Morgunblaðið - 13.04.1966, Side 16

Morgunblaðið - 13.04.1966, Side 16
16 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kfistinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SKIPULAG REYKJA VÍKUR MORCUNBLADIÐ Miðvikiiclagur 13. aprfi lé6< Frá flokksþinginu í Moskvu. Alexei Kosygin gerir grein fyrir hinni nýju 5 ára áaetlun Sovét- stjórnarinnar. Flokksþinginu í Moskvu lokið: Litlar breytingar í æðstu valdastöðum flokksins Mikoyan úr stjórn — Voroshilov í stað Krúsjeffs í miðstjórnina — aukin áhrif þjóða, sem ekki eru rússneskar — ný fimm ára áœtlun TTinn 18. febrúar 1960 gerði ** borgarstjórn Reykjavík- ur samþykkt um skipulags- mál, og var hún upphaf þess að hafizt var handa um víð- tækt skipulagsstarf, þar sem stefnt var að heildarskipu- lagi fyrir höfuðborgina. Nú er þessu starfi lokið. Skipu- lag næstu 20 ára er fullgert, og út hefur verið gefin mikil .og merk bók um skipulag Heykjavíkur. Skipulag Reykjavíkur var eitt af þremur aðalstefnumál- um borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins við síð- ustu borgarstjórnarkosning- ar. Hin tvö málin voru gatna- gerðaráætlunin og lagning hitaveitu. Fyrir fjórum árum var haft á orði, að þessar á- ætlanir væru svo stórvægileg ar, að ljóst væri, að einungis væri um kosningamál að ræða, því að ógerlegt mundi reynast að hrinda öllu þessu í framkvæmd. En raunin hef- ur orðið sú, að við áætlanirn- ar hefur verið staðið og þessi mál hafa komizt í fram- kvæmd eins og áætlað var. Borgaryfirvöld Reykjavík- 4ir hafa stundum verið ásök- uð fyrir það, að ekki gætti nægilegrar festu í skipulags- málum, og sjálfsagt hefði stundum getað farið betur í þeim efnum en raun hefur á orðið. Þó dylst það engum, sem t.d. horfir á Reykjavík úr lofti, að hún er fögur borg, og verður ekki uppnefnd og líkt við „Síberíuþorp" af öðr- um en þeim, sem bera í hæsta máta einkennilegan hug til höfuðborgarinnar. Reykjavík hefur vaxið svo ört, að stundum hefur óhjá- kvæmilega staðið á skipulags störfum, og hin þýðingar- miklu störf við aðalskipulag hafa orðið að þoka fyrir að- kallandi störfum við skipu- lagningú einstakra hverfa, svo að unnt yrði að úthluta byggingarlóðum. En úr þessu hefur nú verið bætt, og skipu lagsstörfin þurfa nú ekki leng ur að tefja framkvæmdir, hvorki í gamla bænum né hinum nýju borgarhlutum. D.anski prófessorinn Breds- dorff, sem yfirumsjón hefur haft með skipulagningu Reykjavíkur, hafði orð á því, 'er hann kynnti aðalskipulag- ið, að áður hefði hann ekki kynnzt jafn miklum áhuga og beinum störfum stjórn- málamannanna við aðgerðir eins og þessar. Eru þessi orð hans nokkur vottur um hið vökula og þróttmikla starf, sem einkennir borgarstjórn- armeirihlutann undir for- ustu Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra. Sá meirihluti hefur líka sýnt það á yfir- standandi kjörtímabili, að á betri stjórn borgarmála verð- ur vart kosið, enda hafa fram- kvæmdir verið svo miklar, að allir hafa undrazt hvernig unnt var að ljúka svo marg- víslegum verkefnum. PRÖFESSORINN OGPÖLITÍKUSINN /\lafur Jóhannesson, pró- ^ fessor, er góður fræði- maður, en þó er það svo, að um æið og hann gengur út úr Háskólanum og inn í Alþingis húsið er eins og öll fræði- mennska sé gleymd, og þar með er hann hinn ákjósanleg- asti stjórnmálamaður í röð- um Framsóknarflokksins. — Þetta sannaðist áþreifanlega þegar pólitíkusinn