Morgunblaðið - 13.04.1966, Side 2
2
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 13 apríl 1966
AU'reð GLslason, bæjarfógeti. Kristján Guðlaugsson, verzl.m. Sesselja Magnúsdóttir frú. Jón Sæmundsson, útgerðarm. Ingólfur Halldórsson kennari.
Framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins í Keflavík
Framboðslisti Sjálfstæðisflokks
ins i Keflavík til Bæjarstjórnar-
kosninga 22. mai 1966 verður
þannig skipaður.
1. Alfreð Gíslason, bæjar-
fógeti. 2. Kristján Guðlaugsson
verzlunarmaður. 3. Sesselja Magn
úsdóttir frú, 4. Jón Sæmundsson
útgerðarmaður, 5. Ingólfur Hall-
dórsson kennari, 6. Sigríður Jó-
1. mai almenn-
ur Irídogur
FYRIR skömmu var lagt fram
á Alþingi stj órnarfrumvarp
um að 1. maí ár hvert skuli
vera almennur frídagur. — í
greinargerð frumvarpsins seg
ir að í tilefni 50 ára afmælis
Aiþýðusambands fslands hafi
ríkisstjórnin ákveðið að beita
sér fyrir lagasetningu um að
gera 1. maí að almennum frí-
degi.
Leitað
sjónarvotta
í GÆRDAG var ekið á bifreiðina
R-2851, sem er Mercedes-Benz
sendibifreið, og hún skemmd
nokkru fyrir neðan framrúðu.
Þetta skeði í Ingólfsstræti fyrir
framan Ferðaskrifstofuna Sögu á
tímabilinu 13,30—13,45 í gærdag.
Talið er að þarna hafi verið um
vörubifreið að ræða, sem
árekstrinum olli. Þeir, sem
kynnu að hafa orðið áhorfendur
að atburði þessum, eru beðnir
að hafa samband við rannsókn-
arlögregluna.
hannesdóttir frú, 7. Jón Halldór
Jónsson framkvæmdastjóri, 8.
Árni Þ. Þorgrímsson fulltrúi, 9.
Gunnlaugur Karlsson útgerðar-
maður, 10. Marteinn Árnason
bóksali, 11. Garðar Pétursson raf
virkjameistari, 12. Jóhann Pét-
ursson kaupmaður, 13. Tómas
Tómasson lögfræðingur, 14. Magn
ús Jónsson húsasm., 15. Hreggvið-
ur Bergmann forstjóri, 16. Helgi
Jónsson vörubifreiðastjóri. 17.
Kári Þórðarson, rafveitustj., 18.
Guðmundur Guðmundsson, spari
sjóðsstjóri.
Að þessu sinni verða kosnir 9
bæjarfulltiúar í Keflavik en áð-
ur hafa þar verið 7. fulltrúar.
30 bílum gekk
vel í Orœfasveit
Aðrir fjallafarar höfðu góða ferð
FERÐAFÓLK sem hélt á fjöll
fékk yfirleitt ágætt veður sunn-
anlands um páskana. Bilalestin
í Öræfasveit, sem í voru upp
undir 30 bílar, komst vel yfir
árnar, sem voru ekki miklar,
þar eð ekki er farið að hlýna,
en ísinn mikið til farinn, að því
er Guðmundur Jónasson tjáði
blaðinu. . .
Guðmundur var sjálfur með 5
stóra bíla, með um 110 manns.
En hann kvaðst hafa talið 27
bíla á einum stað á leið austur.
Þar af var Úlfár Jakobsen með
ferðafólk í tveimur stórum bíl-
um. Annars var mikið af jepp-
um, sem fékk að fylgjast með
þessum ferðahópum yfir vötn-
in. Yfirleitt gekk mjög vel, einn
bíll festist í sandbleytu um stund
sagði Guðmundur. — Það er svo
mi.kill ákafi í ungu mönnunum
að prófa jeppana sina. En stóru
bílamir sjö voru allt Mercedez
Benz bílar.
