Morgunblaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 12
12
MORG U N B LAÐIÖ
Miðvikudagur 13. apríl 1966
|
'
■
|
i'
■
!
„Farþegar sýndu
undraveröa stillingu"
Rætt við nokkra Itali af norsku farþegaskipi,
sem brann á karabiska hafinu
Xhoresen skipstjóri
MIKILL eldur kom upp í
farþegaskipinu „Viking Prin-
cess“ kl. 1,30 aðfaranótt föstu
dagsins Ianga, þar sem það
var statt miðja vegu milli
Haiti og Kúbu. Skipið, sem er
norskt og skráð í Osló er tæp
13000 brúttólestir og í eigu
norska útgerðarmannsins
Berge Sigval Bergesen. 498
manns, áhöfn og farþegar,
voru um borð í skipinu. Eng-
an sakaði í eldsvoðanum sjálf
um, en tveir farþeganna,
Fanny Lewen 57 ára að aldri
og N. Peter Brooks 58 ára
létust af hjártaslagi. Lézt
Lewen um borð í einum lífbát
anna, en Brooks á lífbáta-
dekki. 2—3 af áhöfn skipsins
hlutu lítilsháttar brunasár á
höndum.
Er eldurinn kom upp stóð
yfir grímudansleikur í dans-
sal skipsins. Eldurinn kom
upp í vélarrúmi og urðu far-
þegamir í danssalnum brátt
varir við reykjastybbuna. Er
ljóst var orðið hvemig komið
var, tók skipstjórinn, Otto
Thoresen, stjómina í sínar
hendur og báru farþegar síðar
lofsorð á hann fyrir röggsemi
og snarræði. Gekk mjög greið-
lega að koma farþegum um
borð í lífbátana, en á meðan
sendi loftskeytamaðurinn út
neyðarmerki til naerstaddra
skipa. Komu þegar á vettvang
þýzkt skip „Cap Norte“, skip
frá Líberíu „Navigator" og
kínverskt skip (,Chuniking
Victory". Tóku þessi skip far-
þega og áhöfn og sigldu með
fólkið til bandarísku herstöðv-
arinnar í Guantanamo á
Kúbu.
..Vikine Princess" var á
leið frá Curacao til Miami,
eftir sjö daga skcmmtiferð í
karabíska hafinu.
Frá Guantanamo fór fólkið
flugleiðis til Miami, en þaðan
héldu 106 ítalir af áhöfn skips
ins til New York. Aðfaranótt
páskadags komu italarnir sið
an til Keflavíkurflugvallar
með flugvél Loftleiða og
höfðu skamma viðdvöl í Loft-
leiðahótelinu, áður en þeir
héldu til Genúa með Rolls
Boyce flugvél Loftleiða „Guð-
ríði Þorbjamardóttur“.
Fréttamenn blaðsins voru
staddir í biðsal hótelsins, er
Alfredo Fuduli.
ítalana bar að garði, kl. 5 að-
faranótt páskadags. Virtust
þeir fremur þreytulegir og
skulfu af kulda í svölu nætur
loftinu fyrir utan hótelið. —
Margir þeirra höfðu dúðað sig
í þykkum ullarteppum. merkt
um Loftleiðum, nokkrir
keyptu sér íslenzkar ullar-
peysur í minjagripaverzlun
hótelsins. Flestir voru ítalarn
ir mjög léttklæddir, enda kom
það síðar á daginn, að þeir
höfðu misst öll sín föt í elds-
voðanum og voru í gjafaflík-
um Bandarikjahersins í Guant
anamo.
Fyrstan hittum við að máli
lágvaxinn og hnellinn ítala,
Tomasso Ecio að nafni, sem
brosti breitt, er við lögðum
fyrir hann fyrstu spurning-
una:
— Varstu hræddur, þegar
þú vissir að eldur var laus
í skipinu?
(Ljósm.: Sv. Þ.)
— Nei, alls ekki. Ég var
sofandi þegar eldurinn kom
upp og ég vissi varla hvað
á gekk fyrr en ég var kominn
í lífbátinn. Það var bezti vin-
ur minn um borð, Alfredo
Fuduli, sem vakti mig. Ég var
þá nýlagstur til svefns og var
mjög þreyttur, en ég var
þjónn yfirmanna og hafði ótt
erfiðan dag. Annars gekk allt
mjög vel og ekkert alvarlegt
skeði mér vitanlega, nema
hvað ég missti allan minn far-
angur og föt. Ég missti einnig
marga minjagripi, sem ég
hafði keypt víða um veiöld
handa móður minni. Þeir voru
mjög dýrir og slæmt að missa
þá.
— Ertu giftur, Tomasso?
— Nei. ég er of ungur til
þess. Bara tvítugur.
Fuduli, bezti vinur Tomasso,
var á svipuðum aldri en mun
óstyrkari, enda trúði hann
okkur fyrir því, að hann hefði
verið að skemmta sér í New
York daginn áður.
— Ég fór í sarna lífbát og
Tomasso, sagði Fuduli. — Það
var næstsíðasti báturinn. Skip
stjórinn var í síðasta bátnum.
Hann er mjög góður maður,
og það hefði vafalaust farið
illa, hefði hans ekki notið við.
Ég var staddur á lífbáta-
dekkinu, þegar bandaríski
maðurinn fékk hjartaslag.
Serrvio bryti.
Hann stóð hjá eiginkonu sinni
lágvaxinni konu, þegar hann
féll um koll. Hún komst í
mikla geðshræringu og það
varð að bera hana á brott.