Ólafur Jó- hannesson ræddi um álsamn- ingana og gerðardómsákvæði þeirra. Þá vék öll vitneskja og þekking prófessors Ólafs Jóhannessonar fyrir skrumi stjórnmálamannsins. — Um þetta sagði Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, í ræðu um álsamningana eftirfar- andi: „Upphaglega uppkastið, fyrsta samningsuppkastið eða frumdrögin frá íslendingum, gerðu ráð fyrir gerðardómi, og það er meira en ár liðið síðan þau voru sýnd Ólafi Jó- hannessyni, prófessor, sem fræðimanni á þessu sviði, og hann hafði ekkert við þessar hugmyndir að athuga á því stigi málsins og ekki síðar, sem ég skal koma betur að. Háttvirtur þingmaður seg- ir að hann efist ekkert um, að ráðherra hafi lagt sig allan fram við þessa samningsgerð, og hann efist ekki. um, að ráð- herra hafi ýmsu fengið breytt til batnaðar í þessum samn- ingum. Hann veit þetta, af því að hann hefur alltaf fylgzt með breytingum, sem orðið hafa á þessujn ákvæð- um. Þingmenn í flokkum stjórnarandstöðunnar hafa á hverjum tíma fengið upplýs- ingar hjá fulltrúum stjórnar- innar um samningsgerðina. Prófessor Ólafur Jóhannes- son veit, þegar hann er að tala um að hann efist ekki um að ýmsu góðu hafi verið kom- ið til leiðar, að vissulega breyttust ákvæði mikið und- ir meðferð málsins, og alltaf stig af stigi okkur í hag. En svo segir þessi háttv. þingmað ur, að þegar ekki hafi tekizt fyrir ráðherra að koma mál- inu í betra horf en þetta, þá hefði hann að sínum dómi átt • S.l. föstudag lauk í Moskvu 23. flokksþingi sovézka komm- únistaflokksiris. Þingið sátu 4.619 fullgildir fulltrúar flokksins og 323 aukafulltrúar, sem ekki höfðu kosningarétt. Eru þá ótald ir um hundrað erlendir gestir, fulltrúar hinna ýmsu kommún- istaflokka heims. • í þinglok var birtur listi yfir ncýkjörna miðstjórn, stjóm og framkvæmdastjórn flokksins. — Kom þá í ljós, að teknar hafa verið á ný upp tvær nafngiftir frá Stalinstímanum, þ.e.a.s. nafn ið POLITBUREAU fyrir stjórn- ina í staðinn fyrir Presidium, (sem tekið var upp 1952) — og nafn aðalritara flokksins í stað- intn fyrir nafnið 1. ritari (sem Krúsjeff tók upp er hann komst til valda). Bæði stjórn flokksins sem markar stefnu hans og fram- kvæmdastjórnin, sem sér um að henni sé framfylgt, eru skipaðar ellefu mönnum. Þar af eiga fjórir sæti í báðum; þeir Leonid Brez- hnev aðalritari, Mikhail Suslöv, helzti hugtakafræðingur flokks- ins, Alexander Shelepin og Andrei Kirilenko. Aðrir, sem sæti eiga í stjórninni eru Alexei Kosygin, forsætLsráðherra, Niko lai V. Podgorny, forseti Sovét- ríkjanna; Gennady L. Voronov, forsætisráðherra rússneska sam- að setja hnefann í borðið og segja: Hingað og ekki lengra. Hví setti ekki prófessorinn hnefann í borðið og sagði: Hingað og ekki lengra. Hann sá þessa samninga meðan ver ið var að semja þá. Flokks- bræður hans í þingmanna- nefndinni höfðu þá undir höndum og sýndu þá flokks- bræðrum sínum. Þeir gerðu aldrei athugasemdir við gerð- ardómsákvæðin; engan fyrir- vara, engar athugasemdir, engar bókanir og ekkert barst mér frá þessum háttvirta pró- fessor í þessu sambandi. En þegar verið er að líkja þessu við vanmat á íslenzkum dóm- stólum og þetfa sé eiginlega handslýðveldisins svonefnda, stærsta ríkis Sovétríkj.; Kirill T. Mazurov, 1. varaforsætisráð- herra; Dimitry S. Polyansky 1. varaforsætisráðherra, Peter Y. S'helest, 1. ritari flokksins í Úkrainu, og Arvid