Farið var austur yfir frá
Kirkjubæjarklaustri á föstudag-
Yfirlýsing frá Stúdenta-
félagi Rvíkur um álfund
MBL. barst í gær eftirfarandi
yfirlýsing frá Stúdentafélagi
Reykjavíkur:
Vegna forsíðufréttir í „Þjóð-
viljanum" 7. þ.m., þar sem því
er fram haldið að Stúdentafélag-
ið hafi hætt við að halda fyrir-
hugsaðan almennan umræðu-
fund um álfrumvarpið sökum
þess að dr. Jóhannes Nordal,
bankastjóri, hafi „dregið sig í
hié“ sem frummælandi, óskar
Stúdentafélagið að taka fram
, eftirfarandi:
1. Það var frá upphafi ætlun
félagsins að efna til fundar um
álverksmiðjuna á málefnalegum
grundvelli. Fyrir því var leitað
til dr. Jóhannesar Nordal, banka
stjóra og Sigurðar Thoroddsen,
verkfræðings, sem frummælenda
um málið. Varð hinn fyrrnefndi
við ósk félagsins, en Sigurður
Thoroddsen reyndist ófáanlegur
til þess.
2. Fyrir milligöngu Sigurðar
Thoroddsen var haft samband
við Lúðvík Jósefsson, sem vísaði
málinu til skrifstofu Sósíalista-
flokksins. Félaginu var síðan
tjáð, að Ragnar Arnalds, alþing-
ismaður, myndi taka að sér fram
sögu um málið á fyrirhuguðum
fundi.
3. Stúdentafélagið hafði frá
öndverðu óskað þess að ræðu-
maður yrði akademískur en ekki
alþingismaður, og var það í sam-
ræmi við húgmyndina um mál-
efnalegan fund.
4. Þegar það því þótti sýnt, að
erfitt yrði að halda umræðum á
fundinum hreinum og málefna-
legum, en fremur mætti búast
við að þar yrði þyrlað upp póli-
tísku moldviðri, ákvað stjórn
Stúdentafélagsins að hætta við
fundarhald þetta, enda höfðu og
í millitíðinni farið fram óvæntar
útvarpsumræður, sem snerust
að mestu eða öilu leyti um þetta
fyrirhugaða fundarefni félags-
inn langa. Komið var við í
Skaiftafelli og Svínafelli og var
sólskin á báðum stöðum og 11
til 14 stiga hiti á Skaftafelli.
Guðmundar fólk gisti í sam-
komuhúsinu á Hofi, en Úlfars
hópur á Hofi og Hnappavöllum.
Sólskin og logn í Þórsmörk.
Ferðafélagið fór í Þórsmörk
og fékk skínandi veður, logn og
sólskin alla dagana, að sögn Jó-
hannesar Kolbeinssonar, farar-
stjóra flokksins. í skála Ferða-
félagsins voru um 40 manns og
gekk ferðin í alla staði vel.
Annar 12 manna hópur var í
skála Austurleiða í Húsadal.
Hafði Jóhannes hitt þá seinast á
laugardag og allt gengið vel hjá
þeim.
Lítið skyggni í Tindafjöllum.
í Tindafjöllunum var ekki vel
bjart. Hópur Fjallamanna var í
skálanum í Tindafjöllum. Þar
hafði ekki birt vel upp, en ann-
ars allt gengið að óskum.
Farfuglar í Skagafjörð
Hópur Farfugla fór norður í
Skagafjörð um páskana. Var hald
ið til á Sauðárkróki, en þaðan
farnar ferðir. M.a. var siglt um
Skagafjörð, farið í Drangey og
komið við í Glerhallavík. Þá var
gengið á Tindastól og farið víðar
um nágrennið. Veðrið var eins
og bezt verður á kosið, logn og
sólskin allan tímann.
Sigríður Jóhannesdóttir frú. Jón Halldór Jónsson, framkvstj.