Við Tomassö fórum um borð
í þýzka skipið „Cap Norte“, og
vorum báðir klæðalitlir. Ég
missti allan minn farangur,
sem var um 600 dollara virði.
Við erum báðir frá Genúa og
fórum þar á skipið fyrir 16
mánuðum. Okkur iþykir mjög
leitt að svona fór, því skipið
var gott og áhöfnin öll eins
og einn maður.
Schiaffino aðstoðarbarþjónn
er einn af þessum dæmigerðu
ítölum. Léttlyndur, kvikur og
síbrosandi. Og meðan við
ræddum við hann voru augun
á sífelldu flökti um biðsal-
inn og er hann sá fallega konu
ljómaði andlitið um leið og
hann hvíslaði að okkur
„Mamma mía“. Hann sagðist
Fagnaðarfundir í Miami
hafa verið að loka barnum og
á leið til klefa síns er hann
fann að skipið stöðvaðist og
ljósin slokknuðu.
— Varstu ekki hræddur?
— Nei. nei. Það var engin
ástæða til þess. Eldurinn
breiddist ekki það fljótt út,
og öll stjórn yfirmanna var
með afibrigðum góð. Skipstjór-
inn gaf skipun um að allir
skyldu fara að sínum björg-
unarbátum og bíða þar átakta,
meðan kannað væri hvort
nauðsyn væri á að yfirgefa
skipið. Farþegarnir voru allir
mjög rólegir og hlýddu orða-
laust skipunum yfirmanna.
Síðan kom skipun um að sjó-
setja bátana og gekk það mjög
greiðlega. Við vorum svo í
bátnum í 2 klst. en þá var
okkur bjargað af þýzka skip-
inu Cap Norte.
— Var mikill eldur þá í
skipinu?
— Já, eldbjarminn lýsti
alveg upp umhverfis staðinn,
það var stórkostleg sjón, en
líka leiðinleg. Ég var búin
að vera á skipinu í eitt ár og
þótti vænt um það.
— Ertu giftur?
— Ég giftur? Nei, takk. Til
hvers setti ég að gifta mig.
Og nú stóð hann upp og 'benti
í kringum sig á allt kven-
fólkið og gaf okkur fyllilega
í skyn að honum fyndist frek-
ari skýringar óþarfar.
Sörriva yfirbryti skipsins
virtist eitthvað miður sín og
vildi sem minnst við okkur
tala. Hann sagðist hafa verið
að vinna þegar kallað var til
hans að eldur -væri laus. Hann
hefði iþegar farið til aðstoðar
Tomasso Ecio
við íarþegana, sem hefðu ver-
ið einstaklega rólegir og æðru
lausir. Hann sagði að ekkert
hefði gerst sem orð væri á
gerandi, nema þá ef vera
skyldi frábær framganga
norsku áhafnarinnar og að
þeir væru áreiðanlega 'beztu
sjómenn í heimi. Þegar
Thoresen skipstjóri kom um
borð í kinverska skipið vott-
uðu fanþegarnir sem þar voru
fyrir, honum virðingu með
lófataki.
Næst höfðum við tal af
Luciano Signoarini, þrekvöxn
um og greindarlegum ítala,
sem segir okkur skilmerkilega
frá eldsvoðanum:
— Ég var staddur aftarlega
á skipinu ásamt nokkrum far-
þegum og tveimur öðrum
ítölum úr þjónustuliði skips-
ins, og við vorum að hlusta
á bandarískan skemmtikraft
frá Jaoksonville segja okkur
gamansögur, þegar við heyrð-
um tvær sprengingar, sem
komu frá vélarrúmi skipsins.
Við gerðum okkur fljótlega
grein fyrir því. að eldur hafði
komizt í rafala skipsins, og
fundum brátt megna reykjar-
stybbu leggja út um allt
skip. Ahöfn skipsins var þjálf
uð vikulega í björgunarstörf-
um og kom sú þjálfun nú að
góðu haldi. Ég hljóp fram í
danssalinn og kallaði til fólks-
ins, sem var orðið dálítið
órótt, að eldur vœri laus í
vélarrúmi, en hættan væri
lítil enn sem komið væri, og
bað það að gæta stillingar. Þá
kom skipstjórinn niður og tók
stjórnina í sínar hendur. Ég
varð var við, að fólkið róaðist
mjög við, að sjá Thoresen
skipstjóra á meðal sín, ein-
beittan og æðrulausan. Sagði
hann því, að því væri óhætt
að ná í farangur sinn undir
þiljum, ef það færi með still-
ingu og ró. Datt þá allt í dúna
logn, og undraðist ég mjög
stillinguna, sem farþegarnir
sýndu.
Þrjú eða fjögur börn á aldr-
inum 5—9 ára voru meðal
farþeganna, og höfðum við
sérstakt eftirlit með þeim. Þeg
ar allir farþegar og mikill
hluti áhafnarinnar var kom-
inn í lífibátana leituðum við
vendilega í öllum klefum til
að ganga úr skugga um, að
enginn væri eftir. Ég fór
ásamt skipstjóranum og
nokkrum öðrum í síðasta bát-
inn. Þá var eldurinn orðinn
mjög magnaður og stóð eld-
stólpi upp úr reykháf skips-
ins, og nokkuð var farið að
loga upp úr þiljum.
Framhald á bls. 25.
Sohiaffino.
„Mamma mia!“