J. Pelche, 1. ritari flokksins í Lithauen, eini nýi maðurinn 1 stjórninni og fyrsti fulltrúi baltnesku land- anna ,sem faer sæti í æðstu stjórn arsamkundu ríkisins. Úr stjórn- inni fóru þeir Anastas Mikojan, fyrrum forseti, og Niikolai Shvernik, sem báðir eru á átt- ræðisaldri. Tveir nýir varamenn voru kjörnir, Dinmukhamed Kunajef, 1. ritari flokksins í Kazakstan og Pjotr Masjecov, 1. ritari flokks- ins í Hvíta Rússlandi. Stjórnmálafréttaritarar benda á, að þær litlu breytingar sem orðið hafa á stjórninni miði yfir- leitt að Því að auka áhrif floikka í ríkjum, sem sem íbúar eru ekki rússneskir. Jafnframt benda fréttaritarar á, að staða Brezhnev hafi, að því er virðist styrkzt verulega á flokksþinginu , og megi hann heita harla traustur í sessi sem valdamestur maður ríkisins. Miðstjóm flokksins er skipuð 195 mönnum. M§ðal þeirra, sem misstu sæti sín þar, voru Nikita Krúsjeff, fyrrum forsætisráðh. svívirða við sjálfstæði þjóðar innar, því í ósköpunum gera þá ekki þeir menn athuga- semdir, sem hafa aðstöðu til þess? Því gera þeir ekki fyrir vara um, að ekki sé verið að vanmeta íslenzkt sjálfstæði og íslenzka dómstóla, og til þess var þeim gefið tækifæri í þingmannanefndinni". Prófessor Ólafi Jóhannes- syni voru þannig sýnd á- kvæði samninganna um gerð ardóm, sem fræðimanni, og þannig hafði hann ekki ein- ungis aðstöðu til þess að gera athugasemdir og ábendingar, áður en lokið var gerð samn- inganna, heldur beinlínis skyldu til þess. En hann gerði og tveir nánir samistarfssmenn hans, Pavel Satjukov, fyrrum ritstjóri Pravda og Leonid Iljit- sjev, sérfræðingur Krúsjeffs í mennta- og menningarmálum. Hins vegar fékk Klementi Voros hilov marskálkur — sem Krús jeff sakaði á sínum tíma um að fylgja fjendum flokksins — aftur sæti í miðstjórninni. Er sú ráð- stöfun talin benda til þess, að núverandi stjórn vilji gjarna veita ýmsum hinna gömlu stalin ista uppreisn æru án þess þó að reisa Stalin við of skyndilega. Meðal þeirra, sem misstu sæti sem varamenn í miðstjórninni, var Alexandar Tvardovski, rit- höfundur og ritstjóri „Novi Mir‘* en eins og áður hefur verið frá skýrt sætti hann og tímarit hans harðri gagnrýni á flokksþinginu fyrir að grafa undan kommún- ískum siðferðistyrk og ýta undir bölsýni og efagirni. í ræðu sem Leonid Brezhnev aðalritari hélt við lok þingsins, lagði hann áherzlu á, að Sovét- stjórnin myndi hér eftir sem hing að til, framfylgja stefnu friðsam- legrar samtoúðar og veita þjóð- um, er berðust fyrir frelsi sínu, allan hugsanlegan stuðning. —- Hvergi minntist Brezhnev á Kín verja en í ályktun þingsins um utanríkismál var látin í Ijós von um, að ágreiningurinn við Kín- verja yrði leystur og flokkarnir í Sovétríkjunum og Kína berðust í framtíðinni hlið við hlið að sam eiginlegum markmiðum. engar tillögur um breytingar, auðvitað vegna þess, að pró- fessornum var það fullljóst, að vel var frá samningum gengið, ella hefði hann án efa bent á það sem betur mæíti fara til þess að hagsmunir lands og þjóðar yrðu tryggð- ir. En stjórnmálamaðurinn Ólafur Jóhannesson sér margt skaðvænlegt við þessa samn- ingagerð, og er ekki myrkur í máli. Dálítið hlýtur þó aðstaðan að verða erfið fyrir prófessor Ólaf Jóhannesson, þegar hann þarf í fyrirlestrum sínum að hrekja skoðanir stjórnmála- mannsins Ólafs Jóhannesson- ar. — Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.