Morgunblaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐID
Miðvikudagur 13 apríl 1966
Akureyrsku stelpurnar voru svo vondar að þær vildu
ekki dansa við okkur
Rætt við færeyzku
skemmtiferðamennina
1 Sigtúni vax mikið fjör.
Á SKÍRDAG komu 190
Færeyingar til Reykjavíkur
með Kronprins Frederik í
skemmtiferð til Islands yfir
páskana. Þátttakendur voru
fólk á öllum aldri, gamlir
Akureyrsku stelpumar voru svo
vondar að þær vildu ekki dansa
við okkur.
skútukarlar sem komu hing-
að til að sjá ísland en.i einu
sinni, broddborgarar ásamt
konum sínum og dætrum, ung
ir afkomendur skútukariana,
sem komu til að sjá með eig-
in augum allt það sem feðurn-
ir og afarnir höfðu sagt þeim
frá af svo miklum fjálgleik.
En það mun sameiginlegt
með öllum Færeyingum að
þeir eiga einhver tengsl við
Island enda ekki svo fáir
sem hafa starfað hér á landi
eða verið að veiðum á ís-
landsmiðum.
Það var ferðaskrifsíofan
Lönd og Leiðir sem skipulagði
ferðir fyrir gestina um
Reykjavík og nágrenni, og var
þátttakan geysimikil og al-
menn ánægja meðal manna.
M.a. fór stór hópur á föstu-
daginn langa til Krísuvíkur
en aðrir til Bessastaða og um
Álftanes. En síðar um dag-
inn skoðuðu menn Ásmunds-
safn og Þjóðminjasafnið, sem
vakti mikla hrifningu.
Eftir hádegi á laugardag
var farið upp í Mosfellssveit,
að Reykjum og Reykjalundi
og sumir brugðu sér að Hrís-
brú, en í bakaleiðinni var
komið við í Áburðarverk-
smiðjunni og Árbæjarsafninu.
Á páskadag fór einn hópur
að Gullfoss og Geysi, en aðr-
ir í Hveragerði og til Þing-
valla. Á annan páskadag var
ætlunin að fara í flugferð
yfir Surtsey og nágrenni, en
varð að hætta við sökum veð-
urs.
Um kvöldið hélt svo Færey-
ingafélagið skemmtun fyrir
ferðafólkið og aðra gesti í
Sigjini, og var þar geysi-
mikið fjör, og dans stiginn
fram eftir nóttu. Lauk þannig
þessari skemmtiferð sem var
að allra dómi frábærlega vel
heppnuð.
Við skruppum um borð í
Kronprinsinn í gærkveldi
skömmu áður en skipið lagði
úr höfn og náðum tali af
nokkrum farþeganna.
Það var auðséð á öllum, að
Einar Mohr. „Ótrúlegt að einn
maður skuli hafa getað skapað
alla þessa list“.
Ljósm. Sv. Þorm.
ferðin hafði tekizt vel, því
að hvarvetna heyrðust hlátur-
s/.öll og andlitin ljómuðu af
ánægju og gleði, enda eru
Færeyingar yfirleitt glaðvært
fólk.
Fólkið streymdi óðum niður
á Ægisgarð .þar sem skinið
lá og vinir og ættingjar komu
til að árna þeim fararheillar.
Einnig komu þarna um borð
margir færeyskir sjómenn
með allt sitt hafurtask, og
voru bersýnilega á heimleið
eftir æði lélega vertíð á ís-
landi.
Við hittum þarna fyrst gaml
an hressilegan náunga, sem
kvaðst heita Hans Jacob Hein
esen.
—Hvað starfar þú Hans?
— Ég geri ekkert núna,
hl.f verið á sjónum alla mína
hundstíð, en er nú kominn
í land og hef það bara rólegt.
— Hefur þú komið áður til
íslands?
— Já, hvort ég hef. É hef
stundað sjómennsku við ís-
land í 35 ár. Kom hingað
fyrst 13 ára gamall og var
samfleytt í 35 ár, svo þú get-
ur séð hvort ég hef ekki kom-
ið til íslands. En nú eru samt
liðin 19 ár frá því að ég
kom hingað síðast og mig
langaði til að koma einu sinni
enn til að sjá landið.
—Og hvernig hefurðu svo
kunnað við þig núna?
— Alveg stórkostlega, þetta
hefur verið bezta ferð sem ég
hef farið.