Árni Þ. Þorgrimsson, fulltrúi. Gunnlaugur Karlsson útgerðarm
Sveit Halls Símonar-
sonor íslandsmeistari
ÍSLANDSMÓTINU í bridge fyr-
ir sveitir lauk sl. föstudagskvöld,
en keppnin fór að þessu sinni
fram í Reykjavík. íslandsmeist-
arar árið 1966 varð sveit Halls
Símonarsonar, en auk Halls eru
í sveitinni: Símon Símonarson,
Þorgeir Sigurðsson, Stefán J.
Guðjohnsen og Eggert Benónys-
son. Sveitin hlaut 21 stig af 30
mögulegum.
Röð sveitanna varð þessi:
1. sv. Halls Símonarsonar 21 st.
2. sv. Benedikts Jóhannss. 20 —
3. sv. Gunnars Guðmundss 19 —
4. sv. Agnars Jörgenssonar 17 —
5. sv. Ólafs Þorsteinssonar 8 —
6. sv. Hannesar Jóhannss. 5 —
Tvær neðstu sveitirnar flytj-
Fyrirlestur um geimferðir
- og ný geimferðokvikmynd
Fjórða kynningarkvöld á veg-
um Upplýsingaþjónusfu Barvda-
ríkjanna verður í kvöld, mið-
vikudagskvöld kl. 20.45 í am-
eríska bókasafninu í Bænda-
höllinni við Hagatorg. Fluttur
verður fyrirlestur um geimferða
áætlunina Gemini-Apollo (The
Gemini-Apollo Project og sýnd-
ar verða 52 skuggamyndir. Og
að loknum fyrirlestrinum verð-
ur sýnd alveg ný kvikmynd, er
nefnist „The flight of Gemini
8“ gerð af Upplýsingaþjónustu
Bandarkjanna.
Fyrirlesturinn fjallar m.a. um
geimferðaáætlun frá byrjun 1.
apríl 1964, hvernig menn hugsa
sér ferð til tunglsins í framtíð-
inni, svo og læknisfræðileg
vandamál geimferða og reynslu
sem fengist hefur. Kvikmyndin
sýnir merkilega þætti úr geim-
flugi Armsstrongs og Scotts 16.
og 17. marz sl„ stefnumót Gem-
ini 8. við Agenaeldflaugirva og
hinn háskalega velting geimfars-
ins, sem varð tii þess að fram-
kvæma varð nauðLendingu.
ast niður í 1. flokk og spila þar
naesta ór.
f. 1. flokki kepptu 16 sveitir og
var þeim skipt í 2 riðla, 8 sveitir
í hvorum. Efstu sveitirnar í hvor
um riðli hlutu 1. verðlaun og
færast báðar upp í meistaraflokk.
Sigurvegarar í riðlunum urðu
sveitir Aðalsteins Snæbjörnsson-
ar og Böðvars Guðmundssonar,
og munu þær spila í meistara-
flokki næsta ár.
Áður hefur verið skýrt frá að
þeir Ásmundur Pálsson og Hjalti
Elíasson urðu íslandsmeistarar í
tvímenningskeppni.
Keppnin sem var afar spenn-
andi fór vel fram og var spilað
að Hótel Sögu, í Lídó og Sjó-
mannaskólanum. Keppnisstjóri
var Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Þetta var 16. fslandsmótið, sem
fram hefur farið.
Þrír sefdu
erlendis í gær
ÞRfR togarar seldu afla sinn í
Englandi í gærmorgun, tveir i
Hull og einn í Grimsby.
Egill Skallagrímsson seldi 157
tonn í Hull fyrir 13.044 sterlings-
pund og þar seldi Jupiter einnig
£43 tonn fyrir 18.643 pund.
Askur seldi í Grimsby 122
tonn fyrir 10.644 sterlingspund.
Á skírdag seldi Hafnarfjarðar-
togarinn Röðull í Grimsby 105
toiiíi fyrir 13.632 pund.