálfar, göngum við út frá, að séu útvegaðar af fé- lagi Lamottes. — Það vill svo til, skaut ég inn í, — að holar árar eru ekki eins sjaldgæfar og við héldum. Jim Blackwell segir mér, að nokkrar slíkar — hann kallar þær „rekur“ hangi á veggjunum í kránni, sem við vorum hjá í gærkvöldi. Maður er alltaf -eitt- hvað að læra! Yfirmaður minn glotti mein- fýsnislega. — Næstu sex mánuð- ina verða tollararnir að brjóta hverja einustu ár, sem þeir sjá. Það ætti að auka vinsældir þeirra. Og það gea þeir þakkað þér. — Það var nú Jim Blaekwell, sem uppgötvaði það. Ég gseti verið að leita enn í dag. Hann gaf mér enn einar upp- lýsingar. — Við erum búnir að finna Meroury. Hann er stað- settur í Bexhill, en gengur svo fram með ströndinni og út í ár- ósinn, til að hitta Slavia-skipin. Þetta er allt farið að sýnast svo einfalt nú orðið. Ég kinkaði kolli. — Það getur komið heim. Harrison sagði mér í símann forðum, að hr. Lam- otte væri um flestar helgar í Bexhill. Og auðvitað á hann Mercury. Þessu er öllu sérlega laglega fyrir komið finnst þér ekki? Nú hringdi síminn. — Það er sjálfsagt Barker, sagði yfirmaður minn og leit á úrið sitt. Það reyndist svo vera og ég sagði þeim að láta hann bíða í fremri skrifstofunni þangað til ég væri tilbúinn. Við dymar sneri yfirmaður minn sér við, og sagði: — Stjór- inn er alveg í háalofti af ein- tómum spenningi. Þetta er nú líka falleg fjöður í hattinum hans. Ég gretti mig. — Kannski get- ur hann haft einhverja forfröm- un upp úr þessu! — Guð forbjóði það, sagði yfirmaður minn. — Hver fram- kvæmdi allt verkið? — Saunders fulltrúi, svaraði ég hiíklaust. Hann sendi mér eitt af sínum sjaldgæfu brosum, tautaði eitt- hvað, sem ég heyrði ekki, og gekk út. Ég náði mér í nýja pappírs- örk og horfði á hana hugsi. Ég gat verið ánægður með þetta allt. Þegar nú allar flækjurnar í málinu voru leystar, virtist ekki mikið eftir að gera — nema finna morðingja Úrsúlu Twist! Nú, er ég hafði alla grunaða undir lási og slá, var ekki annað eftir en að spyrja þá spjörimum úr og afskrifa þá, einn og einn í einu. Saunders kom inn, með svart- an lepp yfir öðru auganu. — Þú lítur út eins og sjóræn- ingi, sagði ég. — Hvemig er heilsan? — O, ekki upp á það versta. Samt gæti ég haft gagn af tveim ur hækjum. Afsakaðu, að ég kem seint — ég skrapp • inn til tannlæknis. — Hvernig var það? — O, ekki svo bölvað. Hann virtist engar áhyggjur hafa af þesari brotnu, en ætlar að hreinsa hana burt þegar bólgan er farin. Hann hafði miklu meiri áhuga á hinum tönnunum og sagði, að ég hefði átt að ver^ búinn að koma með þær til sín fyrir mörgum árum. Ég vildi, að ég hefði aldrei álpazt til hans. Ég benti honum á stól við gluggann. — Setztu þarna og hvíldu þín lúin bein. Ég ætla að tala fáein orð við hann Barker. Það var breyttur Hammond Barker, sem kom inn á næstu stundu. Ég sá mér til ánægju, að nú skein samvinnuviljinn út úr öllu andlitinu á honum. Hann hafði haft mikið gagn af þessari næturgistingu í fangaklefanum, að því undanteknu, að yfirlitur- inn á honum var orðinn græn- leitur, og svo var hann órakaður, Hann settist og þáði vindling- inn, sem ég bauð honum. — Jæja, hr. Barker, sagði ég og starði ■ kuldalega á hann. — Þetta virðist ekki vera farið að ganga neitt vel. Hann svaraði með skökku brosi. — Það er væglega til orða tekið, fulltrúi. Það hlaut sjálfsagt að enda svona, en mað- ur skilur það bara ekki fyrr en skellur í tönnunum. — Það er nú það, sem gerir það að verkum, að glæpir borga sig — það er að segja I bili — en áður en við byrjum, skal ég taka fram, að ég hef engan áhuga á sambandi yðar við William Lamotte, enda fáið þér nógar spurningar til að svara um það efni, annarsstaðar frá. En það sem mér liggur á hjarta nú, er að fá nákvæma greinargerð um athafnir yðar á þriðjudagskvöldið var og Úrsúlu Twist, ef þér viljið gera svo vel. Aðalstræti Kerrur undir blööin tylgja hverfunum SÍMI 22-4-80 Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.