— Geturðu ekki sagt okkur
frá einhverju skemmtilegu
atviki frá sjómennskuárum
þínum?
— Það er nú svo margt og
tíminn er naumur, en ég skal
segja þér, að það kom fyrir,
að þegar margar skútur lágu
inni á Akureyri komu heima-
menn og skoruðu á Færey-
inga í fótbolta og þá var nú
oft barizt hressilega.
—Hverjir unnu?
—Það var nú upp og ofan
en einu sinni gjörsigruðum
við þá og eftir leikinn var
ball, og þá voru akureyrsku
stelpurnar svo vondar út í
okkur, að þær vildu ekki
dansa við einn einasta Fær-
eying, og þetta er alveg satt.
I\|j slær Hans á lær sér og
skellir upp úr við tilhugsun-
ina og þeir sem nærstaddir
eru taka undir, en við sjáum
okkar vænsta ráð að þakka
fyrir og hverfa á brott.
Næst hittum við Pál Einars
son hóteleiganda á Suðurey
og konu hans Bertu. Páll er
hálfur íslendingur, ættaður
frá ísafirði, þar sem hann
gekk í skóla og var lengi á
togurunum Sólborgu og ís-
borgu.
Það var því ekkert nýtt fyr
ir hann að koma til íslands,
en konan hans hafði aldrei
komið hingað áður og sagð-
ist vera yfir sig hrifin af því
sem fyrir augu hefði borið.
Þau sögðust því miður akki
hafa komist til ísafjarðar, en
farið í margar ferðir um
Reykjavík og nágrenni.
Að lokum sagði Gerta að
hún væri ákveðin í að koma
einhvern tímann seinna og
gefa sér þá betri tíma til að
skoða sig um.
Við vikum okkur nú að
eldri manni sem stóð þarna
innan um hóp af glaðværðu
fólki. Hann kvaðst heita Einar
Mohr og sagði að þetta væri
sín fyrsta ferð til íslands, en
það hefði verið sín heitasta
ósk lengi að komast hingað,
Dansi dansi dúkkan min.
því að hann mæti Island og
íslendinga mikils.
—Hvernig lízt þér svo á
landið nú þegar óskin hefur
rætzt?
—Alveg stórkostlega, fólk-
ið er einstakt, og sú gestrisni
sem ég hef mætt hefur næst-
um gert mig orðlausan.
— Hvað vekur mesta at-
hygli þína.
— Því er fljótsvarað. Safn
Einars Jónssonar. Ef ég hefði
ekki getað skoðað það, þá
hefði mér ekki fundizt að
ég hefði komið til íslands.
Og það lá við mér tækist það
ekki, því að safnið var lok-
að, en það var með það, eins
og allt annað á íslandi, gott
fólk kom því til leiðar að ég
fékk að skoða safnið. .
— Og hvernig fannst þér
safnið?
—Stórkostlegt. Það er al-
veg ótrúlegt að einn maður
skuli hafa getað skapað alla
þessa list, enda álít ég Einar
einn af mestu myndhöggv-
urum Evrópu. Ég var honum
einu sinni samskipa frá Kaup
mannahöfn með Botníu
yómlu, það var árið 1914 en
þá hafði heimsstyrjöldin rétt
brotizt út. Og í Leith kom
annar mikill íslendingur um
borð, Einar Benediktsson
skáld. Þessa tvo menn hef ég
metið mest allra þeirra sem
ég hef kynnnzt á lífsleiðinni.
Þeir , voru miklir gáfumenn
og svo miklir listamenn. Þeg-
ar við komum til Færeyja og
þeir kvöddu mig, þá lagði
Einar Benediktsson höndina
á öxl mér og sagði “Ef það
væri ísland sem væri hér, þá
horfðu málin öðru vísi við“.
Og það kom glampi í augu
Einars Mohr, er hann minnt-
ist þessara tveggja samferða-
manna sinna, sem hann auð-
sjáanlega mat svo mikils.
Nú nálgaðist óðum brottfar
artíminn og við kvöddum
þessa glaðværðu og skemmti-
iegu frændur okkar, ruddum
okkur leið gegnum mann-
þröngina sem þarna var um
allt skipið og hlupum niður
landganginn á síðustu stundu.
Kveðjuorðin ómuðu milli
farþega og þeirra sem á hafn-
arbakkanum stóðu og hvítir
vasaklútar blöktu í vindinum
svo lengi sem skipið var í
augsýn. — ihj.
Páll Einarsson og Gerta.